Morgunblaðið - 06.05.2000, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 06.05.2000, Blaðsíða 1
11 STOFNAÐ 1913 TBL. 88. ARG. LAUGARDAGUR 6. MAI 2000 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Ken Livingstone kjörinn borgarstjóri London Ken Livingstone, nýkjörinn borgarstjóri iLondon, var syfjaður er hann tók sér að venju far mcð jarðlcstinni inn í miðborgina í gærmorgun. Kosningaúrslitin áfall fyrir Blair London. AP, The Daily Telegraph. VINSTRISINNINN Ken Living- stone sigraði í borgarstjórakosning- unum í London sem fram fóru á fimmtudag og hlaut um 38% at- kvæða í fyrsta sætið. Annar varð íhaldsmaðurinn Steve Norris með 26,5% en frambjóðandi Verka- mannaflokks Tony Blairs forsætis- ráðherra, Frank Dobson, rétt marði þriðja sætið. Er talin voru saman at- kvæði í fyrsta og annað sæti hlaut Livingstone 58% en Norris 42%. Kjörsókn var að sögn BBC aðeins rúmlega 30 af hundraði í sveitar- stjórnarkosningunum í landinu öllu en nokkru meiri í London, 33,6%. Ihaldsflokkurinn vann alls nær 600 sæti í sveitarstjórnum og er það mun betri árangur en spáð hafði verið. Norris þykir einnig geta unað vel sínum hlut en hann átti mjög á brattann að sækja framan af barátt- unni gegn Livingstone og Dobson. Niðurstaða kosninganna er sögð áfall fyrir Verkamannaflokkinn og einkum Tony Blair forsætisráð- herra. A hinn bóginn tapaði íhalds- flokkurinn óvænt þingsæti í auka- kosningum, sem fram fóru í kjördæminu Romsey, yfir til flokks frjálslyndra demókrata. William Hague, leiðtogi íhaldsflokksins, fagnaði mjög úrslitum sveitarstjórn- arkosninganna en ósigurinn í Rom- sey dró úr sigurgleðinni í herbúðum ihaldsmanna. Livingstone, sem bauð sig fram utanflokka, hrósaði keppinautum sínum fyrir drengilega baráttu og bauð þeim að vinna með sér. „Fólk hefur sagt margt kjánalegt í kosningabaráttunni en að henni lokinni verða menn að sætta sig við þann veruleika sem kjósendur hafa búið til,“ sagði Livingstone. Framkvæmdastjóri mikilvægustu samtaka atvinnufyrirtækja í Bret- landi, Digby Jones, sagðist viður- kenna að Livingstone væri lýðræðis- lega kjörinn borgarstjóri en minnti hann á að ef hann ætlaði sér að hrinda í framkvæmd umbótum þyrfti hann á skatttekjum að halda og blómleg fyrirtæki í London væru undirstaða slíkra tekna. Róttækni á níunda áratugnum Livingstone gegndi embætti borgarstjóra sem Margaret That- cher afnam fyrir 14 árum. Hann lækkaði þá fargjöld í jarðlestunum og studdi aukin réttindi samkyn- hneigðra, fordæmdi konungsfjöl- skylduna og lögregluna. Einnig lýsti hann borgina kjarnorkuvopnalaust svæði og veitti liðsmönnum írska lýðveldishersins, IRA, á Norður-ír- landi aðstoð. Litið hefur borið á mál- efnaágreiningi hans við Dobson en Livingstone hefur samt beitt sér eindregið gegn áformum stjórnar- innar um að einkavæða að hluta jarðlestakerfi borgarinnar. Hefur hann fengið mikinn stuðning við þá stefnu sína í könnunum vegna út- breiddrar óánægju með einkavætt járnbrautakerfi Bretlands. Blair, sem hefur fordæmt'vinstri- sáherslur Livingstones, viðurkenndi í gær að sums staðar hefði flokkur- inn fengið slæma útreið en sagði að annars staðar hefði hann staðið sig vel. Hann hvatti Livingstone til að starfa með ríkisstjórninni en sagðist ekki hafa skipt um skoðun á mann- inum sjálfum. „En það er fortíðin, íbúar London hafa nú kveðið upp sinn dóm og ég ber ábyrgð á því að niðurstaðan gagnist þeim,“ sagði ráðherrann en hann var staddur á Norður-írlandi. Blair útilokaði að Livingstone yrði tekinn aftur inn í flokkinn. ■ Riddari fólksins/32 Ný afbrigði „ástarveiru“ valda skaða Washington, Manila. AP, AFP, The Washington Post. NÝ afbrigði tölvuveiru sem síðustu daga hefur valdið miklum skaða á tölvukerfum víða um heim komu fram í gær. Tölvunotendur fengu send netbréf undir ýmsum nöfnum og innihéldu þau tölvuveiru af svip- uðu tagi og hina sk. „ástarveiru", en hana fengu tugir milljóna tölvunot- enda um viða veröld senda í tölvu- pósti á fimmtudag. Veiran dregur nafn af titli netbréfsins, I Love You, sem gat bent til að ástarhugur byggi að baki sendingunni. Bandaríska alríkislögreglan (FBI) hefur