Lögberg - 02.10.1941, Blaðsíða 8

Lögberg - 02.10.1941, Blaðsíða 8
8 LÖGrBERG, FIMTUDAGINN 2. OKTÓBER, 1941 Or borg og bygð Mrs. A. C. Johnson er nýkom- in heim úr heimsókn til dóttui sinnar í Calgary. ♦ ♦ ♦ Heimilisfang séra Rúnólfs Mör- teinssonar og Mrs. Marteinsson, er 1095 W. 14th Ave., Vancouver, B.C. ♦ ♦ ♦ Fregnir hafa borist um það, að séra S. O. Thorlakson, trú- boði, sé innan mánaðar eða svo, væntanlegur heim ásumt fjöl- skyldu sinni, eftir 25 ára trú- boðsstarfsemi i Japan. ♦ ♦ ♦ Innilegt þakklæti fyrir þátt- töku í sorg okkar og samúð auð- sýnda við lát konu minnar, dótt- ur okkar og tengdadóttur, Mar- grétar Marie Sveinsson. Við biðj- um Guð að launa hjálp og hug- ulsemi. Sigurður Nordal Sveinsson, foreldrar, systkini og tengdaf oreldrar. ♦ ♦ ♦ Heimilisiðnaðarfélagið heldui sinn fyrsta fund eftir sumarfriið á miðvikudagskveldið 8. október kl. 8 e. h. að heimili Mrs. A. Wathne, 700 Banning St. Jón Sigurdson Chapter, .O.D.E. heldur sinn næsta fund að heim- ili Miss V. Jónasson, 693 Ban- ning St. á þriðjudagskveldið 7. október. ♦ ♦ ♦ Á laugardagskveldið þann 27. september s.l., voru gefin saman í hjónaband Amara Sigríður Johnson, fósturdóttir Mr. og Mrs. Stefán Guttormsson hér í borg, og Wilfred Vandal frá Middle- church. Séra Valdimar J. Ey- lands framkvæmdi hjónavígsluna að heimili sínu, 776 Victor St. ♦ ♦ + DÁNARFREGN: Mrs. Margrét Marie Sveinson, eiginkona Sigurðar Nordal Sveinsson í Árborg, Man. andað- ist að Johnson Memorial Hospital á Gimli, þann 22. sept., eftir ný- afstaðinn barnsburð. Hún var næst-elzta dóttir Mr. og Mrs. Otto Rooch, Hnausa, Man. Hún ólst upp með foreldrum sínum og varð snemma styrk og táp- mikil, og hjálp foreldrum sínum og stórum hópi yngri systkina.— Þann 24. okt., 1939, giftist hún Sigurði N. Sveinssyni, í Árborg; voru þau að eignast þar lítið snoturt heimili, er þau prýddu með listræni sinni úti og inni. Hin látna var einkar fríð, lifs- glöð og hagvirk. Er þungur harmur að ungum eiginmanni kveðinn við burtför hennar. út- förin fór fram laugardaginn 27. sept. í fögru veðri að fjölmenni viðstöddu. Fór iitförin fram frá heimilinu og kirkju Ándalssafn- aðar í Árborg. “Guð huggi þá, sem hrygðin slær.” S. ólafsson. MUS-KEE-KEE Áhrifamikið kvefmeðal, búið til úr gömlum Indíána Jurta for- skriftum. Petta er verulegur heilsugtjafi, sem veldur eðlilegri starfsend hins mannlega llkams- kerfis. RáSgist viö lufsalann í dag viðvíkjandi MUS-KEE- KEE Þann 20. september síðastlið- inn, voru gefin saman í hjóna- band hér i borginni, Miss Ingi- gerður Guðmundson frá River- ton, og Mr. Terrence C. Benfield, sonur Mr. og Mrs. C. W. Benfield í St. Vital. Framtiðarheimili ungu hjónanna verður í Winni- P«g- ♦ ♦ ♦ Þann 25. september síðastlið- inn, voru gefin saman í hjóna- band þau Lillian Johnson, 939 Ingersoll Street og Leslie John Dixon. Séra Valdimar J. Ey- lands framkvæmdi hjónavigsl- una að heimili sínu, 776 Victoi Street. ♦ ♦ ♦ FRÁ SELKIRK Eg er nú innköllunarmaður fyrir Lögberg þetta