Tíminn - 05.12.1965, Blaðsíða 1

Tíminn - 05.12.1965, Blaðsíða 1
 SIGLINGU EJ;Reykjavxk, laugardag. Á miðnætti í nótt hefst verk- fall matsveina hjá Ríkisskipum, en sáttafundur, sem haldinn var í gærkvöldi með deiluaðilum, reynd ist árangurslaus. Nýr sáttafundur hefur verið boðaður á mánudag. Fjórir faglærðir matsveinar munu starfa hjá Rikisskip, þ.e. á Esju og Heklu. Mun Esjan að öllum líkindum stöðvast í Reykja- vík á morgun, en Heklan átti að fara út í dag. Skjaldbreið og Herðubreið munu ekki stöðvast, þar sem mat- sveinar á þeím skipum eru ekki faglærðir og því ekki í félagi mat- sveina, sem gerir verkfallið. Herj- ólfur er í klössun. Búast má við, að einhverjar taf- ir verði á flutningi jólavara út á landsbyggðina vegna verkfalls- ins. Það var greirtilega komin jóla ös hér í Reykjavík seinnihlutc dags á föstudag og i gær. Stöt ugur fólks- og bílastraumur vai I Miðbænum, og mikið að geri í verxlunum. En þrátt fyrlr jóla ösina er lítið um jólaskreytingai við verzlanir, og ein af þeim fáu er hjá PÓ og London í Pósthús stræti, — stór og falleg Ijósa stjarna með Ijósalengjum, sem sést hér á myndinni fyrir ofar ásamt jólaöslnni eins og húr var í Austurstræti í gærmorgun, (Timamynd K.J.) MB-Reykjavík, laugardag. Eins og að líkum lætur er mik- il óánægja meðal opinberra starfs manna vegna úrskurðar Kjara- dóms á dögunum. Virðist óánægj- an magnast með hverjum degin- um, og eru nú víða uppi hávær- ar raddir um hópuppsagnir, til að mótmæla dóminum. Hvað megnust mun óánægjan vera hjá Landsímanum, en starfs- menn þeirrar stofnunar virðast að mestu leyti hafa orðið útundan við flokkatilfærslur, að minnsta kosti allir stórir starfshópar inn- an stofnunarinnar. Hefur blaðið það fyrir satt, að margir starfs- hópar stofnunarinnar hafi rætt um að skapa ófyrirsjáanlega erfið leika, þar eð hætt er við að erfitt reynist að fá annað starfsfólk í staðinn fyrir kaup það sem opin- berum starfsmönnum er skammt- að, og svo kemur hitt til að starfs fólk Landsímans er margt sér- þjálfað og sérmenntað. Einna mest mun óánægja vera meðal tækni- manna símans, einmitt þeirra manna, sem mestur hörgull er á, en svo virðist sem kjaradómur hafi sérstakan imugust á öllum tækni- menntuðum mönnum, eftir úr- skurði hans að dæma. Munu for- svarsmenn ýmissa starfshópa sím- ans hafa rætt við stjórn síma- mannafélagsins og tilkynnt henni að þeir sæju sér ekki lengur fært að vinna við stofnunina, en stjóm in mun hafa beðið þá um að bíða átekta, meðan þrautreynt yrði, hvort ekki væri unnt að fá ein- hverjar leiðréttingar á æðri stöð- um. Segi t.d. tæknimenntaðir starfsmenn Landsímans upp í hóp- um mun það orsaka algera ringul- reið í símamálum, þar eð lang- flestir sérmenntaðir menn á þessu sviði vinna hjá símanum og því útilokað að fylla skörð þeirra. Þá er einnig mikil óánægja ríkj- andi hjá lögreglumönnum, eink- um ríkislögreglumönnum, en kjara dómur í máli borgarlögreglu- manna verður kveðinn upp 15. desember. Borgarlögreglumenn Framhaid a bls 11 Ökuklúbbar stofn- aðir um allt land IGÞ-Reykjavík, laugardag. Geigvænlegt ástand í umferða- málum hefur m.a. hrundið af stað stofnun klúbba um allt land, sem bera nafnið , ,Öruggur akstur.