Morgunblaðið - 22.03.1983, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 22.03.1983, Blaðsíða 21
20 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. MARZ 1983 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. MARZ 1983 29 Útgefandi Pramkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 180 kr. á mánuöi innanlands. f lausasölu 15 kr. eintakiö. Gunnar Thoroddsen ekki í framboð Gunnar Thoroddsen, for- sætisráðherra, skýrði stuðningsmönnum sínum frá því á sunnudag að hann ætl- aði ekki að verða við áskorun þeirra um að bjóða sig fram utan Sjálfstæðisflokksins í komandi þingkosningum. 1965 ákvað Gunnar Thor- oddsen að draga sig út úr stjórnmálum, sagði af sér fjármálaráðherraembættinu og gerðist sendiherra í Kaup- mannahöfn. Síðan sneri hann sér aftur að stjórn- málastörfum innan Sjálf- stæðisflokksins, tók þátt í prófkjöri og var á lista flokksins í þingkosningum 1971 eftir að hafa tapað fyrir Kristjáni Eldjárn í forseta- kosningunum 1968. Gunnar varð formaður þingflokks sjálfstæðismanna og varaf- ormaður flokksins en með stjórnarmynduninni 1980 gekk hann í berhögg við meirihlutavilja þingflokks, miðstjórnar, flokksráðs og landsfundar Sjálfstæðis- flokksins og óþarft er að rifja upp þau mál öll. Síðan hann ákvað að gefa ekki kost á sér í prófkjöri sjálfstæðismanna í Reykjavík fyrir þingkosn- ingarnar nú, hefur þess verið beðið með nokkurri eftir- væntingu, hvort hann færi fram á eigin lista. Nú liggur ljóst fyrir að Gunnar verður ekki í kjöri í næstu kosning- um, þótt hann haldi áfram að vera forsætisráðherra svo lengi sem þessi ríkisstjórn situr. Gunnar Thoroddsen er ald- ursforseti alþingis í tvennum skilningi. líann var fyrst kjörinn á þing 1934 og hefur setið þar síðan með tveimur hléum, alls hefur hann setið á 43 þingum. Enginn núver- andi þingmanna hefur því setið fleiri þing og auk þess er Gunnar aldursforseti þingmanna, 72ja ára þegar hann ákveður að bjóða sig ekki fram að nýju. Hin mikla þingreynsla Gunnars hefur komið honum að góðum not- um ekki síst í átökum síðustu ára. Hann er síðasti þing- maðurinn sem býr að þeirri reynslu að hafa setið á al- þingi bæði fyrir og eftir að ísland hlaut sjálfstæði með lýðveldisstofnuninni 1944. Ferill hann ber þess merki að kjósendur Sjálfstæðisflokks- ins hafa um mjög langt ára- bil treyst honum til hinna margvíslegustu trúnaðar- starfa. Enn er óvíst hver verða ör- lög ríkisstjórnarinnar sem Gunnar Thoroddsen myndaði með framsóknarmönnum og alþýðubandalagsmönnum í febrúar 1980. Þrátt fyrir ítrekaðar yfirlýsingar sam- ráðherra Gunnars um að þeir hafi fegnir viljað losna úr stjórninni fyrir löngu er varlegt að taka þær yfirlýs- ingar alvarlega fyrr en á reynir og úrslit kosninganna 23. apríl liggja fyrir. Oftar en einu sinni hefur komið í Ijós þegar mest hriktir í burðar- ásum stjórnarsamstarfsins að oddvitarnir reyna heldur að berja í brestina en viður- kenna pólitískar staðreyndir og stjórnskipulega sjálf- heldu. í tilefni af því að Gunnar Thoroddsen ákvað að verða ekki við áskorun stuðnings- manna sinna gáfu þeir út yf- irlýsingu þar sem Sjálfstæð- isflokknum eru send ómakleg skeyti. Sagt er að innan flokksins hafi „flokksræði og