Morgunblaðið - 09.10.1999, Blaðsíða 80

Morgunblaðið - 09.10.1999, Blaðsíða 80
Hefur þitt fyrirtæki efni á að eyða tíma starfsfólksins í bið? Það er dýrt að láta starfsfólkið biða! Tölvukerfi sem virkar riC I Netþjónar og tölvur COMPAQ. MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF5691181, PÓSTHÓLF3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 5691122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KA UPVANGSSTRÆTI1 LAUGARDAGUR 9. OKTÓBER 1999 VERÐ í LAUSASÖLU 150 KR. MEÐ VSK títgerð Æsu dæmd skaðabótaskyld Fjölskyldunni ^ dæmdar 6,7 millj. í bætur KOLBRÚN Sverrisdóttir, eftir- lifandi sambýliskonu Harðar Sævars Bjarnasonar skipstjóra, sem fórst með skelveiðiskipinu Æsu IS-87 hinn 25. júlí árið 1996 á Arnarfirði, vann í gær dómsmál sem hún höfðaði gegn stefnda, Skelfiski hf., vegna tjóns af völdum fyrirvinnumissis. Dæmdi Héraðsdómur Vestfjarða útgerðina til að greiða Kolbrúnu og þremur börnum þeirra Harðar heitins á aldrinum þriggja til átján ára tæpar 6,7 milljónir króna í ^ ^^kaðabætur eins og krafist var. Stefnandi taldi að meginorsakir slyssins hefðu verið þær að búnaði og stöðugleika skipsins hefði verið áfátt og hefði skipið ekki verið stöð- ugleikaprófað eftir breytingar sem á því voru gerðar frá því það var af- hent og þar til það fórst á Arnarfirði í góðu veðri og sléttum sjó. Stefndi taldi hins vegar að fullyrð- ingar stefnanda um orsakir slyssins væru rangar og taldi slysið hafa orð- ið vegna óhappatilviljunar, sem hann hefði ekki getað komið í veg fyrir. ..jBÉTaldi stefndi að ýmsir þættir hefðu getað valdið tjóninu svo sem van- ræksla skipstjórans. I áliti rannsóknarnefndar sjóslysa, sem lagt var fyrir dóminn, kom fram að ekki hefðu fengist viðunandi upp- lýsingar um allar breytingai- sem framkvæmdar hefðu verið á skipinu. Teldist það ámælisvert að ákveða og/eða framkvæma breytingar á skipi, sem fallnar væru til að rýra ör- yggi þess án vitundar eða samþykkis opinberra eftirlitsaðila. Hefðu verið framkyæmdar tvær breytingar á Æsu IS-87 án samráðs við slíka að- ila. Komst héraðsdómur að þeirri nið- urstöðu að útgerðin væri skaðabpta- , jftyld vegna tjónsins þar sem skip- ' ^Ttjóra skipsins hefði ekki mátt vera ljóst að stöðugleiki skipsins væri varhugaverður þar sem ekki hefði verið nægilega upplýst hvern þátt breytingar á skipinu hefðu hugsan- lega átt í ófullnægjandi stöðugleika þess. ---------------- Kristján Guðmundsson hf. selur 5,5% í SH Söluverðið rúmar 368 ‘ * milljónir ÚTGE RÐARFÉ L AG Kristjáns Guðmundssonar á Rifi hefur selt allan sinn hlut í Sölumiðstöð hrað- frystihúsanna, alls 5,5%. Nafnverð hlutarins er tæpar 82,8 milljónir króna en bréfin voru seld á genginu 4,45. Söluverð bréfanna er því rúm- ar 368 milljónir króna. Að sögn Árna Odds Þórðarsonar hjá Búnaðarbankanum Verðbréf keypti Búnaðarbankinn bréfin af jpKristjáni Guðmundssyni hf. en seldi þau síðan aftur. Ekki fékkst uppgefið hverjir keyptu bréfin af Búnaðarbankanum. Guðmundur Kristjánsson, fram- kvæmdastjóri Básafells og stærsti hluthafinn í Básafelli, sá um söluna fyrii- hönd Kristjáns Guðmundsson- ^ar hf. Guðmundur er sonur Krist- a^dns og situr í stjórn Sölumiðstöðv- ar hraðfrystihúsanna fyrir hönd Kristjáns Guðmundssonar hf. Um 500 milljónir hafa safnast í verkefni kvennaráðstefnunnar Clinton sagði mikilvægt að hlúa að lvðræði á næstu öld HILLARY Rodham Clinton forsetafrú sagði í skálaræðu í kvöldverði í Perlunni í gær í boði Davíðs Oddssonar forsætisráðherra að lýðræði á næstu öld væri okkar helsta von og ögrun og orku og hæfileika borgara allra lýðræðisríkja væri þörf ætti að skapa aðstæður, sem hlúðu að draumum og vonum allra bai'na, jafnt drengja sem stúlkna. Hún fagnaði því að geta sótt ráðstefnuna um Konur og lýðræði í elsta lýðræðisríki heims, þar sem væri elsta þing heims og þjóðin sem fundið hefði hennar fósturjörð auk þess að hafa skrifað hinar óviðjafnanlegu Islendingasögur. „Þær geta kennt okkur margt,“ sagði hún. „Þar eru gildi og hugsjónir, sem vert er að endurtaka og festa í minni á okkar dögum, þúsund árum síðar. Þvi vil ég skála fyrir Islandi í fortíð, nútíð og framtíð.