Morgunblaðið - 07.12.1997, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 07.12.1997, Blaðsíða 1
280. TBL. 85. ÁRG. Vindgangur kúa ógnar lofthjúpnum JAPANSKIR vísindamenn vinna að því að þróa kúakyn sem leysir minni vind og ropar minna en kýr heimsins gera nú. Ástæðan er sú að metangasið sem vind- gangur kúnna leysir úr læðingi er ógn við lofthjúp jarðar. Ein kýr gefur frá sér helmingi meira metangas en naut og jafn- mikið metangas og eitthundrað grísir. Á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóð- anna sem nú stendur yfir í Kyoto í Japan hefur vindgangur kúa verið neftidur sem einn þeirra þátta er ýta undir gróður- húsaáhrif. Samkvæmt rannsóknum vís- indamanna ber vindgangur búpenings um 16% alls þess metangass sem berst út i andrúmsloftið og hafa vísindamenn í borginni Kukizaki unnið sl. þijá mánuði að tilraunum er miða að þvi að minnka vindganginn. Dregið úr met-angasi um 20% Kúnum hefur verið haldið í sérstökum þrýstiloftsklefum þar sem metangasið sem frá þeim berst er mælt nákvæmlega. Tilraunir með mataræði og bakteríur í meltingarvegi dýranna hafa sýnt fram á að draga má úr vindganginum um allt að 20%. Vísindamennirnir segja gras mesta skaðvaldinn og leggja til að kúnum sé gefið meira fóður sem jurtaolíu hefur verið bætt í en að sama skapi minna gras og hey. Þá hafa tilraunir með breytta samsetningu bakteríulífs í þörmunum leitt í ljós að draga má úr vindganginum um allt að 30% En á þessu er sá meinbugur að Iang- tímabreytingar á mataræði og bakteríu- lífi í meltingarvegi dýranna munu vera hættulegar heilsu þeirra og því er nú unnið að því að þróa nýtt kúakyn sem leysir minni vind en nú gerist. Þær til- raunir eru hins vegar skammt á veg komnar. Ruslatunna í stað jólatrés LISTAMAÐUR, sem beðinn var að skreyta jólatréð í Tate-Iisthúsinu í London þetta árið ákvað að fara ótroðnar slóðir í jólastemmningunni. Kom lista- maðurinn, Michael Landy, fyrir stórri ruslatunnu, fullri af litskrúðugu rusli, svo sem ónýtu jólaskrauti, krumpuðum og rifnum jólapappír og tómum fiöskum. Sagðist listamaðurinn vilja „beina athygl- inni að hinni áberandi neyslu sem svo oft umlykur hátíðirnar". 112 SIÐUR B/C/D/E STOFNAÐ 1913 SUNNUDAGUR 7. DESEMBER 1997 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS A HJOLUM Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson ÞESSI ungi maður spókaði sig á götum höfuðborgarinnar í vikunni á dýrindis fjallahjóli og með hjálm á höfði, eins og lög gera ráð fyrir. Hann veit sjálfsagt sem er að hjólreiðar eru tilvalinn ferðamáti þegar svo vel viðrar, góð heilsurækt og ýta ekki undir loftmengun og gróðurhúsaáhrif, sem nú eru til umræðu á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Kyoto í Japan. Antonov-124 herflutningavél hrapar á fímm hæða fjölbýlishús í Síberíu Allt að 150 manns kunna að hafa farist Moskvu. Reuters. RÚSSNESK herflutningavél með tvær orrustuþotur innanborðs fórst skömmu eftir flugtak frá borginni Irkutsk í Síberíu í gær- morgun og með henni 46 manns. Vélin brotlenti á götum Irkutsk eftir að hafa flogið á fimm hæða íbúðarhús. ínterfax-fréttastofan hafði eftir ónafngreindum emb- ættismönnum að fjöldi íbúa húss- ins hefði farist og að tala látinna kynni að fara upp í allt að 150 manns. Ekki er vitað hvað olli slysinu en Jevgení Sjaposjnikov, aðstoðarmaður Rússlandsforseta, sagði að ástæðan kynni að vera lélegt eldsneyti. Tala látinna hafði ekki verið staðfest er blaðið fór í prentun í gær en tölur voru misvísandi, frá 63 og upp í 150 manns. Raunar voru tölur um fjölda þeirra einnig á reiki, einn embættismaður sagði þá hafa verið 23 en ekkert hefur enn verið staðfest. 64 íbúðir voru í fjölbýlishúsinu sem flugvélin lenti á og munaðar- leysingjahæli var áfast íbúðar- húsinu. Börnin á hælinu komust lífs af, en sjö þeirra voru sögð hafa fengið alvarleg brunasár. Ekki var vitað hversu margir íbúa hússins fórust. Eldar kvikn- uðu í húsinu og flaki vélarinnar og börðust slökkviliðsmenn klukkutimum saman við eldhafið í um tuttugu gráða frosti. Borís Jeltsín Rússlandsforseta var að sögn afar brugðið er hon- um bárust fréttir af flugslysinu og skipaði hann Viktor Tsjerno- myrdín forsætisráðherra að halda þegar í stað á slysstað og að sjá til þess að rannsókn á slysinu hæfist þegar í stað. Vélar seldar til Víetnam Flutningavélin var af gerðinni Antonov-124, sem hefur stærra vænghaf en nokkur önnur flug- vél. Hún er þriðjungi stæiri en júmbó-þota og getur borið um 120 tonn. Um borð voru tvær Sukhoi-27 orrustu-vélar, áhafnir þeirra og þrjátíu manns til viðbót- ar. Slysið varð um kl. 15 að staðar- tíma, laust fyrir kl. sjö að íslenskum tíma. Vélin fórst átta mínútum eftir flugtak frá flug- vellinum í Irkutsk en þar hafði hún millilent á leið sinni til Vladi- vostok og þaðan átti hún að fara til Víetnam. Orrustuþoturnar höfðu verið seldar þangað en Suk- hoi-vélamar eru ein besta sölu- vara rússneska hergagnaiðnaðar- ins. Fjöldi alvarlegra flugslysa hef- ur orðið í Rússlandi eftir hrun Sovétríkjanna en orsök þess er fyrst og fremst talin vera fjár- skortur sem leitt hefur til slæ- legs viðhalds og aukins álags á fámennar og langþreyttar áhafn- ir. Á síðasta ári fórust 219 manns í 43 flugslysum í flughelgi Rúss- lands. Síðasta mikla flugslysið varð í mars sl. er fimmtíu manns fórust er stél Antonov-24 flutn- ingavélar brotnaði af á leið til Tyrklands. Breskir íslandssjómenn Björguðust af Dhoon en fórust með Goth Hugbúnaðarkerfí þurfa að vera 30 notendavæn INNÆÐAAÐGERÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.