Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lögberg-Heimskringla

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lögberg-Heimskringla

						WINNIPEG, FÖSTUDAGUR 30. JANÚAR 1981-3
Ferðaskrifstofan Farandi í Reykjavík
Nú í lok janúar eru margir farnir
að hugsa til sumarsins og
sumarfrísins. Þegar við fréttum að
ný ferðaskrifstofa hefði hafið starf-
semi sína á íslandi datt okkur í hug
að ekki væri úr vegi að segja svolítið
frá starfsemi hennar ef verða mætti
einhverjum vestanhafsins að gagni
sem hugsar til Islandsferðar í sumar.
Stofnandi og forstjóri ferðaskrif-
stofunnar er Haraldur Jóhannsson.
Nafn Haraldar er vel þekkt meðal
framámanna í ferðamálum á Is-
landi. Hann starfaði lengi fyrir Flug-
félag Islands og síðan fyrir Loft-
leiðir. Þessi tvö félög rugluðu svo
saman reitunum og ber það félag
nafnið Flugleiðir eins og flestum
mun kunnugt.
Eftir að Haraldur hætti störfum
hjá Flugleiðum vann hann um tíma
við móttöku Svissneskra ferðalanga
á vegum þarlendrar ferðaskrifstofu
á íslandi. Hann hefur og á löngum
starfsferli sínum við ferðamál ferð-
ast vítt og breitt um heiminn og
notið þeirra ferðalaga í ríkum mæli.
Hann er því vel kunnugur óskum og
kröfum ferðamannsins.
Haraldur segir að ferðaskrifstofan
Farandi muni annast móttöku
erlendra ferðamanna á Islandi og
einnig útveguh ferða og fyrir-
greiðslu fyrir íslendska ferðamenn
erlendis. Hann segir: "En ljúfast
lætur mér að vísa veginn og sýna
ókunnugum mitt undurfagra land,
sem ekkert á sér líkt undir sólunni og
í rauninni er í mótun, jarðfræðilega
eitt það yngsta á jarðkúlunni".
Skrifstofan hefur á boðstólum
styttri ferðir daglega. Ýmist hálfs-
eða heilsdags ferðir út úr Reykjavík
til ýmissa staða, sem athyglisverðir
eru vegna sögunnar eða vegna nátt-
úrufegurðar og/eða hvort tveggja.
Má þar til nefna Þingvelli, Gullfoss
Geysi, Hveragerði, Hvalfjörð,
Grindavík (dæmigert útgerðarþorp),
Krisuvík (heitir hverir og laugar),
fram með Eyjafjallajökli og
fossprýddum Eyjafjöllum til Víkur í
Mýrdal. Einnig ferðir í Þjórsárdal og
Reykholt (þar sem Snorri bjó) og
víðar. Eins dags ferðir með flugi,
báðar leiðir, svo sem til Heimaeyjar
í Vestmannaeyjum þar sem gaus
árið 1973, til Egilsstaða, Akureyrar
og Mývatns. Tveggja og þriggja daga
ferðir, til Hornafjarðar og til Vest-
fjarða. Minna má á ferð sem kallast
"Highland Experience". I þá ferð er
brottför tvisvar í viku frá Reykjavík.
Ekið norður Sprengisand og gist að
Hótel Eddu, Stóru Tjörnum. Næsta
dag farið að Mývathi og skoðaðar
Dimmuborgir, Námaskarð o.fl. Ekið
til Akureyrar og gist. Á þriðja degi
ekið um Kjalveg til Reykjavíkur.
Enskumælandi leiðsögumaður að
sjálfsögðu með allan tímann. Lengja
má dvölina, ef óskað er, við Mývatn
eða á Akureyri. Einnig er boðið upp
á vikuferð á hestum undir leiðsögn
um Skagafjörð og nágrenni. Þarna er
á boðstólum einstök ferð sem hefst
6. júlí n.k.
Við erum í góðri samvinnu við
Ferðaskrifstofu  Ríkisins  (Iceland
Tourist Bureau), segir Haraldur, og
höfum til sölu flestar þeirra stærri
ferðir, en þær eru mismunandi að
lengd um minni eða stærri svæði
landsins, í byggð eða utan. Gistingar
á hótelum.
Umboðssölu hefur ferðaskrifstof-
an FARANDI fyrir allar ferðir Ice-
land Safari, - Úlfars Jacobsen, fjalla-
ferðir, sem hafa orðið vinsælli með
hverju árinu.sóttar af öllum stéttum
fólks hvaðanæfa úr heiminum.
Ferðast er á fjallabílum, gist í
tjöldum en sérhannaður eldhúsbíll
með eldabusku fylgir eftir.
Einnig hefur Haraldur til sölu
ferðir   Útivistar.     Þær   ferðir
eru að því leyti frábrugðnar þeim
fyrrnefndu að hér er aðallega um að
ræða gönguferðir og stundum
fjallagöngur. Mælir Haraldur sér-
staklega með 3 lengri ferðum á
vegum Útivistar á komandi sumri,
þegar farið verður á vit Öræfanna.
Segir hann þessar ferðir ætlaðar
þeim sem unna óspilltri og hrika-
legri náttúru.
Einnig sér ferðaskrifstofan um að
Haraldur Jóhannsson, stofn-
