Morgunblaðið - 13.05.1984, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 13.05.1984, Blaðsíða 40
r t 40 k^iA» ' » T r MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. MAÍ 1984 + Eiginmaöur minn, JÓHANNES SIGUROSSON, er látinn. Útförin hefur fariö fram í kyrrþey aö ósk hins látna. Þakka auösýnda samúö. Herlaug Sturlaugsdóttír. GESTUR GUDFINNSSON frá Litla-Galtardal, til heimilis Sigtúni 39, veröur jarösunginn frá Fossvogsklrkju mánudaginn 14. maí kl. 13.30. Vandamann. + Minningarathöfn um systur okkar, ÞORBJÖRGU ÁRNADÓTTUR, fyrrum yfirhjúkrunarkonu, veröur i Neskirkju mánudaginn 14. maí kl. 15. Dýrleif Árnadóttir, Þóra Árnadóttir, Gunnar Árnason, Inga Árnadóttir, Ólöf Árnadóttir. + Maöurinn minn, faðir okkar, tengdafaöir og afi, FERDINAND H. JÓHANNSSON, Nóatúni 26, veröur jarösunginn frá Dómkirkjunni þriöjudaginn 15. maí kl. 13.30. Béra Lýösdóttir, Ægir Ferdinandsson, Guórún Marinósdóttir, Hallvaröur Ferdinandsson, Sesselja Jónsdóttir, Kristín Ferdinandsdóttir, Oddur Jónsson, Hafþór Ferdinandsson, Hrafnhildur Þorgeirsdóttir og barnabörn. + Útför eiginmanns míns, GUÐJÓNS KRISTMANNSSONAR, Holtsgötu 18, er lést 6. maí, fer fram frá Fossvogskirkju þriöjudaginn 15. maí kl. 13.30. Kristfn Þorteifsdóttir. + Þökkum innilega auösýnda samúö og vinarkveöju viö andlát og útför eiginmanns míns, fööur, tengdafööur og afa, ÁKA KRISTJÁNSSONAR, Ljósheimum 16. Ólöf Jóhannesdóttir, Margrót Ákadóttir, Jóhann L. Jónasson, Áki Jóhannsson, Jóhann L. Jóhannsson, Jónas Jóhannsson. + Hugheilar þakkir fyrir auösýnda samúö og vináttu viö fráfail LAUFEYJAR BRYNOÍSAR JÓHANNESDÓTTUR, Garðastrseti 43. Jóhannes örn Óskarsson, Ólöf Erla Kristinsdóttir, Jóhann Erlendur Óskarsson, Lydia Edda Thjell, Óskar Gunnar Óskarsson, Kolbrún Valdemarsdóttir, Jóna B. Bjarnadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Minning: Þorbjörg Árnadóttir hjúkrunarkona Þegar tal berst að hefðbundnum kvennastéttum koma strax í hug- ann aldagömlu starfssviðin tvö, starfssvið hjúkrunarfræðinga og kennslukvenna. Mörgum nútímakonum sýnist þau litt hafa verið til framdráttar jafnréttismálum og að þjóðfé- lagsstaða þeirra hafi verið hindr- un fremur en lyftistöng í kven- réttindabaráttunni. Gleymist þá gjarnan að um það leyti er sú barátta hófst að nokkru ráði, fengu þær konur sem höfðu aflað sér þessara starfsréttinda laun er nægðu þeim, þótt rýr væru og voru lausar við að þurfa fyrir- vinnu. Þær sem voru ógiftar þurftu þar með ekki að vera háðar fjölskyld- um sínum ævilangt, en þær sem urðu ekkjur gátu horfið til fyrri starfa og unnið fyrir sér og börn- um sínum, og það á tímum er ekki buðust önnur né betri tækifæri fyrir konur. Þetta greiddi þeim og öðrum götuna til þátttöku á ýms- um sviðum þjóðfélagsins. En hjúkrunarstéttin var ekki bara hefðbundin kvennastétt. Eins og oft gerist líka i öðrum starfsgreinum var hún oftast hefðbundin í öllum sínum háttum. Umbótaviðleitni í menntunar- og kjaramálum var þí erfiðari við- fangs þar en í yngri stéttum heil- brigðisþjónustunnar, sem ekki voru bundnar gömlum rótgrónum hugmyndum um viðeigandi náms- og starfsundirbúning og starfs- kjör í samræmi við hann. Hér á landi var það vissulega fagnaðarefni að hægt var að stofna hjúkrunarkvennaskóla eft- ir að Landspítalinn tók til starfa. Fram að þeim tíma varð að leita út fyrir landsteinana en að loknu þriggja til fjögurra ára hjúkrun- arnámi fóru sumar hjúkrunarkon- ur til fjarlægari landa til frekara náms og starfa. Hér heima gátu þær síðan borið saman bækur sín- ar og fengu þar með góða yfirsýn yfir þróun hjúkrunarmála víða um heim. Rifjaðist þetta m.a. upp er í Hjúkrunarskóla íslands var 29. apríl sl. minnst Kristínar Thor- oddsen, fyrstu forstöðukonu Landspítalans og fyrsta skóla- stjóra