Morgunblaðið - 13.06.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 13.06.1995, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 13. JÚNÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Áfram, ráðherra "G MUKJD- Þér er óhætt að halla þér áfram á þitt græna eyra, þetta er bara sami brandarinn og við notuðum á síðasta kjörtímabili. Jón Steinar Gunnlaugsson lögmaður Skaðabótalögum breytt í haust ÓSK allsheijarnefndar Alþingis um að Gestur Jónsson, hrl., og Gunn- laugur Claessen, hæstaréttardómari, skoði að nýju athugun sína á skaða- bótaiögunum felur að mati Jóns Steinars Gunnlaugssonar, hæsta- réttarlögmanns, í sér ákvörðun um að flytja frumvarp til lagfæringar á skaðabótalögunum strax í haust. Jón Steinar telur óhjákvæmanlegt annað, miðað við nýlegan hæstarétt- ardóm, en að tvímenningarnir kom- ist að þeirri niðurstöðu að enn þurfi að hækka margföldunarstuðui bót- anna miðað við fyrri athugun. Fimm lögfræðingar gerðu athuga- semd við skaðabótalögin þegar þau tóku gildi árið 1993 á þeim forsend- um að lögin mæltu ekki fyrir fullum slysabótum. Allsheijarnefnd Alþingis fékk þriggja manna nefnd til að kanna ábendinguna og lagði meiri- hluti hennar til að margföldunarstuð- ullinn yrði hækkaður úr 7,5 í 10. Andlát INGIBJORG J ÓH ANN SDÓTTIR INGIBJÖRG Jóhanns- dóttir hússtjómar- kennari lést föstudag- inn 9. júní sl., níræð að aldri. Ingibjörg fæddist á Löngumýri í Skaga- firði þann 1. júní árið 1905, dóttir hjónanna Siguriaugar Ólafsdótt- ur og Jóhanns Sigurðs- sonar bónda á Löngu- mýri. Hún iauk hús- stjómamámskeiði frá kvennaskólanum í Reykjavík árið 1927 óg garðyrkjunámskeiðum 1930 og 1936. Ingi- björg lauk kennaraprófi árið 1936. Arið 1938 fór hún í námsferð til Noregs og Svíþjóðar og heimsótti þar bamaskóla og húsmæðraskóla og dvaldi við nám í húsmæðrakenna- raskóla í Noregi. Árið 1954 fór hún til Danmerkur og Þýskalands á kenn- aranámskeið og sótti einnig húsmæð- raskóia. Þegar heim kom gerðist Ingibjörg kennari í Norðurárdal veturinn 1936 - 1937. Hún varð skólastjóri við hús- mæðraskólann á Stað- arfelli árið 1937 en árið 1944 lét hún þar af störfum og stofnaði húsmæðraskólann á Löngumýri sama ár og sat þar skólastjóri til ársins 1967. Á Löngu- mýri hélt hún sum- arnámskeið fyrir stúlk- ur 1955 og 1956 og var forstöðumaður fyr- ir barnaheimili RKI á Staðarfelli eitt sumar og á Löngumýri átta sumur. Ingibjörg var formaður skógræktarfélags Skag- fírðinga í sjö ár og formaður Kvenfé- lags Seyluhrepps um skeið. Hún var einnig gjaldkeri kvenfélagasam- bands Skagafjarðar um tíma. Ingibjörg flutti til Reykjavíkur árið 1967 og lét sér alla tíð annt um uppeldis- og skólamál og ritaði grein- ar í blöð og tímarit þess efnis á efri árum. Ingibjörg var ógift og barn- laus. Nú hefur allsheijarnefnd óskað eftir því að meirihluti nefndarinnar, Gestur Jónsson, hrl., og Gunnlaugur Claessen, hæstaréttardómari, taki að nýju til skoðunar fyrri athugun. Tekið ofan fyrir allsherjarnefnd Jón Steinar Gunnlaugsson, hæstaréttarlögmaður og einn áður- nefndra fimmenninga, sagði að í ósk allsheijarnefndar væri falin ákvörð- un um að bregðast við athugasemd lögmannanna. Hann