Lögberg - 27.09.1928, Blaðsíða 1

Lögberg - 27.09.1928, Blaðsíða 1
41. ARGANGUR WINNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN 27. SEPTEMBER 1928 NÚMER 39 Helztu heims-fréttir Canada Á þriðjudaginn í vikunni sem leið fluttu bændurnir í Sléttufylkj- unum til markaðar 10,340,566 mæla af hveiti og öðrum kortnegundum. Er það miklu meira en dæmi eru til nokkurn tíma áður, á einum degi. * * * Byrjað verður nú um mánaða- mótin, að borga ellistyrkinn í Manitoba, eins og fyr hefir verið getið hér í blaðinu. Alls hafa bor- ist um þrjú þúsund umsójtnir, en 'þeir, sem styrkinn fá í þetta sinn, eru þó ekki nema um seytján hundruð. Þær umsóknir, sem vísað hefir verið algerlega frá, eru samt ekki rhargar, en margar þeirra eru ekki algerlega full- komnar, eða sanna ekki fullkom- lega, að umsækjandi eigi heimt- ingu á styhknum samkvæmt elli- styrkslögunum. Sjálfsagt verða margar þeirra samþyktar síðar, þegar frekari upplýsingar þeim viðvíkjandi fást. Gamla fólkið, sem ekki fær sína tuttugu dali í þetta sinn, skyldi því ekki kvíða að svo stöddu, því margar um- sóknirnar hafa enn ekki verið af- greiddar að fullu, samþyktar eða vísað frá * * ■*• “Af öllum þeim löndum, sem eg hefi enn komið til, er Canada hið æskilegasta , til að fara til, sér til hvíldar og hressingar,” sagði Hon. J. Ramsay MacDonald, þegar hann kom heim úr ferðalagi sínu um þetta land. Hann sagðist nú nauraast hafa kannast við ýmsa staði i Canada, þar sem hann hefði komið fyrir rúmum 20 ár- um, svo mikil væri breytingin orðin og sú breyting væri öll til batnaðar. * * <• Lady Willingdon, landstjórafrú, lagði á stað ástamt föruneyti sínu til Englands um síðustu helgi, og býst við að koma aftur til Canada fyrir miðjan nóvembermánuð. * * * Hinn 25 apríl í vor hvarf fimm ára gömul stúlka, Julia Johnson, frá heimi-li foreldra sinna, 138 Austin Str, Winnipeg. Enn hefir ekkert fundist og ekkert til henn- ar spurst. Bærinn hét $150 hverj- um þeim, sem fyndi barnið eða gæfi upplýsingar, sem leiddu til þess að það fyndist. Foreldrarn- ir hétu $50 og blaðið Tribune $500. Nú hefir fylkisstjórnin heitið $500 hverjum þeim, sem kynni að finna litlu stúlkuna eða gefur upplýsingar um það, hvar hún sé niður komin. * * * Sir William Clark, hinn nýi sendiherra (high commissioner) Breta í Canada, kom til Ottawa á laugardagskveldið í síðustu viku, með konu sinni og dætrum tveim- ur. Þetta er nýtt em'bætti og Sir William fyrsti maðurinn, sem það skipar. Hingað til hefir land- stjórinn verið eini brezki fulltrú- inn hér í landi, en á hann ber að líta sem fulltrúa konungsins, en ekki stjórnarinnar brezku. Þessi æmbættismaður er því nýr millilið- ur milli stjórnarinnar í London ■og stjórnarinnar í Ottawa. Þess verður nú vafalaust ekki langt að T>íða, að margar fleiri þjóðir, held- ur en Bandaríkjamenn og Bretar, hafi sína sendiherra í Ottawa, og stendur til, að Frakkar og Japan- ar skipi þar sendiherra irtnan skamms. * * * Alberta fylki hefir selt allar járnbrautir sínar, E. D. and B. C. Central Canada og Alberta and Great Waterways, C. P. R. félag- inu, fyrir tuttugu og sex miljónir dala. Er fylkisstjórnin í Alb'erta mjög ánægð með þessa sölu og lít- ur svo á, að hún hafi fengið sann- gjarnt verð fyrir járnbrautir sín- ar og að fylkið losni með þessu við mikla útgjaldabyrði og hag íylkisins sé að öllu leyti betur borgið með því að selja braut- irnar, heldur en að hafa þær