ár, og bið því alla vini og kaupendur Lögbergs svo vel gjöra og koma heim til mín og borga mér fyrir blaðið, því það er orðið töluvert erfitt að heimsækja alla kaupendur Lögbergs. Með vinsemd og virðingu til allra kaupenda Lögbergs, S. W. Nordal, 363 Main St., Selkirk. ♦ ♦ ♦ Nýlátinn er að Grund í Argyle- bygð, sæmdarbóndinn William Chrisítophersson, sonur Sigurðar Christopherssonar landnema, og konu hans Carrie Taylor- Christophersson; sat hann land- nám foreldra sinna um langt skeið með rausn og prýði; hann lætur eftir sig, auk ekkju sinn- ar, einn son, og fimm systkini, John og Halldór í Vancouver, Kjartan i San Francisco, og Solveigu, búsetta í Crescent, B.C., og Súsönnu Brynjólfson í Chi- cago. ♦ ♦ ♦ VEITIÐ ATIIYGLI I Laugardagsskóli Þjóðræknis- félagsins tekur til starfa kl. 10 fyrir hádegi næstkomandi laug- ardag þann 4. þ. m., og er þá á- ríðandi, að þau börn, sem á- kveðið hafa að sækja skólann, komi i tæka tíð; kenslan fer fram í vetur í fundarsal Fyrstu lútersku kirkju, Victor og Sar- gent. Látið ekki undir höfðu leggj- ast, að færa yður þessa dýrmætu kenslu í nyt; komið í hópum; ekki í smáhópum, heldur stórum hópum I Minniát BETEL í erfðaskrám yðar ICE A Year Round Necessity! Some Interesting Faðts on WHY YOU NEED ICE IN THE WINTER Þann 27. september s.l. voru gefin sainan í hjónaband þau Guðrún Audrey Henrickson, og John Archibald' Head frá Fort William, Ont. Séra Valdimar J. Eylands framkvæmdi hjóna- vigsluna á heimili móður brúð- arinnar, Mrs. H. Henrickson, 977 Dominion Street. ♦ ♦ ♦ NOKKUR ÞAKKARORÐ Sunnudagskvöldið 21. sept. var okkur hjónunum haldið veglegt samsæti í tilefni af 25 ára gift- ingarafmæli okkar. Það voru um 40 manns saman komnir á heimili okkar þetta kvöld og færðu okkur marga góða silfur- muni. Börnin gáfu okkur gull- úr (Bulova Wrist Watches) og skyldfólk og vinir í Winnipeg og Árborg isendu okkur silfur- te set og silfur carving set. Fyrir alt þetta þökkum við af öllu hjarta þeim, sem tóku þátt í þessu veglega samsæti, en sér- staklega þökkum við þeim vin- um og skyldmennum, sem tóku þátt í að gleðja okkur við þetta tækifæri, en vegna fjarlægðar gáu ekki verið með okkur þetta ógleymanlega kvöld. Ottó Kristjánson, Sigríður Kristjánson. Geraldton, Ont. Messuboð FYRSTA LÚTERSKA KIRKJA Séra Valdimar J. Eylands Heimili: 776 Victor Street. Sími 29 017. í fjarveru sóknarprests, pré- dikar séra Bjarni A. Bjarnason i Fyrstu lútersku kirkju kl. 11 f. h., og kl. 7 að kveldi á næst- komandi sunnudag, þann 5. október. ♦ ♦ ♦ Þakklætisguðsþjónustur við Churchbridge o. v. í október: í Hólaskóla kl. ellefu f. in. þ. 5. í Hólaskóla ensk messa sama dag, kl. þrjú e. h. í Con- cordia söknuði þ. 12. og í Lög- bergs söfnuði þ. 12., kl. tvö e. h. Við Winnipegosis þ. 19., kl. ellefu, í Red Deer Point skóla og kl. þrjú e. h. í Winnipegosis sama dag. í Concordia söfnuði þ. 26. S. S. C. ♦ ♦ ♦ GUÐSÞJÓNUSTUR f VATNABYGÐUM Sunnudaginn 5. október: Mozart, kl. 11 f. h„ ísl. messa Wynyard kl. 3 e.h. ensk