Morgunblaðið - 01.09.1976, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 01.09.1976, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. SEPTEMBER 1976 I Isianflsmóflð 2. delld I REYNIR - VÖLSUNGUR 1:2 REYNIR missti endanlega von- ina um að losna úr botnsætinu f 2. deild á föstudag þegar liðið tap- aði fyrir Völsungum með tveimur mörkum gegn einu á heimavelli sfnum að Arskógi. Það er þó ekki þar með sagt að Reynir hafi endanlega misst af möguleikan- um á að halda sæti sfnu f deild- inni, þvf félagið á rétt til að leika um tvö laus sæti f deildinni ásamt liðum númer tvö og þrjú f þriðju deild. Leikurinn að Árskógi á föstu- dag var annars fremur jafn þó svo að Völsungarnir væru öllu sterk- ari. Það var kappinn kunni, Hreinn Elliðason, sem náði foryst- unni fyrír Völsung þegar um 15 mín. voru af leik. Magnús Torfa- son tók þá vítaspyrnu, spyrnti í stöng og Hreinn fylgdi vef og skoraði. Tíu mínútum síðar jafn- aði Jón Gunnlaugsson fyrir Reyni með góðu skoti eftir hornspyrnu og þannig var staðan í leikhléi. í siðari hálfleiknum var hart barizt og leit lengi vel út fyrir að úrslit- in væru ráðin, en um tíu mín. fyrir leikslok sá Magnús Torfason um að svo fór ekki. Hann skoraði þá af stuttu færi eftir að þvaga hafði myndazt í teig Reynis. Völs- ungarnir eru nú i þriðja til fjórða sæti í deildinni ásamt Ármanni þegar ein umferð er óleikin. Völs- ungarnir geta vel við unað eftir fremur slaka byrjun í mótinu i vor. Það er greinilegt að hinn ungi, skozki þjálfari, Joe Mckinn- er, hefir verið þeim betri en ekki neinn. Sigb.G. SELFOSS—HAUKAR 4—3 SELFYSSINGAR og Haukar léku í 2. deildar keppni Islandsmóts- ins f knattspyrnu um helgina og fóru leikar þannig að Selfoss sigraði í leiknum 4—3, eftir að staðan hafði verið 1—0 fyrir Ilauka f hálfleik. Leikurinn mótaðist mjög af því að hvasst var í veðri er hann fór fram. Léku Haukar undan strekkingnum í fyrri hálfleik og voru þá meira í skókn. Samt sem áður tókst þeim aðeins að skora eitt mark, og gerði það Sigurður Aðalsteinsson á 12. mínútu. Selfyssingar jöfnuðu strax á 2. mínútu seinni hálfleiks og var það markakóngur þeirra, Sumar- liði Guðbjartsson, að verki. Ekki leið þó á löngu unz Haukar náðu aftur forystu í leiknum með marki Sigurðar Aðalsteinssonar, en Halldór Sigurðsson jafnaði fyrir Selfoss og færði liði sínu forystu með öðru marki skömmu síðar. Undir lok leiksins jafnaði Ölafur Torfason fyrir Hauka en Guðjón Arngrímsson, Sel- fyssingur, átti síðasta orðið í þess- um mikla markaleik og skoraði sigurmark liðs síns. KA - ÍBV 1:5 VESTMANNEYINGAR tryggðu sér endanlega setu í 1. deild á ári með því að sigra KA örugglega með fimm mörkum gegn einu á Akureyrarvelli á sunnudag. Sigur ÍBV f 2. deildinni 1976 er sannar- lega glæsilegur. Þegar Vest- mannaeyingarnir eiga einum leik ólokið f deildinni hafa þeir ekki lapað leik, en gert tvö jafntefli. I þessum 15 leikjum sfnum hafa þeir skorað 62 mörk en aðeins fengið á sig 11. Glæsilegra getur það vart verið. Leikurinn á sunnudag á Akur- eyri var annars ekki mjög ójafn framan af. Bæði liðin áttu sin tækifæri þó færi ÍBV hafi ef til vill verið öllu hættulegri. Það var þó ekki fyrr en á 30. mín sem fyrsta markið var skorað. Það var Örn Óskarsson, markakóngur Eyjamanna i ár, sem skoraði með þrumuskoti. Skömmu síðar skor- aði Sveinn Sveinsson eftir að Snorri Rútsson, sem var greini- lega rangstæður, hafði gefið á hann. Stuttu síðar var Örn aftur á ferðinni, þegar hann skoraði úr vítaspyrnu, sem dæmd var eftir að Tómas Pálsson hafði verið felldur innan vítateigs. Og þannig var staðan í leikhléi. í sfðari hálf- leiknum voru