Fréttir

Tölublað

Fréttir - 14.10.1918, Blaðsíða 1

Fréttir - 14.10.1918, Blaðsíða 1
DAGBLAÐ 166. blað. # 6ztii skyiinnnar vii zttjiriina! Sú krafa kveður nú við uin öll meginlönd Norðurálfunnar, — hef- ur kveðið við §íðustu árin í meiri og ógurlegri alvöru en endranær. Og þungar eru þær kvaðir, er þjóðirnar í heild sinni og þá ekki síður einstaklingarnir hafa á sig og sína lagt til þess, að verða við þeirri kröfu. Fjármunum, jarðeignum, heilsu, heimilisyndi og lífi hafa menn fórnað miljónum saman til þess að rækja skyldu sína við ættjörð- ina. Og þó að menn horfi með hrylling og skelfingu á hamfarirnar með þjóðunum og fordæmi alt at- ferli valdhafa þeirra, er veraldar- bálinu hafa á stað komið og elds- neyti að því borið til þess að halda því við, þá verður því eigi á móti borið, að stórfengleg fordæmi fórn- fýsi og ættjarðarástar eru ótal mörg, sem komandi kynslóðum og þeim er á horfa, eru til eftirbreytni. Vér Islendingar erum svo hepnir, að hafa eigi þurft, enn sem komið er, að lenda í bálinu, þótt afhroð höfum vér nokkuð goldið í manna- láti, bæði frænda vorra, Vestmanna, er fallið hafa á vígvelli, og þeirra er af ófriðarslysum hafa farist, og dýrtíð af ófriðarvöldum hafi að oss þrengl nokkuð. Og nú getum vér sjálfir aílað oss tryggingar fyrir því, að lenda ekki í því; ef vér vilj- um, eigum vér kost á að sitja hjá hlutlausir þóttDanir eða hin Norður- löndin lendi í bálinu. Er það eigi lítilsvert, því að hætt myndi ella vorum vegg, er hinn næsti brynni. Þá er oss og gefinn kostur á að fá kröfunt vorum um fullveldi og fána fuílnægt, svo að m. a. skip hins fullvalda, hlutlausa íslenzka ríkis geti frjáls farið ferða sinna með lífsnauðsynjar til vor undir vorum eigin fána, þótt eigi mætti sigla mtdir fána ófriðarríkis til vor. Og þetta leggur enga lífkröfu eða blóðtökukvöð oss á herðar, — eigi er annars krafist, en að vér gjöldum því já-kvæði, að þetta viljum vér. Og er það ekki skylda vor við ættjörðina, við sjálfa oss og börn Vor að gera það? Vér trúum því eigi, að nokkur ^lendingur með óspilt hugarfar og °brjálaða hugsun, er til þess er k^addur, geti heinta setið og ekki Reybjavík, mánndaginn 14. október 1918. Sími 231. Bókaverzlun Simi 231. Gu3m. Gamalíelssonar Austurstræti 17. í £ œ E Allar fáanlegar islenzkar bækur og nótnabækur. 5" 00 3: » 2 s c «o OJ T3 s § Nýjustu bækurnar á markaðinum : 3* < ss CD CD « ■« Dýrðlingurinn. CL 1 h skáldsaga eftir C. F. Meyer. Bjarni frá Vogi íslenzkaði. » cn s ® t- Sóknin mikla eftir Patrek Gillsson. m =3 Jsd <2 ® :£ Insta þráin eftir Johann Bojer. 3 s — Tvær sögur eftir Huldu. TÍU sögur eftir Guðm. Friðjónsson. Örninn ungi og Gestur eineygði eftir Gunnar Gunnarsson og sú allra-nýjasta: Bónorðsbréf, ástabréf og ýms önnur bréf ómissandi bók öllum ungum mönnum og konum, — og þó eldri séu. Allar þessar bækur til sölu í Bókaverzlun Sími 231. Guðm. Gamalíelssonar Austurstræti 17. Sími 231. lagt sinn skerf til að þetta megi verða. Vér trúum því ekki, að nokkur sá kjósandi sé til í landinu.