óbilgirni" færst í vöxt á und- anförnum árum og flokkur- inn sé að verða þrengri „utan um harðan kjarna fárra, gegn fjöldanum". Slíkar yfir- lýsingar eru síst til þess fallnar á þessari sögulegu stundu að skapa það and- rúmsloft sem ætla mætti að sjálfstæðismönnum sé að skapi, þegar þeir búa sig und- ir örlagaríkar kosningar. Þær minna nokkuð á þau orð sem Gunnar Thoroddsen Iét falla í síðustu ræðu sinni á alþingi, mánudaginn 14. mars síðastliðinn, og Albert Guðmundsson kallaði „tíma- skekkju" og „högg undir belti". Framboðslistar Sjálfstæð- isflokksins fyrir þessar kosn- ingar voru ákveðnir af 29.128 kjósendum sem er um 66% af þeim fjölda sem veitti flokknum stuðning í kosning- unum 1979, en tæp 70% af kjósendum í þeim sjö kjör- dæmum þar sem til próf- kjara var efnt. Enginn getur með rökum sagt, að með því að beita slíkri aðferð við val á frambjóðendum sé stjórn- málaflokkur að þrengjast hvað þá heldur snúast „gegn fjöldanum". Ástæðulaust er fyrir stuðningsmenn Gunn- ars Thoroddsen að láta vonbrigði sín yfir því að hann vill ekki gefa kost á sér utan Sjálfstæðisflokksins beinast að þeim sem fylkja sér undir merki flokksins og telja að með því að efla hann sé þjóðinni forðað frá því ófremdarástandi sem skap- ast hefur í tíð vinstri stjórn- anna frá 1978. Styrktarfélag vangefinna 25 ára á morgun: „Vangefnir geta ekki baristfyrir málstað sín- um sjálfir- þess vegna verða aðrir aðgera það“ — rætt við Magnús Kristinsson formann Styrktar- félagsins STYRKTARFÉLAG vangefinna í Reykjavík verður 25 ára á morgun, miðvikudaginn 23. mars. Félagið var stofnað 23. mars 1958 af foreldrum og aðstandendum vangefinna og öðru áhugafólki. Það var fyrsta félagið hér- lendis sem stofnað var um þetta mál- efni, en í dag eru starfandi félög um allt land sem vinna að sama markmiði. Árið 1976 stofnuðu öll þessi félög, ásamt nokkrum öðrum, landssamtökin Þroskahjálp. Styrktarfélag vangefinna rekur 3 dagvistunarheimili í Reykjavík í eig- in húsnæði; Lyngás, Bjarkarás og Lækjarás, en auk þess vinnustofuna Ás og þjálfunarheimilið Læk. Á þess- um dagvistunarstofnunum eru rúm- Jega 100 vistmenn, en 13 manns starfa á vinnustofunni. Þá á félagið og rekur 2 sambýli f Reykjavík, þar sem 16 manns búa. Og félagið mun taka þriðja sambýlið í notkun að Há- teigsvegi 6 sumarið 1983. Einnig á félagið sumarbústað i Varmadals- landi á Kjalarnesi, og dvelja þar margir vistmenn af hinum ýmsu stofnunum í Reykjavík og nágrenni á hverju sumri. Skrifstofa félagsins er að Háteigsvegi 6, en starfsmenn á vegum styrktarfélagsins eru í kring- um 70 manns. Formaður Styrktarfélags vangef- inna er Magnús Kristinsson. Morgun- blaðið hafði samband við Magnús og bað hann að rifja upp sögu félagsins f stórum dráttum og geta um helstu framtíðarverkefni. Margt hefur áunnist á síðustu 25 árum „Það hefur margt áunnist á síðast- liðnum 25 árum þótt enn séu verkefn- in næg. Þegar Styrktarfélag vangef- inna var stofnað var þjónusta við vangefna mjög takmörkuð. Nú eru hins vegar rúmlega 100 einstaklingar á stofnunum sem Styrktarfélagið rekur. En betur má ef duga skal. í lögum félagsins segir að tilgangur þess sé, í fyrsta lagi að koma upp heimilum og stofnunum fyrir vangef- ið