Morgunblaðið - 11.06.1994, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 11.06.1994, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. JÚNÍ1994 C 3 Alltaf tilbúinn til að leika á Listahatíd Vladímír Ashkenazy er heiðursgestur Listahátíðar í Reykjavík. Hann heldur tónleika í Háskólabíói mánudagirin 13. júní. Á tónleikunum leikur hann verk eftir Beethoven og Prokofjev. Anna Svein- bjarnardóttir ræddi stuttlega við listamanninn. nýlendur eru uppspretta verald- legra verðmæta en ekki menning- arlegra. Menningarlegt tóm Ein óvefengjanlegustu áhrif valdamunar af þessu tagi er að annar aðilinn verður þrælslundað- ur, hann verður undirlægja, óánægður með sjálfan sig og fram- lag sitt, hvort sem hann gerir sér grein fyrir því vitsmunalega eða ekki. Hann treystir ekki eigin mati og leitar stöðugt eftir stað- festingu höfðingjans. Ástralar hafa átt við þennan vanda að ijá gagnvart Bretum. Þeir eru löngu ■ búnir að viður- kenna menningar- legan undirlægju- hátt sinn og hafa þróað orðræðu um hann til að reka af sér slyðruorðið. Hvaða Englendingi dytti svo sem í hug að leita álits Frakka á Óþeiló? spyija þeir. Er ekki bara betra ef Frakkinn grynnir ekki í Shake- speare? Er það ekki til vitnis um menningarhefð á gömlum merg? Landsbyggðin á ekki sterka menningarhefð að státa af, ekki fremur en Ástralía, enda á sveita- menningin, sem var grunnur ís- lenskrar menningar, undir högg að sækja. Flugleiðir selja fólki menningarreisur til höfuðborgar- innar, skíðaferðir út á land. Þjóð- leikhúsið aumkast endrum og eins yfir sjávarplássin með því að bjóða þeim kassastykki; Landsbyggðin er með öðrum orðum menningar- legt tóm í hugum fólks, jafnvel í augum „dreifaranna" sjálfra. Eng- an skal því undra þótt listhneigðir haldi að hvergi sé hægt að ná árangri annars staðar en á höfuð- borgarsvæðinu, lögheimili þar sé skilyrði fyrir frama. Og sökum þess að næstum allar menningar- stofnanir landsins eru niðurkomn- ar á suðvesturhominu má bóka að hlutfallslega fleiri borgarbúar en aðrir landsmenn hefji listsköp- un eða tengist listalífínu á ein- hvem hátt, enda læra bömin það sem fyrir þeim er haft. Hitt er svo annað að landsbyggðarmaðurinn getur að nokkru leyti sjálfum sér um kennt, fræ lista og fræða falla jafnan í grýttan jarðveg við sjávar- síðuna, sem er kannski ekki nema von. Framsækinn listamaður sem sest að úti á landi þykir því kjark- maður. Um leið sýnir hann mikinn styrk, eins og góður maður orðaði það nýlega. Menningararffurinn þynntur út Hvaða áhrif skyldi þessi mann- grein hafa á íslenska menningu? Missir kemur fyrst upp í hug- ann. Útþynning menningararfsins, einföldun. Þegar flestir róa á sömu mið er ekki við öðru að búast. Ofveiði. Þeim fækkar sem geta lýst landsbyggðinni innanfrá og um leið þeim sem geta beitt gests- auganu á Reykjavík. Þar með er verið að ritskoða ákveðið sjónar- hom og einmitt það sjónarhom sem er hve sérís- lenskast, sem er að minnsta kosti næst granni íslenska þjóðarbúsins eins og það er nú (með fullri virðingu fyrir reyk- vískum sjávarútvegi). Ef fólk kinokar sér við að bendla sig við byggðir úti á landi — er höfuðborgin kannski ekki á landinu? — er viðbúið að þjóðlífsmyndin einfaldist umtals- vert. Með því að gefa í skyn með forgangsröðun okkar, til dæmis á ritstjómum fjölmiðlanna, að það sem gerist í sjávarplássunum út um landið sé óæðra og ómerki- legra, hallærislegt bara, hættum við á að bókmenntir okkar, svo dæmi séu nefnd, ijalli að mestu leyti um borgarlíf eða verði ein- göngu á forsendum borgarlífs, aðeins það verði „kúl“. Það skýrir ef til vill af hveiju við eigum eng- % - ■ r ar áleitnar og stórbrotnar bók- menntir um sjómennsku, það era nánast engir að skrifa við sjávar- síðuna. Við eigum reyndar engin áleitin listaverk í neinu formi um sjómannslíf. Meirihlutinn er klisjur