Morgunblaðið - 25.02.1984, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 25.02.1984, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. FEBRÚAR 1984 9 Umsjónarmaður Gísli Jónsson 232. þáttur Nú skal reynt að leggja nokkuð út af bréfi Haralds Guðnasonar í Vestmannaeyj- um, því sem birtist í síðasta þætti. Skal þá fyrst minnst á orðtakið að leika á als oddi, en það hafði Haraldur séð víðar en á einum stað ritað með tveimur 1-um (alls). Orðtakið að leika á als oddi merkir að vera í mjög góðu skapi eða leika við hvern sinn fingur. Sumir hafa haldið að gleðin væri svo mikil í þessu sam- bandi að menn gætu leikið á oddinum á al, en prófessor Halldór Halldórsson hefur í doktorsritgerð sinni um is- lensk orðtök sýnt fram á að þetta er alþýðuskýring, enda alurinn erfiður leikstaður. Mætti fimi leikenda mikil, ef þeir fótuðu sig á alsoddi. í Hrólfs sögu kraka segir um menn nokkra, að „þeir sofna eptir þat ok vakna við, að gnýr svá mikill er úti at heyra, at undir allt tekr, ok skjálfa þótti húsit, sem þeir lágu í, svá sem alsolla léki“. (Auðkennt hér.) Ýmiss konar munur er í hand- ritum, sumstaðar stendur „sem á solli léki“ og annar- staðar „lék sem á þræði". Halldór Halldórsson heldur að leika á als oddi sé alþýðu- skýring fyrir að leika alsolla (alsolli). Væri þetta lýsingar- orð í veikri beygingu. Hann gerir ráð fyrir að til hafi verið sterka beygingarmyndin sollr (kk.et.) og hafi þetta lýsingar- orð merkt órólegur, á iði, á hreyfingu. Síðan hafi menn með forskeytinu al- myndað al- solla, svipað og aldauða af dauður. Síðan segir Halldór orðrétt: „Alsolli ætti þá að hafa merkt „á mikilli hreyfingu", og merking orðtaksins, sú er fram kemur í Hrólfs sögu, er þannig upprunaleg. En hreyfing, fjör og þróttur einkenna gleðina, svo að merkingarþróun orð- taksins er mjög eðlileg. Orðið alsolli (alsolla) hefir af einhverjum sökum, sem nú eru engin tök á að vita um, týnzt nema í þessu eina sambandi. Ef til vill hefir orðið aldrei verið algengt. Mönnum kemur það því ókunnuglega fyrir sjónir, og þeir taka að skýra það fyrir sér. Eftir að 11 hefir breytzt í dl... fer alolli og als oddi að hljóma líkt, og þá verð- ur framan greind skýringartil- raun til og ber að lokum sigur af hólmi." Ljóst er þá af þessu að rit- hátturinn alls á hér engan veg- inn við, nema þá að við gerum ráð fyrir enn nýrri alþýðu- skýringu: Menn verða svo glað- ir að þeir geta leikið sér á oddinum á öllu, hverju sem er! Okkur Harald greinir ekki á í neinu sem máli skiptir. Ég er alveg sammála honum um það sem hann segir um „símamál" og „þingorð". Og um stjórn og stjórnun vísa ég, máli okkar Haralds til stuðnings, í þátt sem Erlingur félagi minn Sig- urðarson flutti ekki fyrir löngu í Daglegu máli. Um forskeytið hund- er stundum bágt að vita hvort það er upphaflega dregið af hundur eða hundrað. Ég held t.d. að hundgamall hafi upphaf- lega merkt svo sem hundrað ára, en ekki gamall eins og hundur. Fjölfróðir jötnar eru í fomum bókum kallaðir hund- vísir. Þannig getur hund- verið áhersluforskeyti í hundleiðin- legur, það þarf ekki að merkja „leiðinlegur eins og hundur", enda er smekkur manna jafn- misjafn í því efni og skepnurn- ar sjálfar. Sjálfum finnst mér hrútíeiðinlegur hið versta orð, enda mikill aðdáandi sauðfjár. Ætli það sé ekki til komið sem einhvers konar eftirlíking eða hliðstæða við hundleiðinlegur, í munni þeirra sem telja víst að það orð sé dregið af hundur. Aftur á móti þóknast mér orð- ið kýrskýr, sem andyrði við nautheimskur, enda þykja mér kýr ekki skynlitlar skepnur. Að sjálfsögðu met ég mikils