sagðist taka ofan fyrir allsherjarnefnd. „Ekki síst formanni nefndarinnar Sólveigu Pét- ursdóttir fyrir að láta ekki karp um aukaatriði villa sér sýn en ráðast frekar í að gera þær réttarúrbætur sem nauðsynlegar eru. Með þessu sýnir hún að hún vill framar öðru gæta þeirra almannahagsmuna sem henni hefur verið trúað fyrir." Enn hærri stuðull Jón Steinar kvað óhjákvæmilegt að tvímenningarnir kæmust að því að hækka þyrfti margföldunarstuð- ulinn enn meir. „Nefndin komst að því að stuðullinn ætti að hækka upp í 10. í þeirri niðurstöðu reiknuðu þeir með, rétt eins og við þegar við gerðum okkar athugasemdir, að framtíðarávöxtun svona bóta væri 6% en það hafði Hæstiréttur notað í dómum. Þessari forsendu breytti Hæstiréttur í dómi 30. mars síðast- liðnum og taldi að framtíðarávöxtun bótanna ætti að vera 4,5%. Þetta þýðir að bætur hækka verulega. Þarna cr gert ráð fyrir því að þetta komi til viðbótar inní þeirra athugun sem óhjákvæmiiega hiýtur að þýða að þeir leggi til að stuðullinn verði hærri en 10. Hversu miklu hærri veit ég ekki. Hann getur orðið 12, 13 sem dæmi,“ sagði hann. Hann minnti á að fyrir utan bótafjárhæðir væru nokkrir minniháttar annmark- ar á lögunum sem vonandi yrðu iag- færðir í leiðinni. Ráðstefna Skotveiðifélags Islands Skotveiðar í nú- tíma samfélagi Ólafur Karvel Pálsson SKOTVEIÐIFÉLAG íslands stóð fyrir ráð- stefnu um síðustu helgi undir yfírskriftinni „Skotveiðar í nútíma samfélagi". Rætt var um skotveiðar á breiðum grundvelli og til þess fengnir fulltrúar flestrá stjórnmálaflokka, Bænda- samtaka íslands, Land- verndar og loks skotveiði- manna sjálfra. „Starfsemi félagsins hefur aukist mjög undan- farin ár,“ segir Olafur Kar- vel Pálsson, formaður skot- veiðifélagsins, en hann var á meðal þeirra sem héldu erindi á ráðstefnunni. Hann segir að þar hafi lög um fuglavernd og fuglafriðun, sem voru sett í fyrra, vegið þungt á metunum. Þá hafi skotveiðimenn gert sér grein fyrir því að þeir yrðu að taka höndum saman til að öðl- ast hljómgrunn, ekki aðeins á Al- þingi heldur líka meðal embættis- manna. ' „Þetta kom skýrt fram þegar við stóðum fyrir sambærilegri ráð- stefnu um ijúpnaveiðar í fyrra,“ segir Ólafur. „Hún hafði veruleg áhrif og í kjölfarið tókst meðal annars að koma í veg fyrir þau áform að stytta ijúpnaveiðitímann að hausti." Það kom fram í máli þínu á ráðstefnunni að Skotveiðifélag ís- lands var stofnað árið 1978 vegna átaka um landréttarmál eða rétt- inn til að ganga um afrétti, a 1- menning og ríkisjarðir til veiða. Hefur eitthvað þokast í þeim mál- um? „Þrátt fyrir ítrekaða gagnrýni á stefnu stjórnvalda í þessum efn- um hefur okkur miðað lítið áfram. Þeir stjórnmálamenn sem voru á ráðstefnunni tóku hins vegar vel í að greiða fyrir aðgangi almenn- ings að ríkisjörðum, hvað svo sem það þýðir. Þá var það jákvætt þegar Hrafnkell Karlsson, vara- formaður Bændasamtakanna stakk upp á að bændur og skot- veiðimenn ynnu saman að því að finna lausnir á þessum málum. Er þá að takast sátt milli bænda og skotveiðimanna? Bændum og skotveiðimönnum kemur ágætlega saman. Við fáum oft leyfi til að veiða gæsir og í sumum tilfellum ijúpur á þeirra