Heimskringla - 17.08.1955, Blaðsíða 1

Heimskringla - 17.08.1955, Blaðsíða 1
LXIX, ÁRGANGUR WINNIPEG, MIÐVIKUDAjGINN, 17. ÁGÚST 1955 FRÉTTAYFIRUT 25 ára I þessum mánuði, eða réttara sagt 21 ágúst, á brezka prinsess- an, Margaret Rose, 25 ára afmæli. Verður prinsessan þá lögaldra, sem kallað er. Vanta þá ýmsir að heyra ein- hverjar yfirlýsingar gerðar um framtíð hennar, hjónaband eða afstöðu í þjóðfélaginu. Samkvæmt brezkum lögum frá 1772, getur hún þá gifst hverj um sem henni sýnist, án afskifta eða leyfis koungsfólksins. Hún getur þá tilkynt hina mjög svo rómuðu trúlofun sína og Peter Townsend kapteins og hershöfð- ngja í Royal Air Force, jafnvel, þó systir hennar, Elizabeth drotning, samþykti það ekki. Townsend kapteinn er 40 ára Hann þykir með álitlegri mönn- um. Og hann hefir hverja orðuna af annari hlotið fyrir framkomu sína í stríðinu 1945. Að öllu eðli legu, mundi fólk líta á giftingu þeirra, sem ástasögur af prins- essum og verðugum alþýðustétt armönnum. En kapteinninn hef- ir áður verið giftur, er skilin við ^onuna og á 2 börn á lífi. út af Því getur snurða hlaupið á þráð- inn. Enska kirkjan er mjög á móti i hjónaskilnaði 0g giftingu fólks, sem fyrir honum hefir orðið. Elzabet á því óhægt um, sem “verndari trúarinnar’’ ag sam- þykkja giftingu Townsend kapt- eins, jafnvel þó þar sé um viður kendan mapn,?ð ræða og einn af fyrri starfsmönnum Bucking- ham hallarinnar og mann, sem virðulegri sendiráðsstöðu gegn- ir nú í Belgíu. _0G UMSAGNIR Margaret prinsessa, er grann- vaxin, dökkhærð og þykir lag- leg kona. Er mælt að hún muni reiðubúin að fórna erfðatitli sín um fyrir ást sína. Það meinar að gefa frá sér alt tilkall til ríkis- erfða. En til hennar er hún sú þriðja í röðinni, eftir tvö börn núverandi drotningar. Svona eru nú bollaleggingarn- ar um þetta efni. Ef til vill verð ur forvitni fólks um það svarað 21. ágúst. “óður til Canada” Á fslendingadeginum á Gimli, 1. ágúst, hafði ekkert frumort kvæði verið ort fyrir Minni Can ada eða íslands. Voru því eldri kvæði flutt sem við áttu. Fanst ýmsum þetta bera vott um aftur för, en kváðust þó trauðla trúa, að ekki væri ihægt að finna hér íslendinga enn, er minni vildu yrkja, ef vel væri leitað. Heims- kringla hefir orðið nefndinni fundvisari á skáld til að flytja Minni fóstrunnar. Kvæðið “Óður til Canada” eftir Davíð Björns- son, sem hér að ofan er birtur, sannar, að enn verða skáld fund in ef vel er leitað sem verki þessu eru eins vaxin og fyrrum. Vér eigum von á því, að nefnt kvæði eigi eftir að verða lesið hér á þjóðhátíðardögum eða hvar og hvenær sem vér minnumst fósturlandsins og hinnar ungu þjóðar er það byggir, um langt skeið. Mikið stind afrek samt Þó ungfrú Kathie Mclntosh, 20 ára skrifstofustúlka frá Nor- wood, tækist ekki að synda þvert yfir Winnipegvatn s.l. sunnudag, var sund hennar vissu lega mikið afrek. Milli Winni- peg Beach og Grand Marais eru 18 milur. En svo illa vildi til, að þegar hún var komin aðeins 3 mílur frá landi, var orðið svo hvast á vatninu, að bylgjurnar hvolfdu einum fylgisbátnum