Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						20
)Vu ftÍiiUMliyiaAft St     MORGUNBLAÐIÐ ,SUNNUDAGUR 10. JANÚAR 1993
s
ynr  rettum
22     árum
fæddist  lítil
stúlka,   sjö
vikum  fyrir
tímann. Litla
i^L  hnátan veikt-
ist af fyrirburagulu sem olli heilalö-
mun og hefur háð henni æ síðan.
Ásdísi  Jennu  skortir  samhæfingu
hreyfinga og er hún bundin við hjóla-
stól. Hún er heyrnarskert og mál-
hölt en tjáir sig með aðstoð tölvu.
Þrátt fyrir mikla fötlun hefur hún
lagt ótrauð á hvern hjallann af öðr-
um, studd sínum nánustu og fjöl-
mörgum öðrum.
Skólagangan
Þegar Ásdís Jenna var rétt um
eins árs flutti fjölskyldan til Dan-
merkur. Þar mættu þau viðhorfum
sem þá voru nær óþekkt á íslandi.
Sú stefna var mörkuð að Ásdís Jenna
fengi að vera sem mest með ófötluð-
um jafnöldrum sínum. Skólagangan
hófst í leikskóla fyrir fatlaða, en inn-
an tíðar var hún komin í hverfisleik-
skólann með ófötluðum börnum.
Þegar upp í grunnskólann komtaldi
skólasálfræðingur einn að Ásdís
Jenna væri of fötluð til að sækja
almennan skóla. Foreldrarnir voru á
öðru máli og nutu stuðnings leik-
skólakennara og annarra sem vissu
hvað í stúlkunni bjó. Það varð úr að
hún fór í almennan grunnskóla, en
í sérdeild fyrir fatlaða. Nemendur
deildarinnar voru með ófötluðum í
ýmsum námsgreinum og fengu sér-
eftir Guðna Einarsson
ÁSDÍS Jenna Ástráðsdóttir
heitir ung stúlka sem lauk
stúdentsprófi frá Mennta-
skólanum við Hamrahlíð
rétt fyrir jólin. Hvít stúd-
entshúfan hennar táknaði
meira en að lokið væri
ágætu prófi, hún var til vitn-
is um að með þolgæði, dugn-
aði og góðri hjálp má sigr-
ast á ótrúlegum vanda.
Ásdis Jenna Ástráðsdóttir: „Að geta hugsað og lært er mikilvægara en að geta gengið."
kennslu í öðrum.
Fjölskyldan flutti til íslands þegar
Ásdís Jenna var 10 ára. Það kostaði
talsverða fyrirhöfn að koma henni
inn í almenna skólakerfið hér á landi.
„Forráðamenn grunnskólans veigr-
uðu sér við að taka við Ásdísi og
töldu sig á allan hátt vanbúna til að
veita henni kennslu, því til þess vant-
aði bæði aðstöðu og kennara. Við
þurftum að leita réttar okkar til ráð-
herra, því barnið var vitanlega skóla-
skylt. Okkur var vel tekið í kerfinu,
en þetta kostaði talsverða fyrirhöfn,"
segir Ásta B. Þorsteinsdóttir, móðir
Ásdísar, en hún er formaður lands-
samtakanna Þroskahjálpar. Ásdís
var innrituð í Hlíðaskóla og hóf þar
nám. „Skólasaga Ásdísar Jennu er
miklu bjartari en þorra fatlaðra
barna. Það hefur ekki verið sjálfgef-
ið hér á landi að fötluð börn fengju
inni í almennum skólum. Hér hefur
ríkt sterk tilhneiging til að senda þau
í sérskóla í stað þess að gera al-
mennu skólunum kleift að taka við
fötluðum börnum. Þettá er þó hægt
og hægt að breytast."
