Morgunblaðið - 19.10.1988, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 19.10.1988, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. OKTÓBER 1988 29 Utandagskrárumræður í neðri deild: Harðar deilur um viðskilii- að síðustu ríkisstjórnar ALLHARÐAR umræður áttu sér stað utan dagskrár í neðri deild Alþingis í gær um viðskilnað síðustu ríkisstjórnar. Þorsteinn Pálsson gagnrýndi ummæli Ólafs Ragnars Grímssonar þess e&i- is, að ýmsar ákvarðanir síðustu ríkisstjórnar ættu sök á því, að staða ríkissjóðs yrði mun verri um næstu áramót en gert hafði verið ráð fyrir. Þorsteinn spurði Ólaf, hvort tölur firáfarandi Qár- málaráðherra Jóns Baldvins Hannibalssonar um Qárlagahailann um næstu áramót væru rangar og bað Ólaf að leiðrétta þær ef svo væri. Ólafur ásakaði Þorstein um að skjóta sér undan ábyrgð á verkum fráfarandi rikisstjórnar og sagði ljóst, að afkoma ríkis- sjóðs yrði verri en við var búist I sumar. Utandagskrárumræðumar í neðri fóru fram að ósk Þorsteins Pálssonar (S.Sl.). Hann gerði að umtalsefni ræðu, sem ólafur Ragn- ar Grímsson fjármálaráðherra hélt á fundi Alþýðubandalagsins í Garðabæ um síðustu helgi og sagði að þar hefðu komið fram ásakanir um að Jón Baldvin Hannibalsson hefði gefíð rangar upplýsingar um stöðu ríkissjóðs, þegar síðasta ríkis- stjóm lét af störftim. Þorsteinn vitn- aði einnig í viðtöl við Ólaf í fjölmiðl- um, þar sem kemur fram, að auka þurfi skattheimtu um 5 til 9 millj- arða króna vegna viðskilnaðar síðustu stjómar, meðal annars til að auka millifærslu til atvinnuveg- anna. Þorsteinn Pálsson ólafur Ragnar Grímsson Voru tölur Jóns Bald- vins rangar? Þorsteinn rifjaði upp, að í byijun september hefði þáverandi fjár- málaráðherra, Jón Baldvin Hanni- balsson, sagt að fjárlagahallinn yrði um 700 milljónir króna. Ekki hefðu komið fram nýjar tölur hvað þetta varðar. „Nú kemur fram af hálfu hæstvirts fjármálaráðherra að um sé að ræða allt aðrar og hærri tölur um viðskilnaðinn í ijármálaráðu- neytinu. Ég vil því spyija hæstvirt- an fjármálaráðherra, hvort þær töl- ur, sem forveri hans gaf upp í ríkis- stjóm hafí verið rangar." Ólafur Ragnar Grímsson Qár- málaráðherra sagði í upphafi máls síns, að tilgangur Þorsteins með spumingunni hefði eingöngu verið sá að koma höggi á Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra að honum fjarverandi og væri ræða Þorsteins því að vissu leyti misnotk- un á þeim rétti þingmanna, að taka til máls utan dagskrár af brýnu til- efni. Ólafur sagði að nú sem áður bæri forsætisráðherra hverrar ríkis- stjómar höfuðábyrgð á ríkisstjóm- inni. „Þess vegna mun það lítt duga fyrir Þorstein Pálsson að rejma að skjóta sér undan ábyrgð á því sem misfarist hefur í hans forsætisráð- herratíð." Ólafur sagði ljóst, að af- koma ríkissjóðs yrði mun lakari en áður hefði verið gert ráð fyrir og stafaði það af afleiðingum stefiiu fráfarandi ríkisstjómar. Hann sagði að þær tölur sem hér væri um að ræða lægju ekki