Fjallkonan


Fjallkonan - 22.04.1905, Blaðsíða 1

Fjallkonan - 22.04.1905, Blaðsíða 1
Kemur út einu sinni viku. Yerð árgangsins 4 krónur (erlendis 5 krónur eða l'/2 dollar), borgist fyrir 1. júli (erlendis fyrir- fram. FJALL BÆNDABLAÐ Uppsögn (skrifleg bund- in við áramó, ógild nema komin sé til útgefanda fyr- ir 1. október, enda hafi kaupandi þá borgað blaðið Afgreiðsla og skiifsfofa Hafnarstr .2. VERZLUNARBLAÐ XXII. árg. Reykjavík, 22. april 1905. Nr. 16 Augnlœkning ókeypis 1. og 3. þrd. i hyerjum mán. kl. 2—3 i spltalanum. Forngripasafn opið á mvd. og Id 11 —12. Hlutabankinn opinn kl.10—3og 6 l/s—^1^. K. F. U. M. Lestrar- og skrifstofa op- ;in á liverjum degi kl. 8 árd. til ki. lOsíðd. Almennir fundir á hverju föstudags- og íunnudagskveldi kl. 8'/a síðd. Landakotskirkja. Guðsþjónusta kl. it og kl. (i á hverjum helgum degi. Landakotsspitali opinn fyrir sjúkravit jendur kl. 10'/9—12 og 4—6, Landsbankinn opinn hvern virkan dag kl 10—2. Bankastjórn við kl. 12—I. Landsbókasafn opið hvern virkan dag kl. 12—3 og kl. 6—8. Landsskjalasafnið opið á þrd., fimtud ■og ld. kl. 12—1. Tannlœkning ókeypis i Póstbússtræti 14. 1. og S. mánud. hvers tnán. kl. 11—1. Edinborg er nú sem ný. Nýtt er margt að skoða Af nýjum vörum þar er þvi Þúsundir til boða. Edinboryar vefnaðarvörubúðin nýja er nú opin. Edinborg’ helir aldrei fengið jafntnikið af alls konar fjölbreyttum vefnaðarvörum, eins og nú. Edinborg' hefir aldrei fengið jafnmikið af ýmsurn smávörum eins og nú, og einnig ýmsum munum hentugum ri! sumargjafa. Edinborg’ hefir aldrei haft tækifæri til að sýna sinar fjölbreyttu og smekklegu vörur eins vel og nú. Edinborg hefir nú hina stærstu og skrautlegustu vefnaðarvörubúð á landinu. Edinborg hefir aldrei fyr staðið jafnvel að vígi, til að standast alla samkepni. Edinborg- býður alla viðskiftavini sína velkomna. Ásgeir Sigurðsson. Skírnir. Fyrsta hefti »Skírnis«, tímarits hins ísl. Bókmentafélags, kom út um sið- ustu mánaðamót. Ritstjórinn er ma- gister Guðm. Finnbogason. Timaritið er nú komið í það horf, sem það hefði átt að vera komið í fyrir löngu — hefir fengið ritstj órn, sem ætlar sér eitthvað með ritið, fær menn til að rita urn þau efni, sem æskilegast þykir að ritað sé urn, í stað þess sem ritnefndin hefir áður orðið að sætta sig við það, sem að henni hefir verið rétt af hinum og öðrum, oft og tíðum sjálfri sér og lesendum til mikillar gremju. Það, sem sjálfsagt vekur mesta at- hygli í þessu hefti og er allra-tíma- bærast, er skólaritgjörðir ritstjórans og Guðm. Björnssonar héraðslæknis. Þeir rita báðir um heimavistarskóla. Ritst- telst svo til, að fyrir hvert barn mundi skólavistin kosta kr. 77,10 um 4 mánuði i heimavistarskóla með 40 börnum, sam- tals kr. 6168 um 8 mán skólatíma um árið. »Gerum nú ráð fyrir, að aðstand- endur barnannalegðu til matföngin, elds- neytiðogljósmetið.Þaðeru kr. 41,28. A Fvert barn í 4 mánuði koma þá kr. 51,60. Eftir standa kr. 2040. Ef nú hreppur sá eða hreppar þeir, sem skólann nota, borguðu gjöldin af skóla- húsinu og helming þess, sem þá er eftir, eru það kr. 1425. Væri þá sanngjarnt, að landssjóður borgaði þær 615 kr., sem eftir standa«. Til samanburðar við þennan kostn- að sýnir svo höf. kostnað við það fyrirkotnulag, sem nú tíðkast, farkensl- una. »Mér telst til, að veturinn 1903—'04 hafi hver kensluvika kost- að kr. 7,90 að meðaltali (laun kenn- arans, þegar fæði, þjónusta og hús- næði karlmanns er metið 70 aurar á dag, kvenmanns 60 aurar). Flver farkennari kendi að meðaltali 5,5 börnum á hverjum stað. Verður þá kenslugjaldið kr. 1,35 fyrir hvert barn um vikuna, eða í 17 vikurkr. 