sjálft. Canadian National kerfinu er gef- inn kostur á að taka þátt í kaup- um þessum til helminga við C.P.R. fél., en segja verður það til þess fyrir næstu áramót, hvort að vill það eða ekki. Margir líta svo á, að þetta verði til þess að bæta mjög samgöngur í fylkinu, sér- staklega hvað snertir Peace Riv- er héraðið. Bretland. Þrátt fyrir það, að enn er talað um atvinnubrest á Bretlandi og hefir verið nú lengi, þá er því þó haldið fram, að atvinnuvegirnir séu þar nú í betra lagi heldur en þeir hafa verið í síðast liðin tíu ár. Er það meðal annars til fært, að þeir, sem lítið eða ekkert geta fengið að gera, séu nú töluvert færri heldur en verið hefir lengi, þó margir séu enn vinnulausir. Annað er það, að nú er nokkurn veginn friður í iðnaðarmálunum, ekki þessi endalausu verkföll og ó- friður, sem átt hafa sér stað á undanförnum árum. Veðrátta hefir verið einstaklega hagstæð í sumar og uppskera um alt Iand- ið ágæti. Sumar iðnaðargreinar hafa tekið miklum framförum, sér- staklega bílagerð. En það sem mestu þykir Valda, er það, að nú sé fólkið vonbetra og öruggara heldur en það hefir verið i mörg undanfarin ár. * * * Lady Byng, fyrverandi land- stjórafrú í Canada, hefir orðið fyrir því happi, að stórauðugur, grídkur kaupmaður, hefir arfleitt hana að $3,750,000. i--------------------- Bandaríkin. Um tvö þúsund skólasveinar og skólastúlkur í miðskóla einum í Chicago, gengu út úr skólanum einn daginn fyrir skömmu og neit- uðu þverlega að eiga nokkuð meira við nám þar. Var ástæðan sú, að 25i negrar voru teknir inn í skól- ann í einu frá öðrum skóla. út af þessu verð töluvert þras, svo að lögreglan varð að skerast í leik- inn og stilla til friðar. * * * Fellibylur og flóð hafa enn vald- ið afar miklu tjóni á Florida skag- anum. Það var hinn 16. þ.m., sem þetta kom fyrir. Fyrstux fréttirn- ar gerðu ekki mikið úr mann- tjóninu, en eftir því sem lengra líður, er það betur og betur að koma í Ijós, að manntjónið hefir orðið ákaflega mikið. Síðustu fréttir segja, að þeir sem farist hafi, séu að minsta kosti 2,200 og geti vel verið, að þeir séu fleiri. * * * Hoover forsetaefni hefir lýst yfir því í einni af ræðum sínum, að hans flokkur ætlaði sér að vernda verkalýðinn, sjá svo um, að verkafólkið hefði nóg fyrir sig og gera skortinn útlægan, með því að haga svo til, að alt vinnufært fólk gæti haft nægilega atvinnu. Smith forsetaefni leggur þar á móti mesta alúð við bændurna og segir, að úrlausnin á því vanda- máli, að bæta verulega hag þeirra sé sú, að sjá um að þeir fái gott verð fyrir það, sem þeir' fram- leiða og telur það vel mögulegt. * * * Búist er við, að Byrd leiðangur- inn til suður heimskautsins, muni kosta svo sem eina miljón dala. Hefir Byrd fengið $237,000 í pen- inum til fararinnar og $435,000 í ýmsu öðru, er til fararinnar þarf, alt gefins. Það er gert ráð fyrir, að leiðangurinn standi yfir í tvö ár og hafa þeir félagar tvö skip, uCity of New York” og “The Chel- sea”. Laun þeirra, sem þátt taka í þessum leiðangri, eru áætluð um $90,000 í tvö ár. Canada framtíðarlandið. Víðáttumikil flæmi í Alberta, einkum í suður og suðaustur hlut- anum, eru því nær skóglaus, eða skógurinn þá svo smáger, að lítt hæfur getur talist til húsagerðar. Talsvert er þar þó um allhátt kjarr sumstaðar, er veitir búpen- ingi sæmilegt skjól. Með fram ánum, er aftur á móti víða tals- verður skógur, einkum greni. í hinum norðlægari héruðum fylk- isins er