Þjóðólfur - 28.02.1866, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 28.02.1866, Blaðsíða 1
18. ár. Heylijavík, ‘28. Febrúar 1866. 17.—<8. þORUAþlVÆLLINN 1866. Nú er frost á fróni, frýs í æðum blóð ; kveðr kuldaljóð kári’ í jötunmóð. Yfir laxalóni liggr klaka þil. lllær \ið liríðarbil Ilamragil- Mararbára blá brotnar þúng og há unnarsteinum á, ýgld og grett á brá. Yfir aflatjóni æðrast skipstjórinn; harmar hlutinn sinn hásetinn. Ilorfir á heyaforðann hryggr búandinn: »Minkar stabbinn minn, »magnast harðindin. »Nú er hann enn á norðan, »næðir kulda él »yflr móa’ og mel »myrkt sem hel«. Bóndans býli á björtum þeytir snjá; hjúin döpr hjá bonum sitja þá. Hvítleit hríngaskorðan huggar manninn trautt, brátt er búrið autt; búið snautt. þögull þorri lieyrir þetta harmakvein, en gefr grið ei nein glíkr hörðum stein’; Engri skepnu eyrir, alla fjær og nær kulda klónum slær og kalt við lilær : »Bóndi minn! þitt bú »betr stunda þú, »hugarhrelling sú, »er hart þér jijakar nú, »þá mun hverfa, en íleiri • höpp þér falla í skaut. »Senn er sigruð þraut, »eg svíf á braut«. Kr. J. — jUazar og Tombola var, eins og til stóð, böfð í Skandinavía, laugardaginn 17. og sunnud. 18. þ. mán. Var skipað borðum utanmeð á alla vegu fram og innarúr eptir endilaungum salnum; samtals voruþarnál.600 hlutirað tölu,ogmeiri hlut- inn og allt sem mest var vert, til búið hér, saum- að og smíðað nú, til þess að gefa á Bazarinn, ella hann og prýða. Lángflest var af handyrða-grip- um, nálega af öllu tagi, og mátti þar sjá margt fagrt og vandað handbragð og margan vænan hlut og eigulegan bæði til gagns og prýðis. Frá upp- haO var öllum hinum eigulegri hlutum og eptir- sóknarverðari skipað á Bazarborðin, til sölu við því verði sem forstöðunefndin hafði fyrirfram á- kveðið og ritað var á hvern hlut; en aptrvarhin- um rírari hlutunum skipað á tomboluborðin, voru þar samt innanum þeir munir, eigi svo fáir, er voru meir en ríkisdals virði, en einstöku hlutir 3 —7 rd. virði; á tombolumunina var ei neilt verð ritað, heldr að eins númer. Leystu svo aðrir Tombola númer (hvert á 16 sk.), á meðan aðrir voru að kaupum við Bazarborðin. Salrinn sjálfr var allr tjaldaðr bæði með leiktjöldum, og með flöggum og öðrum voðum, og var tjöldunum hér og hvar brugðið upp undir spjöld, en á hvert þeirra var dregið upp skjaldamerki j^msra íslenzkra höfðingja bæði í fornöld og allt fram á 15. Öld eptir því sem þeim merkjum er lýst í sögum vor- um og fornritum. I'ramanvert í salnum, undir miðju lopti var hengt holspjald, og var á framhiið þess ritað með stóru ljósletri:1 »MINNIZT SJÚKRA«. Allr þessi útbúnaðr og frágángr á bazarsalnum, en hann var eptir Sigurð málara Guðmundsson, og svo allt fyrirkomulágið og niðr- ‘ 1) j>ab som í útlendum túngum er nel'iit „Trauspareiit''. — 65 —

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.