Landið


Landið - 12.10.1917, Blaðsíða 1

Landið - 12.10.1917, Blaðsíða 1
HlM}4ri: Jikik Jéh. Smérl ■tagUter artium Stýrlmannaatíi t B. LANDIÐ Afgreiðslu og innlieimtum. Ölafur Ólafggon. Lindargötu 25. Pósthólf. 353. 41. tolnblað. Reykjayík, fostudaginn 12. okt. 1917. II. árgangur. Árni Eiríksson. | Heildsala. ] Tals. 265 og 554. Pósth. 277. I smásai*. i — Vefnaöarvörur, Prjónavörur mjög fjölbreyttar. — =3 bJD a> Saumavélar með fríhjóli og 5 ára verksmiðjuábyrgð. Smávörur er snerta saumavinnu og hannyrðir. Pvotta- og lireinlætisvörur, beztar og ódýrastar. TÆKIPÆRISGJAFIR. r eaffi , jfjallkoriarii • er at öllum S • viðurkent að vera bezta og fin- • asta kaffihús bæjarins. Fæði og húsnæði yflr skemri § og lengri tíma. J Sömuleiðis ágætur heitur og 2 kaldur matur frá kl. 10 árd. til kl. 12 síðd. Buff með lauk eða eggjum, hvergi betur tilbúið. Næturgisting hvergi betri, Afgreiðsla öll er góð og fljót. Hljómleikar á hverju kvöldi frá kl. 9-111/*. • Virðingarfyllst. • Kaffihúsið Fjallkonan. Laugaveg 20 B. DALSTEDT. ••••« Bogi Brynjólfsson yflrréttarmálaflntniiigrsmaðnr. Skrifstofa í Aðalstræti 6 (uppi). Venjulega heima kl. 12—I og 4—6 e. m. Talsími 250. Vér viljum vekja athygli lesendanna á öllum auglýsingum, sem í blaðinu standa. Hin ágæta saga Hvíti hanzkinn er nú til sölu hjá flestum bóksölum. Yegna útbreiðslu sinnar er LANDIÐ sérlega hentugt auglýsingablað fyrir öll viðskifti. flokkarfgurinn. Það, sem meðal annars einkendi síðasta þing, var allmikili flokka- rígur. Ög eins og vant er, snerist hann meir um eiginhagsmuni, en málefni. Stjórnin var þó svo saman sett að slíkur rígur hefði ekki átt að komast að, enda var hún skipuð í alt öðrum tilgangi en þeim, að ala á flokkarígnum. Blöð Heimastjórn arflokksins og Sjálfstæðisflokksius höfðu og, frá því er stjórnin mynd aðist, forðazt að ala á flokkaríg. Aðeins eitt blað, .Tíminn", sem talið er málgagn atvinnumálaráð- herrans og Framsóknarflokksins, byrjaði þegar á flokksæsingum og hefur haldið þeim áfram síðan. Sést á því, hve litla ábyrgðar- tilfínningu þeir menn hafa, sem að því blaði standa. Það hlaut að vera skylda hvers flokks, á þess- um hættu-tímum, er stjórnin var þannig valin, að vísa öllum flokks- æsingum á bug, og láta dansinn kringum gullkálf valdafíkninnar og eiginhagsmunanna liggja niðri með an á stríðinu stæði. En allmiklir misbrestir voru á þessu í þinginu. T. d. gætti slíks óróa allmjög í fjárhagsnefnd nd., svo sem meðal annars má sjá á nefndaráliti þeirrar nefndar á þing- skjali 387, og afskiftum hennar af tollmálunum. Allar stympingar nefndarinnar við stjórnina voru ástæðulausar, og ekki annað að sjá, en þær væri fram komnar af flokkspólitiskum hvötum. Sama mátti segja um tjárveit- inganefndina í nd. Hver, sem at- hugar fyrstu málsgrein nefndarálits þeirrar nefndar á þingskjali 395, hlýtur að sjá, að pólitiski rigurinn stingur þar út hornunum. Minn- umst vér ekki að hafa séð nokkurt nefndarálit á siðari þingum orðað svo óhlífnislega sem þessi. Þá hefur ekki í annan tima bor- ið meir