timburtekja mikil og góð. iSkóglendi það, er mesta hefir timburtekjuna, er um 5,160.000 ekrur að ummáli og er gizkað á, að timbur á þeirri spildu muni nema nálægt 21,000,000,000 feta. Aðaltimburtegundirnar, er fram- leiddar eru, sem verzlunarvara eru greni, birki, fura, tamarac og willow (víðir). — Mest er um timburtekju, í Crow’s Nest héruð- unum, með fram >01d Man ánni í Porcupine hæðunum, einnig við River, Red Deer, Athabaska, Sas- katchewan, Brazeau, Pembina og Macleod. — Ganga má út frá því sem gefnu, að í hinum norðlægari héruðum muni timburtekjan auk- ast mjög, er fram líða stundir, og fleira fólk tekur sér (þar bólfestu. S!ú deild sambandsstjórnarinn- ar, er annast um eftirlit með skóg- um, hefir í vörslu inni víðáttu- mikið skógflæmi. Er þar gætt sérstakrar varúðar, að því er eldshættu snertir, og ströngum fyrimælum fylgt í sambandi við beit og grisjun. Þessi eru aðal- svæðin, sem stjórnin hefir eftir- lit með: Crow’s Nest, Bow River, Clearwater, Brazeau, Cooking Lake, Athabaska og Lesser Slave. Réttindi til timburtekju á stððv- um þessum, eru seld við opin- beru uppboði á skrifstofu umboðs- i manns Sambandsstjórnarinnar í umdæmi því, sem um er að ræða. Fiskiveiðarí Alberta fylki, eru all - þýðingarmikill atvinnuvegur, Er þar mikið um fiskigöngur, bæði í fljótum og stöðuvötnum. Megin-veiðistöðvarnar eru í efri hluta miðfylkisins og í norður- hlutanum. Er þar mest um hvít- fisk, pike, pickerel, tulibee og gullaugu. Silungsveiði er að eins í fáum vötnum fylkisins. Mikið ,er um dýraveiðar og loð- skinnavöru í Alberta fylki, og hefir fjöldi manna austan um haf fluzt þangað, til að njóta góðs af þeirri auðlegð. Upphaflega voru þar víða smáar vöruskifta- stöðvar, er keyptu loðvöru í stað annars varnings. Mest eru það þó Indíánar og kynblendingar, er dýraveiðar stunda, er það í flest- um tilfellum þeirra aðal at- vinnugrein. Er áætlað, að loð- skinna framleiðsla fylkisins, nemi árlega hátt á fjórðu miljón dala. Algengustu dýrategundir, sem sózt er eftir sökum dýrmætra felda, eru muskrat, refir, mar- ten, bifur, fisher og lynx. Er mest af þessum dýrum í hinum norð- lægari héruðum fylkisins. Af öðr- um dýrategundum, sem veiddar eru og dreifðar meira um fylkið, má nefna timburúlf, refinn, sléttu- úlfinn, wolverine, svarta, brúna og gráýrótta birni, weasel, skunk og badger. Svo að segja allar tegundir hinna stærri dýra, sem sózt er eftir til veiða, er að finna í fjalla- héruðunum, milli International Boundary og Smoky River, að undanteknum buffolos og antilóp- um. Allmikið af villifé og villi- geitum, er að finna kringum Pin- cher Creek, Banff og Jasper. Banff og Jasper liggja innan vébanda svæða þeirra, er Dom- ion Parks nefnast, og eru veiðar þar því bannaðar, en frá stöðvum þessum leggur fjöldi manna ár- lega upp í veiðifarir. í hæðunum með fram Athabaska ánni er krökt af alls konar dýrum. Einnig ermikið af dýrum í skógarbeltun- um beggja megin Saskatchewan- árinnar hinnar nyrðri. — Mesti sægur músdýra hefst við í skóg- arbeltunum og er mikið veitt af þeim. Á fjall-lendinu norðan við Jasper Park, er talsvert af Cari- bou dýrum og yfirleitt á svæðun- um norðan og vestan við Saskat- chewan ána. Antilópar hafa og fundist með fram Canadian Paci- fic járnbrautinni, um hundrað mílur austur af Calgary. Fuglaveiði er mikil hvarvetna í fylkinu. Er þar einkum mikið um anda og gæsaveiði. Við Less- er Salve og Athabaska