fólk, í öðru lagi að veita vangefnu fólki skilyrði til að ná þeim þroska sem geta þeirra leyfir, og í þriðja lagi að stuðla að því að starfsorka vangef- ins fólks verði hagnýtt. En án pen- inga verður litlu áorkað, og fyrsta stórmál félagsins var að fá tekjustofn fyrir málefnið. Sama ár og félagið var stofnað voru samþykkt lög á Alþingi um „að- stoð við vangefið fólk“. Samkvæmt lögunum var stofnaður Styrktarsjóð- ur vangefinna með gjaldi af gos- drykkjum og öli, sem framleitt var í landinu. Fé sjóðsins skyldi varið til Stjórn, varastjórn og framkvæmdastjóri Styrktarfélags vangefinna. Aftari röð frá vinstri, varastjórn: Sigurður Garðarsson, Elísabet Kristinsdóttir, Tómas Sturlaugsson, framkvæmdastjóri, Gunnlaug Emilsdóttir, Friðrik Friðriksson. Fremri röð frá vinstri, stjórn: Árni Jónsson, gjaldkeri. Davíð Kr. Jensson, varaformaður. Magnús Kristinsson, formaður. Ragnheiður S. Jónsdóttir, ritari. Hafliði Hjartarson, meðstjórnandi. Magnús Kristinsson, formaður Styrktarfélags vangefínna, stendur framan við tvö af þremur dagheimilum í eigu félagsins, Bjarkarás og Lækjarás. Þannig koma raðhúsin til með að líta út sem fyrirhugað er að byggja við Víðihlíð 5—11. í þessum húsum er meiningin að verði sambýli og skammtímafósturheimili. Það er teiknistofan Röðull sem annast hönnun húsanna. þess að reisa eða endurbyggja stofn- anir fyrir vangefið fólk. Þessi sjóður var starfræktur í 20 ár og var eina fjármagnið sem stóð að uppbyggingu þessa málaflokks. Fyrir rúmum þremur árum var þessu breytt með nýjum lögum um „aðstoð við þroska- hefta“ og tilkomu framkvæmdasjóðs öryrkja og þroskaheftra." Lyngás, Bjarkarás og Lækjarás „Fyrsta framkvæmd Styrktarfé- lagsins var bygging dagheimilisins Lyngáss 1960—61. Reykjavíkurborg úthlutaði lóð til byggingarinnar, og þar með var hafið samstarf við borg- ina. I Lyngási dvelja 40 börn og hefur heimilið verið fullsetið undanfarin ár. Á árunum 1%7—68 var farið að huga að byggingu annars dagheimil- is. Borgin úthlutaði þá félaginu lóð við Stjörnugróf og 1969 var hafin bygging annars dagheimilis okkar, Bjarkaráss. Það heimili var opnað f nóvember 1971 og þar dvelja 45 manns, bæði unglingar og fullorðið fólk. En sagan endurtekur sig, heimilin verða yfirfull og enn á ný leituðum við til borgarinnar. Við lóð Bjarkar- áss stendur gamalt timburhús í eigu borgarinnar. Það hús fengum við til afnota árið 1977. í þessu húsi, sem við nefnum Læk, voru til skamms tíma 10 einstaklingar í dagvist. Af mikilli bjartsýni var síðan ráð- ist í byggingu dagheimilis á lóðinni við Stjörnugróf og tók það heimili til starfa haustið 1981. Þetta heimili er Lækjarás, og er gert ráð fyrir að í framtíðinni muni dvelja þarna 25 til 30 manns. Með tilkomu þessa nýja dagheimilis var rekstri Lækjar breytt, en nú fer þar fram ýmis konar þjálfun vistfólks." Sambýli „Þetta voru dagheimilin. En á veg- um Styrktarfélags vangefinna eru einnig rekin svokölluð „sambýli", sem eru tiltölulega lítil heimili sem vistmenn búa á allan sólarhringinn. Okkar reynsla er sú að þetta sé besta, manneskjulegasta og jafnframt ódýr- asta vistunin fyrir vangefið fólk. Nú eru tvö sambýli í Reykjavík, í Siglu- vogi 5 og Auðarstræti 15. Styrktarfé- lagið