Lögberg-Heimskringla - 11.06.1964, Blaðsíða 1

Lögberg-Heimskringla - 11.06.1964, Blaðsíða 1
Slofnað 14. jan., 1888 Slofnuð 9. sept., 1886 78. ÁRGANGUR WINNIPEG, FIMMTUDAGINN 11. JÚNÍ 1964 NÚMER 24 Kunnur at-hafnamaður lótinn „Mér líður ágætlega, heils- an góð, gigtin betri, hjartað brúklegt ennþá, þó það sé orðið þreytt og latt“, Þetta skrifaði þessi vinur okkar í síðasta bréfi sínu, en nokkr- um dögum síðar barzt okkur fréttin um að hann hefði lát- ist í svefni 30. maí. Hann var 88 ára að aldri. í bréfi sínu var hann að biðja um gjafa- miða á sendingar til íslands, því ávalt var hann með hug- an þar, eins og svo margir V.- Islendingar sem þar óluzt upp til fullorðinsára. Soffanías Thorkelsson Soffanías Thorkelsson var fæddur að Ytri-Másstöðum í Svarfaðardal, Eyjafirði, 5. apríl 1876. Foreldrar hans voru Þorkell Þorsteinsson smiður og bóndi á Ytri-Más- stöðum og Hofsá og kona hans Sigríður Jórunn Sigurð- ardóttir. ( Sjá Vestur-íslenzk- ar æviskrár). Hann fluttist vestur um haf til Winnipeg 1898, stundaði fyrstu árin bændavinnu. smíðar og verzlunarstörf og stofnaði síðar kassaverk- smiðju, Thorkelsson Limited, sem hann starfrækti árin 1920—47 og hagnaðist hann vel á henni enda var hann hinn mesti dugnaðarmaður. Jafnframt störfum sínum tók Soffanías mikinn þátt í félagsmálum íslendinga í Winnipeg, starfaði 36 ár í íslenzku Goodtemplara stúk- unum; í Helga magra klúbn- um meðan það félag var við líði og í Þjóðræknisfélaginu. Hann var forseti þjóðræknis- deildarinnar ,Frón“ í þrjú ár, var mikil hvatamaður að því að gefin var út Saga Islend- inga í Vesturheimi og studdi útgáfuna fjárhagslega. Hann var og stuðningsmaður Lög- bergs-Heimskringlu. Soffanías hneigðist að spíritisma svo sem bækur hans, Bréf frá Ingu I—II, gefa til kynna, en hann gaf þær út 1931—32. Átthagarnir voru honum einkar kærir og lagði hann leið sína þangað fjórum sinnum. Ferðahugleiðíngar sínar í tveimur bindum gaf hann út 1944, og sveitar sinn- ar minntist hann með höfðing- legum gjöfum, Hann var s æ m d u r Stórriddarakrossi Fálkaorðunnar 1939 og Stór- riddarakrossi með stjörnu 1958. Árið 1899 kvæntist Soffan- ías Jóhönnu Maríu Friðriks- dóttur frá Hvarfi í Víðidal. Hann missti hana árið 1948. Börn þeirra fimm lifa föður sinn: Þorkell Máni (C.M.) í Minneapolis og Paul í Winni- peg, Mrs. R. T. Flint (Ragn- heiður) í California, Miss Sigríður Thorkelsson og Mrs. S. Robinson (Marsilia) báðar í Winnipeg. Seinni kona Soffaníasar var Sigrún Sigurgeirsdóttir Jóns sonar. Þau giftust 1949 og stofnuðu sér fagurt heimili á Vancouver eyjunni í British Columbia. Hann varð að sjá henni á bak eftir 13 ára sam- búð, hún dó í september 1962, aðeins 55 ára. Soffanías var þrekmenni og bar allt sem að höndum bar með karlmensku og jafnaðar- geði. Við heimsóttum hann í sumar sem leið og þá var hann að smíða ýmissa fagra muni, hann kunni ekki við að sitja auðum höndum. Hann átti og gott bókasafn og undi löngum við lestur bóka sinna. Með honum er til grafar genginn einn af okkar mæt- ustu Vestur-íslendingum. CBC minnist íslenzka lýðveldisins Á miðvikudaginn 17. júní verður 20 ára afmælis ís- lenzka lýðveldisins minnst í kanadíska útvarpinu CBC. Forseti Islands Ásgeir Ás- geirsson flytur ávarp. Saga íslands verður rakin í stór- um dráttum með frásögn og í söng. Þessari útvarpsskrá verður útvarpað aðeins yfir CBW á miðvikudaginn kl. 8 e.h. en á laugardaginn 20. júní verður sömu skrá endurvarp- að um allt landið frá hafi til hafs yfir C.B.C. kl. 8 að kvöldi á öllum útvarpsstöðv- um nema í British Columbia, en þar kl. 5—5.30 P. D.T. Þessari skrá er útvarpað fyrri hálftíman af þættinum „Radio Inetrnational“. Graduates Dr. Jon Frederick Sigurdson Dr. Jon Frederick Sigurd- son winner of the Illarian Gopodye prize for highest standing in a four-year orthopaedic surgery course at the University of Pennsyl- vania Graduate School of Medicine in Philadelphia, re- turns to Winnipeg this month to visit his parents Dr. and Mrs. L. A. Sigurdson. Dr. Sigurdson graduated in medi- cine at the University of Manitoba in 1959. Thomas David Underwood graduated in Civil Engineer- ing from the University of Manitoba May 21st 1964. He is the son of Mr. and Mrs. Norman Underwood presently of Winnipeg and grandson of H. S. Axdal. When he was sixteen he was selected Queen’s Scout and sent to England that