Þjóðólfur - 19.07.1907, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 19.07.1907, Blaðsíða 1
59. árg. Reykjavík, föstudaginn 19. júlí 1907 JfS 31. Heidraðir kaupendur PJÓÐÓLFS eru minntír á að gjalddagi blaðsins var 15. júlí &ýir fíaupQnóur, er panta blaðið frá byrjun júlímánað- ar, geta fengið það til ársloka fgrir tvœr krónur, er borgist um leið og blaðið er pantað. og fá þeir þá í kaupbœti: 13. hepti af sögusafni Þjóðólfs 128 bls. með ágœtum skemmtisög- um og Sérpréntun af sögunni „Vestur- förin“ 60 bls. En vitanlega er þá áskript að blaðinu bindandi að minnsta kosti fyrir nœsta ár allt (1908). ffáT~ Áframhaldið af hinni frægu sögu Conan Doyle’s: y>Ro dney S t o n e«, verður haldið áfram neð- anmáls svo opt sem unnt er. Þá er sú saga er öll komin út fá þeir, er nú gerast kaupendur blaðsins ókeypis sérprentun af henni allri, svo að þeir missi einskis í, þóttþeir fái ekki fyrri hluta hennar i blað- inu. Um kosningarrétt kvenna, Eptir Þorleif H. Bjarnason. (Frh..) Því næst skulum vér stuttlega hugleiða, hvar kosningar- og kjörgengis-baráttu kvenna er nú komið og hvernig þessu stórmerka máli horfir við. Fullan kosningarétt bæði til sveitastjórna, bæjarstjórnar og löggjafarþings fengu kon- ur fyrst í einu ríki Bandarlkjanna í Norð- ur-Ameríku, sem nefnist Wyoming. Það var 1869. Sfðan hafa 3 önnur Bandaríki og nýlendur Breta í Ástralíu veitt konum þennan hinn sama rétt. Loks fengu þær á Finnlandi síðastliðið ár fullkomið jafn- ræði við karlmenn. Aptur á móti hafa konur í allmörgum ríkjum 1 Evrópu og Norður-Ameríkn kosn- ingarrétt til safnaðarstjórna, sveitarstjórna og bæjarstjórna. Víða er hann bundinn því skilyrði, að þær greiði útsvar, eins og lög vor um kosningarótt kvenna 12. maí 1882 áskilja, og fullnægi að sjálfsögðu öllum öðrum skilyrðum, er lögin setja; en 1 sumum löndum er kosningarétturinn aptur á móti ekki fjárbundinn. í sum- um ríkjurn þessum eru konur og kjör- gengar. Margt bendir á, að kqnum muni 1 all- flestum menningarlöndum takast á ekki mjög margra ára fresti að halda málinu fram til sigurs, ef þær sækja það eins fast og hingað til. Fyrst og fremst er það, eins og áður var sagt, einn þáttur af al- menna kosningaréttinum, sem er óðum að ryðja sér til rúms í menningarlöndunum. í annan stað gerir breyting sú, sem hef- ur á slðustu áratugum orðið á einkahags- réttindum og þegnfélagsréttindum kvenna 1 jafnréttisáttina við karlmennina það eink- ar líklegt, að pólitíska jafnræðisins verði ekki lengi að bíða. í sömu átt bendir og breyting sú, sem á síðasta mannsaldri er orðin á uppeldi og starfsviði kvenna í flestum siðuðum löndum. Þá skal farið nokkrum orðum um skoð- anir manna á kosningarétti kvenna og gert grein fyrir helztu varnar- og sóknar- atriðum þessa máls, því sízt er því að leyna, að skoðanir manna á málinu hafa hingað til verið mjög skiptar. Þó mun mega fullyrða, að frjálslyndir menn sé þess yfirleitt fremur fýsandi, að konur fái kosningarétt, en íhaldsmenn því mótfallnir. En samt eru þess dæmi, að íhaldsmenn hafa viljað veita konum kosningarétt, en frjálslyndir menn ekki. Þeir sem ekki vilja unna konum jafn- réttis við karla í stjórnmálum bera það fyrir sig, að konur hafi hvorki vit né á- huga á stjórnmálum. I annan stað eigi þær að gæta bús og barna og vera laus- ar við allar deilur og allt þras. Auk þess sé þær heldur ekki menn til að eiga í misklíðum, er rísi af stjórnmálum. Það geti og engan veginn samrýmzt við hinar göfugu og gömlu hugsjónir vorar um kon- urnar,' að þær fari að gerast stjórnmála- sendlar eða taka þátt 1 lagasamningu. Þá eru sumir sem ætla, að kosningaréttur kvenna mundi vekja úlfúð og stundurlyndi á heimilunum. Sumir