endanlega fyrir, en hann myndi gera grein fyrir þeim á næstu dögum. Lagafrumvarp um verðbréfa- viðskipti JÓN Sigurðsson, viðskiptaráð- herra mælti í gær fyrir laga- frumvarpi um verðbréfaviðskipti í neðri deild Alþingis. Ráðherra sagði meðal annars, að mikil gróska hefði verið í þessum viðskiptum að undanfömu og því væri þörf á reglum um þau. Nokkr- ar umræður urðu að lokinni ræðu hans. Benti Friðrik Sopliusson (S.Rvk) m.a. á, að ráðherrar Al- þýðubandalagsins hefðu ekki gert neinn fyrirvara um stuðning sinn við frumvarpið, sem undir- búið hefði verið í tíð síðustu rikis- stjóraar. Sighvatur Björgvinsson (A.Vf.) tók næstur til máls og sagði að ljóst væri, að ýmsir þættir ytri aðstæðna hefðu valdið því, að for- sendur fjárlaga hefðu breyst. Fjár- lögin byggðu á spám og breytingar á tekjuöflunarkerfí ríkisins hefðu valdið ónákvæmni í slfkum spám á þessu ári. Ólafur vill kenna síðustu stjórn um skattahækkanir Birgir ísleifur Gunnarsson (S.Rvk) benti á að í tíð síðustu ríkis- stjómar hefði Jón Baldvin Hanni- balsson látið fjármálaráðuneytið grannskoða spár um fjárlagahall- ann og niðurstaðan hefði verið sú, að hallinn yrði um 700 milljónir. Birgir sagði ennfremur, að Olafur vildi sverta stöðu ríkissjóðs nú, til þess að geta kennt ríkisstjóm Þor- steins Pálssonar um þær skatta- hækkanir, sem hann ætlaði að koma í framkvæmd. Málmfríður Sigurðardóttir (Kl.Ne.) talaði um að yfirleitt hefði ekki þurft að krefja Ólaf Ragnar Grímsson sagna um stöðu ríkis- fjármálanna að undanfömu. Hún sagði einnig, að auðvitað bærí Jón Baldvin að hluta til ábyrgð á fjár- lagahallanum. Ragnhildur Helga- dóttir (S.Rvk) talaði um þá lítils- virðingu sem ríkisstjómin sýndi Alþingi með. því að setja bráða- birgðalög örfáum dögum fyrir þing- setningu, auk þess sem forsendur laganna væm óljósar. Hún sagði að ekki væri hægt að skilja orð Ólafs Ragnars öðmvísi en sem harkalega gagnrýni á Jón Baldvin og því væri ljóst, að núverandi ríkis- stjóm væri hvorki starfhæf né sam- starfshæf. Umræður í flarveru Qármálaráðherrans fyrrverandi Ólafur Þ. Þórðarson (F.Vf.) furðaði sig á því að þessi utandag- skrámmræða færi fram að fyrrver- andi fjármálaráðherra fjarverandi. Hann spurði hvemig síðasta stjóm hefði skilið við atvinnuvegina og taldi, að aldrei hefði verið unnið jafn hratt að þjóðnýtingu hér á landi, því að atvinnufyrirtæki um allt land væm að lenda í höndum opinberra sjóða. Friðrik Sophus- son (S.Rvk) sagði að kjaminn í ræðu fjármálaráðherra hefði verið sá, að forsætisráðherra bæri ábyrgð á gerðum Qármálaráðherra og bætti því við, að í ljósi þess gætu menn getið sér til um hvert fram- haldið yrði i stjómarsamstarfinu. Ólafur Ragnar Grímsson fjár- málaráðherra sagði greinilegt að Þorsteini Pálssyni og Friðriki Sop- hussyni liði illa vegna afleiðinga stjómarstefnu þeirra og þeir reyndu greinilega að flýja fortíðina. Hann bætti því við að þeir Jón Baldvin væm ekki alltaf sammála, en gætu þrátt fyrir