einar. Þær sjáum við hvað eftir annað í sjóarabókmenntum okkar, þær sjáum við á enn átakanlegri hátt í kvikmyndum. Þar era sjávarþorpin einlægt máluð afd- önkuðum klisjulitum, nánast krossfest í sóðaskap og útúrboru- hætti sem á sér litla sem enga stoð í raunveraleikanum. Þá er ekki tekist á við ís- lenskan veraleik, heldur er um ein- feldningslega dra- matíseringu tengsla- lítils borgarbúa að ræða. Auðvitað þurfa listaverk ekki að eiga sér beina stoð í raunveraleikanum, þótt hann taki ímyndunaraflinu vana- lega fram, en þau þurfa að vera meira en samsafn af afgömlum klisjum. Klisjur era einföldun í slagtogi við þekk- ingarleysi. Þess vegna væri gam- an að sjá skarpan listamann, mann á staðnum eða viðloðandi stað- inn, ráðast til at- lögu við þessar klisjur, sundur- greina þær og bijóta til mergjar. Þegar landsbyggðin er orðin minnihlutahópur, jaðarsett utan við ríkjandi viðmið, hún er „Hinn“ hlutinn, segir sig sjálft að þaðan má vænta ferskra sjónarhoma, alveg eins og við sjáum í verkum fulltrúa minnihlutahópa í Banda- ríkjunum og víðar. Þar era hin vannýttu mið. Era ekki Amy Tan og Kazuo Ishiguro með skærastu stjömum heimsbókmenntanna nú um stundir? Og var ekki Toni Morrison að fá Nóbelinn! Ætli sé ekki mál til komið að nýlendan skrifi herranum? eins og Salman Rushdie hefur orðað það. Væri það ekki í anda íslenskrar þjóðfrelsisbaráttu að senda herranum tóninn á hálfrar aldar afmæli lýðveldisins? Rúnar Helgi Vignisson ^^shkenazy var einn helsti fram- kvöðull Listahátíðar í Reykja- vík. Hann setti mjög svip á fyrstu hátíðina árið 1970, og hefur enginn listamaður komið fram oftar en hann, ýmist sem hljómsveitarstjóri, einleikari eða meðleik- ari með öðram lista- mönnum. Fyrstu árin var hann sérstakur samstarfs- aðili framkvæmda- stjómar og hafa margir hátíðargestir komið fyrir hans orð. As- hkenazy hefur verið heiðursforseti Lástahá- tíðar síðan árið 1982 og er hann eini maðurinn sem hefur borið slíkan titil. Stutt stopp Ashkenazy heldur eina tónleika á Listahátíð í Reykjavík. í tilefni af þeim hafði blaðamaður Morgun- blaðsins samband við Ashkenazy í London. Hann sagði að mjög erfitt hefði verið fyrir sig að koma þessum tónleikum í kring þar sem hann hefði þegar verið þéttbókaður fyrir sumarið. Hann var með tónleika í Berlín nú fyrir helgi og leikur í París þriðjudaginn 14. júní. Ashkenazy sagði að hann vildi alltaf vera liðlegur þegar kæmi að Listahátíð í Reykjavík og því hefði hann búið til tíma fyrir tónleikana á mánudagskvöldið, en hann kemur til landsins samdægurs og fer strax að tónleikunum loknum. Á tónleik- unum í Háskólabíói leikur hann tvo verk eftir Beethoven, og eina són- ötu og tvö stutt verk eftir Prok- ofjev. Ashkenazy sagði að hann hefði engan tíma til að dvelja á íslandi í sumar en síðasta sumar hefðu hann og eiginkona hans farið hringferð um landið. Sonur Ashkenazys, Vovka, lék einnig á þessari Listahátíð. Áshk- enazy sagði að þeir feðgarnir hefðu ekki komið mikið fram saman upp Vladimir Ashkenazy á síðkastið. Þeir hefðu gert meira af því áður en það væri vel mögu- legt að þeir kæmu einhvem tíma saman fram á Listahátíð í Reykja- vík. Stjórnar víða um heim Ashkenazy var ráðinn tónlistar- legur stjómandi Konunglegu Fíl- harmóníuhljómsveitarinnar í Lond- on árið 1987. Meðal verkefna hans með hljómsveitinni voru hljómleikar í öllum höfuðborgum Evrópubanda- lagsins í janúar 1992. Þessi tón- leikaferð var til marks um að ríkin mynduðu öll sameiginlegan mark- að. Ashkenazy hefur einnig verið aðalgestastjómandi Cleveland- hljómsveitarinnar síðan 1987. Hann stjórnar henni í nokkrar vikur ár- lega, bæði í Cleveland og á ferð um Bandaríkin. Ashkenazy hefur verið aðal- stjórnandi Þýsku Sinfóníuhljóm- sveitar Útvarpsins í Berlín síðan árið 1989. Hljómsveitin leikur undir stjóm hans í Japan og