Morgunblaðið - 15.01.1987, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 15.01.1987, Blaðsíða 1
72 SÍÐUR B STOFNAÐ 1913 ll.tbl. 75. árg. FIMMTUDAGUR 15. JANÚAR 1987 Prentsmiðja Morgunblaðsins Hreinsanir hafnar í Kína: Kunnur rithöfund- ur rekinn úr komm- únistaflokknum Peking, AP, Reuter. KUNNUR rithöfundur, Wang Ruowang, var í gær rekinn úr kommúnistafiokki Kina fyrir óhróður um sósíalismann og stuðning við auðvaldsstefnu. Hann er fyrsti flokks- félaginn, sem rekinn er úr kommúnistaflokknum í kjölfar stúdentaóeirðanna í landinu. Fréttastofan Nýja Kína, hin op- inbera fréttastofa landsins, skýrði svo frá, að þessi ákvörðun hefði verið tekin af aganefnd kommún- istaflokksins í Shanghai. Var brottreksturinn rökstuddur með því, að Wang hefði neitað að bæta ráð sitt, þrátt fyrir það að hann hefði verið harðlega gagnrýndur fyrir stuðning við borgarlega ftjálshyggju í verkum sínum og fyrir andstöðu við grundvallarregl- ur flokksins undanfarin tvö ár. Wang hefði jafnvel gengið svo langt, að lýsa hinu sósíalistíska þjóðfclagskerfi Kína sem „blekk- ingu“. ur fundur hans og háttsetts stjóm- málamanns frá Japan fyrr í vikunni féll niður og var því borið við, að Hu væri veikur. Ekki er talið líklegt, að Hu láti strax af embætti sem formaður kommúnistaflokksins. Hann hefur hins vegar sætt gagnrýni af hálfu Deng Xiaopings, valdamesta manns Kína. Er álitið, að Deng vilji, að Hu segi af sér á 13. flokks- þinginu, sem halda á í september nk. Ekki láta aliir bugast, þótt kólni. Mynd þessi var tekin, er sannir afkomendur víkinganna fengu sér bað í vök, sem hafði verið höggvin í ísinn í Eyrarsundi í gær. Unga stúlkan, sem er frá bænum Vedbæk fyrir norðan Kaupmannahöfn, fær að ganga í „Samtök berserkja og valkyrja“, þegar hún hefur iðkað hreystiböð af þessu tagi í 10 ár. Neyðarráðstafanir í Evrópu vegna kuldanna: Herlið til hjálparstarfa í Frakklandi og Bretlandi London, AP, Reuter. FRANSKA stjórnin kallaði í gær út herlið og kom á fót neyðarmið- stöð til aðstoðar fólki vegna vetrarkuldanna. Allt að 14 sm jafnfallinn snjór féll þá síðdegis í París og um mikinn hluta Frakklands. Er þetta fjórða mesta snjókoma, sem mælzt hefur í París, frá því að Á mánudag var tilkynnt, að Guan Weiyan, rektor háskólans í Hafei, hefði verið látinn víkja úr embætti og hann sagður „bera ábyrgð á þeim vondu áhrifum, sem stúdentaóeirðirnar hafa haft alls staðar í landinu“. Þá var annar háskólakennari að nafni Fang Lizhi, stjarneðlisfræðingur og varaforseti raunvísindadeildarinn- ar í sama háskóla, einnig rekinn úr starfi og hann sakaður um óhróður um sósíalismann og leið- toga flokksins. Brottrekstur þessara manna hefur komið af stað orðrómi um, að umfangsmikil endurskipulagn- ing kommúnistaflokksins standi nú fyrir dyrum og að Hu Yaobang, formaður flokksins, standi mjög höllum fæti. Var haft eftir heimild- um í Austur-Evrópu, að stjórn- málaráð eða miðstjóm kínverska kommúnistaflokksins ætti að koma saman til sérstaks fundar á laugar- daginn til þess að ræða ástandið í flokknum. Hu, sem verður 72 ára á þessu ári, hefur ekki sést opinberlega síðan 29. desember sl. Fyrirhugað- veðurmælingar hófust. Segja má, að nær öll Evrópa sé nú í greipum kuldans og fregnir berast alls staðar af fólki, sem orð- ið hefur úti. Er talið, að tala látinna af völdum kuldanna sé nú orðin yfir 50. í Þýzkalandi mældizt sums staðar meira frost en nokkru sinni áður. Þannig mældist þar 25 stiga frost á Celsius á Schönfeld-flug- velli í Austur-Berlín. Í Bretlandi er víða allt í kafi í snjó. Þar var