Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lögberg-Heimskringla

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lögberg-Heimskringla

						Fjandans skollaleikur
Eergsteinn Jonsson,
Box 213
REYKJAVIK? Icsland
Jan. 73

Allir viia að „blindman's blufí" heitir skollaleikur á íslenzku, og það er
engu líkara en að sá litli skolli. prentvillu-púkinn, hafi bundið fyrir augun
á okkur þegar við vorum að lesa prófarkir að íyrsta blaðinu sem kom út
í september. — Ekki var það nú samt. — Hann bara brá á leik á meðan við
vorum í símanum. Fólk hringdi í okkur frá Gimli, Riverton. Kaliforníu og
North Dakota til að herða á eftir blaðinu. Við vorum í flýii og galsi i púk-
anum. En nú eru lesendur farnir að segja okkur til syndanna. Þegar orðið
„bjargar" breyiist í „bjagar", brosir hann í kampinn snillingurinn gamli
hann Gísli Jónsson.
?|eimsfermgla
StofnaS 14. jan. 1888
Stofnað 9. sept. 1886
87. ARGANGUR
WINNIPEG, FIMMTUDAGINN 4. OKTÓBER 1973
r^&o®
NÚMER 29
> ¦
Læknirinn bærri 36 órum við visrina í Flin Flon
Flugfélögin raka soman höndum
Loftleiðir og Flugfélag íslands gengu undir sameiginlega
sijórn 1. ágúsi sl. Að loknum stofnfundi „Flugleiða" þann
dag fókust forstjórar beggja hlutaðeigandi félaga í hendur.
— Alfreð Elíasson, iil vinsiri á myndinni, of hálfu Loftleiða.
og Örn Ó. Johnson fyrir hönd Flugfélags íslands.
Áður var skýri frá því í Lögberg-Heimskringlu að sam-
einingin hefði verið samþykkt á aðalfundum beggja félag-
anna 28. júní sl. Hvort um sig, halda félögin áfram starfi
innan eigin starfssviðs.
Árið 1935 var dr. Percival
Johnson ungur maður með
ársgamla gráðu í iæknis-
fræði frá Mamtoba háskól-
anum, og var því til í að
verja tveim árum ævinnar
norður í nýbyr-gðum Mani-
tobafylkis, þar sem Hudson
Bay Mining and Smelting
Co., var að koma upp iðnaðar
þorpi, og dr. Pétur Guttorms
son hafði tekið við lækna-
stofu (clinic) og þurfti að-
stoðarlæknir.
En svo tognaði úr vistinni
og margt breytv'st. Árið 1937
um það leyti s< m þessi tvö
ár voru að taka onda, kvænt-
ist dr. Johnson Miss Eliza-
beth Swain frá ivlorris, Man.,
hjúkrunarkonu útskrifaðri
mí Winnxpeg líenerai School
of Nursing. Bæði kunnu vel
við sig norður í fylki, féll ve'l
við fólkið þar og fór að þykja
vænt um það. Dr. Guttorms-
son flutti burt árið 1943, en
dr. Johnson varð eftir. —
Læknastofan óx með vax-
andi íbúafjölda. Nú þjóna 11
læknar þar sem áður voru 3
og margar nýungar innleidd
ar, þar á meðal eitt af beztu
Fellibylurinn „Ellen" lér illum lárum í Reykjavík
Fellibylurinn „Ellen," sem
nýlega geisaði sunnar í At-
lantshafinu, kom við að skiln
aði í Reykjavík og víðar á ís-
landi nóttina 23. seplember.
Segir í Morgunblaðinu að
kröpp lægð hafi gengið yfir
vesiurhluta landsins.
Vindhraði í mestu hviðun-
um komst upp í 108 hnúta
(um 120 mílur) á klukku-
stun'd. — Tjón varð á mann-
virkjum og iausamunum, og
gífurJegt eignatjón, einkum í
Breiðholtshverfinu. „Hreiint
neyðarástand skapaðist um
tíma í Breiðholtshverfinu og
víða-r í Reykjavík," segir í
Morgunblaðinu. Um þrjúleyt
ið um nóttina var veðurofs-
inn verstur og ástandið svo
slæmt, að hjálparsveitir
voru yfirleitt ekki á ferð
nema í bifreiðum, enda stór-
hættulegt fyrir fólk að
standa    á   bersvæði    vegna
foks. En aila nóttina var ver-
ið að flytja konur, börn og
sjúklinga úr húsum í Breið-
holts- og Árbæjarhverfum.
Járn fauk af húsþökum 13
biðskýli fuku um koll. Trjá-
gróður í Reykjavík fór mjög
illa. Stór tré féllu víða eða
lögðust alveg niður, öninur
klofnuðu og greinar brotn-
uðu af. — Mikið tjón varð í
skógræktarstöðinni í Foss-
vogi, einkum á gróðurhús-