Vestmanneyingarn- ir mun sterkari aðilinn á vellin- um. Þeir bættu fjórða marki sínu við þegar um tíu mín. voru af hálfleiknum og var það Viðar Eliasson. Næsta orðið átti Gunnar Blöndal þegar hann „stal“ boltan- um af Þórði Hallgrímssyni og skoraði örugglega, fjögur gegn einu. Siðasta markið skoraði siðan Sigurlás Þorleifsson þegar um tíu mínútur lifðu af leiknum. Sigur ÍBV i þessum leik var í senn öruggur og sanngjarn og enginn efast um að þeir hafa sterkasta liðinu á að skipa f 2. deildinni Liðið er nokkuð jafnt að getu, þó svo leikmenn hafi nokkuð mismunandi hlutverkum að gegna. Þannig má segja að spilið byggist upp í kring um miðjumenninga, Svein, Snorra og Viðar að Tómasi Pálssyni, hinum stórskemmtilega leikmanni, ógleymdum. Örn, Sigurlás og Tómas sjá um mörkin og vörn og markvörður sjá um sitt eins og markatalan ber með sér. ÍBV hef- ir á að skipa stórgóðum leikmönn- um sem sannarlega gætu sett strik í reikninginn í 1. deildinni að ári. Það verður ekki annað sagt en að lið KA hafi valdið mönnum miklum vonbrigðum i ár. Margir höfðu trú á því að liðið mundi blanda sér í baráttuna á toppin- um, en önnur varð raunin á. Lið sem hefir jafn reyndum knatt- spyrnumönnum á að skipa og KA hefði átt að ná meira en 14 stigum úr 16 leikjum í 2. deild. Sigb.G. 5lff■ Atli Eðvaldsson hallar undir flatt f baráttunni við Hinrik Þórhallsson og fleiri Blika f leiknum f gærkvöldi. (Ijósm. Friðþjófur). Úrslit í 3. deild íkvöld i KVÖLD fer fram á Melavellin- um úrslitaleikur 3. deildar is- landsmótsins í knattspyrnu og eigast þar við lið Aftureldingar og Reynis. Hefst leikurinn kl. 18.30. Það lið sem sigrar i leiknum leik- ur í 2. deild næsta sumar, en það lið sem tapar mun keppa um laust sæti í 2. deild við lið Þróttar frá Neskaupstað og Reynis frá Árskógsströnd. Mun sú keppni fara fram á Eskifirði dagana 10. —12. september n.k. Þá á eftir að fara fram leikur milli Þróttar, Reykjavik — neðsta liðsins í 1. deild — og Þórs frá Akureyri, sem verður I 2. sæti f annarri deild, um laust sæti I 1. deild að ári. En hefur ekki verið endanlega ákveðið hvar né hvenær sá leikur fer fram, en að öllum líkindum verður leikurinn 11. september. Hafa Þorsarar ósk- að eftir þvi að leikurinn færi fram á Akureyri og verði svo er ekki ólíklegt að nokkrar tekjur fengjust af honum. Talan núllvar beztviö hæfi ÞÓTT það komi sér illa fyrir alla og setji mótanefnd KSÍ I hin mestu vandræði þá verður að segjast ins og er að talan núll var bezt við hæfi f leik Vals og Breiðabliks f undanúr slitum bikarkeppni KSÍ f gærkvöldi. Sennilega hefur þetta verið einn slakasti leikurinn sem fslenzk 1. deildar lið hafa leikið f sumar, þar sem hugsað var um eitt að sparka sem hæst og sem lengst allt frá upphafi til enda Og það sem alvar legra verður að teljast: Annað þess- ara liða er íslandsmeistari f knatt- spyrnu 1976. Ef eitthvað var, þá var Breiðablik heldur betra liðið I leiknum í gærkvöldi og í þau sárafáu skipti sem knöttuninn gekk nokkrum sinnum milli samherja var það milli Breiðabliksmanna Auk þess var svo miklu meiri barátta f Breiðabliksliðinu en Valsliðinu og má vera að það hafi ráðið því hvernig leikurinn lékst — Valsmenn virðast nefnilega þola illa mikla baráttujaxla á móti sér, þeir þurfa drjúgan tíma til þess að byggja upp spil sitt, og þegar þeir fá hann ekki þá er greinilega lítið annað í pokahorninu Það var aldrei ástæða til þess að taka minnisbókina úr vasanum í gærkvöldi til þess að skrá hjá sér sérstaklega hættuleg marktækifæri, — þau komu aldrei i þessum 120 mínútna langa leik Lengst af þæfðist knötturinn milli mótherja á vallarmiðjunni eða