keypti húsið i Sigluvogi árið 1976, og þar dvelja nú 5 manns. Hús- eignin við Auðarstræti var keypt 1979 og eru þar 11 manns nú. Og fé- lagið keypti þriðju húseignina fyrir tveimur árum og er verið að undirbúa opnun sambýlis þar. Auðvitað hafa ekki allir vangefnir getu til að búa á sambýlum, en þeir eru þó ótrúlega margir og verða enn fleiri í framtíðinni með góðri mark- vissri þjálfun." Vinnuþjálfun „Þegar félagið hóf rekstur sambýl- is gerðu allir sér ljóst að það eitt var ekki nægjanlegt. Eitthvað varð fólkið að hafa fyrir stafni á daginn. Þess 'egna var lögð mikil áhersla á vinnu- þjálfun á dagheimili okkar, Bjarkar- ási, og hefur sú þjálfun borið mjög góðan árangur. Og haustið 1981 hóf félagið rekstur verndaðrar vinnu- stofu í einnu álmu nýjasta dagheimil- is okkar, Lækjarási. Aðalframleiðsla vinnustofunnar er saumaskapur og pökkun. Þessi vinnustaður sannar getu vangefins fólks þegar það hefur fengið félags- og starfsþjálfun við sitt hæfi.“ Fjármálin „Eflaust velta margir því fyrir sér hvernig þessar miklu framkvæmdir Styrktarfélagsins og rekstur þess er fjármagnaður. Við höfum aldrei fengið hærra framlag frá hinu opin- bera en sem svarar helmingi eða 'h af byggingarkostnaði heimila okkar, og í sumum tilfellum ekki krónu. Hverjir hafa brúað bilið? Það er ánægjulegt að geta sagt, landsmenn allir, ríkir sem fátækir, og félög og félagasamtök, með kaupum á happ- drættismiðum, gjöfum, áheitum og öðru. Þá hafa ráðamenn og ríkis- stjórnir einnig sýnt málefninu mik- inn skilning á sfðari árum, og rfkið greiðir stærstan hluta rekstrarkostn- aðar heimila okkar i formi daggjalda og fastra fjárveitinga." Framtíðin „Eins og sakir standa er rekstur dagheimilanna umsvifamesti þáttur- inn í starfi Styrktarfélagsins. En í framtíðinni verðum við að leggja aukna áherslu á að koma upp skammtímavistunum, svo og sérstök- um skólum og vernduðum vinnustöð- um. Nú er Menntamálaráðuneytið að ljúka skólabyggingu Safamýrarskól- ans við dagheimilið okkar, Lyngás, og við fögnum því. Og í næsta mánuði mun félagið taka í notkun þriðja sambýlið að Háteigsvegi 6. Á sl. ári ákvað stjórn félagsins að sækja um byggingarlóðir hjá Reykja- víkurborg fyrir sambýli. Félagið fékk úthlutað 4 lóðum undir raðhús að Vfðihlíð 5, 7, 9 og 11. Og á morgun, það er að segja á afmælisdeginum, mun sú ánægjulega athöfn fara fram að fyrsta skóflustungan verður tekin að byggingu þessara húsa. Það er þegar ákveðið að þrjú húsanna verði sambýli fyrir alls 15 manns, en eitt húsanna verður skammtímaheimili og rekið í samvinnu við Félagsmála- stofnun Reykjavíkurborgar.“ Verðum að berjast fyrir rétti þroskaheftra „I lögum um „aðstoð við þroska- hefta“ er kveðið á um að þroskaheft- um skuli tryggt jafnrétti á við aðra þjóðfélagsþegna, og að þeim skuli sköpuð skilyrði til að lifa sem eðli- legustu lífi í samfélaginu. En við skulum hafa það hugfast að vangefn- ir eru sá hópur fatlaðra sem ekki get- ur sjálfur barist fyrir málstað sfnum og mannréttindum. Þess vegna verð- um við hinir, sem ekki tilheyrum þessum hópi, að berjast fyrir þeirra hönd. Það höfum við gert og það munum við halda áfram að gera,“ sagði Magnús Kristinsson, formaður Styrktarfélags