Þjóðólfur - 20.05.1892, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 20.05.1892, Blaðsíða 2
94 er þeir bera bezt traust til, að reyn- ist ótrauðir og einbeittir formælendur og fylgismenn allra mála, er þjóð vorri miða til heilla og framfara, bæði stjórnarslcrár- málsins eins og það hefur verið samþykkt af neðri deild á fyrirfarandi þinyum, og svo annara framfaramála, er snerta eflingu atvinnuvega vorra, greiðari samgöngur á sjó og landi, og frekari menntun og menn- ing alþýðu. Allt þetta og ótalmargt fleira verða kjósendur að hafa hugfast, er þeir velja sér þingmann. Peir verða að hafa nokkurn veginn vissu fyrir því, að hann verði ekki kjördæmi sínu til minnkunar á þingmannabekkjunum, annaðhvort sakir deyfðar og áhugaleysis í hinum mikilsverð- ustu málum, eða einstrengingslegra sér- vizku-skoðana og apturhaldsstefnu. Þess- um fáu athugaorðura leyfum vér oss al- varlega að beina til allra kjósenda og skorum fastlega á þá hvern og einn, að gera sér allt far um að senda nýta drengi á næsta þing, því að pólitiskar nátt- húfur og ónytjuugar eiga þangað ekkert erindi. Á sumardaginn fyrsta 1892. Himinblíður, hreinn og fagur heilsar fyrsti sumardagur vorri kæru Kjartans grund; kvakar nú með léttri lundu lífið allt um sæ og grundu, vakið skjótt af vetrar blund. Hví skal ei mitt kjartað unga hressast þegar vorsins tunga ómar fagran unað9 brag? eg vil heilsa hverju blómi, hlýða kristalls lindar rómi, sem nú stillir sigurlag. Eg vil dofinn anda yngja og með hjartans rómi syngja: mikill, guð, er máttur þinn; þegar eg lít, hve lífið getur leiðzt í gegnum hel og vetur efiir trúin anda minn. Eða, maður, mun þinn kraptur minnsta blóm fá vakið aptur, fyr sem bliknað féll að mold? nei, þú átt það undir drottni, að þinn veiki reyr ei brotni, er þú stígur fæti’ á fold. Svo skal gegnum sálu mína sváslegt vorið endurskína, er oss færir Ijós og líf; eg vil þakkir guði gjalda, er gefur daga hlýja og kalda, unz eg hér frá heimi svíf. Jön Þórðarson. Htflutningsbannið hefur eins og eðli- legt er vakið óhugð mikla og óánægju hér á landi og þykir allískyggilegt, ef það helzt lengi. Hafa oss víðsvegar að borizt kvartanir í þá átt og þykir oss því hlýða að setja hér tvo kafla úr bréfum frá tveimur merkisprestum um þetta efni, sem er svo ofarlega á dagskránni nú sem stendur. Úr Dalasýslu er oss skrifað 10. þ. m.: „Mikla deyfð í öllum viðskiptum gerir far- bannið á fénaði. Enginn þorir að bjóða í neitt eða biuda sig neinu nema því allra minnsta. Pöntunarfélag Dalamanna hélt aukafund í gær til að ræða um, hvort kalda skyldi félaginu áfram með því að panta upp á borgun í ull, en það sáu meun sér ekki fært. Var svo tekið það ráð, að slcrifa enshu stjórninni og biðja hana um afnám bannsins, að því er Is- land snertir. Það er vont útlit með verzl- un hér næsta ár; allt er svo dýrt í kaup- stöðunum, en ísleuzk vara gengur aptur illa. Margir fara að vísu undir Jökul að kaupa sér fisk, en hann er æði dýr, 12 kr. ýsuvættin og 14 kr. þorskvættin, og svo kostar flutningurinn á hverri vætt hér inn í Dali um 4 kr. G-ufubátsmálið og öll framfarafyrirtæki