Morgunblaðið - 21.08.1997, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 21.08.1997, Blaðsíða 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA 1997 3lfe«gtutl)lafcifc ■ FIMMTUDAGUR 21. ÁGÚST BLAD Örn bætti sig í 400 metra fjórsundi ÖBN Arnarson bætti sig um 2,42 sekúndur í 400 metra fjórsundi þegar hann synti á 4.38,19 mín. í undanrásum Evrópumeistaramótsins í 50 m langri laug í Sevilla á Spáni i gær. Þetta er besti tími íslendings á árinu en Islandsmet Arn- ars Freys Ólafssonar frá 1994 er 4.33,70. Órn, sem synti á 4.40,61 á Smáþjóðaleikunum fyrr í sumar, varð í 21. sæti af 22 keppendum en átti lakasta tíma keppenda fyrir mótið. Þetta er aukagrein lýá honum en í dag keppir hann í 200 m baksundi og Eydis Konráðsdóttir i 100 m baksundi. Agnes Kovac frá Ungveijalandi setti Evrópu- met í 200 metra bringusundi kvenna á mótinu í gær, en hún kom í mark á 2.24,90 min. Hún átti fyrra metið sjálf, var 2.25,31 mín., sem hún setti í Búdapest í apríl. KNATTSPYRNA Morgunblaðið/Maurice Shourot Einar Þór braut ísinn eftir495 mínútur án marks Helgi var ekki öfunds- verður af hlutskipti sínu ÉG ákvað að draga mig aftar á völlinn í seinni hálfleik, eftir að hafa verið með mann á mér í fyrri hálfleik - reyna að komast meira inn í leikinn, semtókst," sagði Arnór Guðjohnsen eftir sigurinn á liði Leichtenstein í gær. Hann sagðist skilja hvernig Helga Sig- urðssyni leið, sem lék í fremstu víglínu. „Helgi gat ekki leyft sér að draga sig aftur eins og ég - hann átti að vera fremstur. Ég veit alveg hvernig það er að leika fremstur með mann á sér - hef oft verið í hlutverki Helga. Það er ekki auðvelt að leika þannig í níutíu mínútur. Helgi var ekki öfundsverður. Það mikilvægasta við leikinn hér var að við komum strax mjög ákveðnir til leiks, tók- um ieikinn strax í okkar hendur og stjórnuðum honum. Það er ekki á hverjum degi sem við fáum þann munað upp í hendurnar. Ég ætla ekki að vera með neinar yfir- lýsingar, en leikur okkar er á baíavegi - liðsheildin var mjög góð,“ sagði Arnór, sem lék að sjálfsögðu í grænu skónum sem hann notaði í leik með Örebro á dögunum er hann gerði tvö mörk. Vangaveltur hafa verið uppi um að Arnór gerist þjálfari hjá sænska liðinu. „Ég er ekki tilbú- inn til að þjálfa strax og þá allra síst í Svíþjóð. Það segi ég vegna þess að ég ekki hættur að spila, en þegar ég læt draum minn um að þjálfa rætast verður það á Is- landi," sagði hann. Yfirgáfu svæðið strax að voru liðnar 495 mínútur án þess að landsliðið næði að skora mark í undankeppni HM, þeg- ar Einar Þór Daníelsson setti knött- inn í netið hjá Liechtenstein á 28. mín. íslendingar höfðu aðeins náð að skora eitt mark í undankeppninni - það gerði Arnór Guðjohnsen gegn Makedóníu á Laugardalsvellinum 1. júní 1996. „Það var ekki leiðinlegt að fyrsta iandsliðsmark mitt skyldi vera fyrsta mark okkar hér. Ég var á réttum stað þegar góð sending kom frá Rúnari - setti knöttinn í hliðarnetið. Maður þarf ekki alltaf að spyrna fast til að skora, heldur er aðalatiiðið að ná að stýra knettinum rétta leið. Það var langt síðan við skoruðum og það var ánægulegt fyrir mig að geta brot- ið ísinn Við komum grimmir til leiks allir sem einn og lögðum allt sem við áttum í leikinn og uppskáruni eftir því. Við vorum miklu betri - versti andstæðingur okkar var hitinn, sem var hrikalegur." Tveir leikmenn KR-inga skoruðu mörk hér í Liechtenstein, Einar Þór og Brynjar Gunnarsson. „Næsta ut- anlandsferð okkar verður til Krítar þar sem við KR-ingar leikum síðari leikinn í Evrópukeppninni. Vonandi náum við að skora þar;“ sagði Einar Þór. Hin tvö mörk Islands gerðu þeir Sigurður Jónsson og Tryggvi Guðmundsson. íslenska liðið lék allt vel og allir lögðust á eitt um að gera sigurinn að veruleika. A myndinni má sjá Lárus Orra Sigurðsson í harðri bar- áttu við besta rnann Lichtenstein, fyrirliðann Marió Fríck, en hann leik- ur með Basel í 1. deildinni í Sviss. Frick er eini maðurinn í landsliði Lichtenstein sem leikur í 1. deildinni í Sviss, hinir leika með liðum í Licht- enstein sem taka þátt í þriðju deild- arkeppninni í Sviss. ÞAÐ voru snar handtök hjá ís- lenska landsliðshópnum eftir leikinn gegn Liechtenstein - hópurinn yfirgaf landið strax eftir leikinn og hélt til Mövenpick Hotel við flugvöllinn í Ziirich í Sviss, þar sem liðið dvaldist í nótt. Þeir leiknienn sem héldu til ísiands fóru til Kaupmanna- hafnar kl. 7.50 og þaðan til Kefla- víkurflugvallar, þar sem lent verður um hádegi. KIMATTSPYRNA: BIRKIR KRISTIIMSSOIM MARKVÖRÐUR Á FÖRUM FRÁ BRAIMIM / C8

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.