andi og forstjóri ferðaskrifstof-
unnar FARANDI í Reykjavík.
skipuleggja ferðir fyrir hópa jafnt
sem einstaklinga, jafnvel með lúxus
þjónustu ef óskað er.
Haraldur segir ennfremur að ef
fyrirvari sé nægur geti hann útvegað
laxveiðileyfi en þau eru dýr á ís-
landi, enda þar einhverjar
vinsælustu laxveiðiár í heimi.
Silungsveiði er hinsvegar oftast
hægt að útvega með skömmum
fyrirvara við afbraðgs aðstæður.
Nýlega hefur einnig verið komið
upp sjóstangarveiðiútgerð á
Húsavík sem hægt er að fá aðgang
að. Enn eitt af því sem Ferðaskrif-
stofan Farandi býður upp á er
dvalartími á góðum sveitaheimilum,
sem vel eru í sveit sett á íslandi.
Sumum þessara bæja fylgja silungs-
veiðileyfi og hestar til reiðferða eru
söðlaðir ef þess er óskað.
Að lokum lét ferðalangurinn og
forstjórinn Haraldur Jóhannsson
þess getið að öllum væri velkomið
að senda honum línu ef óskað væri
upplýsinga um ferðir þær sem hann
hefur upp á að bjóða á íslandi, til
FARANDI TRAVEL SERVICE AND
TOURS LÆKJARGATA 6 A,
Reykjavík, Iceland.
M.
Sólskinsárið 1980
Árið 1980 er liðið og alls ekki úr
vegi að rifja upp í stórum dráttum
veðurfarið á Islandi á því herrans
ári, sem sjálfsagt verður lengi
minnst á Suðurlandi fyrir sólríkt og
bjart sumar.
Veðráttan var Islendingum hag-
stæð 1980 að frátöldum nokkrum
hretum í vetrarmánuðum. Meðal-
hiti var heldur lægri en í meðalár-
ferði en sólskinsstundir þó miklu
fleiri en í meðalári.
Vetrarmánuðirnir janúar, febrúar
og mars voru mildir og snjóléttir.
Mars þó nokkuð næðingssamur og
gerði ofviðri mikið um vestan og
norðvestanvert landið.
Vormánuðirnir apríl og maí voru
mjög mildir, einkum á Norður-og
Austurlandi.
Sumarið júní - september • var í
heild sinni gott alls staðar á landi.
Haustmánuðirnir október-nóvem-
ber voru fremur kaldir og þurrir og
er þetta kaldasta haust í Reykjavík
síðan 1930.
Desember var kaldur. Aðafaranótt
þess 1. des. gerði fárviðri á Norð-
austurlandi og miðunum þar undan.
Slæm færð var um og eftir miðjan
mánuð og lokuðust fjallvegir víða.
Þann 18. desember var hiti 10 gr.
undir meðallagi í Reykjavík.
En  þó  desember  væri  kaldur,
verður þessa árs, eins og fyrr sagði,
vafalaust fyrst of fremmst minnst
vegna góða veðursins.
Síðbúin kveðja
Arthur K. Swainson liðsforingi og
dómari lést langt um aldur fram í
Ottawa fyrir rúmu hálfu öðru ári
síðan, þ.e. 27. ágúst 1978. Arthur
var fæddur í Glenboro, Manitoba
þann 8. ágúst 1931, sonur þeirra
hjóna Líneyjar og Ingólfs Swainson.
Arthur var hámenntaður maður.
Árið 1955 lauk hann almennu
lögfræðiprófi frá Manitobaháskóla
og hóf þá störf á lögfræðiskrifstofu
kanadíska hersins. Næstum því ára-
Arthur K. Swainson.
tug síðar hélt hann lögfræðináminu
áfram og lauk meistaragráðu í
lögum frá Manitobaháskóla árið
1976. Hann starfaði á ýmsum
stöðum, bæði hér í Kanada og í
Evrópu pg var skipaður dómari
(Judge in the Judges' Advocates Of-
fice) skömmu fyrir andlát sitt.
Arthur var kvæntur Marion Ol-
son, og eignuðust þau þrjár dætur.
Arthur heitinn hlaut ýmiss konar
heiður í lifanda lífi. Má rétt nefna
heiðurspening hennar hátignar
Elísabetar drottingar sem honum
var veittur árið 1977.,
Eftir lát Arthurs var efnt til sér-
stakrar gróðursetningar til minn-
ingar um hann í honum svonefnda
kanadíska lystigarði í ísrael.
Þess skal að lokum getið að af
hreinni vangá en ekki yfirlögðu ráði
hefur það dregist miklu lengur en
góðu hófi gegnir að minnast Arlhurs
K. Swainson hér í blaðnu.     H.B.
ísland hinn 9. júni 1980 kl.
10.17 að morgni. Myndin var
tekin úr gervihnetti. Varla sást
skýhnoðri á himni; dæmigerð
mynd fyrir sumarið göða 1980.
BUYING OR SELLING
REAL ESTATE
IN WINNIPEG AND
IN THE INTERLAKE
CALL
Interlake Agencies Ltd.
Winnipeg.......284-1490
Gimli..........642-8859
Arborg......... 376-5509
Selkirk.........482-6944
Stonewall  ......467-8930
^—Atjwm LtBL

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8