deyja hér út haldizt bannið. Menn vona að eins, að Hvamms- fjörður verði mældur og um leið ákveðið, hvort kaupstaður skuli keldur vera við Vestliðaeyri í Hörðudal eða við Búðardal í Laxárdal, sem er betur settur í hérað- inu, þar sem hann er nær miðju þess og liggur líka vel fyrir Norðlingum, þá er hafís eins og nú hamlar siglingum um Húnaflóa“. Úr Húnavatnssýslu skrifar annar merk- ur prestur oss 6. þ. m.: „Illa varð mönn- um við, sem von var, er fréttirnar komu um, að blátt bann væri nú lagt fyrir inn- flutuing á íslenzku sauðfé og hrossum til Englands. Þykjast menn nú sjá fram á stórvandræði, ef ekkert rætist úr. Þótt talað sé mikið um deyfð og doða hér, þá er útlit fyrir, að raunin verði nú önnur. Einhver góður andi hefur blásið mönnum hér í brjóst, að reyna nú að stofna félög í þeim tilgangi, að greiða fyrir viðskiptum innanlands milli sjávar- manna og sveitabænda. Nú fýrir kross- messuna á því að halda fundi í hverjum hreppi og þar á að ræða um þessi fjögur atriði: 1. Að reyna að fá með sem kagfelld- ustu móti fisk fyrir kindur í haust. 2. Að panta kaupafólk að sunnan, sem taki kaup sitt að mestu leyti í smjöri og kindum, og að vinnuþiggjendur taki þátt í ferðakostnaðinum. Þetta eru nú aðalatriðin, en svo á enn fremur að tala um 3. Að fá Reykvíkinga til þess að kaupa í haust væna sauði með hæfilegu verði, því úr höfuðstaðnum vænta menn helzt að ná í peninga. 4. Að fá einhvern kaupmann að sunn- an til þess að koma hér norður með ýmis- leg fiskæti á skipi. En af því vauséð er, að fiskurinn yrði svo mikill, að slik ferð gæti borgað sig, hefur mönnum jafnframt dottið í hug, að æskilegt væri, að lofa honum frekari verzluu með ull móti út- lendri vöru. Allt þetta er enn þá að eins í ráða- bruggi manna á milli, en mikil líkindi til, að því verði kaldið fram og er ætlazt til, að á kverjum hreppsfundi verði kosnir 2 menn til að mæta á aðalfundinum, sem ráðgert er, að haldinn verði rétt eptir krossmessuna um miðbik sýsluunar. Yonandi er, að eittkvað verði úr þessu og ætti aukning innlendra viðskipta ekki síður að vera áhugamál fyrir sjávarbæud- ur, þar sem útlit er fyrir, að fiskur verði ekki 1 háu verði eptirleiðis sökum toll- hækkunarinnar á Spáni. Það er heldur enginn efi á því, að duglegur og ötull kaupmaður að sunnan gæti haft töluverð- an hag af því að hafa hér lausaverzlun, ef hann kynnti sig vel og vaudaði vörur sínar“. Póstskipið Laura fór héðan aðfara- nóttina 14. þ. m. Með því fór til Vest- mannaeyja Jón sýslum. Magnússon með frú sinni (Þóru Jónsd. háyfirdómara Pét- urssonar), til Danmerkur: biskupsekkja, frú Sigríður Bogadóttir, alfarin héðan, frú Þóra Thoroddsen dóttir hennar með barni sínu, frú Ástríður Melsteð (til lækniuga), frú Anna Petersen (kona Péturs bæjar- gjaldkera) og kand. theol. Sæm. Eyjólfs- son. Þrjú hjarndýr sáust á hafísnum fyr- ir Ströndum á góunni, tvö í Kaldbaksvík en eitt á Gjögri og var það skotið. Hákarlsafli var nokkur á Gjögri og í Trékyllisvík í f. m. Fékk eitt skip t. d. í sömu vikunni 50 tunnur lifrar í tveim- ur legum.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.