messa Kandahar kl. 7 e.h. ensk messa B. Theodore Sigurðsson. ♦ ♦ ♦ ÍSLENZA KIRKJAN í SELKIRK Sunnudaginn 5. október, 17 sd. e. tr.: Sunnudagaskóli kl. 11 árd. íslenzk messa kl. 2.15 síðd. Ensk messa kl. 7 síðd. Allir boðnir velkomnir. iS. ólafsson. ♦ ♦ ♦ LÚTERSIÍA PRESTAKALLIÐ I AUSTUR-VATNABYGÐUM Séra Carl J. Olson, BA., B.D. Guðsþjónustur 5. október: Edfield kl. 11 f. h. Foam Lake kl. 3 e. h. Leslie kl. 7 e. h. Allir eru boðnir og velkomnir. ♦ ♦ ♦ V. Some homes do not use ice in.the winter because it is cold out- side. But it is just as warm in the house in the winter as the summer—and your food certainly cannot be kept outside. There is more dust in the WINTER and less fresh air, therefore the family food supply is in greater NEED of refrigerator protection. Food never freezes in a REFRIGERATOR. It is kept at a cool, even tempcrature that perfectly PROTECTS IT and keeps everything PURE, S\yEET and WHOLESOME. Try it for one month and WE KNOW you will be an “ARCTIC” ALL-WINTER customer for PURE SPARKLING ICE. The cost is but a few cents a day and you quickly discover many delightful ways of using ice that make it just as desirable as in the summer. ICE PRICES HAVE NOT INCREASED The Winter lce Season Starts Wed., Oct. lst If you have not already given your order to Arctic—may we suggest you hand it to your iceman when he calls or if more convenient PHONE 42 321—NOW! ARCTIC ICE Co.Ltd. PHONE 42 321 Messur í Blaine prestakalli verða á eftirfylgjandi stöðuin i októbermánuði, ef Guð lofar: Sunnudaginn 5. október, — Bellingham kl. 10 f.h. (á ensku); Blaine kl. 11.30 f. h. (á ensku); Blaine kl. 8.30 e. h. (á íslenzku); Ræðuefni við allar messurnar: “Einn Guð er faðir allra.” Sunnudaginn 12. október — Bellingham kl. 10 f.h. (á ensku); Blaine kl. 11.30 f.h. (á íslenzku); Point Roberts kl. 2 e. h. (á ís- Ienzku); Blaine kl. 8 e. h. (á ensku). Ræðuefni við allar mess- Urnar: “Upp frá þeim degi þorði enginn að spyrja.” Sunnudaginn 19. október — Bellingham kl. 10 f.h. (á ensku); Blaine, kl. 11.30 f. h. (á ís- lenzku);; Blaine, kl. 8 e. h. (á ensku). Ræðuefni við allar mess- SENDIÐ FATNAÐ YÐAR TIL ÞURIIREINSUNAR TIL PERTII’S pér spariö tlma og peninga. Alt vort verk ábyrgst að vera hið bezta í borginni. Símið 37 261 eftir ökumanni vorum í einkenrtisbúningi. Perflís Cleaners - JJyers - L,auntlerers Samkoma sú, sem haldin var í Sambandskirkjunni í Winnipeg á þriðjudagskveldið til arðs fyrir barnaheimilið á Hnausum, var prýðisvel sótt, og var að öllu hin ánægjulegasta. Frú Marja Björn- son frá Árborg, skipaði forsæti, og flutti einkar fróðlegt yfirlit yfir starfrækslu stofnunarinnar, er bar ljósan vott um vaxandi vinsældir hennar og þörf meðal íslendinga. Ragnar Stefánsson skemti með upplestri; honum tekst ávalt vel; Miss Thora Ás- geirsson lék á píanó, og leysti viðfangsefnin prýðilega af hendi. Birgir Halldórsson söng nokkra einsöngva með aðstoð Ragnars R. Ragnar; er rödd þessa unga tenórsöngvara óvenju tær og