lofkvæði Guðmundar Inga Kristjánssonar á Kirkjubóli um hrútana. ★ Eins og endranær gangast vísur í munnlegri geymd, og er stundum vant að finna upp- runalegan texta. Mikið lesmál varð til, þegar ég birti hér í þáttunum vísu eftir Sigur- björn frá Fótaskinni, tekna eftir munnlegri geymd, en gáði ekki í prentaðan texta frá höf- undarins hendi. Slíkur texti er heldur ekki ævinlega til. Nú bar svo til um daginn að ég birti vísu eftir Steingrím Baldvinsson í Nesi í Aðaldal, eins og Stefán Þorláksson samkennari minn kenndi mér hana, en hann er landskunnur vísnasjór og kvæðakunnandi: „Stundar af öllu efli“, o.s.frv. Af þessu tilefni fékk ég eftir- farandi bréf frá Daníel Daní- elssyni á Selfossi og þakka honum hið besta fyrir: „Heill og sæll. Ég gríp gjarnan niður í þín- um ágætu þáttum um íslenzkt mál í Mbl. Sé tími knappur verð ég stundum að láta mér nægja að renna augunum yfir það bundið mál, sem þar er að finna. í 227. þætti þ. 21. janúar ’84 birtir þú vísu eftir minn elsku- legan vin, Steingrím í Nesi. Fjarri fer því, að vísunni sé misþyrmt í þætti þínum. Mér datt þó í hug, að þú kynnir að hafa gaman af að heyra vísuna eins og Steingrímur kenndi mér hana, nýorta: „Stundar af öllu efli útvarpið málvöndun. Breytir það skafli í skefli svo skatnar fá um það grun, að brátt verði hrafl að hrefli, holan í kviðinn nefli, allt sé að ganga af gefli — — gfoest er sú nýsköpun." FASTEIGIMAMIOLUIM Sverrir Kristjánsson Hús Verslunarinnar 6. hæö. SWum. OuOm. OaM ÁgtetM. 70214. Lðgm. Hafstuinn BatdvtiMaon hri. OPIÐ I DAG 13—16 KVÍHOLT — HAFNARFIRÐi — SÉRHÆÐ Sérstaklega falleg 140 fm efrl sérhæö ásamt bflskúr á mjög góöum útsýnisstað. Hæðin skiptist i: anddyri, gesta-wc, skála, eldhús, þvottaherb. og geymslu, stofu og boröstofu. Á sérgangi eru 3 svefnherb. og baö (mögul. á fjóröa herb.). Ibúöin er mjög vönduð og vel innréttuð. Lúxusíbúö. Ákv. sala. 2ja herb. íbúðir HLÍÐARVEGUR KÓP. Góö 65 fm ibúö á jaröhæö í tvíbýli. Verð 1250 þús. Ákv. Sdld BÓLSTAÐARHLÍÐ. Góö 65 fm íbúö í kjallara. Nýtt gler og gluggapóstar. Ákv. sala. Verö 1250 þús. 3ja herb. íbúðir HÁAKINN. Sérstaklega fal- leg efri hæö (portbyggt ris). Ibúöin er öll nýstandsett. Mikiö útsýni. Bílskúrsréttur. 4ra herb. íbúðir LYNGMÓAR. Ca. 100 fm íbúö á 2. hæö ásamt bílskúr. EGILSGATA. Ca. 100 fm íbúö á 1. hæö. Góð íbúö ásamt bílskúr. Ákv. sala. KLEPPSVEGUR. Ca 110 fm íbúö á 1. hæö ásamt auka- herb. í risi. Verö 1650 þús. ÁLFTAHÓLAR. Ca. 120 fm falleg íbúö á 6. hæö ásamt góö- um bílskúr. Verö 2 millj. MEISTARAVELLIR. Skemmtileg ca. 120 fm íbúö á 4. hæð. öll mjög rúmgóö. Skemmtileg eign. Ákv. sala. í smíðum BREIÐHOLT. Ca. 140 fm raöhús tllb. undir tréverk ásamt bilskúr. Ákv. sala. Laus strax. FASTEIGNAEIGENDUR Okkur vantar allar stæröir og geröir fasteigna á söluskrá. Sér- staklega eftirtaldar eignir: Einbýlishús, gott vandaö hús á verö- bilinu 5—7 millj., æskilegt meö 5—6 svefnherb. Hólahverfi 4ra—5 herb. íbúö helst meö 4 svefnherb. og bílskúr, þó ekki skilyrði. Skordýr matvæli framtíðarinnar? Mexfkóborg, 21. febrúar. AP. VÍSINDAMENN við Háskólann í Mexíkóborg hafa hvatt til þess að menn íhugi það í fullri alvöru að viðurkenna skordýr sem efni í mat- væli, en fram til þessa hefur slíkt þótt heldur ógeðfelld tilhugsun. Á það er bent að skordýrakjöt sé ríkt af próteini og fjörefnum, og í bók sem einn vísindamannanna, Julieta Ramos, hefur nýlega sent frá sér nefnir hún fleiri en eitt hundrað skordýrategundir sem gætu komið mannfólki í hungruð- um heimi í góðar þarfir. Rússaáróður í amerísku háskólablaði Eaxl LuisÍDg, Mkhigan, 21. febrúar. AP. MIKLAR