vötnin, er slík veiði mjög alment stunduð og með bezta árangri. Veiðilöggjöf fylkisins bannar með öllu, buffalo, elks og anti- lópuveiði. Músdýrin má að eins skjóta á tímabilinu mijli 1. nóV- ember og 14. desember. Endur og gæsjr má skjóta tvær fyrstu vikurnar í desember, sléttuhænsn og partridge frá 1. október til 1. nóvember, en Hungarian part- ridge- að eins út októbermánuð. Veiðileyfi til að skjóta stór dýr, kosta búsetta menn innan fylkis $12.50, (>en aðkomumenn $25.00; fuglaleyfi $2.25 fyrir inn- anfylkismenn, en $5.00 fyrir að- komumenn. Leyfi þarf einnig fyrir leið- sögumenn og þjóna þá, er í veiði- stöð vinna. í flestum ám og lækjum Suður- fylkisins, er a'llmikið af silung og stunda margir þar Isilungsvetði, bæði sér til gagns og gamans. Jóns Bjarnasonar Skóli verður að fylgja ráðum yfirvald- anna, eins og hinir miðskólarnir í Winnipeg, hvað byrjun snertir. í samræmi við æðri skólana er kensla hjá oss hafin í efsta bekkn- um (Grade xii og First Year), en miðskólabekkirnir verða að bíða þangað til aiþýðuskólarnir hefja göngu sína. Af ensku blöðunum geta menn séð, hvftnær þeir verða apnaðir. Búist er við, að það verði 1. okt. Vér byrjum um leið og þeir. Þetta biðjum vér alla að taka til greina, sem ætla að senda oss nemendur. Á móti nemend- um, svo lengi sem rúm leyfir, verður tekið eins fyrir því, þó þeir hafi ekki sent umsóknir; en auð- vitað sitja þeir fyrir, sem sótt hafa, ef að um rúmleysi skyldi vera að ræða. Það er rúm fyrir 80 nemendur í skólanum, að öllum líkindum nægilegt fjrrir alla, sem vilja koma. • Hvað sem öllu öðru líður, fyll- ið skólann nemendum, þegar hann hefur göngu sína innan skamms. Rúnólfur Marteinsson, skólastjóri. Ekki myrkur máli Sökum þess að jþað hefir verið gefið í skyn við ýms tækifæri, að engin vissa sé fyrir því, að próf. Halldór Hermannsson við Cornell háskólann sé andstæður styrk- beiðninni * til heimferðarinnar, birti eg hér stuttan kafla úr bréfi frá honum til mín, dagsettu í Kaupmannahöfn 3. júlí í sumar. Ummæli hans eru þannig: “......Eg hefi fylgst með því, sem skrifað hefir verið um heim- ferðarmálið í Winnipegblöðunum, og er eg ykkur alveg sammála í því, að það væri ekki einungis minkunn fyrir Vestur-íslendinga að fá opinberan styrk til heim- ferðarinnar (með það auðvitað á bak við eyrað, að gera ferðina að útflutninga - .agitation), heldur væri það líka undirferli gagnvart íslendingum, sem ekki hefir grun- að, að þessir gestir væru úlfar 1 sauðargærum. Dr. Brandson og aðrir, sem hafa gengist fyrir að mótmæla þessu og að stofna aðra nefnd, eiga miklar þakkir skilið og vona eg að allir dvenglyndir Vestur-íslending- ar fylgi ykkur og ykkar nefnd.” Enginn mun dirfast að gefa það í sky, að Halldór Hermannsso sé skynskiftingur, sem ekki skilj^ þau mál, sem á dagskrá eru; tæp- ast mun heldur um það efast, að honum sé i raun og sannleika ant um heiður íslendinga og ættjarðar vorrar. Hann er viðurkendur einn hinna merkustu íslediga, sem nú eru uppi, fyrir margra hluta sakir. Sig. Júl. Jóhannesson. Silfurbrúðkaup Söngmaðurinn góðkunni og vin- sæli, Mr. Halldór Thorolfsson, að 728 Beverley Str. hér í borginni, og frú hans, áttu silfurbrúðkaups afmæli á föstudaginn í vikunni sem leið. Milli sjötíu og áttatíu af þeirra mörgu vinum fóru þá um kvöldið heim til þeirra, óboffnir áð visu og án þess að gera boð á und- an sér, til að óska þeim til ham- ingju og til að sýna þeim vott vin- áttu