og hún bjástraði við að koma hon- um á kjöl aftur með þeim sem í honum voru. Eftir það klauf hún norðanvind og 7 til 10 feta háar bylgur, er hröktu hana svo langt af leið, að þó hún væri búin að synda 20 mílur, var hún 4 mílur undan landi, er svo dimt var orð ið að fylgibátarnir sæu hana ekki og sund tilrauninni yrði að hætta er svo var komið. En Kathie var óþreytt og hin kátasta er á land kom, þó svona færi. í sjónvarpi kvöldið eftir sást henni bregða fyrir á bylgjum vatnsins. Virtist hún skjótast milli aldanna eins hratt og fisk- arnir. Á sundinu mun íhún hafa ver- ið 10 kl.st. Ber alt með sér, að leikur sé fyrir hana að synda þessa leið í góðu veðri. Tveir aðrir eru að hugsa um að reyna þetta sund jafnvel áður en vikan er úti. SILFURBRÚÐKAUP Fjölment og skemmtilegt silf- urbrúðkaup var haldið hér þann 29. júlí s.l. í blómumskreyttri kirkju Calvary lútherska safnað arins til heiðurs Mr. og Mrs. Barney Björnsson. Hver bekkur var skipaður er hin vinsælu hjón voru leidd til sætis. Forseti safn- aðarins, Mr. Karl F. FredericlT, bauð alla velkomna, ávarpaði brúðhjónin og óskaði til ham- ingju í tilefni dagsins. Um leið þakkaði hann sérstaklega 25 ára] starfsemi þeirra í þágu kirkj- unnar. Kórinn söng því næst ^ j sálminn “O Perfect Love”, en Mrs. Harold Eastvold lék á org- | elið. Séra G. P. Johnson flutti bænarorð. Öllum til ánæju voru viðstadd ar um kvöldið tvær vinkonur brúðhjónanna frá Winnipeg, Miss Inga Bjarnason, er söng tvö j heillandi lög, og Miss Sigrid Bardal, er lék undir, og skemmti j síðan með fínni píanó sóló. Næst á dagskrá voru ávörp til brúðhjónanna, en “á milli þátta”i las forsetinn mörg skeyti fráj fjarstöddum skyldmennum og vinum. M)rs. G. P. Jo'hnson las upp kvæði frá H. E. Magnússyni. Mrs. Ruth Sigurdson bar fram þakklæti frá kvenfélagi safnað- arins til Mrs. Björnsson og af- henti gjöf. Sömuleiðis Mrs. Trondsen fyrir hönd sunnud.- skólans. Síðast ávarpaði undirrituð heiðursgestina í nafni allra veizlugesta og fleiri vina er eigi gátu verð viðstaddir, og afhenti viðeigandi gjöf, til minningar um isilfurbrúðkaupsdaginn og velvildarhug til þeirra alveg al- ment talað. Bæði hjónin svöruðu hlýtt og innilega. Ef “góða veizlu gera skal”, er mér næst að halda að ísl. kon- urnar í Seattle séu til fyrirmynd ar. f kaffisalnum var margur “góðra vina fundur” þetta eftir- minnilega kvöld. í samtali hér og þar heyrðist mér Winnipegborg vera nefnd á nafn oftar en einu sinni. Á meðal aðkomugesta var Mr. S. Björnsson frá Blaine, hinn unglegi faðir búðgumans, og Mr. Henry Thorbergson frá Vancouver, B. C., bróðir brúðar- innar. ANDLÁTSFREGN Nikulás Ottenson Á Gysler Nursing Home í Winnipeg, lézt 15. ágúst Nikulás Ottenson, maður 91 árs að aldri. Hann kom snemma á árum til Vestufheims, var ættaður frá Barney Björnsson og Clara Thorbergson voru gefin saman í hjónaband 30. júlí, í Fyrstu lúth- ersku kirkjunni í Winnipeg, af Dr. B. B. Jónssyni. — Barney var búinn að koma sér vel fyrir í Seattle er hann sótti brúði sína til Canada, og hér hefur heimili þeirra slegið föstum rótum. Clara tók strax tryggð við Se- attle, og heimilið laðaði að sér vini, eldri sem yngri. f hlýleik þess og starfsgleði uafa vaxið upp þrír góðir og mannvænlegir synir, Paul, Henry og Dwight. Veizlugestir, ásamt vinum nær CENTURY M0T0RS LTD. 241 MAIN-716 PORTAGE S.