Gjallarhorn - 27.11.1912, Blaðsíða 1

Gjallarhorn - 27.11.1912, Blaðsíða 1
QJALLARHORN. Ritstjóri: Jón Stefansson. VII. 7. Akureyri 27. nóvember. 1912. Verzlunarsambönd í svíþjóð er bezt að fá með þvf að auglýsa í ,Göteboigs Handels och Sjöfat tstidning. Adr.: Upplag 30,000 expl. Qöteborg1. Laugardaga 55,000 expl. G. Gíslason & Hay, Ltd. Reykjavík Leith er elzt og stærst af íslenzkum heildsölu- verzlunum, og stendur því langbezt að vígi með að selja og útvega, kaupmönnum og kaupfélögum, allar útlendar vörur, hverju nafni sem nefn- ast, með hæfilegu verði og góðum kjörum og kaupa * og taka í umboðssölu, allar íslenzkar af- urðir, svo seljanda verðisem hagnaðarmest. Firmað hefir erindreka í Noregi og Danmörk. Kaupmenn og Kaupfélög! Áður en þið kaupið hjá öðrum, eða ráð- stafið innkeyptum afurðum, ættuð þið að Ieita upplýsinga hjá G. Gislason & Hay, Ltd. Júlíus Havsteen yfirréttarmálaflutningsmaður Strandgötu 37 ertil viðtals kl. 10—11 f. h. 2—3 og 5—6e. h. Talsimi 93. Myrens mek. Vaerksted, Kristiania Viking Renifabrik, — Lövners Maskinforretning — Teknisk Bureau, Stavanger Representeret i ved Gust. Blomkvist, Siglufjord. „Andels Anstalten Tryg“ er stærsta og ódýrasta lífsábyrgðarfé- lagið, er starfar í Danmörku. Arið sem leið voru keyptar lífsábyrgðir í dönsk- um lífsábyrgðarfél. fyrir þessarupphæðir: Andels-ýtnstaltenTrygkr. 18.500.000 Hafnia — 14.317.421 Stats-Anstalten — 13.000.000 Danmark — 6.000.000 Dansk Folkeforsikring — 5.185.652 Carentia — 5.000.000 Nordisk Livsforsikring — 1.813.371 Fremtiden — 1.293.559 Dan — 800.000 Koldinghus — 200.000 Andels Anstalten langefst á blaði. Barnalíftryggingareru hvergihent- ugi né betri en í þessu félagi. Hægt að kaupa ábyrgðir þannig, að öll ið- gjöld hcetta, ef faðir barnsins eða fóstri deyr, en lífsábyrgðin er samt sem áður t' fullu gildi og verður borg- uð út á ákveðnum tíma. Allir ættu að Kftryggja sig í „Andels Anstalten.a Umboðsmaður: Jón Stefdnsson Akureyri. Hœttulegar stjórnmálaógöngur. Utanríkisráðherrar í vandrœðum. Öll Norðurálfa stendur á öndinni út af ófriðinum á Balkanskaganum. Blöð allra þjóða liennar, tala ekki um annað en hvað af honum geti hlotist. Þjóðirnar finna það allar og vita, að þær standa í kviksyndi þar sem þær geta horfið, hvenær sem vera vill, jörðin getur opnast og gleypt þær kvikar, ef svo mætti að orði kveða. Eins og kunnugt er, hefir ófriður- inn tekið alt aðra stefnu en búist var við. Allir, eða langflestir, ætluðu að Tyrkir mundu fljótlega ganga sigri hrósandi af hólmi, en Sam- bandsþjóðirnar liggja blóði stork- nar í valnum eftir skamma viður- eign. Þetta hefir orðið alveg öfugt í reyndinni. — Reyndar halda nokk- ur af hinum stærri Norðurálfu- blöðum því fram enn þá, að Tyrkir muni stinga fótum við á síðustu stundu, rísa á fætur með yfirnáttúrlegu afli, hrista sig eins og ljón og reka fjendur sína af »höndum sér, út fyrir landamærin. Þeir beri allar hrakningar sínar með frábærri ró — ekki örvænting- ar og vonleysisró þess lémagna, heldur öruggri trú á það að öllu sé óhætt hjá þeim enn þá, og þeir séu hið ráðandi afl. En meðan á þessu stendur, og ekki er hægt að sjá hver leikslok verða, standa stjórnir allra Norður- álfuríkjanna kvíðafullar, og utanríkis- ráðherrarnir vita varla sitt rjúkandi ráð, um hvað til bragðs skuli tekið. I fyrstu ætluðu þeir sér að sporna við því að stríðið byrjaði, eða þeir létu svo. Poincaré yfirráðherra Frakka var full alvara að gera það sem hann gæti, en vegna seinlætis utan- ríkisráðherra Englendinga og Þjóð- verja, komst hann lítið á veg og alt var komið í bál og brand áður en þeir vissu af. Lítið vafamál er það einnig að það eru þessar tvær þjóðir sem mest veltur á fyrir, að friðsamlega' rætist fram úr öllum þeim spurningum sem koma til greina, ef Tyrkir verða reknir úr Norðurálfu. — Allir munu geta gert