sinnar og virðingar. Dr. Björn B. Jónsson hafði orð fyrir gestunum og þakkaði þeim ágæta samfylgd og samvinnu og færði þeim hamingjuóskir sinar og ann- ara vina. Einnig afhenti hann þeim, sem gjöf frá vinum þeirra, mjög vandaðan og fallegan silfur- orðbúnað; börn þeirra gáfu þeim vandaða klukku. Enn fremur var frúnni gefinn einstaklega falleg- ur blómvöndur. Bæði hjónin þökk- uðu með stuttum tölum fyrir vin- áttuna og hlýhuginn, sem sér væri sýndur með þessari heim- sókn og því sem henni fylgdi. Gestirnir dvöldu lengi fram eftir kveldinu og skemtu sér við rausnarlegar veitingar, en sér- staklega við mikinn og góðan söng. eins og nærri má geta og vel við átti, þar sem Halldór Thorolfsson var annars vegar. Mr. Paul Bar- dal söng sóló, og Miss Violet John- ston lék á fiðlu og gestirnir allir sungu marga söngva. Mr. og Mrs. Thorolfsson hafa lengst af átt heima í Winnipeg síðan þau giftust og reyndar miklu lengur, því þau munu bæði vera hér að miklu leyti uppalin og eru þau hér bæði vinsæl mjög. Þeir munu fáir íslendingar í Winnipeg, sem Mr. Thorolfsson hefir ekki mörgum sinnum veitt mikla á- nægju, með sínum ágæta söng. Ur bœnum. Systrakvöld verður í stúkunni Heklu No. 33, I.O.G.T., núna á föstudaginn þann 28. þ.m. — Stúk- an Skuld og allir G. T. velkomnir. Til leigu, herbergi með hús- gögnum. Hentugt fyrir einn eða tvo einhleypa menn. Fæði ef ósk- að er eftir. Sími 80 528. Athygli skal hér með dregin að aug“lýsingunni frá Miss Rósu M. Hermannson um söngkenslu þá, sem hún nú er í þann veginn að istofna til. Er Miss Hermanns- son svo vel þekt fyrir list sína méðal íslendinga hér í borg, sem og út um nýbygðir vorar, að hún þarfnast engra meðmæla við. Hef- ir hún aflað sér mikillar þekk- ingar á sönglistarsviðinu, og má því óhætt vænta, að hún reynist góður kennari. Kenslustofa Miss Hermannsson er að 48 Ellen St. hér í borginni. WONDERLAND. Colleen Moore hefir lengi þótt skara fram úr flestum öðrum, þeg- ar um gamanleiki hefir verið að ræða, en hvergi hefir henni tekist betur en í leiknum “Happiness Ahead”, kvikmyndinni, sem sýnd verður á Wonderland leikhúsinu seinni part þessarar viku. Fyrri hluta næstu viku sýnir leikhúsið kvikmyndina “Heart of Maryland”, þar sem Dolores Cos- tello svo að segja heillar alla með sinni miklu fegurð. Messuboð 30. sept. Mozart kl. 11 f.h., Wynyard kl. 3 og Kandahar kl. 7.30 e. h. — All- ar guðsþjónusturnar á íslenzku. Allir boðnir og velkomnir. Yinsamlegast C. J. O. Dr. Tweed verðujr staddur í Árborg, miðvikudag og fimtudag, 10. og 11. október næstkomandi. Hvernig hinum nýju Cadillacs og La Salles bílum hefir verið tek- ið, þann stutta tíma, sem þau hafa verið til sölu, er óræk sönnun fyrir því, að bílaeigendur yfirleitt kunna vel að meta allar umbætur á vélinni, sérstaklga þegar þær umbætur miða í þá átt að gera stjórn bílsins auðveldari og hættu minni. Þessar umbætur eru mjög verulegar bæði á Cadillac og La Salle bílunum. Báðar þessar teg- undir bíla eru frá General Motors of Canada. Mr. Stefán Árnason, Mr. Sig- urður Anderson og Mr. Jón Jóns- son frá Piney, Man., voru stadd- ir í borginni í vikunni sem leið. Umboðsmenn Jóns Bjamasonar skóla í Vatnabygðum. Þegar eg var vestra síðastliðið sumar, gáfu allmargir mér lof- orð eða Von um styrk til skólans í haust. Þeir mega auðvitað senda tillög sín á hvern hátt, sem bezt hentar, en sumir óskuðu eft- ir, að menn væru til nenfndir í bygðinni, sem