Dagskrá

Tölublað

Dagskrá - 06.04.1898, Blaðsíða 2

Dagskrá - 06.04.1898, Blaðsíða 2
404 Landinn við fljótið rauða. Eptir S. P. Thomson. (Frh.) — Svona liðu dagar og nætur, að aldrei yfir- gaf kætin Jón P. Gíslason á leiðinni frá ættjörðu sinni og til hins nýja heimsins, þar sem allar hans fögru vonir um Ijósa og ljúfa framtíð, ann- að hvort áttu að rætast eða verða sjer til skammar. Þegar við komum til Queebeck skildum við og hvor hjelt 1 sina átt. — Jeg hafði aldrei heyrt eða sjeð neitt til ferða hans frá þeim degi að jeg rjetti honum hönd til kveðju á þilfarinu á vestur- faraskipinu, og þangað til nú að jeg stóð hjá hon- um augliti til auglitis. — — „Með leyfi að spyrja er þetta ekki herra Jón P. Gíslason samferðamaður Jminn gamall j’fir hafið?" „Náttúrlega, ja það er að segja ef þjer takið með þá breytingu sem nú er orðin á nafni mínu — John P. Gills, ef jeg má biðja — þá kemur út Jón P. Glslason, allright". „Þjer þekkið mig máske ekki“. ,Jú, fari það bölvað! Sjáið þjer til. Jeg hef fengið eitt betra nef hjer í Ameríku en það, sem jeg hafði fyrir austan, og það segir mjer allt. af hvað er á seiði. Sem jeg lifi, jeg jKekkti yður undir eins. En hvers vegna hafið þjer staðið og jetið mig lifandi með augunum svona lengi? — Þekktuð þjer ekki strax Mr. John P. Gills? — Jeg kæri mig ekki sem svarar myglaðri fíkju þó jeg tali slæma íslensku, jeg hef ekki hreyft við henni í mörg ár. Sjáið þjer. Jeg er kominn út úr því máli og inn i annað, enskuna nefnilega. — Don’t you see«. «Það væri engin furða, þó jeg þyrfti ögn að taka yður út, áður en jeg treysti mjer til þess að ákveða rjett álag á slíkt mannvirki og þjer eruð orðinn. — En hvað þjer hafið umbreytst*'! „Jeg vona að jeg sje orðinn nýr maður, já við nafn Gorgs, það er jeg. Ameríka er sú heimsálfa, sem gerir mann á styttstum tíma að manni með mönnum; það er mín skoðun, hvað sem öðru líður. En jeg get ekki afborið, að standa hjer upprjettur eins og strætaljósstólpi all- an daginn. Þessi hundtíkarsonur af einum vagn- stjóra velti kerrunni með öllu, sem í henni var, um koll og var nærri búinn að mola mig í hundr- ag „písa“. Jeg er lamaður á annari löppinni ept- ir þann óhap'pawhiskynef og þoli ekki lengur að þjá mínar lendastoðir, sjáið þjer. Við skulum fara hjer inn og setjast hjer niður. Ef þjer ekki stand- ið yður við að gefa „lunch“ þá geri jeg það. — Líst yður ekki vel á það?«. Við snjerum af götunni og inn á veitingastað þann, sem jeg hafði setið á, og tókum okkur sæti við borð eitt í salnum, sem stóð ofurlítið afskekkt. Jeg hafði frá því fyrst að jeg bar kennsli á Jón P. Gíslason undrast yfir því, hvernig svo stutt dvöl í Ameríku hefði getað gjörsamlega umskap- af hann. Þvf skyldi enginn trúa að þessi maður, með barðastóran Ijósgráan flókahatt aptur í hnakka og fjemæta yfirhöfn flakandi frá sjer, digra gullúrkeðju dinglandi út úr öðrum vestis- vasanum, kembdur og klæddur eptir nýjustu tísku, hefði fyrir 5 árum sfðan farið frá íslenskum sveita- bæ til Vesturheims og stigið þar á land með fáar krónur í vasanum. Jafnskjótt og Jón kom inn fyrir dyrnar hafði hann með ríkisbubbalegri bendingu gefið einum af frammistöðumönnum það- 1 skyn, að Mr. John P. Gills óskaði að hafa tal af honum. Jeg var ekki svo æfður í að lesa hugsanir manna, að jeg gæti séð út úr þjóninum hvers virði hann áleit að Mr. John Gllls væri, metinn til þjórtjárgildis, en jeg sá þó glögglega merki þess í andliti þessa þauj. æfða úttektarmanns, að vinur minn John myndi þykja fremur til fagnaðar, hvar sem hann kæmi. Háttsemi hans var sannarlega svo varið, að það var