22,95. Vér skulum setja fæðið 35 aura á dag, eins og matföngin kosta á heima- vistarskólanum. Allur kostnaður verð- ur þá fyrir barnið kr. 64,95. En raunar er þetta of lágt reiknað, því farkenslunni fylgir oft það, að koma verður börnum fyrir, og er þá oftar en hitt borgað meira með þeim en 35 aurar á dag. — A heimavistar- skólanum var allur kostnaður fyrir barnið kr. 77,10. Mismunur verður þá kr. 12,15. Og fyrir barnið mundi þessi mismunur þýða það, að á heima- vistarskólanum nyti það góðrar kenslu, hefði hollan aðbúnað, vendist á hrein- læti, reglubundna lifnaðarhætti og starfsemi, þar sem hins vegar flest af þessu hlýtur að verða af skornum skamti með farkenslulaginu, nema á beztu heimilunum«. Guðm. Björnsson gerir vandlega grein fyrir, hvernig skólahúsin eiga að vera, og brýnir fyrir mönnum að hafa þau góð, til þess að spilla ekki heilsu barnanna. Guðm. Magnússon læknakennari ritar um Niels R. Finsen og Jón Ól- afsson ritstjóri urn Willard Fiske; báðar þær ritgjörðir eru með myndum. Steingr. Matthíasson læknir ritar um likbrenslu og Páll V. Bjarnason sýslu- maður um norsku hegningarlögin nýju. Smásaga er i heftinu, »Þurkur«, eftir Einar Hjörleifsson og tvö góð kvæði eftir Einar Benediktsson og Guðm. Magnússon. Vér bendum til dæmis á niðurlagið á kvæði G. M. - (um Færeyjar): Þið smásystur Islands, eg ann ykkur heitt, þið oít hafið huga minn laðað og seitt 0g inn i gripasöfn andans leitt full ágætra mynda og dýrðlegra sjóna. Mörg eign er þar frumleg 0g Islandi lík, — og alþýðuharpan þar lika slik sem heima — svo dul, en svo hugmyndarik með hjartnæma sorghlíða aivörutóna. Þið ættuð að standa við Islandsströnd, sem öndvegisbriknr hjá jökulsins rönd. — Ó gseti eg höggvið öll helsi og bönd, sem hug ykkar toga til annara þjóða! Ó, gæti eg fært ykkur feðranna mál, svo frjálslegt, svo mjúkt eins og boganna atál og vakið til trúar og trausts hverja sál með tignarstaf landsins míns fegurstu ijóða. Oss er ekki ljóst, hvers vegna á að elta með stöðugum ónotum og lítilsvirðingarorðum mann, sem yrkir svona, eins og blað eitt hér leggur í vana sinn. Hvort sem litið er á málið frá sjónarmiði réttlætisins eða göfug- lyndisins, virðist ekki mega minna vera en að hann sé látinn í friði — þó að hann sé bláfátækur, og hafi orðið að stunda handiðn til þess að hafa ofan af fyrir sér! Enn fremur eru í ritinu útl. fréttir eftir Þorst. Gíslason, ritdómar eítir ýmsa o. fl. Skírnir fer vel á stað og verður sjálfsagt vinsæll með alþýðu vorri. Vonandi komast þau fyrir bæði syst- kinin, Eimreiðin og hann, svo vel fari um þau Verkeíni ætti að vera í aðalatriðunum nokkurn veginn sjálf- skift með þeim. Eimreiðin ætti að flytja oss sem mest af framfarahug- sjónum annara þjóða. í því éfni stendur hún svo vel að vígi. Og Skírnir ætti að íæra oss sem mest af því bezta, sem hugsað er hér á landi. Hvorttveggja er jafn-nauðsynlegt. Kristnir menn og Móse lög. I tilefui af greininni »Dularfull fyrir- brigði«, sem nýlega stóð í Fjallkon- unni, hefir herra D. Östlund ritað í Frækornum gegn spíritismanum. Hann heldur því íram, að ekki »megi leita frétta aí framliðnum«, af því að það sé bannað í Móse lögum. I nýja testamentinu er það ekki bannað. En það gerir ekkert til í augum hr. D. Ö. Vér erum eins skyldugir til að hlýða Móse lögum eins og fyrirmælum Krists. Móse lög eru alveg eins guðs orð, eftir því sem hann lítur á, eins og boðorðið um að elska óvini sína og annað, sem oss er sagt í fjallræðunni. Eg benti á það í greininni »Dular- full fyrirbrigði«, að Móse lög bönnuðu oss að eta blóðmör. Hr. D. Ö. segir það satt vera, telur það syndsamlegt að eta blóðmör, af því að það er bannað í Móse lögum. Eg get auðvitað ekki s a n n a ð það, að blóðmörsát sé syndlaust. En eg bendi á það, að kristinn heimur litur yfirleitt svo á. Nú langar mig til að halda um- ræðunum ofurlitið lengra áfram. Eg bendi á 25. kap. í 5. bók Móse. Þar stendur, að þegar bræður búa saman og einn þeirra deyr barnlaus, þá skuli mágur ekkjunnar ganga að eiga hana. En sé hann ófáanlegur til þess, þá eigi bróðurkona hans að taka af honum skóinn í viðurvist öld- unganna og hrækja íraman í hann. Eru þá kristnir menn skyldugir til að lifa eftir þessu, þegar svona ber undir? Eg bendi sömuleiðis á 14. kap. í sömu bók Móse. Þar stendur meðal annars, að kjöt af sjálfdauðum skepn- um skuli menn ekki eta, en menn skuli selja það útlendingum. Er þetta í gildi með kristnum mönnum? Eða á það að vera i gildi? Á nokkur kona að hrækja framan í mann fyrir það, að hann vill ekki ganga að eiga hana? A nokkur að selja útlendingum kjöt, sem ekki er hæít til manneldis? Sé þetta trú hr. D. Ö., þá ríða trúarbrögð hana mjög bág við hegn- ingarlöggjöfina, ekki að eins með íslendingum, heldur og með öllum siðuðum þjóðum. En hafi hann e k k i þessa trú, telji hann einhver af fyrirmælum Móse laga úrelt, þá fæ eg ekki betur séð, en að hann eigi örðugt með að sanna það, að bannið gegn því að leita frétta af framliðnum sé ekki líka úrelt. Þegar fyrirmæli Móse laga voru gefin, voru tímarnir allir aðrir, kröf- urnar allar aðrar, siðgæðishugmynd- irnar allar aðrar, lögin öll önnur en nú. Það er blátt áfram fráleitt og fjarstæða að ætla sér að fara að hefta rannsóknar- og þekkingarþrá nútíðar- manna með Móse lögum. Þeir segja afdráttarlaust, að margt í þeim komi sér ekkert við, ekki fremur en Asatrú eða Júppíterstrú eða eldsdýrkun. Og þeir segja það aiveg eins, hvort sem þeir eru kristnir eða heiðnir, ef þá hefir ekki dagað uppi, svo þeir eru orðnir að hleypidóma-nátttröllum. E. H. Rits ímasamningurinn. Isafold birti í þessari viku sam- ing þann, sem gerður hefir verið við Ritsímafélagið um sæsíma hingað til lands. Fjallk. mun minnast nokkuð á þetta stórmál næst. Til bráðabirgða skal á það bent, þeim er ekki sjá ísafold, að skjal þetta er afarörðugt í vorn garð, örðugra en vér hyggjum, að nokkurn ókunnugan hafi grunað. Og þó tekur það út yfir, að ráð- herra vor skuli hafa sama sem ger- samlega lagst undir höfuð alla samn- ingaviðleitni um loftskeyti, jafnvel þótt vissa sé fyrir þvi, að þar hefðum vér getað komist að svo miklu betri kjörum, að ekki verður saman jafnað.

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.