Reykvíkingur - 09.07.1891, Blaðsíða 4

Reykvíkingur - 09.07.1891, Blaðsíða 4
28 sögð sterk, enda hefur hann góðan gáng, enn aðal gallinn á honum er sá, að hann er of lítill, einkum lestarrúmið, og er það meinlegt úr þvi svo miklu er tilkostað. Fyrirmyndar opin skip: þ. 4. þ. m. framfór lotterídráttur fyrir notaríalrétti á skrifstofu bæarfó- getans hér í bænum, um tvö opin skip „Garðar,, og „Sofíu“ sem framfarafélag eitt hér í bænum, hafði látið smiða til eptirlíkingar fyrir þá, sem vildu fá sér róðraskip, sem ætti hér við, og tækju öllum róðr- skipum hér fram. —■ Þessir félagar, höfðu átt tal við islenskann beikir, sem lengi hefur verið í Dan- mörku, og á sumrum farið hingað upp, sem beikir fyrir kaupmenn, og endur og sinnum hafði hann gert j við skipsbáta og enda reist nokkur óvönduð hús fyr- j ir þá hina sömu. 1 fyrra vetur vildi hann reyna | lukku sína hér í bænum, því hann skorti þá at- vinnu ytra, og var það þá, að hann, við þessa félaga, j gaf sig fram sem skipasmiður, sagði þeim laust og fast, svo sem, að hann smíðaði báta með lagi Krist- jáns konungs fjórða sem bæri af öllum bátnm, gengju best, sigldu best, bæru mest og enginn sjór gæti grandað þeim; það var því snjallræði, fundu félag- arnir að hagnýta sér slíkan reyndan skipasmið, sem kynni konúnglegt skipalag o. fl. Félagið gjörði samning við smiðinn, útvegaði honum efnivið, og j smátt og smátt já, sannarlega hægt og hægt, mynd- aðist ofrlítil kæna, sem var smíðuð á grind, og ept- ir þeirri grind mátti alltaf smíða alveg einslagaða báta, með því að bæta utaná hana ef stærri bátar ættu að vera, og þreinga hana ef minni ætti að vera. Loks var þá kænan búin, en innlendur skipasmiður hefði eflaust verið búinn með fjórar slíkar á þeim tíma. Felagarnir, sem alltaf höfðu auga með bygg- ingunni og undrnðust jafnan hagleik og kunnáttu völundarins, héldu svo fund, hvar það 'var ákveðið, að völundurinn skyldi byrja á öðrum bát sem væri á stærð við sexæring, með alveg sama lagi, sem átti j að vera hægt, þegar þessi konunglega fyrirmyndar- jj grind var fengin; en af því að þetta fyrirtæki var að minsta kosti öllu Suðuramtinu, til ómetanlegs gagns og frama, þá var afráðið að sækja um styrk til þess af búnaðarsjóði Suðuramtsins. Félagarnir fengu þá forstöðumenn sjóðs þessa til að skoða hinn nýja framfarabát, sem búið var að skýra „Soffía11 (vitska) sjálfsagt til þess að tákna hug- vit það sem þurfti til að laga slíkan bát. — Forstjór- ar sjóðsins féllu í stafi þegar þeir sáu snildina, sem völ- undurinn hafði sýnt með smíði þessu, og sögðu sjálfsagt að styrkja þettað lofsverða fyrirtæki af sjóðnum, og svo var gjört. Sexæringur var settur á stokkana, timbr- ið heflað, súðin seymd, allt með hinni mestu sniid, og grindin viðhöfð sem fyrr. En hvað skeði? Nú kom út allt annað lag, þessi bátur líktist hinnm i engu og varð þar að auki óvart miklu stærri enn hann átti að vera; en hann var samt af félögunum og þeirra líkum og jábræðrum álitinn, meistarastykki einsog hinn; og nú var, að þeirra áliti, fengið óbrygð- ult besta bátalag, sem aldrei þyrfti að tapast, þvi grindina mætti alltaf geyma og laga eptir. Bátar j þessir höfðu orðið hartað helmingi dýrari enn jafn- j stórir bátar eru vanir að vera, en það gerði ekkert. j — Nú var stærri báturinn skýrður, og hlaut nafnið „Garðar11 og var svo farið að bika, mála og sauma segl, Nú vóru þá þesskonar bátar fengnir handa ' landsmönnum, sem þeir höfðu lengi eptir þráð, nú var óhætt að fara á sjó; og þettað átti nú landið j þessum félögum að þakka ásamt völundinum. — Hvern- ig þessir bátar nú reyndust er ekki vert að lýsa, því raun gaf vitni um það; hafa þeir verið á boðstólum til sölu síðan, nú í hálft annað ár hér nm bil; hefur eng- inn litið við þeim, en það má þeim til ágætis telja, að þeir sóma sér vel á kvolfi milli annara báta, því kilir þeirra og kónganef koma þar svo skarplega fram. Þegar öll von var úti með að nokkur lifandi mað- ur vildi eignast þessar framfara fleytur, tóku fjelag- arnir það til bragðs, að reyna að fá peninga sína aptur, með því að narra landsmenn til að spila í lotteríi um þá, og þettað ætlaði heldur ekki að gánga; loksins eptir margar atrennur, og aðferðir, sem eru óvanalegar við slík tækifæri, var sem fyrr sagt, dreg- ið um fleytugarmana; höfðu félagarnir fengið and- virði þeirra beggja borgað, og vóru svo hepppir ofan á það, að draga stærri bátinn „Garðar11 sjálfir. Þett- að bátalags-framfarafélag mun vera hætt starfa sín- um, og klappar lof í lófa, að ;það slapp skaðlaust, og máské heldur með dálitlum vinningi, auk „Garðars11 sem nú verður að líkindum hvolft aptur. — Dað eru munnmæli, að félagið borgi búnaðarfélaginu apt- ur styrk þann sem það veitti því, og er það mjög trúlegt, þegar svona fór. — Bátalag Kristjáns fjórða er þannig úr sögunni hér syðra, en grindina gevrair formaður framfarafélagsins, sér til viðvörunar, aldrei optar að þykjast hafa vit á nokkru því sem til sjáfar- útvegs og siglinga heyrir. Takiö vel eptir! Hr. Rafn Sigurðsson hefur, 6. þ. m. gjört þuun samning við J. P. T. Brydes verslan hér i bænum, að hún selur honum egta góð og reynd Newcastle kol, fyrir að eins 3 kr. 75 a. og vilji fleiri verða aðnjótandi slíkra kaupa, þá geta þeir það með því, að snúa sér til ofanskrifaðs herra Rafns Sig- urðssonar fyrir 14. þ m. og hafi þeir þá borgunina á reiðum höndum. Pað mun þykja annálsvert, að sami mað- urinn sem hjálpaði bænum í kolaleysinu síðastl. vetur, hverju enginn ætti að gleyma honum, nú aptur skuli rífka svo um verð á kolum, að enginn kaupmaður hér í bæ hefur boðið slíkt. Gufubáturinn „FAXI“ (capt. Setter). Byrjar reglulegar ferðir þ. 10. þ. m. milli Reykjavíkur Akra- ness og Borgarness; og Reykja- víkur Voga og Keflavíkur. — Farseðlar fást í búðum W. Fisehers og JÞorl. Johnsonar og um borð í FAXA. Bitstjóri og ábyrgðarmaður: Egilsson. Reykjavík 1891. — Fjelagsprentsmiðjan.

x

Reykvíkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykvíkingur
https://timarit.is/publication/139

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.