fólk gæti afhent gjafir sínar. Til þess að verða við þessum tilmælum og í samráðum við séra Carl J. Olson, leyfi eg mér að fara bónarveg að þeim mönnum, sem hér eru nefndir. Vil eg biðja þá að taka á móti því sem menn vilja gefa til að styrkja skólann, og sízt af öllu er eg móti því, að þeir nefni, á kær- leiksríkan hátt, málefni skólans við þá, sem ekki eru búnir að styrkja hann á þessu ári, eða eru bundnir loforði um styrk til hans. Mennirnir eru þessir: Wm. Anderson í Kanadahar; Séra Carl J. Olson í Wynyrad; H. B. Grímson í Mozart; Henry Björnssón og Ásbjörn Pálsson í Elfros; Mrs. Rannveig K. G. Sigbjörns- son í Leslie; P. Howe, að Kristnesi; Helgi Helgason í Foam Lage; Jón Jóhannsson í Hólabygð. Heiður þeim, sem heiður ber og þakkir í þessu máli sem öðrum. Þeir, sem senda mér peninga, geta sent þá til skólans, 652 Home iSt., eða heim til mín, 493. Lipton St.„ Winnipeg. Með vinsemd, Rúnólfur Marteinsson. Kairo-för. Eftir Björgúlf Ólafsson, í “Eimreiðinni” (Framh.) En þegar ríki Egyptanna fór að hnigna og það tók að leysast upp, megnuðu þeir ekki'Iengur að varðveita grafir hinna fram- liðnu, þó rammbyggilegar væru. Ræningjar brutust inn í .þær og höfðu þaðan það, sem fémætt var, en köstuðu múmíunum fyrir hunda og hrafna. Á Vorum dögum eru líkamir Forn-iEgypta komnir á allskonar söfn, víðsvegar um heim svo þúsundum skiftir. Þannig hefir hinn trausti útbúnaður, sem þeim framliðnu var veittur af trú- arlegri nauðsyn, orðið til þess að koma líkömum þeirra á flæking og tefja fyrir því um þúsundir ára, að þeir fengju að “hverfa aft- ur til jarðarinnar.” Á Egyptalandi er ein einasta á. Það er áin Níl, og er hún eitt af mestu fljótum í heimi. Og áin Níl er svo samrunnin lífi alka Egyptalandsmanna á öllúm tím- um, að hún má kallast lífgjafi allrar þjóðarinnar,. bókstaflega talað. Hið smjördrjúpandi land væri ekki anrtað en sandauðn eins og eyðimerkurnar í kring, ef áin nærði ekki árlega jarðveginn, sem fæða mannanna vex upp úr. Áin ber mönnum byggingarefnið upp í hendurnar. Og menn segja, að rekja megi byggingarlist síðari alda til sólbakaðra leihhnausa frá Nílárbökkum. Áin er aðalflutn- ingsbraut landsins. Allir Egypta- landsmenn sjá hana daglega alt sitt líf. Allir lauga þeir sig í vatni hennar, og njóta einungis þess vatns, er hún flytur þeim. Formnenn hugsuðu sér, að áin Níl væri guð, gjafarinn allra jarð- neskra gæða. Þeir tilbáðu hana og gerðu myndir af henni í líki manns, sem kemur með faðminn fullan af allskonar jarðargróðri. Og svo ógleymanlega kemur áin Níl við helgisögur þær, sem hvert kristið mannsbarn um víða veröld lærir með því fyrsta af öll- um fræðum, að jafnvel hér norð- ur á íslandi kunnum vér að nefna hana, áður en vér vitum hvað árn- ar heita í næstu sveit. Bgyptaland — eða réttara sagt sá hluti þess, sem bygður er, Níl- árdalurinn, — er mörg hundruð km. á lengd, en ekki nema 5—20 km. á breidd, að undanskildri deltunni og héraðinu Fajjum. Hjá Kairo er landið um 15 km. breitt. (Framh.) Frá Islandi. Fyrir nokkru var kveikt í tveim húsum hér í bænum á næturþeli, en það tókst að slökkva eldínn. Lögreglan gat haft hendur á þeim, sem íkveikjunni olli og játaði hann að hafa kveikt í báðum hús- unum. Er svo að sjá, sem^hann hafi gert það í bræði, eða tæplega vitandi vits. Skákþing Norðurlanda var hald- ið í Osló í ágústmánuði. Þangað fóru þeir Pétur Zwphoníasson og Eggert Gilfer af hálfu íslendinga. í