Lögberg - 01.01.1959, Blaðsíða 1

Lögberg - 01.01.1959, Blaðsíða 1
Season’s Greetlngs t davldAorL SJtudioA, PHOTOGRAPHERS Phone GRover B-4133 106 Osborne Street WINNIPEG Season’s Greetings (David&otL SiiudioA, PHOTOGRAPHERS Phone GRover 5-4133 106 Osborne Street WINNIPEG 71. ARGANGUR WINNIPEG, FIMMTUDAGINN 1. JANÚAR 1959 NÚMER 1 Fall ríkisstjórnar íslands Eins og skýrt var frá í Lög- bergi nýlega, beiddist Her- mann Jónasson, forsætisráð- herra íslands, lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt þann 4. des. s.l. Þykir rétt að taka hér upp ræðu þá, er forsætisráðherr- ann flutti í Sameinuðu Al- þingi, er hann skýrði frá lausnarbeiðninni: Hr. forseti! „Ég hefi á ríkisráðsfundi í dag beðizt lausnar fyrir mig og ráðuneyti mitt. Forseti Is- lands hefir beðið ráðuneytið að gegna störfum fyrst um sinn, og hafa ráðherrarnir að venju orðið við þeirri beiðni. Fyrir lá, að hinn 1. desem- ber átti að taka gildi ný kaup- greiðsluvísitala, sem fól í sér 17 stiga hækkun. Til þess að koma í veg fyrir nýja verð- bólgu, sem af þessu hlaut að rísa, óskaði ég þess við sam- ráðherra mína að ríkisstjórn- in beitti sér fyrir setningu laga um frestun á framkvæmd hinnar nýju vísitölu til loka mánaðarins, — enda yrðu þessi fyrrgreindu vísitölustig þá greidd eftir á fyrir desem- ber, nema samkomulag yrði um annað. Frestur sem fengist með lagasetningunni skyldi notað- ur til þess að ráðrúm gæfist til samkomulagsumleitana. Leitað var umsagnar Al- þýðusambandsþings um laga- setningu þessa, samkvæmt skilyrði sem sett var fram um það í ríkisstjórninni. Alþýðusambandsþing neit- aði fyrir sitt leyti beiðni minni um frestun. Boðaði ég þá ráðherrafund að morgni laugardags 29. nóvember, en þar náðist ekki samkomulag um stuðning við frumvarpið. Af þessu leiddi að hin nýja kaupgreiðsluvísitala kom til framkvæmda um mánaða- mótin og ný verðbólgualda er þar með skollin yfir. Við þetta er svo því að bæta, að í ríkisstjórninni er ekki samstaða um nein úrræði í þessum málum, sem að mínu áliti geti stöðvað hina háska- legu verðbólguþróun, sem verður óviðráðanleg, ef ekki næst samkomulag um þær raunhæfu ráðstafanir, sem lýst var yfir að gera þyrfti þegar efnahagsfrumvarp rík- isstjórnarinnar var lagt fyrir Alþingi á síðasta vori.“ Sem vænta má, hafa orðið mikil skrif í íslenzkum blöðum um þetta mál. Morg- unblaðið, blað Sjálfstæðis- flokksins, sem undanfarin ár hefir verið í stjórnarand- stöðu, er harðort í garð fráfar- andi ríkisstjórnar og talar um ráðaleysi og uppgjöf í því sambandi. Þjóðviljinn, blað Sósíalistaflokksins, s e g i r skýrt og skorinort, að Fram- sóknarmenn hafi rofið stjórn- arsamstarfið, en Tíminn, blað hinna síðarnefndu, er hér gjörsamlega á öndverðum meiði. Orsök stjórnarslitanna, segir Alþýðublaðið, blað jafn- aðarmanna, að séu skiptar skoðanir um efnahagsmálin. Má það og til sanns vegar færa. Stjórnarskiptin á íslandi EMBASSY OF ICELAND WASHINGTON 8. D.C. Ref: 3. A. 1. 