^er lætur undir höfuð leggjast, ef honum er auðið, að koma til atkvæðagreiðsl- unnar á laugardaginn og játa full- veldi og hlutlevsi fósturjarðar sinnar. Krafan mikla: gætið skyldunnar við ættjörðina! — hljómar nú einnig til vor með meiri alvöruþunga, en nokkru sinni áður, þótt eigi þurf- uffl vér annað í sölurnar að leggja til að gegna henni, en að hverfa stund úr degi (eða dag í sveitum) á ákveðinn stað og greiða atkvæði. En hafi það allir hugfast, að það er dð segja til þess, hvort vér vilj- um vera af olheimi viðurkend full- valda þjóð, — hvort vér viljum sigla frjálsir undir vornm eigin þjóð- fána, hvar um höf sem vér viljum og - - hvort vér viljnm að œttjörð vor sé áfram í ófriðarliœttu eða nái hlutleysis-viðurkenningu alþjóða i ófriði, hvað sem i skerst um hin önnur Norðurlönd. Athugið hvað þér eigið að gera næsta laugardag í alvöru og ces- ingalaust. Gœtið skyldunnar við œttjörðina! Gosið. Jöknllilanp á Mýrdalssandi. Samkvæmt símfregn í gærkvöldi hafði verið besta veður í Vík í gærdag og sólskin með köflum. Öskufall sama sem ekki neitt. Mökkinn lagði fyrir norðan og yfir á Rangárvöllu, var þar og í Landeyjum allmikið öskufall. Sýslumaðurinn í Vík sendi tvo menn austur að Höfðabrekku í gær til að líta eftir ummerkjum. Dimt var að sjá inn yfir jökulinn og gosstöðvarnar, svo að þar var ekkert að sjá. En á Mýrdalssand- inum sáust merki eftir jökulblaup sem sýndist hafa náð austur á miðjan sand og verið einna mest um Hjörleifshöfða. Voru jökulbrot og jakar hingað og þangað um sandinn og málti nokkuð ráða af þeim, hvar hlaupið hefði verið mest. — Höfðu sendimenn gott sýni yfir sandinn af Háfelli við Höfðabrekku. Virtist þeim ekki sýnilegt að neitt hlaup hefði komið austast á sandinum og að Álfta- verið væri því ósnortið, nema ef vera kynni að sjógangur hefði verið einhver þar á ströndina. Við Múlakvísl sáust merki þess að um farveg hennar hafði farið partur af hlaupinu. Vatn var nú orðið lítið í henni, en jakar miklir voru beggja megin. Klifruðu þeir 2. árgangur. Kensla. Eins og að undanförnu tek ég að mér að kenna alskonar hann- yrðir bæði börnum og fullorðnum stúlkum. Elín Andrésdóttir Laugaveg 11 (uppi). upp á einn sem þeim virtist vera um 4 mannhæða hár, en aðrir voru þar þó miklu stærri. Austan yfir sandinn hefur eng- inn komið síðan hlaupið sjatnaði, enda mun hann tæplega greiðfær. En menn vona að enginn hafi verið á ferð um hann að austan, þótt vissa fáist ekki um það fyr en síðar. Trygt mun vart þykja að leggja á sandinn bráðlega, því að þess eru dæmi að hlaupin komi hvert á fætur öðru. — Herskip tvö allstór höfðu verið á sveimi allan daginn i gær framundan Vík. 6u9!asti nzrt gengur það, að strákarnir hér á götunum hrópa Einar Þveræingnr fyrir 5 anra. — Það hneykslar mig ákaflega, að heyra nafn spekings- ins forna bendlað við þann varn- ing, sem út er boðinn með hans góðfræga natni fyrir 5 aura. — Hinn forni spekingur varaði landa sína við að glata frelsi sinu, en þessi 5 anra Þveræingur gerir al- veg hið gagnstæða. — Með orðum rifrildissjúkra, röksemdasnauðra blekbullara, útbásúnar hann marg- þvældar og jafn-marghraktar stað- leysur, sem að eins annað tveggja sauðþrá nautheimska eða blygð- unarlaus ósvífni og skeytingarleysi um, hvort farið er með rétt mál eða rangt, hefur einurð til að bera á borð fyrir almenning. Hættu sem allra fyrst að koma út, 5 aura Pveræingur! — Kom þú helzt bara að eins einu sinni oftar fyrir almenningssjónir, og þá að eius með eina grein, sem sé: innilega forlátsbón til íslendinga, fyrir stuldinn og vanheigunina á nafninu spekingsins fornfræga. Annað erindi áttu ekki hér eftir til íslenzku þjóðarinnar — niundu

x

Fréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir
https://timarit.is/publication/179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.