Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						8S
22
886i «381431*133 .8 flUOAaUTMim .glgAJHHlJOflOM
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUK 8. SEPTEMBER 1988
4-
Fjármálaráðherra um breytJngar á starfsmannahaldi ríkisins:
Laun umfram samn-
inga verði ekki greidd
„FJÖLGUN ríkisstarfsmanna hef-
ur verið langt um meiri en fjölgun
f ýmsum öðrum greinum. Hún
hefur verið aðhaldslftil og f sum-
um tilvikum aðhaldslaus. Við
þessu verður að setja skorður og
f því felst að f agráðuneyti haldi
sig innan þeirra ramma sem þeim
eru settir. Þetta yrði tryggt f
framkvæmd með samningum fag-
ráðuneyta og ríkisstofnana við
launadeild fjármálaráðuneytisins
um að laun verði ekki greidd
umfram þessa ramma," sagði Jón
Baldvin Hannibalsson, fjármála-
ráðherra, aðspurður um hug-
myndir um aðhald f starfmanna-
haldi ríkisins.
Upplýsingafulltrúi fjármálaráðu-
neytisins sagði f frétt í Morgunblað-
inu á laugardag að ný stefna f starfs-
mannahaldi ríkisins yrði væntanlega
boðuð um leið og fjárlagafrumvarpið
yrði kynnt. Jón Baldvin vildi ekki tjá
sig nánar um í hverju þessi stefna
væri fólgin, þar sem einstakar tillög-
ur væru nú til umfjöllunar hjá ráð-
herrum og ríkisstjóm.   v
I skýrslu ríkisendurskoðunar um
framkvæmd fjárlaga kemur fram að
launakostnaður rfkisins hafi aukist
sem svarar um 725 stöðugildum á
fyrra helmingi þessa árs miðað við
sama tfma í fyrra. Launakostnaður
umfram heimildir fjárlaga hafi aukist
um 200 milljónir króna. í skýrslunni
er lagt til að eftirlit verði hert til
muna með fjölgun starfa og aukn-
ingu yfirvinnu hjá ráðuneytum og
rfkisstofnunum.
„Núna viðgengst það að menn
ráða starfsmenn langt umfram heim-
ildir til skamms tfma með bráða-
Athugasemd vegna frétta
um burðarþol húsa
MORGUNBL AÐIN U hefur borist eftirfarandi vegna fréttatilkynn-
ingar í blaðinu frá Verkfræðistofnun Háskóla íslands þann 12.
ágúst og aftur þann 19. ágúst.
„Eins og menn eflaust muna
urðu hér miklar umræður um
burðarþol húsa fyrir rúmu ári í
kjölfar skýrslu sem Rannsókna-
stofnun byggingariðnaðarins lét
gera.
Borgarverkfræðingur óg bygg-
ingarfulltrúinn í Reykjavík fengu
Verkfræðistofnun Háskóla íslands
til þess að gera úttekt á nokkrum
þeirra húsa sem skýrslan fjallaði
um og hefur stofnunin nú lokið
úttekt sinni og sent frá sér um-
ræddar fréttatilkynningar.
f fréttatiikynningu eins og hún
birtist í Morgunblaðinu 19. ágúst
sl. segir m.a.:
„Húsin standast gildandi reglur
varðandi burðarþol.
Húsin standast jarðskjálftaálag
samkvæmt íslenskum staðli ÍST
13.
Jarðskjálftaálag húsanna virðist
viðunandi.
Ennfremur. íslenskar hönnun-
arreglur eru ekki einhlítar og er
nauðsynlegt að endurskoða þær
og lagfæra.
Þrátt fyrir þetta er ýmislegt sem
betur mætti fara í hönnun húsanna
og hefur ábendingum þar að lú-
andi verið komið á framfæri."
Eitt þeirra húsa sem úttekt
Verkfræðistofhunar Háskóla ís-
lands náði til var Skipholt 50C en
verkfræðistofan Ferill hf. sá um
burðarþolshönnun þess á sínum
tíma.
í viðtali við Hákon ólafsson,
forstjóra Rannsóknastofnunar
byggingariðnaðarins, í Morgun-
blaðinu 3. júlí 1987 kom fram að
byggingin Skipholt 50C er hin
vandaðasta.