24. desember, 1958. „Lögberg" Mr. Einar P. Jónsson 303 Kennedy Street, Winnipeg 2, Manitoba. Kæri Einar, Ég vil hér með skýra frá því, að sendiráðinu barst í gær svohljóðandi símskeyti frá utanríkisráðuneytinu: „Forseti íslands hefir í dag skipað ríkisstjórn undir for- sæti Emils Jónssonar, sem jafnframt fer með samgöngu- og sjávarútvegsmál. Aðrir ráðherrar eru Guðmundur í. Guðmundsson, utanríkismál og fjármál; Friðjón Skarp- héðinsson, dómsmál, land- búnaðarmál og félagsmál; Gylfi Þ. Gíslason, mennta- mál, iðnaðarmál og viðskipta- mál.“ Alþýðuflokkurinn, s e m myndað hefur þessa ríkis- stjórn, hefur átta þingmenn á Alþingi, en samkvæmt fregn- um frá íslandi nýtur hin nýja ríkisstjórn hlutleysis Sjálf- stæðisflokksins, sem hefur nítján þingmenn. Jafnframt er búizt við því, að Alþingi verði rofið vorið 1959 og kosningar látnar fara fram. Með kærri kveðju, THOR THORS Biskupskjör í vændum Úr bréfi frá Reykjavík, skrifuðu 12 desember, stendur eftirfarandi: I gær felldi Alþingi, efri deild, frumvarp um fram- lengingu á starfstíma biskups með 9 atkvæðum gegn 7. Er það mál þá úr sögunni og verður mjög fljótlega gengið til biskupskosningar. Dánarfregn Um síðustu helgi í ágúst- mánuði, andaðist á heimili sonar síns í Hayland byggð, Mrs. Kristrún Pétursson, 80 ára að aldri, hún varð bráð- kvödd. Hún kom til Vestur- heims árið 1903, en var ættuð frá Bjarnarstöðum í Blöndu- hlíð í Skagafjarðarsýslu, og var fædd þar, 26. október 1877. Foreldrar hennar voru Sigurður Jónsson og Sigur- laug Sveinsdóttir kona hans. Systkini Kristrúnar voru þrír bræður. Einn þeirra, Jón, elzt- ur systkinanna, flutti vestur um haf fyrir aldamótin og bjó um tíma í Glenboro, en flutti vestur til Blaine 1902 og bjó þar til dauðadags, um árið 1940. Það var til hans, sem Kristrún fór, er hún flutti vestur um haf. Dóttir Jóns, Fríða, Mrs. Gestur Davidson, býr í Winnipeg. Hinir bræð- urnir eru báðir á Islandi, Sveinn, sem bjó í fjölda mörg ár á Giljum í Austurdal í Lýtingsstaðarhreppi í Skaga- firði, og á öðrum nærliggj- andi stöðum, en Jóhann býr á Úlfsstöðum í Blönduhlíð í Skagafirði. Fyrri maður Kristrúnar var Þórður Gíslason. Þau áttu fjögur börn, en dóttir þeirra dó fimm ára að aldri, og tveir drengir dóu í barnæsku, annar þeirra var tvíburi son- arins sem lifir, Sigurðar Óskars, sem býr að Hayland. Það var á heimili hans sem hún dó. Hana lifa og tvö barnabörn, Hulda og Kristjón. Árið 1912 flutti Kristrún frá Blaine og kom til Manitoba og settist að á Hayland, og bjó þar til æviloka. Hún fór ferð til Islands og dvaldi þar árin (Tungan) fslenzkan Auðkend sínum andans mætti, alt það sem að hugsast getur segir hún með sínum hætti svo að engin gerir betur. ----0---- Vetur nálgast, kalt á kinn klappar vindur napur. Yfiri höfði himininn hangir grár og dapur. Hélar pall og hlað og þil hurðir falla á stafinn. Sumri hallar haustsins til himinn er allur kafinn. ----0---- Ekki lít eg upp til neins ekki heldur niður. Gert hefur flesta að ýmsu eins eðlishvata smiður. —P. G. 1920—’23, en þar fyrir utan, og eitt ár á Gimli, bjó hún á Hayland. Árið 1924 giftist hún Kristjóni Péturssyni, sem ættaður var frá Húsavík