Hjúkrunarkvennaskóla ís- lands, en þá voru liðin 90 ár frá fæðingardegi hennar. Kristín lærði hjúkrun f Danmörku en síð- ar var hún við nám og störf bæði í London og New York, og 3 ár var hún á barnaspítala í Valparíso í Chile. Ein þeirra víðförlu hjúkr- unarkvenna (svo notað sé það starfsheiti er þá var) var Þorbjörg Árnadóttir, sem lést 7. þessa mán- aðar, 86 ára að aldri. Þorbjörg var nemandi i hjúkr- unarskólanum við Bispebjerg- spítalann í Kaupmannahöfn og lauk námi árið 1923, þá 25 ára. Eitt ár vann hún hér heima áð- ur en hún hélt vestur um haf, þar sem hún starfaði bæði í Kanada og Bandarfkjunum. Á árunum 1926—28 var hún í heilsuvernd- arnámi fyrir hjúkrunarkonur við Washington-háskólann í Seattle, en vann samtímis á berklahæli á ýmsum vöktum. Næstu níu ár var hún við hjúkrunarstörf, aðallega hér heima, m.a. yfirhjúkrunar- kona á Vífilsstöðum um tveggja ára skeið og árið 1933 á Ullevál- sjúkrahúsinu í Osló. Hér heima erum við orðin vön því að fólk á öllum aldri sé við nám í hinum og þessum skólum. Það var þó fremur fátftt hér áður fyrr, sérstaklega að konur á miðj- um aldri legðu fyrir sig háskóla- nám, en rúmlega fertug var Þor- bjðrg aftur komin til vestur- strandarinnar og byrjuð að nýju í Seattle þar sem hún fékk fyrst ís- lenskra hjúkrunarkvenna B.Sc. gráðu í hjúkrun og 47 ára gömul varð hún magister í hjúkrun. Alla tíð varð hún að vinna fyrir sér um leið og hún stundaði sitt nám af mestu samviskusemi. í grein sem hún skrifaði ári sið- ar (1946) í Hjúkrunarkvennablað- ið um hjúkrunarnám í Bandarikj- unum segir: „Margar hjúkrunar- konur sem stunda framhaldsnám kosta sig sjálfar að öllu leyti og er óhætt að segja, að þær leggi oft mikið á sig, eins og t.d. hjúkrun- arkonan sem sagði: „Þegar ég hugsa um allar máltfðirnar og all- ar kvikmyndirnar sem ég hef sleppt...“ Þorbjörg sleppti sjálf áreiðan- lega mörgu sem öðrum finnst lífs- nauðsynlegt, enda alla tfð nægju- söm, en hún var námfús og fannst tilvinnandi að leggja þetta erfiði á sig til að ná settu marki. Hún lauk tilskyldu háskólanámi til að fá magisterspróf í hjúkrun, sem áður segir, fyrst fslenskra hjúkrun- arkvenna. En þar sem hún til- heyrði þessari hefðbundnu stétt, sem víðast hvar lét sér nægja þriggja ára hjúkrunarnám við spítala, nánast sem lærlingar á stofnunum sem gjarnan nýttu sér þennan ódýra vinnukraft, voru margir hér heima vantrúaðir á að hún hefði lagt stund á raunveru- legt háskólanám. Hún mætti því oft fremur tortryggni en að hlaðið væri á hana lofi fyrir framtaks- semina og árangurinn. Bæði fyrr og síðar voru margir fslenskir hjúkrunarfræðingar við framhaldsnám í viðurkenndum skólum, jafnvel tengdum háskól- um, en þar sem hjúkrunarstéttin hafði byggt upp þessa sérskóla var námsárangur ekki metinn eða við- urkenndur í háskólum almennt og þar með lokuðust venjulega leiðir, eftir hvert eins til tveggja ára sérnám, jafnvel þótt hjúkrunar- fræðingur ætti mörg slík að baki. Þessvegna fetuðu eiginlega eng- ar í fótspor Þorbjargar næstu ár- in. Það liðu 16 ár þar til önnur starfssystir okkar fór í háskóla- nám við sama skóla og Þorbjörg. Hún var þó betur sett að því leyti að hún fékk námsstyrki og þurfti því ekki að vinna fyrir sér um leið. í sama tölublaði og Þorbjörg skrifar um hjúkrunarmenntun í Vesturheimi ritar ólafur Geirs- son, læknir, um sérnám hjúkrun- arkvenna og segir m.a. „... því okkur læknunum er vel kunnugt um að hjúkrunarkonur hafa sýnt mikinn áhuga á að mennta sig um- fram tilskilið nám og kostað miklu til, f hlutfalli við þau laun, sem þær hafa haft til skamms tírna". í bókinni Hjúkrunarkvennatal er að finna ýtarlegar upplýsingar um Þorbjörgu, uppruna, starfsfer- il, áhugamál og ritstörf hennar. Mér hefur orðið tíðrætt um menntunarmál hjúkrunarfræð- inga, en