Til þess að taka af allan vafa
um það að aðfinnslur þær sem
fram koma í lok fréttatilkynningar
Verkfræðistofnunar Háskóla  ís-
lands eiga alls ekki við um Skip-
holt 50C birtum við með leýfi
Verkfræðistofnunar Háskóla Is-
lands orðrétt lokaorð skýrslu
þeirra varðandi Skipholt 50C:
5. Lokaorð
Skipholt 50C stenst fullkomlega
ÍST 13, jafnvel þótt miðað sé við
grunngildi, sem eru hærri en leyfi-
leg gildi, sjá töflu 5.1.
Þegar gervihraðarófsaðferðinni
er beitt verða niðurstöðu á sama
veg. Óhætt er að a.m.k. 2.5 falda
og sennilega 4 falda 50 ára há-
markshröðunargildi, sem fundið
er út frá mældum gögnum og
hágildisdreifingu.
Þegar álag vex á bygginguna
má hins vegar gera ráð fyrir
plastískum formbreytingurn og
einhverri sprungumyndun í sker-
veggjum. í stórum skjálfta mundu
slíkar formbreytingar auka mjög
deyfingu í byggingunni. Það skal
hins vegar undirstrikað að súlur
einar sér ráða við íhaldssamt stað-
alálag (Z=0.75, K=1.0 og C=0.1)
og gott betur. Það má því segja
að hið tvöfalda viðnámskerfi gagn-
vart láréttum kröftum (þ.e. súlur
og skerveggir), sem er að finna í
byggingunni, tryggi mjög vel
hæfni hussins til að standast stór-
an skjálfta. Þegar hér er talað um
stóran skjálfta er átt við skjálfta
sem veldur meira álagi en fhalds-
samt staðalálag kveður á um."
1) í kafla 3 hér að framan mið-
uðust reikningar við Z=0.50, en
einföld kvörðun á þversniðskröfum
og spennum með margföldunar-
stuðli 1.5 er greinilega f lagi, sjá
nánar kafla 3 og töflur, sem þar
eru birtar.
F.li. verkfræðistof unnar Ferils hf.
Gunnar Sch. Thoreteinsson
Snæbjörn Kris^jánsson
	Tafla 5.1 Grunngildi og leyfileg gildi			
		Grunn gildi	Leyfilegt gildi	Skýringar
Svæðis-stuðull	Z	0.75 1)	0.50	Reykjavík er á svæði 2
Láréttur				
álags-stuðull	K	1.00	0.67	Súlur ráða einar sér viðláréttakrafta
Jarð-				
skjálfta-stuðull	C	0.10	0.08	Sjátöflu3.3
birgðasamningum eða til sérverkefna
og senda reikningana þegar þau eru
greidd með sjálfvirkum hætti. Þetta
verður að stöðva," sagði fjármálaráð-
herra.
Hann sagði að tvær B-hluta stofn-
anir, Póstur og sími og Ríkisútvarp-
ið, hefðu yfirdregið á ríkissjóð um
500 milljónir króna, einungis vegna
launa. Þetta yki yfirdrátt ríkisins hjá
Seðlabanka og yki vaxtakostnað.
Slíkir bakreikningar f skjóli sjálf-
virkra lagasamrýmdust ekki vinnu-
brögðum heilbrigðrar fjármálastjórn-
ar. Nauðsynlegt væri að afnema
sjálfvirkni f ríkisútgjöldum og við
fjárlagagerðina nú reyndi á það hvort
þeir sem játuðu því markmiði þyrðu
að hrinda því f framkvæmd.
Jón Baldvin sagði að aðhald f
starfsmannahaldi rfkisins væri lfka
gert í þágu atvinnulffsins. Það væri
gríðarleg umframeftirspurn eftir
vinnuafli á íslandi og jafnvel nefnt
að það vantaði 3-5.000 störf. Á með-
an slík þensla væri í gangi yrði verð-
bólga auðvitað ekki hamin, þannig
að aðhaldsaðgerðir f starfsmanna-
haldi rfkisins myndu draga úr verð-
bólgu.
Fjármálaráðherra var spurður um
ágreining fjármálaráðuneytisins og
Rikisendurskoðunar um hvert stefndi
varðandi hallarekstur rfkssjóðs.
Ríkisendurskoðun sagði f skýrslu
sinni að nú stefndi í 1,5-2 miUjarða
krónu halla á r?kissjóði, en fjármála-
ráðuneytið sagði fyrr ? sumar að
hallinn stefhdi f 700 milljónir króna.