hafið viðamikla rannsókn á uppruna ástarveirunnar og beinist grunur manna nú að Filippseyjum. Netþjónustufyrirtækið Supernet á Filippseyjum, þar sem umrætt net- fang er vistað, gaf í gær til kynna að það grunaði 23 ára gamlan íbúa Manila um að standa að baki skemmdarverkunum. En forráða- menn fyrirtækisins tóku jafnframt fram að mögulegt væri að tölvuþrjót- urinn væri staddur allt annars stað- ar í heiminum. Stjómvöld í Litháen eru sögð vera að rannsaka hvort þrjóturinn kunni að vera litháískur, eftir að setning á litháísku uppgötv- aðist í kóða veiru á borð við ástar- CNN-fréttastofan ræddi við spáði því að á mánudag yrði tjónið komið upp í allt að 1 milljarði dollara, jafn- virði 75 milljarða íslenskra króna. Erfitt mun þó verða að reikna upp- hæðina nákvæmlega út. Mikið fjárhagslegt tjón Fjölmargir einstaklingar, íyrir- tæki og opinberar stofnanir hafa orðið fyrir skaða af völdum ástar- veirunnar. Mörg fyrirtæki hafa brugðið á það ráð að loka alveg tölvu- póstkerfum sínum vegna hættu á skemmdum af völdum hennar. I gær var áætlað að fjárhagslegt tjón vegna veirunnar næmi þegar tugum milljóna Bandaríkjadollara og er óttast að upphæðin eigi eftir að hækka til muna. Sérfræðingur sem ■ lllskeyttari/31 ---------------- Fortíð CDU Fé frá A- Þýskalandi? Berlin. AFP. TALSMAÐUR Helmuts Kohls, fym- verandi kanslara Þýskalands, vísaði í gær á bug sem algerri firru blaða- fréttum um að hann hefði tekið við peningum í flokkssjóði kristilegra demókrata, CDU, frá austur-þýskum kommúnistum. Um væri að ræða „nýja tilraun til að sverta ímynd“ leið- togans fyrrverandi. Blaðið Siiddeutsche Zeitung skýrði frá því að kommúnistaflokkurinn, SED, hefði flutt 500 milljónir marka, rúmlega 16 milljarða króna, til Ung- verjalands eftir hrunið 1989. Gaf blaðið í skyn að féð væri hluti þess sem Kohl hefur viðurkennt að hafa tekið við sem framlagi í sjóði CDU. Hann neitar enn að gefa upp nöfn þeirra sem afhentu honum peningana og segist hafa heitið þeim nafnleynd. Yfír 300 friðargæslu- liðar í gíslingu Freetown, Monroviu. AP, AFP. UPPREISNARMENN úr röðum byltingarfylkingar Fodays San- kohs, RUF, í Sierra Leone létu í gær lausa sex starfsmenn Samein- Nýr forseti Tyrklands Ankara. AP, AFP. TYRKNESKA þingið kaus í gær Ahmet Necdet Sezer, fyrrverandi yfirdómara við stjórnarskrárdóm- stól landsins, í embætti forseta Tyrklands. Sezer, sem verður tíundi forseti landsins, hlaut 330 atkvæði af 550 í kosningunum. Skæðasti keppi- nautur hans, Nevzat Yalcintas, fékk mun minna eða 113 atkvæði. Kosning Sezers er talin munu auka líkur á því að ýmsar umbætur verði framkvæmdar í landinu sem greiða muni fyrir hugsanlegri inn- göngu þess í Evrópusambandið (ESB). Á blaða- mannafundi eftir sigurinn í gær talaði Sezer um þörfina fyrir auk- ið lýðræði í land- inu. „Rætur nokkurra af þeim vandamálum sem við er að etja í Tyrklandi liggja í óhlýðni við lög og reglu," sagði hinn nýkjörni forseti. „Skilningur á lýðræði hefur ekki Ahmet Necdet Sezer þróast í samfélagi og í stjórnmálalífi okkar og ekki hefur tekist að skapa lýðræðishefð í landinu." Sezer er sagður hafa verið ötull baráttumaður fyrir lýðræðisumbót- um í Tyrklandi þau ár sem hann hef- ur gegnt embætti yfirdómara. Hann hefur m.a. lýst því yfir að stjórnar- skrá landsins virði ekki grundvallar- réttindi þegnanna. Sezer, sem er 58 ára, er fyrsti dómarinn sem kjörinn er forseti Tyrklands. Sex af níu fyrr- verandi forsetum hafa verið hers- höfðingjar. uðu þjóðanna sem þeir höfðu í gísl- ingu en talið er að þeir hafi enn 318 friðargæsluhermenn á valdi sínu. Blóðug borgarastyrjöld hefur geisað í Sierra Leone með hléum í nær áratug og hafa deiluaðilar verið sakaðir um mikla grimmd. Gæslu- liðarnir eru flestir frá Zambíu og fleiri Afríkulöndum en einnig Ind- landi. Að sögn talsmanns SÞ í New York, Freds Eckhards, er talið að fjórir þeirra séu látnir en hinir munu vera í haldi einhvers staðar í frumskógum landsins. Liðsmenn Sankohs fullyrða að gæsluliðarnir hafi reynt að afvopna þá með valdi. MORGUNBLAÐIÐ 6. MAÍ 2000 690900 090000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.