blæ- falleg. Dr. Lárus A. Sigurdson sýndi ágætar og fræðandi kvik- myndir frá hernámi íslands, Alaskaför sinni í sumar, viðtök- um brezkra barna, er hingað voru flutt vegna styrjaldarinnar, og myndir af fslendingadögunum síðustu að Hnausum og Gimli. urnar: “Guð gefur mönnunum vald.” Sunnudaginn 26. október — Bellingham kl. 10 f.h. (á ensku); Blaine kl. 11.30 f.h. (á íslenzku); White Rock, B.C., kl. 2 e. h. (á íslenzku); Blaine kl. 8 e. h. (á ensku). Ræðuefni við allar messurnar: “Brúðkaupið.” Allir á þessum ofannefndum stöðum eru vinsamlega heðnir og ámintir um að sækja mess- urnar. ♦ ♦ ♦ KIRKJUVIGSLA Hin nýja bygðarkirkja að Vog- ar, Man. verður vigð næstkom- andi sunnudag, 5. október. At- höfnin byrjar kl. 2 e. h. og verð- ur framkvæmd af séra Guðm. Yrnasyni og séra Valdimar J. Eylands. ♦ ♦ ♦ ISLENZK GUÐSÞJÓNUSTA I VANCOUVER, B.C. verður haldin, ef G. 1., kl. 3 e. h., næsta sunnudag, í dönsku kirkj- unni á horni W. 19tti Ave. og Burns St. — Komið sjálfir og látið sem flesta vita. Rúnólfur Marteinsson. ♦ ♦ ♦ Sunnudaginn 5. okt. messar séra H. Sigmar í Garðar kl. 11 f. h. í Hallson kl. 2.30 e. h.; í Vídalínskirkju kl. 8 að kveldi. Messurnar í Garðar og Vidalíns á íslenzku. Messan í Hallson á ensku. Var verður ferming og altarisganga. --------V------ Hitt og þetta Robert Eleason frá New York reyndi 11 sinnum að komast i Bandaríkjaflotann, en tókst ekki, vegna þess, hversu brjóstkassi hans var lítill. En pilturinn — 17 ára gamall — gafst þó ekki upp, og loks komst hann í flot- ann, þegar hann reyndi í 12. sinn. ★ ★ ★ Píus páfi hefir sent forsætis- ráðherra Tyrklands, Refix Say- dam, að gjöra landabréf frá 1546, gert af Gi'acoma Gastaldi, og sýnir það stærð Osmanna- veldisins þegar það stóð með mestum blóma. Landabréfið gef- ur líka góða hugmynd um það, hvernig menn töldu útlit Evrópu á þeim tíma. ♦ * ★ Sá af flugmarskálkum Bret- lands, sem síðastur var hreyfður úr stöðu sinni, síðan styrjöldin hófst, er Sir Frederich Bowhill, Látið Kassa í Kœliskápinn i 2-glasa flösku sem stjórnaði strand varnarflug- liðinu. Flugvélarnar, sem voru undir stjórn Sir Frederichs, starfa frá íslandi í norðri til Gíbraltar í suðri og bátum og ofansjávarskipum Þjóðverja. Sir Frederich lærði að fljúga árið 1912, en áður var hann yfirmað- ur á kaupfari. Árið 1913 gekk hann í flugdeild brezka flotans og hefir starfað í flugher Breta síðan. ★ ★ ★ Ameríski herinn er nýbúinn að reisa griðarstórt sjúkrahús í N.-Carolina-ríki og er það hið voldugasta í því ríki. Það kost- aði 1 miljón dollara og í því eru 1680 rúm i 83 sjúkrastofum. — Læknarnir, sem starfa við það, eru 75 að tölu og hjúkrunarkon- urnar 240. ★ * * Þegar brezk flugsveit var ný- lega í sprengjuleiðangri að degi til yfir Frakklandi og mikið þýzkra flugvéla reyndi að hindra árásina, fann skotmaður í einni flugvélinni eitthvað kitla sig í hálsinn. Maðurinn hirti ekki um það, en þegar hann kom aftur til bækistöðvar sinnar, varð hann þess var, að byssukúla hafði far- ið í gegnum hnútinn á slyfsinu