Jón Baldvin sagði að ef sömu for-
sendur væru notaðar stefndi hallinn
f 1,3 milljarða samkvæmt skýrslu
Rfkisendurskoðunar og reynslan
myndi skera úr hvor hefði réttara
fyrir sér.
Fréttaljósmynd ársins 1988.
Listasafn ASÍ:
Sýning á fréttaljósmynd-
um opnuð á laugardag
SÝNINGIN World Press Photo
'88 verður opnuð f Listasafni
ASÍ á laugardagínn. Hér er um
að ræða farandsýningu á 159
fréttaljósmyndum, sem hlotið
hafa verðlaun stofnunarinnar
Worid Press Photo Foundation.
Stofnunin á rætur sfnar að rekja
til óformlegra samtaka, sem hol-
lenskir ljósmyndarar gerðu með sér
árið 1956, í þeim tilgangi að efna
til alþjóðlegrar samkeppni um
bestu blaðaljósmyndirnar. Mark-
miðið með samkeppninni var meðal
annars, að vekja áhuga almennings
á fréttaljósmyndun og einnig var
þetta liður f baráttunni fyrir frjálsrí
fréttamiðlun f heiminum, og þar
með auknum skilningi manna og
þjóða f milli.
í ár bárust f keppnina 9.202
myndir eftir 1.215 ljósmyndara frá
64 löndum. Veitt voru verðlaun í 9
efnisflokkum, en auk þess hlutu
allmargar ljósmyndir sérstök verð-
laun, meðal annars var valin frétta-
ljósmynd ársins.
Að þessu sinni eru 159 ljósmynd-
ir á sýningunni. Hún verður opnuð
laugardaginn 10. september en lýk-
ur þann 25. sama mánaðar. Sýn-
ingin verður opin alla virka daga
frá kl. 16 til 20 og um helgar frá
kl. 14 til 20.
(Úr fréttatilkynningu)

Guðmundur Magnússon pianó-   Sigrún  Hjálmtýsdóttir  óperu-   Anthony Hose hljómsveitarstióri
leikari.                        söngkona.
Sinfóníuhljómsveitin
leikur á Austurlandi
Sinfóniuhljómsveit íslands
heldur í dag, fimmtudaginn 8.
september, f tónleikaferðalag
um Austurland.
Fyrstu tónleikarnir verða á Eg-
ilsstöðum f kvöld og annað kvöld
á Seyðisfirði. Á laugardag verða
tónleikar á Vopnafirði, sunnudag
á Eskifirði og Neskaupstað og að
lokum á mánudagskvöld á Fá-
skrúðsfírði.
Stjómandi í ferðinni verður
breski hljómsveitarstjórinn Ant-
hony Hose, en hann er íslenskum
óperuunnendum að góðu kunnur
frá því hann stjórnaði uppfærsl-
unni á II trovatore í íslensku ópe-
runni 1986.
Einleikari í ferðinni verður ung-
ur píanóleikari, Guðmundur
Magnússon. Hann lauk burtfarar-
prófi frá Tónlistarháskólanum f
Köln í Vestur-Þýskalandi 1983 og
starfar nú hér heima sem píanó-
kennari. Hann mun leika aftur
með Sinfóníuhljómsveitinni síðar í
vetur á áskriftartónleikum.
Einsöngvari í ferðinni verður
hin sívinsæla Diddú, Sigrún
Hjálmtýsdóttir, sem kemur nú
fram sem óperusöngvari. Hún hef-
ur nýlokið framhaldsnámi í söng
á ftalíu.
Eins og venjulega í tónleika-
ferðalögum Sinfóníuhljómsveitar-
innar er efnisskrá fjölbreytt og við
allra hæfi. Hún verður þó nokkuð
breytileg eftir stöðum, en eftirfar-
andi verk verða í farteski hljóm-
sveitarinnar:
Egmont-forleikur eftir Beethov-
en, Píanókonsert nr. 1 og Sinfónía
nr. 7, hvorttveggja eftir Beetho-
ven. Þá verður fluttur forleikurinn
Vald örlaganna eftir Verdi og
einnig aría úr óperunni Grímu-
dansleiknum, einnig eftir Verdi.
Þá verður flutt ballettmúsfk úr
Faust eftir Gounod, aría úr ópe-
runni Lucia di Lammermoor eftir
Donizetti.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64