Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						28
MORGiUNBLAÐjÐ .FÖSTUDAGUR 34. NQVEMBER 1939
Utanríkisráðherra
um slysið á Bolafjalli:
Stöðvarnar strax
settar undir eftirlit
Ratsjárstofhunar
Búnaði til fjareftirlits komið upp
Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra heftir tilkynnt varnar-
liðinu að Ratsjárstofhun taki nú þegar, fyrir hönd ráðuneytisins, við
eftirliti með allri starfsemi sem fram fer í ratsjárstöðvunum, þótt hún
taki ekki við rekstri þeirra fyrr en síðla næsta ár. Þetta var gert í
beinu framhaldi af olíuslysi sem varð við ratsjárstöðina á Bolafjalli
fyrr í þessum mánuði.
Enginn aðgangur af nokkru tagi
verður leyfður að stöðvunum nema
undir eftirliti Ratsjárstofnunar.
Stofnuninni er falið að hafa reglu-
bundið eftirlit með stöðvunum. Þess
var jafnframt krafizt, að varnarliðið
komi upp fjareftirlitstbúnaði, þannig
að fylgjast megi stöðugt með stöðv-
unum. Heilbrigðiseftirlit á varnar-
svæðum og Siglingamálastofnun
vinna nú sameiginlega að úttekt á
hönnun og smíði olíugeyma og olíu-
kerfa stöðvanna. Starfræksla þeirra
yerður ekki heimiluð nema í sam-
ráði við þessar stofnanir.
Öll olía hefur verið hreinsuð upp
í stöðvarhúsinu á Bolafjalli. Tryggi-
lega hefur verið gengið frá lokum
á olíugeymi og gengið hefur verið
úr skugga um frágang á olíugeymi
í stöðinni á Gunnólfsvíkurfjalli.
Jón Baldvin Hannibalsson ut-
Ratsjárstöðin á Bolafjalli.
anríkisráðherra gaf þessar upplýs-
ingar í utandagskrárumræðu um
olíuslysið á Bolafjalli, sem Sigríður
Lillý Baldursdóttir (SK-Rv) hóf í
sameinuðu þingi í gær. Við ratsjár-
stöðvarhúsið er olíugeymir, sem
rúmar 160.000 lítra af gasolíu.
Hafði olía verið flutt í geymana án
vitundar varnarrriálaskrifstofu ut-
anríkisráðuneytisins.
Sigríður Lillý Baldursdóttir
gagnrýndi harkalega allan aðdrag-
anda að olíulekanum, sem hún taldi
sýna slælegt eftirlit með umsvifum
varnarliðsins. Hún sagði litla reisn
yfir utanríkisráðuneytinu  í  eftir-
leiknum. Framgangur varnarmála-
skrifstofunnar væri með þeim hætti
í samskiptum við varnarliðið að þar
þurfi að gera verulegar breytingar
innanhúss.
Steingrímur J. Sigfússon sam-
gönguráðherra sagði m.a. að
kannað yrði, hvaða lögbrot hefðu
verið framin þegar íslenzkar stofn-
anir, sem eftirlit áttu að hafa með
byggingu mannvirkisins og meng-
unarvörnum, vóru sniðgengnar, og
niðurstöður sendar saksóknara.
Matthías Bjarnason (S-Vf) tók
undir gagnrýni á forsögu þess at-
burðar [olíuíekans á Bolafjalli] og
Morgunblaðið/Gunnar Hallsson
sagði nauðsynlegt að læra af mis-
tökum og fyrirbyggja, að slys af
þessu tagi geti endurtekið sig. Gera
þurfi allt, sem hægt væri, til að
fyrirbyggja mengun á næsta um-
hverfi, lífríki og vatnsbólum. Málið
verði að rannsaka til botns.
Hjörleifur Guttormsson  (Abl-
Af) sagði beztu forvörn slysa af
þessu tagi að leggja ratsjárstöðv-
arnar niður. Þetta væri ekki fyrsta
slys sinnar tegundar en það lýsti
furðulegu andvaraleysi.
Margir fleiri þingmenn tóku til
máls, þótt ekki verði frekar rakið.