skírskota til þess að konur séu lausar við landvarnarskyldu; en úr því svo sé geti ekki komið til mála að veita þeim jafnrétti við karlmenn, því að af sömu skyldum spretti sömu rétt- indi. Enn kvlða nokkrir því, að þær mundi yfirleitt flylla flokk íhaldsmanna og verða prestum helzti leiðitamar og eru því and- vígir kosningarétti kvenna. Loks látast sumir menn vilja veita ógiptum konum, sem gjalda til sveitar kosningarrétt, en engan veginn giptum konum. Nú hafa verið taldar nokkrar helztu á- stæður, sem komið hafa fram gegn kosn- ingarétti kvenna. Þess er ekki að synja, að sumar þeirra eru léttar á metunum. Skulum vér athuga þær hverja í sínu lagi og benda ennfremur á nokkur atriði, er mæla með kosningarétti og enda kjörgengi kvenna. Það er öllum hulið, hvern áhuga konur muni hafa á stjórnmálum, þegar að því kemur, að þeim verði heimilað að leggja nokkuð til þeirra mála. Að jafnaði hefur enginn, hvorki karl né kona, áhuga á því sem hann þekkir ekki. En sennilegt er að konum mundi í þessu efni vera eins farið og karlmönnum. Stjórnmálaáhugi þeirra gerði fyrst vart við sig, er þeir höfðu fengið kosningarétt og meira að segja notaði alllengi framan af að eins lítill hluti kjósenda atkvæðisréttinn. Að óreyndu er engin ástæða til að ætla, að konur myndi verða áhugalausari um stjórnmál en mikill hluti karlmanna var til skamms tíma. En skilyrðið fyrir stjórnmálaáhuga kvenna er auðvitað, að þær fái kosninga- rétt og læri að nota hann. Þá er ekki unnt að kveða upp neinn óskeikulan dóma um vit kvenna 1 stjórn- málum fyr en þeim hefur gefizt færi á að sýna það í verkinu. Líklegt er að stjórn- málaviti þeirra verði svo farið sem flestra karla. Af ýmsum ástæðum er allflestum karlmönnum ofvaxið að vita deili á og gera sér grein fyrir fjölmörgum einstök- um atriðum löggjafar og landsstjórnar. Svo mun og verða um konurnar. Hins vegar verður að ætla, að þær geti ekki síður en karlmenn áttað sig á mikilvæg- ustu deilumálum og ágreiningsatriðum, er ráða flokksskiptingu í hverju landi. Að réttu lagi skiptir löggjöf og lands- stjórn konur og karla jafnmiklu. Sem stendur kreppir skór löggjafarinnar víðast hvar meir að konum en karlmönnum. Sennilega mun og kreppa þessi verða heldur til að glæða stjórnmálavit og stjórn- málaáhuga margra kvenna samkvæmt gamla spakmælinu: »Neyðin kennir naktri konu að spinna«. Að því er snertir viðbárurnar, að kon- ur eigi að gæta bús og barna og sé ekki menn til að eiga í misklíðum, er rlsi af stjórnmálum og eigi að vera lausar við allt stjórnmálaþras, þá virðist nægja að svara þeim á þessa leið: Með því að nokkuð fleiri konur en karlar ná fullorð- ins aldri, hljóta ekki allfáar konur eo ipso að losast við gæzlu bús og barna. En þó konan sé gipt verður ekki séð, að hún slökkvi miklu niður, þótt hún á nokkurra ára fresti kjósi t. d. til þings eða bæjar- stjórnar. Auk þess getur einmitt staðið svo á, að kosningar þessar varði bú og börn mjög mikils og þá ekki síður kon- urnar. Ekki er heldur nein ástæða til að ætla að af slíkum stjórnmálaafskiptum þurfi endilega að rísa þras og misklíðar og þó svo væri, tekur það lítið til óbreyttra kjósenda, en það mun óhætt að gera ráð fyrir, að flestar mæður og húsfreyjur teld- ust til þeirra. Það er bæði broslegt og barnalegt, að binda framtíðarhagog framsóknarviðleitni kvenna á klafa »gamalla og göfugra hugsjóna«, sem eru ef til vill fyrir löngu úr sér gengn- ar. Þeir menn, sem bera slíkt í vænginn ættu að minnast þess, að hugsjónir vorar um konurnar og hlutverk þeirra eru bréyting- um háðar eins og allar aðrar hugsjónir og hugsmíðar mannlegs anda. Þá verð- ur og með engu móti haldið fram í skjóli þvílíkra hugsjóna, að forsjónin