year. He is now employed by “Trane” an Engineering firm and being sent to Wisconsin and then to Toronto for further training. Hadley Jon Leif Eyrikson, B.A. — Honour student in third year law, received the following prizes: Archie Micay Q.C. (Corporations.) Harley M. Hughes Q.C. Memorial (Evidence). Mr. Eyrikson is articling with Asper, Freedman and Co. He is the son of Mr. and Mrs. G. S. Eyrikson of Winnipeg and grandson of Hallgr. S. Axdal. Mrs. Inez Bonnie (Bjarna- son) Rinn received her Diploma in Education from the University of Manitoba in May 1964. — She is the daughter of Mr. Björn Bjarna- son (af Viðfirðar ættinni á ís- landi) and Mrs. Elizabeth (Polson) Bjarnason of Lang- ruth, Man. Mrs. Annabelle (Slefanson) Wiens received Master’s De- gree of Social Work from the University of Manitoba in May 1964. — She is the Ambassador Thor frú í Los Angeles 'Það væri synd að segja, að eigi hafi verið bjart yfir ís- lendingum og dömum þeirra í Los Angeles í „Cockatoo Inn“ er þeir fögnuðu komu hinnu virðulegu sendiherra- hjóna á yfirreið sinni um hið víðáttumikla landnám sitt, en í s.l. aldarfjórðung hafa þau verið á verði um allt og alla sem að koma ættlandi þeirra við á erlendri grund. Sextíu ára afmælis Mr. Thors nýlega var minst að vonum í ræðum og ritum og þeim hjónum mikill sómi sýndur á margan hátt. Svo að ég fer eigi að endurtaka það hér. Föstudagskvöldið 5. júní s.l. höfðu íslendingar 17. júní samkomu sína í Los Angeles. Um kl. 7 e.h. byrjaði fjöldinn að koma, sumir langa vegi, en um kl. 8 voru þar saman komnir 150 manns í Jóns- messu bjartra nátta skapi, prúðbúið og glæsilegt. Eftir að sezt var að borð- um voru sungnir þjóðsöngvar íslands og Bandaríkjanna undir öflugri stjórn Gunnars Matthíassonar með ' undir- spili hljómsveitar Alois Slo- daughter of Mrs. and Mr. Stefán Stefánsson of Steep Rock, Manitoba, grand- daughter of the late Jón and Sæunn Stefánsson formerly of Gimli. Miss Marsa Arlen Waylett Miss Marsa Arlen Waylett received her Bachelor of Arts degree with Honors in Economics and Sociology in this years Spring Convocation at McGill University. Miss Waylett is the daughter of Squadron Leader and Mrs. F. J. Waylett of Montreal form- erly of Winnipeg, and the granddaughter of Mr. and Mrs. G. Hjaltalin, Wolseley Ave., | Winnipeg. Thors og vacek. Larry Thor, hinn vin- sæli þulur, stjórnaði sam- sætinu með sögum og mein- lausri glettni og sinni kunnu röggsemi. Stanley Ólafsson kynnti sendiherrahjónin og lýsti ferli Mr. Thors í þarfir ættlands síns utan lands sem innan. Þá flutti ambassadorinn ræðu um „Frjálst ísland“. Var ræða hans þrungin viti og mikilli þekking á hinum flóknu og margbrotnu mál- efnum sem sem að nú eru á döfinni í svo mörgum lönd- um. Hann kryddaði ræðu sína með kröftugum og markviss- um ljóðum frá fyrri og síðari tímum. Ást hans á ættlandi sínu rann sem rauður þráður í gegn um ræðuna hans. Að- dáun hans á U.S. var ótak- mörkuð á örlæti þeirra og als- nægtum. Frú Olavia Erlendsson Dager söng þrjá íslenzka söngva með undirspili Morris Mosby. Mr. Thors talaði bæði á ensku og íslenzku og virt- ist jafnvígur á bæði málin! Á meðal gesta voru frá Hollywood, Sybil Kamban og Abner Biberman, leikari og kvikmyndaframleiðandi frá Reykjavík á Islandi, Mr. and Mrs. Jón Sigurdson sem nú eru á förum heim eftir næst- um ár í L.A., frú Inga Hall- grímsdóttir, Eggert og Anna Magnússon, Anna og Þorgils Guðmundsson, eru þau í margra mánaða heimsókn hjá Hönnu Tremaine dóttur sinni á Long Beach; Björk Jósefs- dóttir með Amerískum fóst- urforeldrum sínum Webbs; Pétur Rögnvaldsson, kona hans og Alice Berg. Þá eru nýflutt hingað Karl Jóhann og Eyðunn Norman með dóttur sinni, Elfu. Þá eru hér í Pasadena, frú Áslaug Zoega Benediktsson með dótt- ur sinni, frú Freyju Hall- grímsdóttir en þær eru móðir og systir hins vinsæla borgar- stjóra Reykjavíkur, Geirs Hallgrímssonar. Til íslands hafa farið héðan Guðm. Thorsteinsson, María og Hugi Peterson, Kristín Erlendsson, Maria Mctosh of Nellie Smith Glassman, er hún íslenzk í móðurætt, gift lækni í Hollywood og hún er hjúkrunarkona frá Brandon, Manitoba, Canada. Stjórn kosin fyrir íslend- ingafélagið eru: Forseti, Páll Júlíusson; varaforseti, Petur Ronson; skrifari, Hugi Peter- son,; fjárhirðir, Maria Peter- Framhald á bla. 3.

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.