:">í
Umræður um samskipti EFTA og EB:
Tækifærið er núna - ekki að
vita hvort það kemur aftur
sagði Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra
ÞINGMENN ræddií um samskipti Fríverzlunarsamtaka Evrópu,
EFTA, og Evrópubandalagsins á Alþingi í gær. Einkum beindust
umræðurnar að væntanlegum samningaviðræðum EB og EFTA um
sameiginlegt evrópskt efnahagssvæði, EES. Skoðanir voru skiptar,
bæði í stjórnarliði og stjórnarandstöðu, um afstöðuna til viðræðn-
aiina. Þingmenn Sjálfstæðisflokks og Kvennalista, ásamt Alþýðu-
bandalagi og Borgaraflokki, gerðu sterka kröfti um að jafiihliða við-
ræðunum yrðu teknar upp tvíhliða viðræður íslands og EB um
fríverzlun með fisk.
Jón Baldvin Hannibalsson ut-
anríkisráðherra hafði framsögu í
umræðunum. Hann rakti sögu
könnunarviðræðna EB og EFTA og
ræddi þau rök, sem stæðu til náins
t samstarfs við Vestur-Evrópu. Bæði
nefndi hann þau efnahagslegu rök
að þátttaka í Evrópusamstarfinu
myndi bæta skilyrði iðnaðar og
auka hagvöxt, og þau pólitísku og
menningarlegu. „Við höfum sótt
okkur fyrirmyhdir til ríkja Evrópu,
ekki sizt annarra Norðurlanda, og
þau stefna öll að víðtækari sam-
vinnu í Evrópu. Ef við stöndum
utan við þá þróun stefnum við í
einangrun, ekki aðeins frá þeim
ríkjum sem eru innan Evrópubanda-
lagsins heldur mjög líklega einnig
frá öðrum Norðurlöndum," sagði
Jón Baldvin.
Vandamál geta skapazt ef
við verðum ekki með
Hann rakti meðal annars hugs-
anlegar afleiðingar þess, að íslend-
ingar tækju ekki að fullu þátt í
EES. Hann sagði að yrði Island
ekki aðili að frjálsum búsetu- og
atvinnurétti þyrfti að hugleiða það
að vandræði gætu skapazt fyrir
íslenzka námsmenn í öðrum Evr-
ópuríkjum, vandamál gætu komið
upp vegna atvinnu- og dvalarleyfa
þeirra þúsunda íslendinga, sem nú
þegar dveldust á EES-svæðinu, og
vonlítið yrði fyrir Islendinga að fá
vinnu á svæðinu.
Utanríkisráðherra sagði í lok
ræðu sinnar að sumir hefðu varpað
þeirri spurningu fram að undan-
förnu hvort íslendingar væru ekki
að rasa um ráð fram, og hvort við
ættum ekki að bíða og sjá hvað
setti í samskiptum EFTA og EB.
„Við þeirri spurningu á ég eitt svar
og eitt svar aðeins. Tækifærið er
núiia. Hvort það kemur aftur getur
enginn verið viss um," sagði Jón
Baldvin.
Ekki þátttaka undantekn-
inga á öllum sviðum
Hann sagði að ný Evrópa væri
að mótast, sem byði möguleika á
víðtækari samvinnu. „Dyrnar að
þátttöku standa okkur opnar. Ekki
þátttöku undantekninganna á öllum
sviðum, heldur þátttöku þjóðar sem
þorir að bera höfuðið hátt. Þjóðar,
sem ekki krefst eingöngu réttinda
heldur er reiðubúin að taka á sig
skyldur í samstarfi frjálsra þjóða,"
sagðiráðherra.
Þorsteinn Pálsson (S/Sl) tók
undir með utanríkisráðherra að ekki
væri víst að tækifærið kæmi aftur
ef úrtöluraddir fengju áð hafa áhrif
nú. Þá gætum við dregizt aftur úr
öðrum þjóðum. Þorsteinn sagði að
það væri staðreynd að það hefði
verið stöðnun í EFTA á tíma fram-
þróunar í EB, nú væri tækifærið
fyrir EFTA-ríkin að ná hinum Evr-
ópuríkjunum. Einsýnt væri að ís-
lendingar yrðu að vera þátttakend-
ur í þeirri þróun. Breytingarnar
ættu að verða aflvaki nýrra fram-
fara í atvinnu- og efnahagsmálum,
sem myndu bæta lífskjörin.