hans. ★ ★ ★ f Florida í Bandaríkjunum var nýlega grafið í Indíánalegstað, sem á að vera frá þvi áður en Kolumbus endurfann Ameríku. Tvö hundruð hauskúpur voru teknar til skoðunar og voru 199 með heilar tennur, en ein tönn var skemd í 200. hauskúpunni. —Segið það bara. Eg er líka gift og vön við sitt af hverju. ★ ★ ★ Hann: Þér þætti vist ekki ama- legt, að vera ekkja eftir einhvern ríkisbubbann. Hún: Eg hefi aldrei kært mig um að vera ekkja eftir neinn annan en þig. ★ ★ ★ —Hún stjórnaði öllu, smáu og stóru, fyrsta árið sem við vorum saman. Svo tók eg við og stjórnaði annað árið. Að því loknu þótti henni réttara að fá sér nýjan mann. ★ ★ * —Hann gaf mér ref á afmæl- isdaginn minn. —Það var ágætt. Eg var svo hrædd um, að hann mundi gera sér það til minkunnar að gefa þér mink! ★ ★ ★ Hversvegna málarðu grasið rautt, Benjamín? —Vegna þess, að mig vantar bláa litinn. En grænt vil eg ekki sjá — það er alt of venju- legt! ★ ★ ★ —Eg er kominn til þess að vitja um slysabæturnar. Eg er nefnilega maðurinn, sem hrapaði niður stigann. —Já, einmitt. Við höfum nú rannsakað málið og komist að þeirri niðurstöðu, að yður beri engar bætur. —Hversu má það vera? —'Það er augljóst mál. Yður var kunnugt um það, að faðir stúlkunnar var heima þetta um- rædda kvöld, þegar slysið varð! Lögreglustjórinn í Boise, höf- uðborg Idaho-ríkis í Bandaríkj- unum, vill láta lögregluþjóna sína nota reiðhjól að nokkuru leyti i stað bíla og bifhjóla. Hægt er að fá reiðhjólin ódýrt, segir lög- reglustjórinn, með því að nota þau, sem lögreglan hirðir og aldrei eru sótt. ★ ★ ★ Frúin: Má eg fá að sjá hatt af allra nýjustu gerð Deildarstjórinn: Þér komið alveg mátulega. Tízkan er að breytast á þessu augnabliki. Eftir eina mínútu kemur það allra-allra nýjasta. Dr. A. Blondal Physician & Surgeon ! 602 MEDICAL, ARTS BLDG. Slml 22 296 Heimili: 806 Victor Street 1 Simi 28 180 I The Watch Shop Diamonds - Watches - Jewelry Agents for BULOVA Watehee Marriage Licenses Issued TRORLAKSON & BALDWIN Watchmakers and Jewellert 699 SARGENT AVE., WPG. Til þess að tryggja yður skjóta afgreiðslu —Nú hafa þeir komið sér saman um, að hafa hlutaveltu til styrktar Önnu gömlu. Þú kemur væntanlega og dregur fáeina drætti? —Nei, það geri eg ekki. Hugsaðu þér bara, ef eg yrði nú svo óheppinn, að draga kerling- una sjálfa! ★ ★ ★ —Það líður hreint og beint yfir yður, ef eg segi alt, sem hon- um þóknast að láta út úr sér við mig, konumyndina sína. SkuluB þér ávalt kalla upp SARGENT TAXI AND TRANSFER FRED BUCKLE, Manager PHONE 34 555 - 34 557 SARGENT and AGNES KAUPIÐ ÁVALT LUMBER hjá THE EMPIRE SASH & D00R CO. LTD. HENRV AVENUE and ARGYLE STREET Winnipeg, Man. - Phone 95 551 For Good Fuel Values — ORDER — WILDFIRE LUMP (DRUMHELLER) BIGHORN SAUNDERS CREEK LUMP (Saunders Area) CANMORE BRIQUETTES SEMET-SOLVAY COKE (STOVE OR NUT) PHONES)!! |J! MCnURDY QUPPLY Í^O. Ltd. %Jbú1LDERS KJsúPPLIES KJandCOAL LICENSE No. 51 1034 ARLINGTON ST.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.