þar var hin ágæta kona einmitt brautryðjandi og minnist hjúkrunarstéttin hennar með hlý- hug og þakklæti fyrir framsýni hennar og dugnað. Blessuð sé minning hennar. María Pétursdóttir Þorbjörg Árnadóttir hjúkrunar- fræðingur lést 7. maí sl., 86 ára að aldri. Minningarathöfn um hana verður í Neskirkju f Reykjavík á morgun, mánudaginn 14. maí kl.14, en jarðsett verður á Skútu- stöðum við Mývatn. Þorbjörg fæddist á Skútustöð- um 8. febrúar 1898, næstelst af börnum séra Árna Jónssonar, sem þar var þá prestur, og siðari konu hans, Auðar Gísladóttur. Báðir foreldrar hennar voru Þingey- ingar. Séra Árni var af Skútu- staðaætt, sem svo er nefnd, og Þura Árnadóttir í Garði hefur rakið f sérstakri bók, en Auður kona hans fæddist á Þverá í Dalsmynni, og hefur bróðir henn- ar, séra Ásmundur Gislason, sagt frá ættmennum hennar í bók sinni Við leiðarlok. Faðir Þorbjargar lést 1916, og var þá orðinn prestur á Hólmum við Reyðarfjörð, en Auður móðir hennar lifði til hárr- ar elli og lést í Reykjavík 1962. Tvö hálfsystkini Þorbjargar, Þuríður og Jón, sem störfuðu í Vesturheimi, eru látin og einn al- bróðir, Gísli bóndi á Helluvaði í Mývatnssveit. Á lífi eru séra Gunnar bróðir hennar og systurn- ar Dýrleif, Þóra og Inga, öll í Reykjavík, og Ólöf, búsett á Sel- fossi. Þorbjörg Árnadóttir lauk prófi frá Verslunarskólanum 1916 og hóf þá störf á pósthúsinu í Reykjavík. Voru móðir hennar og systkini þá flutt til höfuðstaðar- ins. Eftir nokkur ár, 1919, hélt hún til Kaupmannahafnar, en við Holmens-kirkju þar í borg þjónaði þá móðurbróðir hennar, séra Haukur Gíslason. Hún hóf hjúkr- unarnám við Bispebjerg-spítalann og lauk prófi 1923. Um dvölina í Danmörku og hjúkrunarnámið má margt sjá í skáldsögu, sem Þor- björg gaf út löngu síðar, 1964, og nefndi Signýju. Að námi loknu kom Þorbjörg heim og stundaði hjúkrunarstörf um eins árs skeið, en hleypti þá enn heimdraganum. Leiðin lá f þetta sinn til Kanada, þar sem Jón hálfbróðir hennar var læknir. Með honum fór hún eftir skamman tíma til Seattle í Washington- fylki f Bandaríkjunum. Þar stund- aði Jón lækningar allt til æviloka 1969, og þar og f grenndinni var Þorbjörg langdvölum. Hún var við hjúkrun frá því að hún kom vestur og allt til 1928, en tvö sfðustu árin jafnframt við nám í heilsuvernd við Washington-háskóla. Eftir próf í þeirri grein 1928 sneri hún heim til íslands. Árið 1929 var Þorbjörg skipuð yfirhjúkrunarkona Vífilsstaða- spítala. Gegndi hún því starfi i tvö ár. Eftir það var hún við ýmis hjúkrunarstörf í Reykjavík og í Osló allt til 1937, þegar hún hélt til Vesturheims í annað sinn. Dvöl hennar þar varð 9 ár. Hún var við hjúkrunarstörf í Seattle og New York, en stundaði einnig nám í Washington-háskóla í heilsuvernd og stefndi á nýjar prófgráður. Tók hún B.Sc. próf 1941 og magist- erspróf, nefnt M.N., árið 1945. Sá, sem þessi orð ritar, veit ekki betur en Þorbjörg hafi verið fyrsti ís- lenski háskólamenntaði hjúkrun- arfræðingurinn. Nú, tæpum fjór- um áratugum eftir að hún lauk meistaraprófi sínu, er skammt í að allt nám hjúkrunarfræðinga hér á landi verði á háskólastigi. Þorbjörg kom heim 1946 og fékkst næstu 6 ár aðallega við kennslu og ritstörf. Hún hóf störf sem hjúkrunarfræðingur hjá Barnaverndarnefnd Reykjavíkur 1952 og vann þar til 1958. Eftir það sinnti hún ritstörfum, ferðað- ist innanlands og utan og las sér til fróðleiks, enda góður tungu- málamaður. Hin siðari ár hnign- aði heilsu hennar, hún var um skeið á dvalarheimilinu Ási i Hveragerði, en síðar á dvalar- heimili aldraðra við Dalbraut i Reykjavík, uns hún fór á Land- spitalann, þar sem hún andaðist. Sem fyrr segir vann Þorbjörg að ritstörfum. Hún samdi greinar um hjúkrunarmál og eru þær taldar í

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.