“ Davíð lofaði forsetafrúna mjög í stuttu ávarpi og sagði að hún hefði sanna leiðtogahæfileika og byggi yfir hugrekki, staðfestu og löngun til að bæta hlut samborgara sinna. „Henni má lýsa með orðum sem eitt sinn voru notuð um einn forvera hennar: „Fremur kveikir hún á kerti en að bölva myrkrinu og bjarminn af henni hefur yljað veröldinni." 140 milljónir frá George Soros Fjárframlög vegna verkefna sem ýta á úr vör í kjölfar ráðstefnunnar nema samtals um nær fimm hundruð milljónum íslenskra króna, að sögn Sigríðar Dúnu Kristmundsdóttur, for- manns undirbúnings- og framkvæmdanefndar ráðstefnunnar. Þar af nemur framlag frá Nor- ræna fjárfestingarbankanum um 70 milljónum króna, framlag frá Bandaríkjastjórn um 70 milljónum króna og framlag frá Soros-sjóðnum um 140 milljónum króna. Soros-sjóðurinn er í eigu George Soros, milljarðamærings af ung- verskum ættum, en hann hefur lagt mikið fé til uppbyggingar í gömlu austantjaldslöndunum. Eins og fram hefur komið er verkefnum í kjölfar ráðstefnunnar ætlað að tryggja bætta stöðu kvenna í atvinnulífi og í hinu opinbera lífi í Eystrasaltslöndunum, Rússlandi, Norðurlönd- um og Bandaríkjunum. „Ég er afskaplega ánægð enda er þetta meira framiag en ég gerði mér vonir um,“ sagði Sigríður Dúna í samtali við Morgunblaðið í gær. Kvaðst hún vilja koma á framfæri þakklæti til allra þeirra 70 fyrirtækja sem væru framkvæmdaaðilar ráðstefnunnar sem og til þeirra þriggja aðila sem áður voru nefndir. ■ Island mun/6 ■ Var þegar/18 ■ Lýðræðið/40 Morgunblaðið/Golli Hillary Clinton komin til landsins HILLARY Clinton, eiginkona Bill Clintons Bandaríkjaforseta, kom til landsins í gær til að taka þátt í ráðstefnunni um konur og lýð- ræði við árþúsundamót. Meðal þeirra sem tóku á móti henni voru Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra og eiginkona hans, Sigur- jóna Sigurðardóttir, Jón Baldvin Hannibalsson, sendiherra íslands í Washington, Sverrir Haukur Gunniaugsson, ráðuneytisstjóri í ut- anríkisráðuneytinu, Jóhann Benediktsson, sýslumaður á Keflavík- urflugvelli, og Barbara J. Griffiths, sendiherra Bandaríkjanna á Islandi. Að lokinni móttökuathöfn heilsaði frú Clinton upp á bandariska hermenn og fjölskyldur þeirra á Keflavíkurflugvelli og heimsótti að því búnu Olaf Ragnar Grímsson, forseta íslands, á Bessastaði. í gærkvöld sat hún kvöldverðarboð Davíðs Oddssonar forsætisráð- herra í Perlunni. Birgir fsleifur Gunnarsson seðlabankastjóri á fundi með bankamönnum Brýnir fyrir sparisjóðunum að gæta varkárni í útlánum BIRGIR ísleifur Gunnarsson seðlabankastjóri gerði hraða lækkun eiginfjárhlutfalls sparisjóð- anna undanfarin misseri að umtalsefni í ræðu á að- alfundi Seðlabanka Islands í gær. Hann sagðist telja ástæðu til þess að brýna alvarlega fyrir spari- sjóðum og raunar lánastofnunum í heild að hægja mjög á útlánum, og gæta fyllstu varkárni í útlána- starfsemi sinni. „Mjög mikilvægt er að gefa gaum að öryggi út- lána, hvort heldur er til fyrirtækja eða einstak- linga. Að því kemur að dregur úr umsvifum í efna- hagslífi og þrengja tekur að atvinnufyrirtækjum og heimilum. Um leið mun þrengja að innheimtu útistandandi lána. Verði ekki gengið fram með fúllri gát nú er líklegt að sparisjóðimir og aðrar lánastofnanir eigi eftir að finna fyrir útlánatapi á komandi misserum og þar með rýrari afkomu en ella,“ sagði Birgir Isleifur. „Ég mæli þessi orð hér á þessum vettvangi vegna þess að sparisjóðirnir og fyrirtæki þeirra hafa verið aðilar að umfangsmiklum viðskiptum á hlutabréfamarkaði og hefur verið gagnrýnt hvern- ig að þeim hefur verið staðið. Almannasamtök eins og sparisjóðirnir eiga mikið undir því að halda trausti og virðingu almennings og því ber þeim að ganga á undan með góðu fordæmi þegar um er að ræða að virða eðlilegar og sjálfsagðar leikreglur fjármagnsmarkaðarins." Birgir ísleifur kvaðst einnig telja nauðsynlegt að allir hefðu aðgang að sömu upplýsingum sem varð- að geta mat á verðbréíúm. Hann segir að leggja verði áherslu á að hart sé tekið á því þegar fjár- festir nýtir sér upplýsingar sem ekki eru opinberar til þess að ákveða að kaupa eða selja verðbréf. „I þessu samhengi minni ég á að í þeim löndum þar sem fjármálamarkaðir eru virkastir eru leik- reglur skýrari en annars staðar og gera jafnframt meiri kröfur til háttsemi þátttakenda á markaði. Þar er líka hvað harðast tekið á brotum gegn þess- um reglum. ■ Gagnsæ/24
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.