Lögberg-Heimskringla - 01.12.1977, Blaðsíða 1

Lögberg-Heimskringla - 01.12.1977, Blaðsíða 1
Bergateinn Jónseon Box 218 Reykjavik, Iceland 1. DESEMBER - FULLVELDISDAGUR ÍSLANDS FULLTRÚI PÓSTÞJ6NUSTUNNAR f HEIMSÓKN TIL LÖGBERGS-HEIMSKRINGLU sífellt reynt- að bæta þjónustuna við áskrifendur blaðsins 91. ARGANGUR WINNIPEG, FIMMTUDAGINN 1. DESEMBER 1977 NUMER 41 ICELANDIC CANADIAN CLUB I TORONTO FTJNDURINN f TORONTO, sem við sögðum frá í síðasta blaði, gaf formanni félagsins vissulega, tilefni til að brosa. Hann hafði sannarlega ástæðu til ]>ess að vera ánægður með aðsóknina, en yfir hunrtrað manns sóttu fundinn, og er það meiri funda.rsókn en nokkru sinni fyrr. Meðal fundarmanna voru bæði ungir og gamlir, — ]>ar mátti t.d. s,já Ragnhildi Guttormsson sem er orðin 91 árs, og ungt fólk var fjöl- mennt. Á baksíðu blaðsins í dag birtum við frásögn af fund- inum, á ensku, og einnig nokkrar myndir, sem teknar voru á fundinum. Bob MUler, presldent Formaður félagsins, Bob Miller stjórnaði fundinum, og eftir stutta yfirlitsræðu hans gafst ritstjóra Lög- bergs-Heimskringlu tæki- færi til þess að ávarpa fund argesti, og siðan var kvik- myndin “They shouldn’t call Iceland Iceland” sýnd, og er óþarft að taka fram, að henni var mjög vel tekið, eins og annars staðar, sem hún hefur verið sýnd í Kan- ada. Undir lok fundarins ávarp aði formaður félagsins við- stadda, og þá alveg sérstak- lega hjónin R. Cameron ög Erlu Macaulay, og tilkynnti, að þau hefðu verið gerð að heiðursfélögum Icelandic Canadian Club of Toronto. Fór formaður lofsamlegum orðum um framlag þeirra hjóna til félagsmála Islend- inga í Toronto, og nefndi mörg dæmi um fórnfýsi þeirra. Voru þeim einnig af- hentar gjafir frá félaginu. Mjög var ánægjulegt að ræða við hina ýmsu félags- menn á fundinum. Margvís- leg málefni bar á góma, og kom í Ijós mjög mismunandi áhugi á Islandi og íslenskum málefnum. — Má nefna sem dæmi hjón, sem þarna voru, bæði kanadísk, sem tekið hafa ástfóstri við íslenska hestinn, og hafa nýlega haf- ið innflutning á hestum til Kanada. 1 sumar dvaldi hjá þeim islenskur tamninga- maður, og gerðu þau sér von ir um, að hann kæmi til þeirra aflur síðar. Á öðrum stað í blaðinu í dag er birt bréf frá þeim, þar sem þau óska eftir að komast í kynni við þá, sem kynnu að eiga íslenska hesta í Kanada. Þá hittum við einnig mann, sem kominn er talsvert framyfir miðjan aldur, og hefur það aðaláhugamál að læra ís- lensku. ÚTGÁFA BLADSINS Að lokinni kvikmyndasýn- ingunni voru tvö tölublöð- af Lögbergi-Heimskringlu lögð fram, og þá gafst rit- stjóranum tækifæri til að ræða um útgáfuna við fund- armenn. Kom þá ýmislegt fróðlegt fram, — þannig voru til dæmis mjög skiptar skoðanir á því, hvort megin- efni blaðsins ætti að vera á íslensku eða ensku. Virtust samt flestir hallast að því að íslenskan ætti að vera meira ráðandi á síðum blaðsins, en nauðsynlegt væri einnig að hafa hluta efnisins á ensku. Það kom einnig í ljós, að meðal fundargesta voru ís- lendingar, sem hafa verið búsettir í Toronto