engin furða þö hann vekti athygli manna. jafnskjótt og hann hafði dregið af sjer yfirhöfnina og fleygt henni ásamt hatti sínurn og staf á hand- legg þjónsins, — settist hann á stól við borðið og krosslagði fæturna yfir það þvert. Til enn frek- ari sannindamerkis ufn sitt siðferðislega gildi spýtti hann af mikilli konst um tönn á eptir þjóninum um leið og hann sneri sjer við og gekk burt með plögg hans, „Jeg hef orðað við þenna snáða að láta okk- ur hafa mat og drykk og hengi mig ef hann skal komast ómeiddur úr mlnum greipum, ef hann ekki kemur með það bæði fljótt og vel. Jeg ætla að segja yður nokkuð, sem þjer eflaust ekki vitið, þó þjer sjeuð búinn að vera jafnlengi hjer og jeg og það er: að þess minna sem maður hefur af peningum hjer f Ameríku, þess meira verður maður að berast á, af því, skal jeg segja yður, að hjer er ekkert metið nema peningarnir. — Þó þjer sje- uð góður og göfugur maður, hafið kóngahjarta og keisarasál, ef fikkinn er tómur er fjandinn vís“. „Það hef jeg vitað lengi, vissi það áðut en jeg kom hingað; þess vegna hafði jeg ekki eins góð- an hug á Ameríku eins og þjer. Þjer munið víst enn þá ýmislegt, sem við áttum tal saman um á leiðinni vestur. Mig hryllti við aðbrjótaupp erm- ar mfnar og ganga út í þá orustu, sem háð er undir bumbuslætti þess gulls og silfurs sem unnið er og verður að vinnast með sjálfsmorði á sfnum innra betra manni«. „Ja, en jeg vissi það ekki þá, en jeg veit það nú. — Það var svo mikill sjóður af lífsgleði og ofurtrausti á sjálfum mjer, sem jeg hafði í fari mínu vestur, að jeg er sannfærður um að enginn vesturfari hefur markað spor í þessarar álfu jarð- veg, ^em auðugri var af því en jeg, en jeg sá bráð- lega að trúin á sjálfan sig og aðra er því að eins nokkurs virði hjer, að maður hafi lag á að mynta úr henni peninga. — Do’nt you see. — Þegar jeg kom hingað í þenna bæ, sem við nú erum stadd- ir í, var það mitt fyrsta verk að fara til kunningja mins, ekki míns eiginlega heldur foreldra minna, og biðja hann um að útvega mjer einhverja atvinnu. Hann tók vel við mjer og var mjer hinn bezti, en tjáði rnjer að síðustu að hann gæti ekki útvegað mjer neinn starfa, sjer þætti mjög leiðinlegt o. s. frv., en hann gæti ómögulega bent mjer á neitt, sem hann áliti að gæti verið mjer að liði. — Well, það var góð byrjun. Ungur og sterkur var jeg kominn til þess lands, þar sem fjósadrengur- inn getur orðið höfuð stórra herskara, ef hann hefur vit á annaðhvort að fleygja rekunni eða henda svo hátt af henni, að tekið sje eptir hon- um, og þar gat jeg ekkert verk unnið sem gerði mjer mögulegt að vinna mjer fæði og klæði. — Eptir þetta samtal við landa minn gekk jeg út um stræti og torg og hugsaði minn hag. Jeg ráf- aði lengi innan um bæinn utan við mig og hálf- sofandi eins og líkneski steypt úr dauðum von- um. A þeirri göngu relldi jeg þær fjaðrir sem lypt höfðu mjer úr sessi mínum á rúmbúkinni heima á Islandi og borið þunga minn inn í þenna bæ. Jeg átti ekkert víst hæli um nóttina og rjeð því af að láta nótt sem nemur og kvöld sem kem- ur. Peninga hafði jeg enga meðferðis nje aðra fjemæta muni, og jeg var búinn að sjá svo mikið af glitofnum fatavefnaði utan á þeim, sem fyrir fyrir augu mín höfðu borið, að jeg þóttist sann- færður um að enginn myndi láta svo lítið að myrða mig nje vinna mjer annað mein til þess að fá eignarhald yfir gráu vaðmálsfötunum sem jeg var í“. — Þjónninn kom í þessum svifum og tjáði okk- ur að maturinn væri á borð borinn og leiddi okk_ ur í afvikið herbergi þar sem við áttum að mat- ast. Mig sárlangaði að heyra framhaldið af sögu