Sjómenn! Hvað lofa menti mest í verinu? Ollum bcr saman um SJÓFATNAÐ frá Helly I. Hansen, Moss og F I S K I L I N U R frá Bergens Notforretning. Biðjið því um þetta hjá kaupmanni yðar. Umboðsmenn: Carl Sæmundsen & Co. sér dálitla hugmynd um þann gaura- gang, þær ógnir og hörmungar sem í vændum verða af þessum tveimur berserkjum lendir saman, og þá geta menn einnig rent grun í að utanríkisráðherrar álfunnar hafa nóg að hugsa um. Því hér er spurningin eingöngu þessi: Hvernig verður veraldarófriði afstýrt ? Það er hvorki »minna né mjórra "! Og það sem fulltrúar hvers ríkis hafa svo hugfast bak við það, er fyrst og fremst: Hvernig getur það orðið svo að hagsmunum og virð- ingu míns ríkis verði ekki misboðið. Þar togar hver sinn tota. Útlendum blöðum kemur saman um, að útlitið hafi aldrei verið í- skyggilegra en nú. Aldrei hafi reynt á lipurð stjórnendanna og sendi- herranna eins og nú. Rétt áður en stríðið hófst, lýstu þau tvö stórveldi, er næst standa Balkanófriðnum, Rússaveldi og Aust- urríki og Ungverjaland, yfir hlut- leysi sínu í ófriðinum, er þau mundu halda sér við. og ekki *fa nema skipandi nauðsyn krefði. En fari svo einhvern góðan veðu. -ag, að annaðhvort þessara þykist ekki geta setið hjá aðgerðalaust, mun hitt einnig þykjast þurfa að láta til sín taka og þá er öllu lokið, því þau etu sitt í hvoru stórveldasambandi. Þar er aðalhættan. Og sú hætta hefir ekki verið neinum eins Ijós og Poincaré hinum ft^kkneska. Þess- vegna var honum áhugamál að öll stórveldi Norðurálfunnar yrðn sam- huga um að varðveita veraldarfrið- inn og kæmu þar fram sem einn maður. Og þessvegna vildi hann fela hinum nánustu aðilum (Rússaveldi og Austurríki) umsjón þess, að eftirleiðis yrðu landaskiftin á Balkan- skaganum (og ríki) óbreytt frá því sem verið hetir, hvernig sem kynni að fara í ófriðinum, og hver sem þar yrði ofan á. Og þessa stefnu samþyktu öll stórveldin þegar ófriðurinn var byrjaður, þó þau gætu ekki orðið sammála um hana fyr, því þá gáfu þau öll út yfirlýsingu, um að breyt- ing á núverandi ríkjatakmörkum þar yrði aldrei heimiluð af þeim. Nokkur stórblöð, útlend, ræða um ástandið á þessa leið: Poincaré ætlaðist til að Rússlandi og Austurríki yrði gefið takmarka- laust umboð tilþessað sjá um að nú- verandi ríkjaskifting á Balkanskagan- um haldist óbreytt (Status quante) og hann vinnur hvíldarlaust að því. En þó að þessum tveimur stór- veldum lendi ekki saman út af því í bráðina, — — hvað varir það þá lengi? Og vill Rússaveldi og Austurríki taka þetta ábyrgðarmikla starf að sér, ef svo fer nú að Norðurálfan vill trúa þeim fyrir því? Og ef þau vilja það — hvernig á að fara að, ef hinn sigursæli her Sambandsmanna á Balkanskaganum skiftir sér ekkert af fyrirmælum þessara stórvelda, þegar hann er búinn að lemja á Tyrkanum, en fer sínu fram hvað sem þau segja? Verða stórveldin þá ekki að fylgja fyrir mælum sínum með valdi —og verður þá ekki- Norðurálfuófriður samt? — — — —— — — — Þetta er lauslegur útdráttur, en lesendur »Qjh" geta samt fengið af honum ofurlitla hugmynd um um- ræðurnar um það mál sem öl| Norðurálfan hugsar nú um, vakandi og sofandi. Sölmyrkvi 1914. Nálægt 20. ágúst 1914 verður svo mikill sólmyrkvi um öll Norðurlönd, að slíkur hefir ekki orðið um fjölda ára og verður ekki aftur jafnmikil, fyr en 16. október 2126. — Margir búast við að tákn og stórmerki fylgi honum, en ekki er það nema hjátrú, sem auðvitað er. Sænska vísindafé- lagið í Stokkhólmi hefir beðið sænska þingið um joo þús. kr. styrk til þess að athuga sólmyrkvann vísindalega, frá ýmsum stöðum í Norður-Svíþjóð. , Umsleg o6 Bréfsefni með »firma«-nafni, fást í prentsmiðju Odds Björnssonar.

x

Gjallarhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gjallarhorn
https://timarit.is/publication/186

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.