Frelsi á fjármagns-
markaði nauðsynlegur
undirbúningur
Þorsteinn sagði að breytingar í
frjálsræðisátt á íslenzkum fjár-
magnsmarkaði væru nauðsynlegur
undirbúningur aðlögunar að evr-
ópska efnahagskerfinu. Jafnvel
andmælendur þessara breytinga
gerðu sér nú ljóst að þær hefðu
orðið til góðs. „Stóru orðin um
drauga, ófreskjur og brennandi
Róm vegna þessara breytinga verða
nú að engu," sagði hann og talaði
um skort á framsýni og skilningi
hjá þeim sem þannig töluðu. Hann
sagði að athyglisvert yrði að fylgj-
ast með Páli Péturssyni þingmanni
Framsóknarflokks, sem annars
vegar hefði það hlutverk að búa til
grýlur úr efnahagsframförum og
hins vegar að reiða heim í þverpok-
um frjálshyggjuboðskapinn frá
Norðurlandaráðsþingi.
Gagnrýni sjávarút-
vegsmanna réttmæt
Þorsteinn sagði að eftir sem áður
yrði sjávarútvegurinn mikilvægasta
atvinnugrein Islendinga, og það
skipti miklu máli í aðlöguninni að
Evrópumarkaðnum. Gagnrýni sjáv-
arútvegsmanna um að sérstöðu
sjávarútvegsins hefði ekki verið
gefinn nægur gaumur í undirbún-
ingsviðræðum EFTA" og EB væri
réttmæt, og ríkari áherzla á þann
þátt þyrfti að verða í framhaldinu.
Ástæða væri til að gagnrýna ut-
anríkisráðherra fyrir að taka ekki
meira tillit til óska sjávarútvegsins
en hann hefði gert. Þegar í stað
ætti að taka upp, jafnhliða EFTA-
EB viðræðunum, tvíhliða viðræður
um fríverzlun með fisk.
Lýst eftir stjórnarstefnunni
Þorsteinn lýsti eftir stefnu ríkis-
stjórnarinnar til framhalds við-
ræðna EFTA og EB. Hann hefði
skilið utanríkisráðherra svo að taka
ætti ákvörðun um viðræður, en
hann hefði ekki sagt hver afstaða
stjórnarflokkanna til þessarar miklu
pólitísku ákvörðunar væri. Alþýðu-
bandalag og Framsóknarflokkur
hefðu alls konar fyrirvara á efna-
hagssamstarfi við önnur Evrópu-
ríki. Utanríkisráðherra og við-
skiptaráðherra hefðu sagt að engir
fyrirvarar væru á aðild íslands að
ákvörðunum um könnunarviðræður
við EB, en forsætisráðherra segði
veigamikla fyrirvara þar á. í lands-
fundarályktunum Alþýðubanda-
lagsins segði að ákyörðun um við-
ræður yrði ekki tekin á næstu vik-
um. Utanríkisráðherra kæmi því til
þessarar umræðu án þess að meiri-
hluti ríkisstjórnarinnar stæði að
baki honum.
Þorsteinn sagði nauðsynlegt að
þegar utanríkisráðherra færi á fund
"19. desember með öðrum ráðherr-
um EFTA til að taka ákvörðun um
áframhald viðræðna, hefði hann
með skýrum hætti umboð og stuðn-
ing frá meirihluta Alþingis til að
halda viðræðunum áfram. Nauð-
synlegt væri að Alþingi gerði sér-
staka samþykkt þar um, ásamt
tvíhliða viðræðum um sjávarafurðir.
Hann sagðist ekki vita hvort ut-
anríkisráðherra hefði leitað til ann-
arra stjórnárandstöðuflokka um
myndun meirihluta á þingi fyrir'
áframhaldi viðræðna, en hann hefði
ekki rætt við sjálfstæðismenn.
Flokksformaðurinn sagði óhjá-
kvæmilegt að Alþingi gerði sam-
þykkt um málið, allt annað væri
ögrun við þingræðið.
íslendingar eiga að halda
fram fyrirvörum
Steingrímur Hermannsson for-
sætisráðherra sagði að framsóknar-
menn teldu að halda ætti viðræðum
EFTA og EB áfram á grunni þeirr-
ar undirbúningsvinnu, sem farið
hefði fram. Þó ættu íslendingar að
halda fram sérhagsmunum sínum,
eða fyrirvörum, hvort sem menn
kysu að kalla það. Steingrímur
sagðist fagna því að í umræðunum
hefði ekki verið rætt um fulla aðild
að EB, enda samræmdist það þeim
vilja Alþingis að íslendingar afsöl-
uðu sér ekki umráðarétti yfir þeim
náttúruauðlindum sínum sem sjálf-
stæði landsins byggðist á, fiskimið-
unum og orkulindunum.