heimalöndum. Það hefur verið vandræðalaust af beggja hálfu í iangfiestum tilvikum, þótt auðvit- að séu alltaf svartir sauðir innan um. Hvernig var málatilbúnaði ykk- ar í landréttarmálum tekið á ráð- stefnunni? Mér finnst athyglisvert að stjórnmálaflokkarnir virðast ekki hafa markað sér stefnu í útivistar- og land- réttamálum. Það eru um fimm þúsund lan- deigendur á íslandi, sem er aðeins lítill hluti þjóðarinnar, og spurningin er sú hvort aðrir eigi ekki að hafa rétt til að njóta útivistar í náttúru landsins. Að mínu mati er löggjöf- in löngu stöðnuð og byggir á þjóð- félagsskipan _sem ekki er lengur til staðar. Á íslandi er ekki lengur bændasamfélag, en samt hefur saklaus notkunarréttur minnkað með árunum og það er verið að njörva niður einkaeignasamfélag á náttúru landsins. Hvaða kröfur eru það sem þið setjið helst á oddinn? Við viljum að réttur manna til að veiða á afréttum og aðgangur að ríkisjörðum verði miklu sterk- Ólafur Karvel Pálsson vinnur sem fiskifræðingur hjá Haf- rannsóknastofnun og var kjör- inn formaður Skotveiðifélags íslands árið 1994. Hann ólst upp á Isafirði og lauk stúdents- prófi frá Menntaskólanum á Akureyri árið 1966. Þá útskrif- aðist hann sem fiskifræðingur frá Háskólanum í Kiel árið 1972. Hann er kvæntur Svand- ísi Bjarnadóttur og þau eiga tvær dætur. ari. Ríkið á átta hundruð jarðir og við viijum gera samning við ríkisvaldið um afnot af einhverri þessara jarða. Það er fyrsta skref- ið. Þá eiga menn að fá meira svig- rúm til að velja vopn sem þeir telja. henta sér best. Á móti kæmu auknar kröfur til skotveiðimanna, sem fælust til dæmis í aukinni þjáifun og fræðslu skotveiðimanna, en þess er vissu- lega þörf. Hins vegar má spyija á móti hvort ekki sé eðlilegt að ríkið styðji við bakið á þessari útiíþrótt eins og öðrum og taki þátt í að reisa og reka æfinga- svæði. Það mætti til dæmis vera eitthvað í líkingu við þá aðstoð sem skíðamenn fá, en þeir greiða auðvitað ekki raunvirði fyrir þá aðstöðu sem þeir fá, til dæmis í Bláflöllum. Eru veiðimenn sáttir við veiði- kortin sem tekin voru upp í síð- asta mánuði? Við erum mjög sáttir við þann hluta sem snýr að upplýsingaöflun og rannsóknum og munum taka heilshugar þátt í því að leggja okkar af mörkum til þeirrar vinnu. Við höfum til dæmis tekið þátt í talningu og merkingu á íjúpum. Hvað líður veiðigjaldinu höfum við ákveðnar efasemdir um réttmæti þess. Þetta er aðeins viðbót við önnur gjöld sem skotveiðimenn þurfa að standa straum af til ríkisins og þótt upphæðin eigi að renna til aukinna rannsókna, eigum við eftir að sjá að framlög ríkisins minnki ekki á móti. Er ekki eðlilegt að áhugamenn um skotveiði taki þátt í kostnaði þar að lútandi? Það teljum við ekki. Við leggj- um okkar af mörkum sem skatt- borgarar og við erum tilbúnir að ieggja fram fé og fyrirhöfn, en okkur finnst ekki eðlilegt að við þurfum að borga fyrir rannsókn- irnar sérstaklega. Mér finnst það líka vera hluti af menningarstarfi hverrar þjóðar, sem vill rísa undir því nafni, að standa undir öflugu rannsóknastarfi á náttúruríkinu. Ríkið styðji þessa íþrótt sem aðrar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.