deilur hafa spunnist af því í Ríkisháskólanum í Michigan að stúdentablaðið endurbirti nýverið leiðara úr sovésku dagblöðunum Pravda og Izvestia. Einn stúdentanna sagðist ekki vilja að skráningargjaldið sem hann greiddi rynni til að fjár- magna sovéskan áróður. Hann gæti lesið lygar Sovétmanna ann- ars staðar án þess að borga sjálfur fyrir það. Ritstjóri blaðsins sagði að í sov- ésku leiðurunum kæmu fram sjón- armið sem ekki sæjust oft í banda- rískum blöðum og væri fjölbreytni skoðana af hinu góða. í öðrum leiðaranna var m.a. farið fögrum orðum um innrás Sovétmanna í Afganistan. 83000 Einbýlishús við Sunnubraut Kóp. [C ■J. » .n . X.J..4 I i I ~l □a* t---------1 í.. ■ i -JU.V. -lAi- -W.iTl — 1«, —lu—4 aii '/rninn. ^ U( }' j ■; wwm h 'uttmt m - Ui —-í 4 h * r fmSUl w j n tuu HH l Vandað einbýlishús á einum grunni stærð grunn- flatar 215 fm. 30 fm bílskúr — útisundlaug — samþykkt bátaskýli. Teikningar á skrifstofunni. Einkasala. FASTEICNAÚRVALIÐl 10 ARA1973-1983 SilfurteigM Sötustjóri: Auöunn Hermannsson. Kristján Eiriksson hæstaréttarlögmaöur. SIMAR 21150-21370 S01USTJ LARUS Þ VA10IMARS L0GM J0H Þ0RÐARS0N HOL Tll sölu og sýnis auk annarra eigna: Úrvals íbúðir í smíðum við Ofanleiti Rúmgóöar 2ja og 3ja herb. íbúöir. Frágengnar undir tréverk í ágúst 1985. Fullgerö sameign. Bilskúrar geta fylgt. Byggjandi Húni tf. Gott einbýlishús í Garðabæ alls um 170 fm að meðtöldum innb. bílskúr undir svefnálmu. Húsiö er steinhús um 20 ára. Óvenju góö innrétting. Ræktuö lóö. Verð aöeins 3,6 millj. gegn góöri útborgun. Rúmgóð glæsileg íbúð við Ljósheima 4ra herb. á 6. hæð um 115 fm í háhýsi. Sérinng. Tvennar lyftur. Útsýni. ibúöin er í enda, öll eins og ný. í þriggja hæða blokk við Engihjalla Rúmgóö 3ja herb. suöuríbúö um 90 fm á 2. hæö. Mikil og vönduö innr. úr dekktri eik. Rúmg. suöursvalir. Fullgerö ágæt sameign. Mikið útsýni. 15 og 25 ára góö lán fylgja. Útb. aðeins kr. 900 þús. 3ja herb. íbúð á efri hæð við Álfhólsveg um 75 fm. Nýleg velskipulögö. Sér hitaveita. Sér þvottahús. Bílskúr i smiöum. Stórar svalir. Mikiö útsýni. Verð aðeins kr. 1450 þús. Góð langtíma lán áhvflandi. Útb. aðeins kr. 800 þús. 2ja herb. íbúöir við: Kríuhóla 4. hæó 65 fm í háhýsi. Ljós haröviöur. Útsýni. Drápuhlíð í kj. um 75 fm. Samþykkt. Inng. sér. Hiti sér. Hraunbæ á 2. hæö um 85 fm. Rúmg. svefnherb. Parket. Útsýni. Sörlaskjól i kj. um 80 fm. Góö samþykkt. Eldhús endurbætt. Barmahlíð rishæö um 75 fm. Rúmgóö svefnherb. Sérhiti. Kvistir. Viðlagasjóðshús við Keilufell með góðum innr. Vel frá gengiö. Með 5 herb. íbúð (4 svefnherb.) á haeð og rishæö. Snyrting á báöum hæðum. Rúmgóöur bílskúr. Falleg frá- gengin lóö. Lítið einbýli í Mosfellssveit Raöhús viö Grundartanga ein hæö um 85 fm með nýrri og glæsilegri 3ja herb. ibúð. Parket á gólfum. Ljós viöarinnr. Stór sólverönd. Útb. aðeins kr. 1 millj. í Árbæjarhverfi óskast góð 3ja—4ra herb. ibúö. Mjög mikil útborgun. Á Seltjarnarnesi óskast raðhús eða einbýlishús um 140—160 fm. Skipti möguleg á mjög góöri sérhæö á Seltjarnarnesi. í Garðabæ óskast rúmgott einbýlishús með bílskúr. Fjérsterkur kaupandi. Ennfremur óskast raðhús eða einbýlishús um 110—120 fm. í Hafnarfirði óskast Sérhæö 5—6 herb. með bílskúr. Skipti möguleg á góðu einbýlishúsi í Hvömmunum í Kópavogi. Að marggefnu tilefni Aðvörun til viðskiptamanna okkar: Seljið ekki ef útb. er litil og/eða mikiö skipt. Nema samtímis séu fest kaup á öóru húsnæói. Opið í dag laugardag kl. 1—5. Lokað á morgun sunnudag. ALMENNA FASTEI6NASAUH LAUGAVEG118 SÍMAR 21150 - 21370

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.