Steingrímur sagði að það væri
sjálfsagt mál að reyna enn að ná
samningum um verzlun með sjávar-
afurðir við EB, en það hefði verið
reynt áður.
Forsætisráðherra sagðist telja að
íslendingar ættu að hafa fyrirvara
á frjálsum flutningum fjármagns,
fólks og þjónustu, sem hann sagð-
ist hafa ítrekað á ráðherrafundum
EFTA. Hann sagðist telja að í und-
irbúningsviðræðunum hefðu íslend-
ingar komið fyrirvörum sínum á
frjálsum fjármagnsflutningum til
skila.
Glapræði að fara
í viðræður nú
Kristín Einarsdóttir (Kvl/Rn)
sagðist telja að aðild íslands að
Evrópubandalaginu kæmi aldrei til
greina. Þar væri um að ræða
stórríki, þar sem stjórnkerfið væri
langt frá því að vera lýðræðislegt.
Hún sagði að það væri glapræði
að ráðast nú í viðræður EB og
EFTA um evrópskt efnahagssvæði.
Umræðan í dag væri aðeins fyrsti
þáttur í að komast að niðurstöðu
um alþjóðasamskipti íslendinga.
Við ættum að taka okkur góðan
tíma til að skoða málin og "aðrir
ættu ekki að skammta okkur hann.
Hún gerði, eins og Þorsteinn Páls-
son, kröfu um að tvíhliða viðræður
um verzlun með sjávarafurðir færu
frarh. Hún var einnig sammála hon-
um um það að nauðsynlegt væri
að Alþingi tæki skýra afstöðu til
framhalds viðræðna EFTA og EB.
Hjörleiftir       Guttormsson
(Abl/Al) sagðist á þeirri skoðun að
aðild íslands að EB væri alls ekki
æskileg. Hann lagði áherzlu á mikil-
vægi þess að Islendingar fengju
tollfrjálsan aðgang með sjávaraf-
urðir að Evrópumarkaðnum. Hann
sagði að við ættum að þessu leytinu
takmarkaða samleið með EFTA-
ríkjunum, þar sem iðnaðarhags-
munir væru í fyrirrúmi. Hjörleifur
var óánægður með að fyrirvörum
forsætisráðherra á frjálsum flutn-
ingum fjármagns, þjónustu og fólks
hefði aðeins að takmörkuðu leyti
verið haldið til haga í könnunarvið-
ræðunum.
Þurfum meiri tíma
Hjörleifur útilokaði ekki viðræð-
ur EB og EFTA en sagði að máls-
meðferðin á Alþingi væri andstæða
lýðræðislegra vinnubragða. Komið
hefði í ljós að mikið skorti á þekk-
ingu almennings á þeim málum,
sem um væri að ræða. Alþingi
væri ætlaður alltof stuttur tími til
að fjalla um málið, í raun hefði þing-
ið aðeins tímann fram til tíunda
desember. Þörf væri á miklu meiri
ígrundun málsins. Alþingismenn
ættu að kynna almenningi hvað um
væri að ræða, heyra sjónarmið fólks
um allt land og taka síðan ákvörð-
un.
Þjóðaratkvæðagreiðslu um
niðurstöðu viðræðna
Ásgeir Hannes Eiríksson
(B/Rvk) sagðist hlynntur því að
Islendingar tækju þátt í viðræðum
EFTA við EB, en síðan vildi hann
þjóðaratkvæðagreiðslu um niður-
stöðuna, sem gæti þá orðið um leið
og næstu sveitarstjórnar- eða al-
þingiskosningar. Asgeir Hannes
sagði að margir fleiri kostir væru
fyrir íslendinga en þeir, sem nú
væri verið að ræða í viðræðum EB
og EFTA. Til dæmis kæmi til greina
að setja hér á stofn nokkurs konar
alþjóðíega viðskiptamiðstöð, héðan
yrði stjórnað alþjóðlegri fríverzlun
með peninga.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48