var þá utan vallar í þau örfáu skipti sem á reyndi vörðu svo báðir markverðirnir, Sigurður Dagsson og Ólafur Hákonar- son, af öryggi Erfitt er að nefna einn leikmann öðrum skárri í þessum leik Hjá Vals- mönnum sýndi Bergsveinn Alfonsson einna helzt eitthvað af sér og reyndi í það minnsta að berjast svolltið Og hjá Breiðablik voru þeir Þór Hreiðarsson og Einar Þórhallsson einna skástir Við eigum góóa möguleika í leiknum við Belgíumenn - sagði Ellert B. Schram, er íslenzka landsliðið var tilkynnt — VIÐ erum hvergi bangnir aó þessu sinni og gerum okkur góðar vonir um að okkar menn gefi mótherjunum ekki mikiðeftir, þótt við vitum auð- vitað, að þarna er um að ræða frábært landslið, og m.a. liðið sem hlaut silfurverðlaun í síð- ustu heimsmeistarakeppni, sagði Ellert B. Schram for- maður Knattspyrnusambands íslands á fundi með frétta- mönnum í gær, er .tilkynnt var valið á fslenzka landsliðinu sem á að leika við Belgíumenn á Laugardalsvellinum á sunnu- daginn í undankeppni heims- meistarakeppninnar í knatt- spyrnu. — Við teljum okkur nú tefla fram sterkara liði en nokkru sinni fyrr. og það segir t.d. sína sögu að Belgíumenn óttast okkur mjög mikið og hafa gert það sem þeim reyndist unnt að gera til þess að búa sitt lið undir leikinn á sunnudaginn og aðrir mótherjar okkar í þess- um riðli munu fylgjast með leiknum á sunnudaginn. Islenzka liðið lslenzka landsliðið sem leikur við Belgfumenn á sunnu- daginn verður þannig skipað (tala landsleikja viðkomandi leikmanna f sviga): Arni Stefánsson, Fram (9) Sigurður Dagsson, Val (13) Ólafur Sigurvinsson, IBV (23) Marteinn Geirsson, Royale Union (31) Jóhannes Eðvaldsson, Celtic (18) Jón Pétursson, Fram (17) Gfsli Torfason, IBK (21) Halldór Björnsson, KR(8) Guðgeir Leifsson, Charleroí (32) Asgeir Sigurvinsson, Standard Liege (15) Asgeir Elfasson, Fram (23) Arni Sveinsson, ÍA (9) Ingi Björn Albertsson Val (6) Matthfas Hallgrfmsson ÍA (41) Teitur Þórðarson, ÍA (23) Guðmundur Þorbjörnsson, Val (3) Svo sem sjá má af upp- talningu þessari koma fimm at- vinnumenn til leiksins, þeir Marteinn, Jóhannes, Guðgeir, Matthías og Ásgeir Sigurvins- son. Um tfma leit út fyrir að þeir gætu ekki Ieikið með og mun Jóhannes Eðvaldsson ekki koma til leiksins fyrr en á síðustu stundu. Hinir atvinnu- mennirnir koma hins vegar á fimmtudag og verða þvf með í undirbúningi liðsins en lands- liðið mun dvelja á Þingvöllum við æfingar frá föstudegi og unz leikurinn á sunnudaginn hefst kl. 18.15. Gífurlega mikill áhugi virðist vera á leik þessum vfða um lönd og má það t.d. marka af því að hingað koma á þriðja tug erlendra blaðamanna til þess að fylgjast með leiknum. Þriðja sinn f HM Þetta er i þriðja sinn sem íslendingar taka þátt í heims- meistarakeppninni í knatt- spyrnu. Fyrst tók ísland þátt i undankeppninni 1957 og voru mótherjar okkar þá Belgfu- menn og Frakkar. Leikirnir við Belgfu töpuðust 2—5 á Laugar- dalsvellinum og 3—8 úti í Belgíu, en leikirnir við Frakka töpuðust 3—5 á Laugardals- vellinum og'0—8 úti í Frakk- landi. Næst tók Island svo þátt í undankeppninni 1972 og voru þá með Hollendingum, Belgíu- mönnum og Norðmönnum f riðli. Lék ísland þá heimaleiki sína við Holland og Belgíu ytra, en við Norðmenn heima og heiman. Urslit i leikjunum urðu: Island — Holland 1—8 og 0—5. tsland — Belgía 0—4 og 0—4 og ísland — Noregur 0—4 og 1—4. — En nú erum við ákveðnir i að standa okkur betur en til þessa f heimsmeistarakeppn- inni, sagði Ellert B. Schram og við erum þess fullvissir að okkar lið á góða möguleika í leiknum við Beígiumenn á sunnudaginn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.