---------------------- NÚMER 46. Hvallátrum í Barðastrandasýslu. Bjó faðir hans Össur Össurarson þar. Kona Nikuásar var Anna Guðmundsdóttir, ættuð frá Ferjukoti við Hvítá. Er hún dá- in fyrir tveimur árum. Eftir að þau komu vestur var Nikulás lengst af umsjónarmaður eins mesta skemtigarð Winnipegborg ar, River Park, sem nú er al- bygt orðið og enginn skemti- garður lengur. Börn Nikulásar og Önnu eru þessi: Louise (Mrs. S. Guð- munds), Berkley, California; Louis, í Los Angeles, og Eddy í Winnipeg, alt mannvænlegt og myndar fólk, sem þau eiga ætt til. Níkulás var forn í anda, unni sögum af köppum og skáldskap. Hann gaf út rímur 1954, er hann orti, og nefndi “Minni Nýja-fslands”. Getur hann þar íslenzkra formanna á þessum slóðum. Nikulás var drenglundaður og mikill aðdáandi fslendingasagn- anna. Jarðarförin fer fram n.k. föstu dag e.h. frá útfararstofu Bardals. og fjær, þakka þessum vinföstu hjónum alla alúð og gestrisni, og gott samstarf í 25 ár. Heill og gæfa hvíli yfir heimili þeirra um ókomin ár. Vinsamlegast, Jakobína Johnson Hér á ferðinni eistra er Bjarni Sveinsson frá Vancouver, B. C., er að mæta dóttur sinni Ingi- björgu, annað hvort hér eða í Kenora, Gntaii j. 'Eii Ingibjörg starfrækir nursing Home í New York á eigin spítur með vaxandi orðstýr. I. Rís úr djúpi sæva og sanda sólar drottning assku rjóð, brosir móti lýði landa, # laðar til sin hal og fijóð . Opnar leiðir öllum standa, inn til fjalla, niðr að sæ, hvar sem vilja leita landa, langar til að reisa bæ. Öllum vill hún auðlegð gefa, öllum heita gleði og frið, öllum hreinar ástir vefa, öllum þjáðum veita lið, öllum gefa afl að stríða, öllum framans unað ljá, öllum sálar útsjón víða, óllum hjartans sigrum ná. II. Þetta land á þjóðin öll, þúsund töfra frelsis höll. Landið byggir dáða dís í dalnum vizku gyðjan rís, seiðir út frá moldu mátt, magnar landsins andardrátt gróðrar elfan, grundar óminn, græðir sárin, lífgar blómin, vermir landið, lýsir sporið. Lífið fagnar, hlær í vorið. Vökumannsins viljaþrótt, vonin lýsir dag og nótt. Andinn fjalla, sól og Saga s*tja á bekk með dóttur Braga, fram í tímann atalt augum eyja þau í geisla baugum sókn og vörn til vegs og dáða, vaska þjóð sem kann að ráða. Varpar af sér tímans tötrum tíðarandinn laus úr fjötrum. Óska myndir orkan skóp eldi vígðar, firrðin hljóp. ÓÐUR TIL CANADA eítir DAVÍÐ BJÖRNSSON Efldur frama fákur þýtur, fylkir liði, mótstraum brýtur. Þjóðar höndin stillt og sterk stælist, gjörir kraftaverk, stígið fram og strengt er heit að stríða, sigra, græða reit. Frá jökultönn til úthafs ósa andans hetjur sigri hrósa. Landið sem a£ allir unna a i skauti sinu brunna auðlegðar sem aldrei þorna. Alheims kyndir vizku bál æskulýður allra morgna, aflið vex í þjóðarsal. III. Þetta land um víða