herlið kallað út og þyrlur notaðar til aðstoðar fólki. Þannig var vanfær kona flutt á sjúkrahús í þyrlu, sem sótti hana á þjóðveg í Norfolk. Sjúkrabíll, sem konan var í, stóð þar fastur að baki snjóplóg, sem ekki megnaði að ryðja braut í gegnum snjóinn, en hann er þarna orðinn 45 sm djúp- ur. Kuldabylgjan hefur nú náð langt suður á Spán. Þar var þjóðvegurinn milli Madrid og Barcelona lokaður í margar klukkustundir vegna ófærðar. Ávaxtauppskera lands- manna er nú talin í mikilli hættu, ef ekki hlýnar bráðlega. í sumum fjallahéruðum mældist yfir 15 stiga frost og vegir yfir til Frakklands voru víðast hvar tepptir vegna snjóa. Ekki er ástandið betra í Austur- Evrópu. Þar skýrði blaðið Neps- zabadsag, málgagn ungverska kommúnistaflokksins, frá því að 3000 hermenn hefðu verið kallaðir út til að ryðja snjó og hjálpa fólki. í mörgum borgum Sovétríkjanna er ástandið mjög slæmt. Þar er frostið víða um 30 stig og er skort- ur á eldsneyti og rafmagni orðinn mjög tilfinnanlegur í borgum eins og Leningrad, Kiev, og Volgograd. TASS-fréttastofan skýrði frá því í gær, að miðstjórn kommúnista- flokksins hefði varað embættis- menn flokks og ríkis á mörgum stöðum við því, að þeir kynnu að verða gerðir ábyrgir fyrir því per- sónulega, ef verulegur skortur yrði hjá almenningi á eldsneyti og raf- magni til húshitunar. Afganistan: Einhliða vopna- hlé Kabúl- stjórnarinnar Islamabad, Reuter, AP. STJÓRNIN í Kabúl í Afganistan, Gífurlegt mannfall í Persaflóastríðinu Teheran, Keuter, AP. ÍRANIR tilkynntu í gær, að þeir hefðu hafið sókn á nýjum vígstöðv- um á miðjum landamærunum við írak og endurheimt þar landsvæði, sem verið hefði á valdi íraka allt frá upphafi stríðsins milli þjóð- anna fyrir 6 árum. Þá væri ekkert lát á sókn þeirra inn í írak á suðurlandamærum ríkjanna, en sókn þessi hófst fyrir sex dögum. írakar sögðu aftur á móti, að nýbyrjaðri sókn írana á miðvíg- stöðvunum hefði verið hrundið. Hefði írönum tekizt aðeins skamma stund að ná þar á sitt vald litlu landsvæði, en þeir verið hraktir þaðan og skilið eftir sig „hrauka af líkum fallinna hermanna sinna". Blaðið Khaleej Times, eitt út- breiddasta dagblaðið, sem gefið er út í arabaríkjunum við Persaflóa, hélt því fram í gær, að tala fallinna í átökunum undanfama viku væri ekki undir 70.000 manns og að ein milljón manna hefði dáið eða særzt frá upphafi stríðsátakanna fyrir 6 árum. „íran og írak eru smám saman að fremja sjálfsmorð," segir blaðið. Hefur það eftir sérfræðingum, að mannfall hafi þó verið mun meira hjá írönum en írökum eða þrír á móti einum. íranskur skriðdreki, sem írakar hafa tekið herfangi við borgina Basra. Þar hafa bardagarnir undanfarið verið hvað mann- skæðastir. sem nýtur stuðnings Sovétstjórn- arinnar, lýsti i gær yfir einhliða vopnahlé í stríðinu við frelsis- sveitimar i landinu. Á vopnahléð að standa í sex mánuði. Leiðtogi kommúnistaflokksins, Najibullah, skýrði svo frá í útvarps- ræðu, að hermenn stjórnarinnar myndu hætta bardögum á miðnætti og halda til búða sinna. Skoraði hann á frelsissveitimar að gera slíkt hið sama. Frelsissveitimar hafa ekki viljað fallast á vopnahlé að svo komnu, en leiðtogar sjö helztu fylkinganna i þeirra hópi hyggjast koma saman til fundar á laugardag og taka af- stöðu til vopnahlésins. Talið er, að þeir muni hafna því og halda áfram baráttunni gegn Kabúlstjórninni. Hafa þeir hvað eftir annað lýst því yfir, að friðarviðræður komi ekki til greina fyrr en allur her Sovét- manna sé á burt frá Afganistan.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.