Bandaríkjun- um á næstunni. DIETER Rolh: Kúluspil, 1961. Eig. Nýlistasafnid. ingamaður eða dansari, hönnuður og grafíker, list- málari, myndhöggvari, tón- smiður, kennari og útgef- andi bóka, tímarita, geisla- diska og myndbanda. Hann tekur þátt í fjölda sýninga ár hvert víðs vegar um heiminn og á verk á öllum helztu listasöfnum beggja megin Atlanshafsins. Hann hefur hlotið mörg eftirsótt verðlaun. Hann kynntist Sigríði Bjömsdóttur, listmálara og sérfræðingi í myndmeðferð, í Kaup-mannahöfn, og flutti með henni til íslands 1957, þau voru gift í nokk- ur ár og eiga þijú böm sam- an, Karl, Bjöm og Veru. Fljótlega tók Roth upp samvinnu og vinskap við ýmsa leiðandi mynd- listarmenn, arkitekta og prentara á íslandi, kynnti nýjar hugmyndir og liststíla. Meðal fyrstu vina hans hér voru Einar Bragi skáld, Flosi Ólafs- son leikari, myndlistarmennimir Magnús Pálsson, Hörður Ágústsson, Ragnar Kjartansson og Jón Gunnar Ámason, Manfreð Vilhjálmsson og Guðmundur Kr. Kristinsson arki- tektar, Marteinn Viggóson og Jón Hjálmarsson prentarar og ljósmynd- ararnir Rafn Hafnfjörð og Andrés Kolbeinsson, en hann var jafnframt óbóleikari í Sinfóníuhljómsveit ís- lands. Dieter Roth kom á góðum sam- böndum við erlenda listamenn og útvegaði verk hjá þeim á sýningar í Gallery SÚM, einnig greiddi hann götu íslenskra myndlistarmanna á sýningar erlendis. Hann fékk inni í prentsmiðjum þar sem hann bjó til bókverk og þrykkti grafík-myndir, notaði efniviðinn á frumlegan máta, stofnaði til útgáfu með öðram og dreifði afrakstrinum meðal vina sinna. Dieter Roth hefur staðið fyrir nokkram mjög umfangsmiklum list- framkvæmdum, sem sumar hveijar hafa verið mörg ár í vinnslu: Hann lét í tvígang taka litskyggnur af öllum húsum í Reykjavík, alls um 27.000 eintök, um er að ræða tvö sjálfstæð listaverk, fyrra verkið er varðveitt í Þýskalandi, en hið síðara er gjöf hans til Nýlistasafnsins, og er núna verið að koma því fyrir til varðveislu í Ljósmyndasafni Reykja- víkur, þar sem gestir geta fengið að njóta þess næstu árin við full- komnar aðstæður í sérstaklega inn- réttuðu rými. Áður hefur Dieter Roth gefið Nýlistasafninu miklar og góðar gjaf- ir og fyrir rausn sína og höfðings- skap var hann kjörinn heiðursfélagi safnsins. I tilefni sýningarinnar nú á Listahátíð færði listamaðurinn safninu að gjöf 84 grafíkmyndir og hátt í 100 útgáfur, bókverk, tímarit og hljómplötur. Er mikill fengur að þessum gjöfum. (fréttatilkynning) Ungir tónlistarmenn og tónlistamemar! Tónvakinn Tónlistarverðlaun Ríkisútvarpssins 1994 í sumar lefnir Ríkisútvarpið í þriðja sinn til keppni um Tónvakann, Tón- listarverðlaun Ríkisútvarpsins, en keppnin er ætluð flytjendum sígildrar tónlistar, hljóðfæraleikumm og söngvumm. I ár er sú nýbreytni tekin upp að Tónvakeppnin verður jafnframt undankeppni fyrir Tónlistarkeppni ungra ndrrænna einleikara og einsöngvara (Ung nordisk solistenbiennial) og verður verðlaunahafi Tónvakans 1994 fulltrúi Islands í keppninni sem haldin verður á næsta ári. Vegna þessa miðast þátttaka í Tónvakakeppninni í ár við 25 ára hámarksaldur hlóðfæratóikara og 30 ára hámarksaldur söngvara. Að öðm leyti verður Tónvakakeppni RÚV með líku sniði og verið hefur; sigurvegarinn hlýtur keppnisfé að upphæð 250 þúsund og mun Ríkis- útvarpið gera hlóðritanir með viðkomandi til útgáfu og koma á framfæri hér á landi og í útlöndum. Að auki verður tónleikum verðlaunahafans með Sinfóníuhljómsveit íslands næsta haust útvarpað um Norðurlönd. Þeim; sem hyggja á þátttöku í Tónvakanum 1994, er bent á að senda snældu með leik sínum eða söng, a.m.k. 15 mínútur að lengd, til Ríkisútvarpsins, Efstaleiti 1,150 Reykjavík, fyrir 12. júnínk. Allar nánari upplýsingar veitir tónlistarstjóri Ríkisútvarpsins. BLkM RÍKISÚTVARPIÐ TÓNLISTARDEILD

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.