Fréttablaðið - 03.05.2002, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 03.05.2002, Blaðsíða 1
TÓNLEIKAR Vélrœnir taktar x Bœjarbíói bls 14 Bókaútgáfa er ólœknanlegur virus bls 22 Hraðnámskeið, námskeið fyrír börn, taltímar, franska fyrir ferðamenn AllianceFV; Sími; 552 3870 íigaistí af@ismennt.is Frönskunámskeið frá Z9. apríl FRETTABLAÐIÐ 83. tölublað - 2. árgangur Þverholti 9, 105 Reykjavík — sími 515 7500 Föstudagurinn 3. maí 2002 FOSTUDAGUR Fjölmiðlar og hryðjuverk BMfltÞiNC íslenska UNESCO-nefndin heldur málþing um fjölmiðla og hryðjuverk í Odda í Háskóla íslands klukkan 16. Tilefnið eru atburðirnir í Bandaríkjunum 11. september sl. Meðal frummælenda verða: Styrm- ir Gunnarsson, ritstjóri Morgun- blaðsins, Kári Jónason, fréttastjóri Útvarpsins, Bogi Ágústsson, frétta- stjóri Sjónvarpsins og Sigmundur Ernir Rúnarsson, ritstjóri DV. Iþróttir og tómstundir RÁDSTEFNfl UMFÍ í samstarfi við UMSK og Mosfellsbæ stendur fyrir ráðstefnu undir yfirskriftinni: Eru íþróttir og tómstundir raunveru- lega fyrir alla. Ráðstefnan verður haldin að Varmá í Mosfellsbæ. Hún hefst í dag og lýkur sunnudaginn. |VEÐRIÐ í DAGl REYKJAVÍK Suðlæe átt 3-5 m/s á morgun og skýjað með köflum. Hiti 4 til 10 stig. VINDUR ÚRKOMA HITI fsafjörður Q 3-5 Léttskýjað 03 Akureyri Q 3-5 Skýjað 02 Egilsstaðir Q 3-5 Skýjað 02 Vestmannaeyjar © 3-5 Skýjað Fiskiþing O7 funpur Fiskifélag íslands heldur fiskiþing á Grand Hóteli. Annars vegar er þingið aðalfundur félagsins. Sá hluti hefst kl. 10.30. Hinn hlutinn er málstofa um sjávarútvegsmál og mun sá hluti hef jast kl. 13.30. Sá hluti er öllum opinn. Þema þingsins er hvaða verkefni bíða íslensks sjáv- arútvegs í hinni alþjóðlegu umræðu um nýtingu auðlinda hafsins. Rætt um skólamál ráðstefna Skólanefnd og skólaskrif- stofa Hafnarf jarðar stendur að ráð- stefnu um skólamál að Ásvöllum í Hafnarfirði. Ráðstefnan hefst klukkan 13. j KVÖLDIÐ í KVÖLD j Tónlist 16 Bíó 14 Leikhús 16 íþróttir 12 Myndlist 16 Sjónvarp 20 Skemmtanir 16 Útvarp 21 NOKKRAR STAÐREYNDIR UM FRÉTTABLAÐIÐ Hvaða blöð lesa 25 til 39 ára ] MEÐALLESTUR FÓLKS A ALDRINUM 2,5 TIL 80 ARA S A HÖFUÐBORGARSVÆÐINU ER 69,7» SAMKVÆMT FJÖLMIÐLAKÖNNUN GALLUP I MARS 2002. Börn með sérþarfír búa við óvissuástand Móðir segir dóttur sína kvíða óvissu næsta vetrar. Formaður fræðsluráðs segir að skólarnir hafi fengið 100 milljónir á síðasta ári til að þjónusta börn með sérþarfir. sérkennsla „Þetta er orðið mjög þreytandi og lýjandi ástand," seg- ir Sigurbjörg Jónsdóttir, móðir ellefu ára stúlku, sem er nemi í —4— sérdeild í Folda- skóla. Deildin verður lögð niður í vor sem er mikið áfall fyrir Sigur- björgu og dóttur hennar. Hafdís Sigurgeirsdóttir, deildarstjóri sér- kennslu í Folda- skóla, segir niðurlagningu deild- arinnar í samræmi við þá stefnu sem fræðsluyfirvöld Reykjavík- ur hafa markað.Hún feli m.a. í „Á hverju vori þurftum við að búa við óvissu um hvernig næsti vetur verður," sagði Sigurbjörg. sér að börn með sérþarfir séu í venjulegum bekkjum en fái að- stoð. „Á hverju vori höfum við þurft að búa við óvissu um hvernig næsti vetur verður," sagði Sigur- björg. „Flestir krakkar hlakka til sumarsins en dóttir mín kvíðir óvissu næsta vetrar. Kerfið virk- ar vel fyrir þá sem ekki þurfa að- stoð en um leið og eitthvað er að virkar það ekki.