það unnið saman. Þor- steinn Pálsson tók aftur til máls og sagði Ólaf ekki hafa svarað spumingu sinni. Hann sagðist ekki víkja sér undan ábyrgð á gerðum stjómar sinnar og því hefði hann vakið athygli á ummælum Ólafs Ragnars á fundinum í Garðabæ. Ætla að setja Sjálfstæð- isflokkinn til hliðar Fjármálaráðherra tók enn til máts og sagðist ekki ræða stöðu ríkisfjármálanna í umræðum af þessu tagi. Hann sagði að Þorsteinn vildi reka fleyg milli þeirra Jóns Baldvins en það þýddi ekki, því þeir ætluðu í sameiningu að koma í veg fyrir að Sjálfstæðisflokkurinn næði forystuhlutverki í íslenskum stjómmálum. Stefán Valgeirsson (SJF.Ne.) sagði að ekki væri van- þörf á að ræða viðskilnað fráfar- andi ríkisstjómar, því útlitið í at- vinnumálum væri slæmt. Hvor fjármálaráð- herrann hefixr rétt fyrir sér? Albert Guðmundsaon (B.Rvk) sagði að Ólafur Ragnar hefði kom- ist í rökþrot er hann var spurður hvort Jón Baldvin hefði farið með rangt mál. Hann bætti því við að það munaði þjóðina miklu hvor fjár- málaráðherrann hefði rétt fyrir sér. Geir H. Haarde (S.Rvk) sagði það dæmigert að fjármálaráðherra vildi frekar gera grein fyrir þessu máli á fundi Alþýðubandalagsins í Garðabæ heldur en á Alþingi. Hann sagði að það markmið, að setja Sjálfstæðisflokkinn til hliðar í íslenskum stjómmálum, myndi aldrei ná fram að ganga. Þorsteinn Pálsson sagði það sýna virðingu ólafs Ragnars fyrir Alþingi að hann vildi ekki svara hver fjárlagahallinn væri í raun. Ólafur Ragnar Grímsson fjármálaráðherra tók sfðastur til máls í þessari umræðu. Sagðist hann ætla að gera grein fyrir þessu máli seinna. Bráðabirg’ðalögin lögð fram í efri deild: „Islenskt atvinnulíf komið nær bjargbrúninni en oftast áður“ — segir Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra STEINGRÍMUR Hermannsson forsætisráðherra mælti i gær fyrir fjórum lagafrumvörpum í efri deild Alþingis, til staðfestingar á bráðabirgðalögum ríkisstjórnarinnar um fyrstu aðgerðir í efna- hagsmálum. Forsætisráðherra ræddi um erf- iðleika útflutningsatvinnuveganna og þær leiðir er ræddar vom í frá- farandi ríkisstjóm til að leysa úr þeim. Forsætisráðherra fjallaði um slæmt atvinnuástand og gjaldþrot fyrirtælda og sagði hann í því sam- bandi: „íslenskt atvinnulíf er komið nær bjargbrúninni en oftast áður.“ Steingrímur gerði síðan grein fyrir efni laganna. Þau fjalla í fyrsta lagi um aðgerðir til að bæta afkomu atvinnuveganna, t.d. með verðjöfn- un til fiskiðnaðarins og stofnun Atvinnutryggingarsjóðs útflutn- ingsgreina. F öðm lagi fela lögin í sér verðstöðvun til 28. febrúar á næsta ári. í þriðja lagi gera lögin ráð fyrir iaunafrystingu til 15. febr- úar næstkomandi og afnámi samn- ingsréttar til þess tíma. Aðgerðir ríkisstjómarinnar miða að vaxta- lækkun og fela þær einnig í sér breytingar á gmndvelli lánskjara- vfsitölu, með það fyrir augum að auka vægi launa við útreikning hennar. Steingrímur sagði, að markmið þessara aðgerða væri að losa