þeim hluta 1. flokks, sem Eggert tefldi, voru 11 keppendur. Hlut- skarapastir urðu Svíar tveir með 6% vinning hvor, þar næst Norð- maður einn með 6 vinninga og þá Eggetr Gilfer og Svíi einn með 5% vinning hvor, og fá þeir 4. og 5. verðlaun saman. Mega þessi úrslit kallast góð, svo jafn- ir, sem keppinautarnir hafa ver- ið. -Pétur Zjophoniasson var kos- inn í stjórn Skáksambands Norð- urlanda. Ráðgert er, að næsta skákþing fyrir Norðurlönd verði* haldið í Stokkhólmi árið 1930. íslandssundið var þreytt sunnu- daginn 26. ágúst. Hlutskarpast- ur varð Jón I. Guðmundssón, er hlaut Islandsbikarinn og var um leið kjörinn sundkonungur Islands. Vegalengdin, sem synt er, er 500 m. Setti Jón nýtt met og svam þessa vegalengd á 9 mín. og 1. sek. Gamla rnetið 9 mín. og 6 sek. átti Erlingur Pálsson og setti það fyrir 14 árum. Knútur Arngrímsson hefir ver- ið skipaður • sóknarprestur í Húsavíkur prestakalli. Forseti hæstaréttar fyrir tíma- hefir verið kjörinn Páll Einara- son, hæstaréttardómari. Aðfaranótt fyrra fimfudags var brotist inn í bæ á Stokkseyri, er Tjarnarkot heitir, og þar stolið um 600 kr. í peningum. Eigand- inn, Gamalíel Jónsson, var ekki heima þessa nótt og bærinn mpn- laus. Hafði bæjardyrahurðin verið sprengd upp og farið þannig inn. Rannsókn var þegar hafin út af innbroti þessu. en óupplýst er um það, hver valdur er að því. Markús Kristjánsson píanóleikari er nýkominn heim. Hefir hann stundað píanónám í Berlín síð- astliðinn vetur. Dvelur hann hér í sumarleyfi Sennilega heldur hann hljómleika hér í bænum, áður en hann fer aftur. Einar H. Kvaran rithöfundur fór með Brúaífossi núna í vikunni áleiðis til London. Ætlar hann að sitja þar alþjóðafund sálarrann- sóknarmanna.—Vörður. Minningarorð Á heimili hjónanna Mr. og Mrs. Th. ísfjörð, vestanvert við Gimli- bæ, andaðist, þann 6. júlí s.l. öldr- uð kona, Margrét að nafni, Mikka- elsdóttir. Var hún fædd. 22. sept. 1842, á Skútum á Þelamörk í Eyja- fjarðarsýslu. Hún ólst upp við Eyjafjörð. Varð ung þjónustu- stúlka á Akureyri, og þjónaði lengi á ýmsum ágætum heimilum. Til Vesturheims fór Margrét ár- ið 1876, og settist að í Winnipeg; siðar átti hún um hríð heima í Saskatoon, en efri ár sín dvaldi hún á Gimli, hjá systurdóttur sinni, Mrs. Arason; síðustu æfiár- in var hún hjá fyrgreindum hjón- um, þar sem dauða hennar bar að höndum. Er Mrs. ísfjörð einnig systurdóttir hinnar látnu konu, hafði Margréfheitin að nokkru leyti alið hana upp. Einnig átti Margrét heitin nokkurn þátt í uppeldi á munaðarlausum dreng. Margrét var einkar sjálfstæð að upplagi, snyrtikona í allri fram- komu, fáorð og vönduð, — og naut á efri árum, þegar hún helzt við þurfti, kærleika þeirra, er hun sjálf hafði áður aðstoðað. * * * Látinn á gamalmnna heimilinu Betel, á Gimli, þann 10. sept., Sí- mon Páll Sigvaldason, rúmra 75 ára að aldri. Hann var fæddur a Búastöðum í Vopnafirði í Norður i Múlasýslu, og voru foreldrar hans ISigvaldi Jónsson og Arnfríður Jónsdóttir, er lengi bjuggu á Búa- stöðum. Hann kom vestur um haf 1876, dvaldi fyrst í Wmmpeg, en síðar lengst af í íslendinga- bygðinni í Minneota, eða því um- hverfi, hjá frændfólki sínu. Hann var bróðir Sigurðar Sigvaldason- ar farandprédikara og bóksala. Páll var blindur síðustu æfiárin. Páll var að upplagi fíngerður. og lítt fallinn fyrir baráttu lífsms, trúhneigður og prúður 5 fr*m' göngu allri.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.