vinar míns og bað hann því að skjóta ekki frá- sögn sinni á frest þó við settumst að snæðingi, heldur halda áfram. — Hann teigaði til botns öl úr vænni ölkönnu sem sett hafði verið á borðið að undirlagi hans og hjelt slðan áfram, eptir að hafa beðið mig að gjöra mjer að góðu það sem fram var borið. — „Ja, það er fljótt yfir sögur að fara að jeg ráf- aði að lokum sinnulaus og utan við mig svo langt út úr bænum að jeg gat ekki náð til bæjarins áður en dimmt var orðið og rjeði því af að fara inn í húskofa einn sem varð á leið minni og biðjast gistingar að íslenskum sið. — Jeg barði að dyrum þrjú högg væn, en enginn kom til dyra. Jeg barði aptur önnur þrjú högg meiri en hin fyrri og fór allt á sömu leið. — Jeg þóttist sjá að þetta væri ekki vænlegur staður til gistingar, og snjeri þaðan burt. Síðan gekk jeg lengi lengi, eins og stendur í sögunum, þahgað til að mig bar að öðru húsi eða öllu held- ur kofa. Þessi staður var að því leyti álitlegri til gistingar en hinn fyrri að hann stóð opinn. — Jeg gekk inn og litaðist um og þóttist merkja á öllu að þær væri engin mannabyggð, heldur væri þetta hreysi eitthvað í líkingu við byrgi þau sem smalar heima á Islandi er sitja fje langt frá bæjum byggja sjer til afdreps í stórrigningum. Þessi staður fannst mjer kjörinn næturstaður og þar lagðist jeg til svefns í hálmrudda sem var þar í einu horni, þreyttur og stúiinn eptir allt þetta rangl um stræti og stigu og allt annað en í góðu skapi. Jeg fór úr treyjunni og lagði hana saman undir höfuð mjer, vafði vasaklútnum til enn frekari trygginga gegn pöddum og þesskonar smávegis um höfuð mjer, og gaf mig guði á vald. — (Frh.). Jarðarför W. G. Spence Patersons konsúls fór fram á hádegi í gær að viðstöddu miklu fjöl. menni af öllum stjettum. Paterson sál. var af skoskum ættum, og hafði fengið menntun sína við háskólann í Edinborg. Það sem hann hafði lagt sjerlega stund á var efna- fræði, og veitti hann síðar tilsögn í þeirri grein bæði erlendis og við gagnfræðaskólana á Möðru- völlum og í Flensborg. — Mestan hluta æfi sinn- ar hjer á landi dvaldi Paterson sál. sunnanlands, í Hafnarfirði og í Reykjavík. Hann vann um mörg ár í þarfir fjelags þess er notkunarrjett hafði fengið á brennisteinsnámunum í Krisuvík, en síð- an er það fjelag hætti störfum sínum flutti hann til Reykjavíkur. Hin síðustu 6 ár æfi sinnar hafði hann á hendi forstöðu hinnar svonefndu „ensku verslun- ar“. hjer í Reykjavík. —Enskur konsúll varð hann árið 1882. — Fáir eða jafnvel enginn útlendingur sem hjer hefur dvalið hefur sýnt í orði og verki jafn hlýj- an hug til lands vors og þjóðar eins og Paterson sál. Hann var einn þeirra fáu manna sem alstað- vildi láta gott af sjer leiða og það mun trauðla geta útíending sem fylgt hefur verið til grafar með meiri söknuði af öllum þeim er nokkur kynni höfðu af honum. Misprentast hefur 1 nokkrum eint. af síð. blaði Dagskr. 16 línu að ofan í fremsta dálki: œtti á að vera hætti. Bindindismannadrykkurinn ,Chika‘, er ljúffengur ög fínn svaladrykkur. »Chika« er ekki meðal þeirra drykkja sem meðlimum stórstúku Danmerkur af N. I. O, G. T. er bannað að drekka. Martin Jensen, Kjöbenhavn. Umboðsmaður fyrir ísland: F. Hjorth & Co. Fineste Skandinavísk Export Kaffe Surrogat, F. Hjortíi & Co. Kjöbenhavn K. Hr. L. Lövenskjöld Felíum — Fellum pi?, Sk.ien, lætur kaupmönnum og kaupfjelögum í tje allskon- ar timbur, einnig tekur nefnt fjelag að sjer að reisa hús, t. a, m. kirkjur o. s. frv. — Semja má við umboðsmann hans. Pjetur Bjarnason, ísafirði.

x

Dagskrá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.