Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 12.09.1903, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 12.09.1903, Blaðsíða 1
Verð árgangsins (minnst 52 arkir) 3 lcr. 50 aur.; erlendis 4 kr. 50 aur., og í Ameríku doll.: 1.50. Borgist fyrir júnímán- aðarlok. ÞJOÐVILJINN. 1= Seytjándi árgangur. =!: -i-S-eæ|= BITSTJÓEI: SKÚLI TH ORODDSEK. =|fe>osg--;- TJppsögn skrifleg, ógild j nema komin sé til útgef- \ anda fyrir 30. dag júní- mánaðar, og kaupandi I samhliða uppsögninni borgi skuld sína fyrir blaðið. M 39. Bessastöðum, 12. SEPT. 18 0 3. UtlöndL, Frá útlöndum hafa borizt þessi tíð- indi: Damnörk. 21. ágiist andaðist hæzta- réttarmálfærslumaður Octavius H.ansen í Kaupmannaböfn, 65 ára að aidri. — Hann var einn af þingskörungunum i liði yinstrimanna, og átti mjög mikinn þátt í þvi, að Kaupmannahöfn gekk undan merkjum Eægrimanna, enda var hann i mörg ár formaður í kosningafélagi fram- sóknarmanna í Kaupmannahöfn („Hen liberale Vælgerforening“). — Hann var þvi jafnan mjög fylgjandi, að vér Islend- ingar fengjum sem frjálslegust stjórnar- skrárlög, og til hans sneri alþingi sér 1885, er um það var að ræða, að koma fram ábyrgð á liendur Néllemann ráð- herra, út af fjártjóni þvi, er landssjóður beið, sakir eptirlitsleysis háyfirvaldanna, að því er embættisfærslu €. Fensmark’s sýslumanns snerti, og kom hann í þvi skyni til Keykjavíkur; en málsóknin gegn hr. Nellemann strandaði, sem kunnugt er, á ábyrgðarleysi stjórnarinnar. Hr. Octavius Hansen var ágætur lög- fræðingur, og einn af fremstu máifærslu- mönnunum við hæztarétt, og er frjáls- lyndum mönnum í Danmörku mikil ept- irsjá að honum. — Balkanskaginn. Eins og getið var um í síðasta nr. blaðs vors, krafðist Rússa- stjóm þess, að Halim hermanni, er skaut Rostowslú, konsúl Rússa í Monastír-hér- aðinu, yrði hegnt, sem lög leyfðu frek- ast, sem og öllum þeim, er verið hefðu í vitorði með morðingjunum, og til þess að herða á kröfu þessari, sendi Nicolaj keisari 4 herskip til Tyrklands. Tyrkja-stjórn fór þá eigi að lítast á blikuna, og lét þegar taka Halim af lífi, með mestu pyndingum. — Nokkrir aðrir, er viðriðnir voru, hafa og verið af lífi teknir, en sumum varpað i dýflissu. Landstjóri Tyrkja í Monastir-héraðinu hefir og verið völdum sviptur. Uppreisnin í Makedoníu magnast dag frá degi, og hafa Tyrkir orðið að senda þangað 170 þús. vopnaðra manna, og fremja hvorirtveggja mestu svívirðu, brenna hús, sprengja brýr, og önnur mannvirki, og hlífa hvorki konurn, börn- um, né gamalmennum. Uppreisnarmönnum hefir veitt betur í nokkrum smá-bardögum, enda streymir þadgað lið úr Bulgaríu þeim til hjálpar; en ekki getur hjá því farið, að uppreisn- armenn bíði lægri hluta, er fram í sæk- ir, þar sem Tyrkir hafa lið mikið, og afar-vel vanið. Uppreisnarmenn hafanúgjört menn á fund Nicolaj keisara, til þess að tjá hon- um vandræða-ástandið í Makedoniu, og beiðast hans liðsinnis, og eigi ósennilegt, að til þess reki, að stórveldin verði að skerast í leikinu. — Frakkland. 23. ág. kom svo mikil hellirigning i Parisarborg, að slíks eru fá dæmi, og komu svo miklir pollar sums staðar á götunum, að umferð um borgina var lítt möguleg. Sama dag var dómur kveðinn upp í Humbertsmálinu, og urðu dómsiirslitin þau, að þau hjónin, llierese og Friðrik Humbert, voru dæmd í 5 ára fangelsi, og 100 franka sekt, auk málskostnaðar, fyr- ir falsanir, og notkun falskra skjala, en Emile Daurignac í 2 ára fangelsi og líornain Daurignac í 3 ára fangelsisvist. — Mælt er, að hjónin hafi þegar áfrýjað dómi þessum, enda hefir frú Therese Humbert jafnan látið svo fyrir róttinum, sem mál þetta væri að eins politiskt of- sóknarmáL — Bretland. 