vangefinna að lokum. Vangefnir að leik og starfí. Formaður kirkjulistanefndar, Gunnar Kristjínsson, og biskup fslands, herra Pétur Sigurgeirsson, skoða einn gripanna á sýningunni; nýstárlegan skírnar- font. Morgunblaðid/ Kristján Einarsson Kirkjulist á Kjarvalsstöðum: „Samvegur kirkju og listar á eðlilega orsök“ — sagöi biskup Islands viö opnun sýningarinnar FJÖLMENNI lagði leið sína á Kjarvalsstaði um helgina, en þar var á laugardaginn opnuð kirkjulistar- sýning, stór sýning á íslenskum verkum af trúar- og kirkjulegum toga. Formaður kirkjulistarnefndar þjóðkirkjunnar, séra Gunnar Kristjánsson á Reynivöllum bauð gesti velkomna og biskup íslands, herra Pétur Sigurgeirsson opnaði sýninguna. Við opnunina söng Há- skólakórinn einnig nokkur lög. Samtals eru 242 gripir á sýning- unni, gamlir og nýir kirkjumunir, og fjöldi nýrra listaverka er ís- lenskir listamenn hafa gert í til- efni sýningarinnar. Myndarleg sýningaskrá hefur verið gefin út í tilefni sýningarinnar, þar sem meðal annars efnis er grein eftir Gunnar Kristjánsson, sem hann nefnir „Trúarleg list — kirkju- list“. Björn Th. Björnsson ritar grein er hann nefnir „Um kór og skip“ og Hörður Ágústsson list- málari skrifar greinina „Islensk kirkjubygging að fornu og nýju“. f ávarpi biskups fslands, sem birt er fremst í syningarskránni, segir svo meðal annars: „Það er mér fagnaðarefni, að hugmyndin um sýninguna Kirkju- list á Kjarvalsstöðum er orðin að veruleika. Að baki þessarar sýn- ingar er mikill undirbúningur og framtak kunnáttumanna. Ég þakka sérstaklega kirkjulistar- nefnd, dr. Gunnari Kristjánssyni, sóknarpresti, formanni nefndar- innar, Birni Th. Björnssyni list- fræðingi og Jóhannesi S. Kjarval arkitekt. Nefndin hefur haft veg og vanda af sýningunni, en margir hafa lagt fram krafta sína, þjón- ustu og stuðning sem ég þakka í nafni kirkjunnar. Kirkjan og listin hafa löngum átt samleið á íslandi. Þegar skyggnst er um liðna tíð, þá kem- ur í Ijós, að þessi samfylgd hefur nánast átt einn og sama farveg, enda þar um sameiginleg verkefni að ræða og sjónarmið hin sömu. f röðum kirkjunnar manna voru margir listamenn og á sama hátt voru í hópi listamanna margir kirkjunnar menn. Samvegur kirkju og listar á eðlilega orsök. í trú og list er svo margt sameiginlegt. Orðabók Menningarsjóðs útskýrir orðið list og segir, að það sé „sú íþrótt að búa til fagra hluti“. Skáld og lista- menn hafa í trú sinni og guðs- dýrkun unnið sígild og fögur lista- verk, sem hafa borið hátt og menn fengið að njóta um aldaraðir.“ Bæjarráð Akureyrar: Styður beiðni Iðnaðardeildar SÍS um lán B/EJARRÁÐ Akureyrar hefur með ályktun lýst stuðningi við beiðni Iðn- aðardeildar SÍS til forsætisráðherra, um útvegun á 18 milljóna króna láni, vegna fjárhagsörðugleika skinnaiðnaðarins. Ályktunin, sem var samþykkt samhljóða, er svo- hljóðandi: „Bæjarráð skorar á forsætis- ráðherra og ríkisstjórn að beita sér fyrir aðgerðum til lausnar rekstrarfjárvanda Iðnaðardeilsar SÍS, i samræmi við tillögur fyrir- tækisins í bréfi til forsætibráð- herra.“ Eins og kom fram í Morgun- blaðinu í gær er forsætisráðherra með erindi Iðnaðardeildarinnar til athugunar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.