vegu við oss blasir yndislegt, grasi þaktar gróður lendur, grænir akrar, hvergi nekt. Rósaviðir fjöllin falda, fagrir dalir brosa við, elfur dansa ofan hlíðar, ómar loft af fuglaklið. IV. Ó, Canada! þú auðs og undra land við unnar skaut í loftsins víða geim og örmum hafs, þig byggir geislaband af bliki sólar, magnað öflum þeim sem verma, lífga, gleðja þína þjóð í þúsund aldir fram á tímans braut °g bíður þess að gneistar hrökkvi af glóð ív° gnötri jörð við sigra lífs í þraut. Sú þjóð skal líka byggja, hyggja hátt og heilindanna glæða fegurst vé, sem mótuð er úr allra þjóða þátt og því sem bezt frá landi hverju sé, fólki, sem er skírt við eld og ís og andans þroska hefur frelsi vígt og sver þér tryggð, í tápi og vizku rís og treystir þjóðar böndin stálsins mýkt. V. Undran það engum veldur endur fyrr löngu að varst þú mærin sem margir vildu minnast við, þegar sáu klædda í skarlats skrúða ur skóga og blóma flekkjum, gullbrydda víravirki vorsins og arin lindum. Víst ert þú enn sem áður æskublíð, tígin, fögur, voldug og varpar ljóma á voraldar framans leiðir, heilsteypt í hugum allra sem horfa fram og skapa. Börnin á brjóstum þínum blessa þig. óskalandið. VI. Ó, fósturland! þú fagra mær, með fjallaborgir, vötnin tær, og blómavellir, sól og sær þig siSna helgum frið, svo æskufríð með bros á brá 0g bjarkar linda til 0g frá og Klettafjöllin himin há og hárra fossa nið. VII. Framstæða land með frelsisblys í hendi, friðarins morgunn geislar þér um brá, sól’bjarmans magn að sölum þínum vendi og sálar þinnar óma hlusti á, þá daprast aldrei drauma þinna hallir og daggir kjarna lífsins merla jörð, þótt brimföll knýi, brosa allir, allir, og brumi lífsins syngja þakkargjörð. Landnema þjóð! og landsins miklu andar, lifa í starfi ykkar kærleiks mögn, innþrá er vakin, óttans hilltu sandar alþjóðum hverfa út í tímans rögn. Vakandi þjóð sem vandamálin skoðar, viljann til orku brýnir, skapar leið, vizkunnar giftu blysin lýði boðar, byggir og þroskar andans víða meið, VIII. Canada með velli víða víðfeðm skóga og akurlönd, bíður öllum faðminn fríða, fagnandi þeim réttir hönd, hugumstór með eld í æðum. ísalög og taugar stáls, bernskurjóð í brúðarklæðum, bros í hjarta, djörf og frjáls. Hjá þér kjósa lýðir landa að leita skjóls og vinna þér, í tímans kröfum styrkir standa og stoltir, eins og vera ber. Landnemanna elfin unga auðgast við þitt nægta borð, yfirstígur þrautir, þunga á þúsund tækifæra storð. IX. Allt voldugast, bezt, sem að veröldin á til vitrunar mannlífsins hjörð, vaxtar og örfunar viðleitnis þrá og verndunar lífinu á jörð, á Canada, landið, sem yrkir þann ós við eldanna framvindu skaut, og komandi aldir þá leiða í ljós, hún er landið sem fortíðin naut. Hver samofin tenging við umhverfið allt er innvarp frá líðandi stund og lýsandi stjarna við háborðið hallt sem hundraðfallt ávaxtar pund, og mannvitsins síunga bylgjandi band þig blómskreytir morgna og kvöld. Ó, Alfaðir blessi þig brosandi land og bænheyri öld fram af öld.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.