eða náttúr- an hafi að eins afmarkað konunum þröngt svið, sem þær hvorki geti farið út fyrir né megi. Sagan og mannlífið hefur þar að auki opt sinnissýnt oss og sannað, að stjórnmálaafskipti hafa bæði fyr og síðar farið sumum stjórnvitrum konum snildarlega úr hendi. Allir kannast við Margrétu Danadrottningu, Elisabet Eng- landsdrottningu, Maríu Theresíu og Kat- rínu 2. Ágreiningur og misklfðar á heimilum munu að sjálfsögðu gera vart við sig, ef hjónin eru svo skapi farin, hvort sem konan hefur kosningarétt eða ekki. Enda er reynsla fengin fyrir því, að hversdags- leg efni og einkamál valda miklu optar missætti milli hjóna en t. d. mismunandi skoðanir í stjórnmálum eða trúmálum. En meiningarmun milli kvenna og karla er að eins unnt að taka fyrir, eptir því sem þegnfélagshögum vorum er nú komið, með því að svipta þær allri fræðslu og gera þær aptur að fgildum ambátta. En það er ógerlegt. Hitt er miklu nær og eðlilegra segja talsmenn kvenna, að láta þær njóta ávaxtanna af aukinni þekkingu og vaxandi þroska og veita þeim sömu réttindi og karlmönnum. Með því móti er ef til vill unnt að treysta betur sam- búðina milli kvenna og karla og gera heimilin enn þarfari þjóðfélaginu. Landvarnarskyldu-ástæðunni er hrundið með því, að mjög margir menn eru á ári hverju leystir af herþjónustu af ýmsum ástæðum, en missa þó engan veginn kosn- ingarétt. Þar að auki eru sum ríki laus við alla landvarnarskyldu svo sem Bret- land og getur því þessi ástæða ekki komið þar eða annarsstaðar sem líkt er ástatt til greina. En ef óhjákvæmilegt þætti, að leggja konum skyldu á herðar til móts við landvarnarskyldu karlmanna mætti fela þeim hjúkrun særðra manna. Reynsla margra alda hefur sýnt, að líknarstörf láta konum fyllilega eins vel, ef ekki betur en karlmönnum. Þeir sem eru mótfallnir kosningarétti kvenna, af því að þeir eru hræddir við að þær fylli íhaldsflokkana og verði t. d. belzti leiðitamar prestunum gæta þess ekki, að engin leið er til að synja konum eða körlum kosningaréttar sakir lauss grunar um, að þeir eða þær muni greiða atkvæði með þeim flokki, er Pétri eða Páli þykir ver gegna. I raun réttri er ekki unnt að segja hverju megin konur verði í stjórn- málunum, er þær fá fullan kosningarétt. Af nokkurri reynslu, sem þegar er fepgin í stöku löndum eru að minnsta kosti lík- indi að til þær muni skiptast niður í flokk- ana eins og karlmennirnir. Þá er loks að hugleiða viðbáru þeirra manna, sem vilja að eins veita kosninga- rétt ógiptum konum, er útsvar greiða, en alls ekki giptum konum. Fyrst og fremst brýtur skoðun þessi bág við almenna kosn- ingaréttinn, sem virðist einmitt nú vera að ryðja sér til rúms hjá flestum menntuð- um þjóðum. I annan stað er engan veg- inn rétt eða sanngjarnt að einskorða kosn- ingarétt við útsvar, eins og Kári hefur fyrir skemmstu sýnt fram á í Þjóðólfi og Guð- mundur landlæknir Björnsson í »Lögréttu«. En hvers eiga þar að auki vesalings kon- urnar að gjalda hjá þessum mönnum, er þeir telja rétt og lögmætt, að þær verði ómyndugar og missi atkvæðisrétt sinn, ef þær bindast heilögu hjónabandi ? Að vísu er það svo í mörgum löndum samkvæmt gildandi lögum, en það bætir ekki úr skák og er í sjálfu sér jafnranglátt. En hvað mundu þeir góðu menn segja, efkonurn- ar einn góðan veðurdag gerðu verkfall og tækju ekki í mál að gipta sig nema slík ákvæði væri úr lögum felld? Nú hefur stuttlega verið gerð grein fyrir kosningarétti kvenna og rökum þeim, sem frá almennu sjónarmiði hafa verið talin honum til foráttu og gildis. Að lokum viljum vér fara nokkrum orðum um kosn- ingarétt þennan, að því er íslenzkar konur snertir.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.