Landneminn - 01.10.1891, Page 7

Landneminn - 01.10.1891, Page 7
LANDNEMINN. 11 frá Argyle-byggðinni, og rjett innan við vestur takmörk Mani- toba fylkisins. Mr. Christopherson, sem nú hefir aðsetur í Melíta að mestu, gerir allt sem hann getur til að greiða fyrir þeim, sem ætla að nema land á nefndu svæði, með því að leiðbeina þoim til landa, útvega þeim, er landið vilja skoða, mikið niður sett eða frítt far með járnbraut frá Winnipeg og til baka, og niðursett far og flutnings-gjald fyrir þá sem land nema i þessari nýju íslendinga byggð. (Heimskringla). Nýtt nýlendiisyæði. (Eptir Lögb. 19. ág.). Yið höfum fundið skyldu okkar að gefa almeuningi dálitla lýsing af landi því, sem við höfum verið að skoða siðastliðna viku, ef þjer, herra ritstj. vilduð gjöra svo vel og ljá henni rúm í blaði yðar. Þetta land er hjer um bil 30 mílur norðvestur af Yorkton, sem er endastöð M. & N. W. járnbrautarinnar. Land- spilda þessi liggur meðfram á þeirri er White Sand Kiver heit- ir, norðan við hana. Svæði þetta er eitthvert hið fegursta og frjðsamasta, sem við höfum sjeð í Norðvesturlandinu. Það hefur til að bera nægilegan skóg og ðþrjótandi vatn i á þessari. Upp- frá henni koma sljettur. Plógland hjer um bil yíir 6 mílna svæði; þá lækkar landið aptur og koma slægjuflákar miklir yfir tveggja mílna svæði niður að vatni þvi er Devils Lake heitir. Það er stórt stöðuvatn, 8—9 mílur á lengd og 3 á breidd. 1 vatni þessu er mikil mergð af flski, en þó að eins 3 tegundir, pike, sucker, og jackfish. í kring um sjálft vatnið er jörð send- in og þess vegna er þar naumast byggilegt, nema að eins fyrir þá menn, sem eingöngu ætla að stunda griparækt. Við vatn þetta eru 3 gripabændur, einn sem búinn er að vera þar í 15 ár; hann kom þar heldur efnalítill en hefur nú 200 nautgripi og 80 hross; hinir tveir komu þar mikið seinna ogerstofn þeirra þeim mun minni. Að sunnanverðu við dalverpi það sem á þessi rennur eptir, hafa Danir myndað nýlendu, sem þeir kalla New Denmark; sú byggð myndaðist síðastliðið vor, en hefir náð litlum þroska enn þá, sem búast er við, þar sem timinn er svo stuttur; en talið er víst að hún muni byggjast mjög fljótt. í gegnum þá byggð verður M. & N. W. járnbrautin lögð næsta sumar, og er það mikill kostur fyrir það svæði, sem við höfum hjer talað um, og ásett oss að setjast að í; það verður að eins í þriggja milna fjar- lægð frá brautinni. Okkur finnst full ástæða til að brýna það fyrir löndum okkar, sem á annað borð hugsa um landtöku, að sleppa ekki slíku tæki- færi, því fyrir þá sem um lífsstöðu hugsa, er ekkert eins áríð- andi, og að geta náð í gott og frjósamt ábúðarland. Eptir ósk okkar var þessari landspildu lokað fyrir alla nema íslendinga til 30. maí næstkomandi. John Johnson. Ingim. Erlendsson. Jón Pinnsson. Ögmundur Jónsson. Ingimundur Eiriksson. Þjóöhátíö íslendinga í Canada. íslendingar í Winnipeg hjeldu eins ogí fyrraþjóð- hátíð (íslendingadag) í suraar. Það var 18. júní. Há- tíð þessi fór vel fram, enn vegna ýmsra atvika varð hún þó ekki jafn atkvæðamikil og í fyrra. Vóru þar j haldnar ræður og ýmsar skemtanir viðhafðar. Þar | vóru og sungin kvæði, meðal annars það sem hjer fer á eptir. Yflr höfuð hafa íslendingar í Winnipeg haft mikinn sóma af þessum hátíðahöldum, og hafa Ameríkumenn lokið lofsorði á þessa framkomu ís- lendinga, sem og að öðru leyti. ísiendingar eru yfir höfuð í góðu áliti í Mardtoba, og er það tekið fram í skýrslum þeim sem stjórnin lætur semja um inn- flutninga, að ísiendingar sjeu greindir, ráðvandir og duglegir menn. Meira að segja eru íslendingar ekki taldir meðal Skandínafa í innflutningsskýrslunum, held- ur eru þeir taldir sem sjerstök þjóð, þar sem Skan- dínafar eru taldir í einu lagi, og er þeim þannig gert hæra undir höfði en Dönum, Norðmönnum og Svíum. Þetta er ánægjulegt að heyra fyrir íslendinga heima, því það er bæði sómi og gagn hvers lands, er synir þess komast í gott álit meðal annara þjóða. Minni íslands, eptir Gest Pálsson. SnngiD á þjóðMtlfi íslendinga í Winnipeg i júní 1891. Til einskis er að glápa á gamlar tiðir og gráta frægð, sem nú er orðin hjóm. Hvi fá ei skilið dáða-daufir lýðir, á dauðu trje að vaxa’ ei lífsins blóm? Nei, þyngra’ er verkið, landsins lýðir vaki og leggi’ í stritið allt sitt þrek og blóð, til þess að lypta tímans Grettis-taki og til að skapa röskva’ og nýja þjóð. Sú trú er reist á voru vonar-bjargi, að verk það takist heldur fyr en síð, og þjóðin leysist undan fornu fargi og fagni loksins sinni nýju tíð. Þ4 fyrst mun vakna lýður landsins fríða úr leiðslu draum og snauðum mælgis-klið og teyga’ ið bezta’ úr brjóstum sinna tíða og bæta nýrri frægð þá gömlu við. Og hvar sem leið vor liggur vítt um geima, þjer, land vort, ei vjer gleymum nokkra stund, því alltaf áttu’ í huga vorum heima, í háreyst dags og kyrrum nætur-blund. Hvort lífsins blær er ljúfur eða svalur, það landið við oss tengir heilagt band, því þú ert vorrar æsku unaðs-dalur þú, okkar bjarta, hjartans, hjartans land. Þrjú íslenzk Iblöð koma nú út i Winnipeg, „Heims- kringla“, „Lögberg“ og „Öldin“, hið nýja blað Jóns Ólafssonar. Marga mun furða á, hvernig á þvi geti staðið, að íslendingar í Uanada, sem ekki eru yfir 10,000, skuli geta haldið út þremur stórum blöðum, svo stórum að íslendingar heima, sem eru yfir 70,000, liafa enn ekki getað komið upp neinu blaði i líking við þau. Það er vitanlega ekki kaupendafjöldinn, sem skapar þessi blöð, heldur hið ameríska „business“- líf, auglýs- ingarnar og sá styrkur beinlínis og óbeinlínis, sem blöðin hafa frá hinni amerísku þjóð. 3|andneminn kernnr nú út tvöfaldur al* þeirri ástæðu, að ekki var hægt að gcfa út hlaðið í ágúst, eius og ætl- ast var til, vegna liindrana, sem ekki var húist við í fyrstu. Hvort „Landneminn“ lieldur áfram að koma út næsta ár er alveg óvíst, enn verði það, verð- ur blaðið að líkindum stækkað svo, að það komi út einu sinni í mánuði, enn ókeypis verður því útbýtt eptir sem áður.

x

Landneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Landneminn
https://timarit.is/publication/138

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.