“ Sigurbjörg segir vandræðin hafa hafist þegar dóttir hennar átti að hefja skóla. Hún vildi að hún fengi að vera eitt ár í viðbót í leikskóla en var sagt að stúlkan fengi viðeigandi hjálp í skólan- um. Fyrsta árið fór svo í að greina vanda hennar. Dóttur hennar var að því loknu komið fyrir í málörvunardeild í Hlíða- skóla og var hún þar í þrjú ár. Sigurbjörg segir að hún hafi fengið þar pláss með miklum herkjum og alltaf hafi verið látið í veðri vaka að hún gæti misst það, vegna þess að hún bjó ekki í hverfinu. Að þessum árum liðnum hóf dóttir hennar nám í sérdeildinni í Foldaskóla, sem henni skildist að hún gæti verið í næstu þrjú árin. Annað kom á daginn því nú er búið að leggja hana niður. „Ég er orðin svo langþreytt á þessu ástandi. Það segir sig sjálft að sjálfsmynd þessara barna er veik og ekki batnar hún við það að vera alltaf að gera eitthvað annað en hinir í bekknum." Sigrún Magnúsdóttir, formað- ur fræðsluráðs, segir ekki rétt að tala um að verið sé að leggja nið- ur sérdeildina. „Þetta er reginmisskilingur," sagði Sigrún. „Við höfum bætt við 100 milljónum króna til skól- anna til þess m.a. að búa til sér- kennsluver fyrir þessa nemend- ur. Þau eiga að koma í stað sér- deildanna sem hafa verið í öðrum til þriðja hverjum grunnskóla." sigridur@frettabladid.is ELDUR I EILÍFSDAL Þrír sumarbústaðir í Eillfsdal 1 Kjós voru í hættu vegna sinuelds sem þar kviknaði í gær. Slökkvilið var fór á staðinn. Greiðlega gekk að slökkva eldana sem voru komnir fast að húsunum. Kveikt hafði veriðí rusli í baðkari við einn bústaðinn með þessum afleiðingum. Færist í vöxt að haft sé í hótunum við foreldra fíkla: Hvattir til að kæra handrukkara fíkniefni Foreldrar eiga alls ekki að láta undan kröfum handrukk- ara vegna skulda barna þeirra sem eru fíklar eru skilaboð vímu- lausrar æsku, fulltrúa Foreldra- hús og lögreglunnar. Þetta kom fram á blaðamannafundi í gær. Ef látið er undan er líklegt að sölu- menn selji barninu fíkniefni út á krít vegna þess að þeir vita að þeir fá peninga að lokum. Valdi- mar Jóhannesson, stjórnarmaður í Vímulausri æsku sagði ljóst að ef að handrukkarar kæmust upp með að stunda sína iðju þá færu þeir að ganga enn lengra, jafnvel þekktist að foreldrar hefðu misst fasteignir vegna greiðslu til handrukkara. Foreldrar ættu að kæra þessa menn, enda bryti at- hæfi þeirra í bága við ákvæði hegningarlaga. Ásgeir Karlsson, frá forvarnardeild lögreglunnar, sagði ómögulegt að segja til um hversu margir foreldrar lentu í handrukkurum árlega, framferði þeirra væri aldrei kært. Foreldr- ar yrðu líka oft fyrir miklu áfalli þegar haft væri við þá í hótunum. Vímulaus æska hvetur til þess að foreldrar sem lenda í þessu komi sér upp upptökumyndavélum, taki upp hótanir og noti sem sönnunargögn gegn viðkomandi. „Foreldrar ættu líka að nota þennan þrýsting til að koma barni sínu í meðferð," sagði Ólöf Ása Farestveit, stjórnarmaður í Vímulausri æsku. ■ Samkomulag um þinglok: Þingi lýkur í dag alpingi Forystumenn þingflokk- anna náðu samkomulagi í gær- kvöldi um hvernig haga skuli þing- haldi á lokasprettinum. Samkomu- lagið felur m.a. í sér að frumvarpi félagsmálaráðherra um aðbúnað, öryggi og hollustu á vinnustöðum er frestað til haustsins auk þess sem nokkur frumvörp samgöngu- ráðherra verða látin bíða. Á móti tryggja stjórnarandstæðingar að takist að ljúka þinghaldi fljótlega. Búist er við að þingi verði frestað um miðjan dag í dag. Kristinn H. Gunnarsson, þing- flokksformaður Framsóknar- flokksins, sagði í gærkvöldi að með þessu tækist að tryggja að þinghaldi lyki með ásættanlegum hætti. ■ Krínglufjarkí er...

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.