22. ágúst andaðist Salishurg lávarður, frekra 73 ára að aldri, fæddur 13. febr. 1830. — Hann var ráðaneytis- forseti Breta frá 1895, er Rosebery lá- varður vék frá stjórninni, unz hann í fyrra sleppti stjórnartaumunum við Bal- four. — Salisbury var fyrst kosinn á þing 1854, og hefir því komið mjög við stjórn- arsögu Breta á öldinni, sem leið, og fyllti hann flokk „Torya“ (íhaldsliða), sem kunnugt er. — Þýzkaland. Frnst, hertogi í Saohsen- Altenburg, hélt 50 ára ríkisstjórnarafmæli sitt í öndverðum ágúst. — Hertoginn er fæddur 16. sept. 1826, og hefir jafnan verið tryggur fylgismaður Prússa. Frá Vestur-íslendingum. Hið evang. lutherska kirkjufélag Yestur-íslendinga hélt hið vanalega árs- þing sitt í Argyle-nýlendunni 18.—24. juni síðastl. í kirkjufélaginu eru nú alls 36 söfn- uðir, og voru 50 kirkjuþingsmenn mætt- ir, þar af 6 prestar, auk síra Odds Gísla- sonar, er að eins mætti þar snöggvast, en tók eigi þátt í málefnum kirkjuþings- ins. Síra Friðrik J. Bergmann ilutti fyrir- lesturinn: „Krists mynd úr íslenzkum steini“, er að likindum birtist í næstu „Aldamótumú Aðal-málin á kirkjuþingi þessu voru: missíonarmálið og skólamálið. Að því er missíonar-málið snertir, var kand. theol. Pétur Hjálmsson ráðinn fyr- ir 720 dollara árslaun, til að ferðast um, sem missions-prestur, og sömuleiðis var síra Einar Vigfusson ráðinn í sama skyni um fjögra mánaða tíma. Síra Oddur Gislason^ er haft hefir trú» boðsstarfið á hendi að undanfömu, var á hinn bóginn eigi ráðinn á ný, af því að kirkjuþingsmönnum þykir hann vera farinn að fást við „kukl og galdra“, þar sem hann fæst mjög við lækningar, er byggðar eru á dáleiðslu, eða öllu heldur á því, sem nefnt er á enskumáli: „occult Science11 (heimuleg visindi). Þótti kirkju- þingsmönnum, að trúboðsstarfsemi hans gæti eigi á neinn hátt samrýmzt því, að gefa sig við svo nefndum heimulegum vísindum, og þar sem síra Oddur kvaðst fremur vilja fara á mis við allan styrk frá kirkjufélaginu, en hætta þessum lækn- ingum sínum, þá varð niðurstaðan, sem að ofan segir. Að því er skólamálið snertir, samþykkti kirkjuþingið svo látandi ályktun: „Hinu íslenzka kennaraembætti kirkjufélagsins í sambandi við Wesley College í Winnipeg skal næsta ár haldið áfram, og sira Frið- rik J. Bergmann hafa það á hendi, eins og áður“. Jafn framt var kosin nefnd, til að ihuga, hvort ki-rkjufélaginu er fært að byrja á sjálfstæðri skólastofnun í Winnipeg á næsta ári, og önnur nefnd kosin, til þess, ef þetta þyki ótiltækilegt., að reyna að stofna annað ísl. kennara- embætti við einhvern College-skóla í Bandaríkjunum. — Porseti kirkjufélagsins vár endurkos- inn sira Jón Bjarnason, en varaforseti síra Steingrímur N. Þorlaksson. Blaðið „Dagskrá IIU, er cand. Sig. Jidíus Jóhannesson o. fl. hafa gefið út., er nú hætt að koma út, sem blað, sakir fjár- skorts, en á að koma út, sem tímarit, um áramótin næstu. — „Hið unítariska fríkirkjufélag Yestur- íslendinga“ hélt ársþing sitt i Winnipeg 30. júlí, og er síra Magnús J. Skaptason forseti þess; en prestur uniiara-safnaðar- ins í Winnipeg er síra Jóh. P. Sólmunds- son, og færðu safnaðarmenn hans honum 28. júni síðastl., sem heiðursgjöf, gull- hring og peningapyngju, með 25 dollur- um í. --------♦ Lög, aígreidd aí alþingi. Af lögum þeim, er alþingi samþykkti, eru nokkur enn ótalin: LI. Lög um gagnfrœðaskóla á Ákur- eyri, og eru þau svo látandi: 1. gr. Gagnfræðaskóla skal reisa á Akureyri, og má verja til skólahússbygg- ingar og muna allt að 67,000 kr. úr landssjóði. 2. gr. Kennarar skólans eru 3, og er einn þeirra jafnframt skólastjóri. Hefir hann á hendi aðalumsjón með nemendum skólans, húsum hans og áhöldum. — Hann hefir að launurn 3000 krónur á ári, og auk þess leigulausan bústað í skólahús- inu. Fyrsti kennari hefir 2000 kr., og annar kennari 1600 kr. að launum á ári. Fyrsti og annar kennari Möðruvallaskól- ans hafa 400 kr. árlegauppbót hvor,fyr» ir flutninginn til Akureyrar.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.