Eftir að Ásdís Jenna komst inn í
Hlíðaskóla gekk skólagangan mjög
vel. „Það hefur verið gæfa Ásdísar
Jennu að hafa fengið kennara sem
höfðu trú á henni," segir Ásta. „Skól-
inn hefur verið líf hennar og yndi.
Það kemur fyrir flesta unglinga að
þeir nenni ekki í skólann, en það
hefur aldrei átt við um Ásdísi Jennu.
Hún hefur alltaf hlakkað til að fara
í skólann. Á menntaskólaárunum
komst bókstaflega ekki annað að.
MEÐ VILJA
EFTIRFARANÐI ræðu samdi Ásdís Jenna og
var hún lesin við brautskráningu stúdenta frá
Menntaskólanum við Hamrahlíð í desember
síðastliðnum:
A gæti rektor, konrektor, kennarar, samstúdentar
^* og aðstandendur.
í dag er langþráð stund runnin upp í lífi okkar
allra sem sitjum hér á sviðinu með hvítu kollana
okkar.
Þegar ég lít til baka fínnst mér stutt síðan mamma
ók með mig í skólann fyrsta daginn. Þá vissi ég
ekkert hvað beið mín. Þegar ég byrjaði var aðstaðan
nánast engin, bara gömul vörulyfta og smáskonsa
fyrir fatlaða. Fyrsta árið var erfitt því að ég hafði
aðeins eina aðstoðarmanneskju sem ég varð að
treysta alfarið á og enga hafði ég tölvu en þegar
blessaða tölvan kom þá breyttist mikið.
Mig skortir orð til þess að lýsa þakklæti mínu til
þeirra, sem hafa verið svo ótrúlega ötulir við að
gera mikið fatlaðri manneskju eins og mér kleift að
stunda námið í Menntaskólanum við Hamrahlíð. Gleði
mín er mikil í dag, því mér finnst ég hafa sigrast á
ótroðnum vegi til gagns fyrir þá sem á eftir koma.
Án óþrjótandi stuðnings og skilnings starfsliðs og
nemenda MH hefði þetta ekki verið mögulegt. Ég
veit að ekki er hallað á neinn þótt ég nefni hér nöfn
ADVOPNI
tveggja baráttukvenna, námsráðgjafanna Sölvínu
Konráðs og Ágústu Unnar Gunnarsdóttur, sem
reyndust mér ómetanlegar. Einnig vil ég þakka öllum
nemendunum, sem voru hjálparhellur mínar.
Menntaskólinn við Hamrahlíð hefur það að
leiðarljósi að koma til móts við þarfir hvers og eins.
Ég ber mikla virðingu fyrir því brautryðjendastarfi
sem hér hefur verið unnið. Aðrar menntastofnanir
landsins mættu fylgja því fordæmi. Blöndun getur
eytt fordómum og hræðslu við fatlaða ef ófötluð
börn byrja snemma að umgangast þá fyrrnefndu í
leik og starfi. Mér fínnst fatlaðir eigi að hafa óskertan
rétt til náms eins og aðrir. Ég vil þakka öllum hér -
í skólanum fyrir hlýju og vináttu sem mér hefur
verið sýnd hérna. Ég veit að þið samstúdentar mínir
takið heilshugar undir þakkir til skólans fyrir þá
menntun sem við höfum hlotið á undanförnum árum
og sem mun reynast okkur skjól og skjöldur er við
nú höldum á vit ævintýranna sem bíða okkar. Ykkur
þakka ég samfylgdina og ykkur fylgja einnig frá
mér hlýjar óskir. Ég þakka fyrir að þið hafíð gert
mig, svo fatlaða manneskju, að einni af ykkur, tekið
mér eins og ég er og látið mig finna að ég heyri til
hópnum. Ég ætla að lokum að gefa ykkur lífsmottó
mitt að gjöf: „Lífið er ekkert mál, þegar maður hefur
viljann að vopni."
Lifið öll heil. Takk fyrir.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
26-27
26-27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52