í Þingeyjarsýslu. Hann dó árið 1937. Kveðjuathöfn fór fram frá heimili sonar hennar í Hay- land, og kom fjöldi manns þar saman til að kveðja hina á- gætu konu. Jarðsett var í grafreit þar á bújörðinni, þar sem aðrir, er þar hafa átt heima, hvíla í umhverfi, sem þeir þekktu og elskuðu. Séra Philip M. Pétursson flutti kveðjuorðin, en Clemens útfararfélagið frá Ashern sá um útförina. Hver er maðurinn? Hinn nýi forsætisráðherra íslands, Emil Jónsson fæddist í Hafnarfirði árið 1902; for- eldrar hans, Jón Jónsson múr- ari þar og kona hans Sigur- borg Sigurðardóttir frá Hró- arskoti í Árnessýslu, Ásmunds sonar. Emil Jónsson lauk stúdents- prófi 1919, þá aðeins 17 ára að aldri; útskrifaðist í verkfræði í Kaupmannahöfn 1925; var bæjarverkfræðingur í Hafn- arfirði og svo bæjarstjóri þar; vitamálastjóri ríkisins frá 1937; kjörinn alþingismaður Hafnarfjarðar 1934—’37; land- kjörinn þingmaður 1937—’42, en síðan þingmaður Hafnar- fjarðar frá 1942. Hann hefir verið formaður Alþýðuflokks- ins síðan Haraldur Guðmunds son var skipaður sendiherra í Noregi, og hefir áður átt sæti í ríkisstjórn Islands. Emil Jónsson er að allra dómi talinn hinn mætasti maður. Bréf úr Húnaþingi JÓL 1958 Xæri Einar og lesendur Lögbergs: Klukkurnar hringja til íielgra tíða. — Það er mikið frost á Tjörn og áin fyrir _ neðan bæinn er ísilögð. Það er jólalegt. Lítil jólatré eru til á sumum heimilum, ný- lega tekin upp úr kassa, þar sem þau hafa legið síðan á jólahátíð í fyrra. Börn í ís- lenzkum sveitum fá ekki margar gjafir á þessum jól- um, en ennþá helzt sú venja að gefa þeim kerti og spil. Á milli jóla og nýárs verður haldin barnaskemmtun hér á Tjörn. Jólasveinninn verður engin annar en Ragna Levy í Vatnsdal, systir þeirra Guð- manns í Winnipeg, Óskars og Jóhannesar. Einnig verður til skemmtunar kvikmyndasýn- ing, því þótt ekkert rafmagn sé á Vatnsnesi er Generator hérna og á tveim öðrum stöð- um með rafmagni frá stórum fossi í Kotadal og Egilsstöð- um. Kveníélagið hér keypti einn kassa af eplum, sem út- hlutað verður meðal barn- anna. Þegar börnin eru búin að skemmta sér tökum við fullorðna fólkið við með leik- riti og dans. — í leikritinu taka þátt kona mín, Vigdís, Loftur Jósepsson frá Ás- bjarnarstöðum og ég. Það er með vestur-íslenzkum blæ, því að ég á að koma heim til íslands eftir 40 ára dvöl í Nýja-íslandi í leit að stúlku, sem ég var hálftrúlofaður áður en ég yfirgaf gamla landið. Endirinn er sá, að hún hefur beðið eftir mér allan þennan tíma, og í mikilli ham- ingju göngum við í hjónaband í íslenzkri sveitakirkju, og förum svo vestur til Canada, þar sem ég á heima. — Eftir það verður stiginn dans — og Westinghouse-tækið, sem ég keypti í Árborg, verður tekið í notkun með músik eftir Pat Boon, Glen Miller, Four Aces etc. Við gleðjumst hér í dreif- býlinu á saklausan og góðan hátt. Við minnumst þess bæði í kirkju og utan hennar að á þessum tíma er oss frelsari fæddur. Gleðileg jól og gott og far- sælt nýtt ár. Ykkar einlægur, Roberl Jack

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.