efna- hagslífið úr víxlverkun launa, verð- lags, vaxta og gengis. Koma ætti í veg fyrir misgengi launa og vaxta rfieð auknu vægi launa í lánskjara- vísitölunni. „Það er ekki hægt að búa við vísitölutryggingu fjármagns ef launin em ekki vísitölutryggð," sagði hann. Forsætisráðherra gerði grein fyr- ir reglugerð um Atvinnutryggingar- sjóð útflutningsgreina og sagði að einhver gmndvöllur yrði að vera fyrir rekstri þeirra fyrirtækja, Sem fyrirgreiðslu ættu að fá hjá sjóðn- um. Sagði hann að lokum, að ólík- legt væri, að öllum illa stöddum fyrirtækjum yrði forðað frá stöðv- un, þrátt fyrir þessar aðgerðir. Halldór Blöndal (S.Ne) tók til máls að Iokinni ræðu forsætisráð- herra. Gagnrýndi hann setningu bráðabirgðalaganna f Ijósi þess að ekki lægi fyrir nægur stuðningur við þau í báðum þingdeildum. Spurði hann hvort forsætisráðherra hefði fullvissað forseta lýðveldisins um að lögin hefðu nægan stuðning í deildum þingsins. Halldór Blöndal rakti sfðan þær umræður, sem fram fóm f síðustu ríkisstjóm um efnahagsaðgerðir. Minnti hann á tillögur Sjálfstæðis- flokksins og sneri sér sfðan að efiii bráðabirgðalaga ríkisstjómar ■ Steingríms Hermannssonar og taldi þau ófullnægjandi til að bæta stöðu atvinnufyrirtækjanna. Spurði hann hvort stefnt væri að nýrri gengis- fellingu strax eftir áramót og hvort ráðherrar Alþýðubandalagsins væra sammála framsóknarmönnum um nauðsyn stórrar gengisfellingar. Halldór sagðist andvfgur stofnun Atvinnutryggingarsjóðs, þvf skyn- samlegra væri að bæta eiginfjár- stöðu fyrirtækja en að drekkja þeim í lánsfé. Einnig sagði hann að sjálf- stæðismenn væm ósáttir við að stjóm sjóðsins hefði verið verslunar- vara f stjómarmyndunarviðræðun- um. Hann sagðist líka andvígur því, að afla sjóðnum tekna með svokölluðum tekjuskattsauka. í lok ræðu sinnar sagði Halldór Blöndal að frumvarpið til laga um efnahags aðgerðir endurspeglaði úrræðaleys ríkisstjómarinnar. FYRSTA FLOKKS BANKAÁBYRQÐIR Áhættufé - Fasteignaviðskipti - Fjármögnun viðskipta - Bankaábyrgðir og aðstoð við ábyrgðir vegna hvers kyns framkvæmdaáætlana. Engin umboðslaun fyrr en fé erfengið. Miðlarar eru verndaðir. UMBOÐSMANN þarf til að skapa tengsl fyrir okkur til aö framkvæma fjár- mögnun. Vinsamlegast skrifiö til okkar á ensku. VENTURE CAPITAL CONSULTANTS Investment Bankers 16311 Ventura Blvd., Suite 999, Encino, California 91436, U.S.A. Telex: 651 355 Vencap LSA Fax nr.: (818) 905-1698 Sími: (818) 789-0422 Honda Civic CRX 130 hestöfl Verð frá 893 þúsund, miðað við staðgreiðslu á gengi 1. okt. 1988 NÝ AFBORGUNARKJÖR ÁN VAXTA OG VERÐBÓTA. W HORfDA VATNAGÖRÐUM 24, RVÍK., SfMI 689900 BÍLAVERKSTÆÐI! Vorum aðfá MÓTORLYFTUR á hagstæðu verði. Höfum einnig fyrirliggjandi: Mótahreinsivóíar. RafstöAvar. Rafmagnstaiíur. Steypuhrærivólar. Verkstæöiskrana. Loftþjöppur. SALA-SALA-SALA-SALA LEIGA-LEIGA-LEIGA-LEIGA ts VÉLA- OG PALLALEIGAN Sími 687160. Fosshálsi 27, Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.