“ Það eru Samvinnutryggingar, seni hafa frumkvæðið að stofnun þess- Ingvar Gíslason Háir tollar hamla vísindastarfsemi ÓG-Reykjavík, laugardag. Ingvar Gíslason upplýsti við aðra umræðu fjárlagafrumvarps- ins, að fjármagnsskortur og mann ekla ekki aðeins hamla eðlilegum framförum, heldur beinlínis valda afturför og kippa fótum undan eðlilegum vexti og viðgangi vís- indalegrar starfsemi á íslandi. Eitt af mörgum dæmum um skiln ingsskort valdhafanna á þessum málum, er að tæki, áhöld og vélar til vísindastarfsemi eru i háum tollaflokkum. Mun það einstakt meðal menningarþjóða, að ríkið skoði öflun vísindatækja sem hent uga féþúfu fyrir rikiskassann. f velflestum löndum eru slík tæki undanþegin tollgreiðslum. Hér á landi hefur slíkt örþrifaástand skapazt í þessum málum, að vis- indastofnanir hafa tæpast bol- magn til að þiggja vísindatæki að gjöf, vegna þess, að þau hafa al- mennt ekki fjárráð til þess að greiða tolla af gjöfunum og ríkis- valdið tregt til að gefa tollana eftir. Hin nýju lög um rannsóknir í þágu atvinnuveganna verða papp- írsgagn eitt, ef Alþingi og ríkis- stjórn láta undir höfuð leggjast að búa hinu nýja rannsóknarkerfi viðunandi fjárhagsgrundvöll. Ekk Framhaia a ois n K Myndin hér að ofan er frá Vík í Mýrdal, og með henni vill Tíminn vekja athygli á viðtölum frá Vlk sem blrtast á 17., 18. og 19. siðu blaðsins i dag. ara klúbba, en kjarninn í þeim á hverjum stað eru þeir menn, sem Samvinnutryggingar hafa verðlaunað fyrir áfallalausan akst- ur í ýmist fimm eða tíu ár. í landinu eru nú þúsundir manna, sem Samvinnutryggingar hafa veitt fimm ára verðlaun fyr- ir öruggan akstur og þeir, sem hafa fengið tíu ára verðlaun fyr- ir öruggan akstur skipta hundruð- um. Á þessu sést að kjaminn er góður, sem að þessari klúbba- starfsemi stendur. Sívaxandi slya og tjón hafa beint Samvinnutrygg- ingum inn á þessa braut, og þar sem klúbbar hafa verið stofnaðir til þessa, hafa undirtekir verið frábærar. Hafizt var handa í októ- ber, og var fyrsti klúbburinn stofnaður á ísafirði. Annar klúbb- ur var síðan stofnaður á Selfossi fyrir Árnesinga og sá þriðji á Hvolsvelli fyrir Rangæinga. í gaer- kveldi var svo fjórði klúbburinn stofnaður á Akranesi fyrir Akur- nesinga og Borgfirðinga sunnan Skarðsheiðar. Fyrirhugaðir höfðu verið stofnfundir í Vík í Mýrdal og á Egilstöðum á Héraði, en ekki varð af því á tilsettum tíma vegna ófærðar og veðurs. Það er ætlunin að stofna eina þrjátiu slíka akstursklúbba um allt land, og hafa alls staðar þann hátt á að leita tengsla við úrvals öku- menn, sem sérstaka viðurkenn- ingu hafa fengið á hverjum stað. Þeir sem eru boðaðir á þessa fundi eru fyrst og fremst verð- launahafar og eru þeir stofnend- ur klúbbanna og aðalfélagar. Auk þess geta aðrir áhugamenn um þessi mál gerzt klúbbfélagar, ef þeir óska þess og hafa tryggt bfla sína hjá Samvinnufélögum. Framhald á bls. 11 VERKFALL TÆKNIMENN í OPINBERRI ÞJÓNUSTU UNA ILLA KJARADÓMI: l siraw MUNU ÞEIR SEGJA UPP

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.