um. Aðrar gróðrarstöðvar í
Reykjavík urðu einnig mjög
illa úti.
Sjógangur var ekki mikiH
og því minna tjón en á horfð
ist í Reykjavíkurhöfn. Menn
voru í sumum bátunum alla
nóttina og yfirleitt hafði ver-
ið vel búið um bátana fyrir
nóttina. Þrjár til fjórar trill-
ur sukku samt í höfninni, —
bæði við Ægis- og Gramda
garð.
Um morguninn lægði veðr-
inu. Hafði orðið gífurlegt
tjón á eignum, og fjölmargir
höfðu hlotið meiðsli af völd-
um glerbrota og foks, en ekki
var vitað til þess að neinn
hefði slasast alvarlega af
völdum veðurofsans.
25 ára
hjúskaparafmæli
Þann 3. september 1973. —
Attu hin góðkunnu hjón Iris
og Björn læknir Jónsson í
Swan River, 25 ára hjúskap-
arafmæli. — Og var okkur
hjónunum boðið að vera þax
viðlátin, og njóta kaffineyzlu
að þeirra ágæta heimili, með
þeim og börnum þeirra og
mö'kum, og hópi af kunningj-
um þar í bæ og nágrenni. —
Skemmti fólk sér lengi dags
með fjorugum samræðum og
árnaðaróskum. — Við hjónin
dvöldum í nokkra daga í
bezta yfirlæti. — P. Hallson.
læknaþjónustukerfum fylkis
ins.
Stærsta kveðjuathöfnin var
naidin í siærzta samkomu-
húsinu í Flin Flon, því ann-
arsstaðar komust ekki vel-
unnarar þeirra hjóna fyrir
Taldist svo til að 592 manns
hefðu sitið þar að máltíð. —
Mun læknirinn, kona hans og
börn, sem bæði eru fædd og
uppalin í Flin Flon, hafa ver-'
ið aðal umtaísefni einstakl-
inga undir borðum ekki síð-
ur en ræðumanna er tóku
þar til máls, og flestir hafa
víst kallað lækninn „Percy".
Formaður Hudson Bay
Mining and Smelting, Mr. W.
A. Morris, gerði sér ferð frá
Toronto til að taka þátt í at-
höfninni. í ræðu sem hann
hélt sagði hann meðal ann-
ars: „Fólkið hér í Flin Flon
horfir á eftir Percy með
söknuði ,en það ber höfuðin
hátt og segir „þar fer mað-
ur." —• Stéttabróðir hans, dr.
Harvey McNicol frá Winni-
peg, sagði í aðalræðunni sem
haldin var við þetta tæki-
færi: „Aldrei aftur fáið þið
mann sem jafnast á við dr.
Percy Johnson í Flin Flon."
Hann sagði að dr. Johnson
væri viðurkenndur um allt
fylkið sem fær og ósérplæg-
irm læknir, og vel að sér í
sinni grein.
Manndómur hans og mann
úð komu fram í starfinu. —
Flin Flon Clinic þjónar stóru
umhverfi, sem tekur yfir
Cranberry Portage, Snow
Lake, Lynn Lake og ótal
smærri staði í Manitoba, svo
og Pellican Narrows í Sask-
atchewan. — Af íbúa fjölda
norður byggðanna eru um
tveir þriðju starfsmenn
Hudson Bay Mining and
Smelting Co., og vildi félagið
koma á heilsuverndarkerfi
fyrir sína menn og þá sem
þeir þurftu að sjá fyrir. —
Ungu læknarnir urðu fljótir
til að leggja þessum hugsjón-
um lið. Gengu tveir íslenzkir
læknar fram í því að hjálpa
til við skipulegginguna, þeir
dr. Percival Johnson og dr.
Norman Stephansson. scm
nú stjórnar Northern Health
Unit. — Hann er sonur dr.
Stephans Stephansson, sem
eitt sinn veitti forstöðu Flin
Flon Clinic.
Hudson Bay Mining and
Smeiting Heaith Associatiou
varð fyrr til með sjúkratrygg
ingu en fylkið með MMS —
(Manitoba Medical Services)
Framhald á bls. 5.
Sigurður
Magnússon
tekur við nýju starfi
Sigurður Magnússon, hinn
vinsæli blaðafulltrúi Loft-
leiða síðastliðin 20 ár, er
Vestur-íslendingum að,
góðu kunnur. — Hann var
, heiðursgestur á einu árs-
þingi Þjóðræknifélags ls-.
lendinga í Vesturheimi, —
flutti þar ræðu og sýndi
myndir.
Nú hefir Sigurður verið
skipaður forstjóri Ferða-
skrifstofu ríkisins á Is-
landi og tók við þeirri
stöðu 1. september sl.
Lögberg-Heimskringla
þakkar þessum holla vini
landanna vestan hafs góð
kynni, og óskar honum og
hans nánustu gæfu og
góðs gengis í framtíðinni.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8