i allt að tíu ár og höfðu aldrei séð Lögberg-Heimski'inglu fyrr en þarna á fundinum. — Og það er ánsegjulegt að geta skýrt frá því, að eftir að hafa skoðað blaðið á staðn- um, þá óskuðu flestir þeirra eftir því að fá það sent, og bættust því við allmargir ný ir áskrifendur á fundinum. I forystugrein blaðsins i dag er fjallað nánar um þetta. Daginn eftir fundinn gafst undirrituðum tækifæri til þess að hitta nokkra Islend- inga að máli, og verður vænt anlega unnt að birta meira efni frá Toronto á næstunni. já fVAR Ræðismannafélagið í New York kaus nýlega ívar Guð- mundsson, ræðismann Is- lands í New York, forseta fé lagsins, og er það í fyrsta skipti, sem Islendingur er kjörinn í það embætti. Ræðismannafélagið í New York er fjölmennasta félag sinnar tegundar, og eru um eitt hundrað ræðismenn með aðsetur í New York. Venju- lega eru það ræðismenn f jöl- mennustu ríkja heims, sem kosnir eru í embætti forseta félagsins, og er þessi kosn- ing Ivars mikil viðurkenning fyrir hann, og þjóð hans. Ivar Guðmundsson, sem ó- þarft er að kynna fyrir les- endum^L.H., mun gegna em- bætti forseta ræðismannafé- lagsins í eitt ár, samkvæmt lögum félagsins. já ERU ÞEIR LÉLEGIR f KANADA ? sjá bls. 3 ÞAÐ er kunnara en frá þurfi aö seg.ja, aÓ útgefendur Lög- f ergs-Heimskrihglu leggja, allt kapp á góða þjónustu við lesendur sína og áskrifendur. Stundum berast okkur kvart- anir frá áskrifendum, sem fá ekki blaðið með skilum. Getur þá hvort tveggja Aærið, að blaðið kemur ekki til þeirra fyrr en seint og síðar meir, eða það berst alls ekld. Hvort tveggja er auðvitað a.lls óviðunandi. Síðustu mánuði og vikur hefur verið rcynt að gera nákvæma úttekt á póstmálunum, bæði hvað snertir Kanada og Island. Skemmst er frá því að segja, að blaðið fer yfirleitt alltaf á sama tíma frá skrif- stofunni í Winnipeg, og eru frávik ekki nema 1—2 á ári, og oft alls engin. Blöðin, sem fara til Islands eru send í einu lagi og síðan er þeim dreift frá umboðsskrifstofu blaðsins í Reykjavík. Blöðin eru ávallt send frá skrifstof- unni í Winnipeg á sama tíma á fimmtudögum, og daginn eftir fara þau flugleiðis til Chicago, og þar eru þau af- greidd um borð í Flugleiða- vél. — Þannig hafa þau til skamms tíma farið frá Chi- cago á föstudagskvöldum, eða daginn eftir útkomudag. Nú hefur áætlun Flugleiða hins vegar breyst nýlega, og föstudagsferðin var lögð nið ur, svo blaðið kemst ekki frá Chicago fyrr en á þriðjudegi núna yfir vetrarmánuðina. Pelletier kom í heimsókn Sem fyrr segir, þá er búið að ganga frá öllum blöðun- um frá skrifstofunni sama daginn og blaðið kemur úr pressunni. — Það er komið á pósthúsið í Winnipeg síðdeg is þessa daga, fimmtudaga. Áskrifendur sums staðar í Manitoba, og annars staðar í Kanada, hafa kvartað und- an þvi, að blaðið berist ekki fyrr en mörgum dögum eft- ir útgáfudag, og stundum líð ur jafnvel enn lengri timi. — Við höfum oft kvartað við póststjórnina, og siðast var óskað eftir því, að póststjórn Framh. á bls. 5

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.