á atvinnupólitfkinni og stéttasérdrægninni, en á þessu þingi, og er það auðvitað ekki vænlegt til friðsamlegrar samvinnu. Frum- kvæðið að þessu átti „Tíminn*', og þeir, sem að honum stóðu, og dró hann Framsóknarflokkinn með sér út í það fen, Áttu menn sfzt von á shkri pólitík úr þeirri átt, enda voru elztu og reyndustu flokksmenn þess flokks sárgramir yfir henni. Yfirleitt bar mjög á skottinum á ábyrgða rtilfinningu, á öllum sviðum. Þingið virtist alls ekki muna eftir þvf, að við lifum á hinum alvarlegustu og hættulegustu tím- um, sem þjóðin hefur lifað nú um langan aldur. En hvað veldurf IJjátrúin á gullið. Ritstjóri „tsafoldar" skrifar í „ísa- fold“ 29 sept. lokasvar við svör- unum í „Landinu“, 31., 32. og 34. tölublaði, gegn gullforðakenningu ritstjórans, og telur hann þau svör ófullnægjandi. Þó er það svo, að hann hefur ekki lagt út í að vefengja neitt af því, sem þar er sagt. Eina hálmstráið, sem hann hengir hatt sinn á, er, að ég svaraði ekki greinum hans, heldur ritstjóri „Landsins", og ályktar hann af því, að ég hafi ekki þorað að helga mér þau svör. Því fer svo fjarri, að mig hafi brostið hug- rekki til þess, að ég vil hér með fúslega samþykkja alt, sem rit- stjóri „Landsins“ skrifaði í þvf máli, og þetta ætti mér að vera því Ijúfara að Iýsa yfir, sem rit- stjóri „Isafoldar" hefur ekki treyst sér til að hrófla við einu einasta atriði í svörum ritstjóra „Lands- ins". Met ég ritstjóra „ísafoldar" að meiri fyrir að hafa ekki reynt það. Það, sem hann nú aðallcga ritar um, er seðlaviðskiftaþörf. Það er alt annað mál en gullforðatrygg ing. — Ég hef áður sagt, að minst geri til, þó að seðlar séu hafðir að meira leyti f umferð, ef nægt gull er geymt í landinu, hjá bönkum eða landssjóði, sem grípa megi til, ef f nauðir rekur. Hvernig, sem ritstjórinn fer að, getur hann aldrei gert bankaseðla gulls-ígildi. Þeir geta eðlilega aldrei verið annað en ávísun á verðmœti, sem þeir hljóða upp á. Og séu þeir ekki innleystir viðstöðulaust, fyrir það verðmceti, gullmynt, sem þeir hljóða upp á, þegar um er beðið, eða þörf er á, þá falla þeir í verði, eða geta jafnvel orðið verðiausir. Ritstjóra „ísafoldar" varí„Land inu“ bent á verðfallið á dönskum seðlum í Svfþjóð. Það verðfail hefur hækkað sfðan í „Finanstidende" 8. ágúst 1917 er grein á þýzku, sem nefnist „Rundschau". Byrjar hún með þess- um orðum: „Das Disagio am dán- ishen P*piergelde in Schvveden stieg in voriger Woche zuíibar 12%“. A íslenzku: „Verðfallið á dönskum seðlum f Svíþjóð komst vikuna sem leið upp yfir 12 %“. Nú mun verðfallið vera um 17% • V. B. K. Vandaðar vörur. Ódýrar vörur. Léreft, bl. og óbl. Tvisttau. Lakaléreft. Rekkjuvoðir. Kjólatau. Cheviot. Alklæði. Cashimire. Flauel, silki, ull og bómull. Gardinutau. Fatatau. Prjónavorur allsk. Regnkápur. Gólfteppi. Pappír og ritfong. Sólaleðnr og Skósmíðavörur. Tleilclsalix. Smásala. Verzlunin Jjörn Xristjánsson. Þetta stafar eingöngu af þvf, að bankaseðlarnir dönsku eru nú óinn- leysanlegir fyrir verðmæti það, gullmynt, er þeir hljóða upp á. Ef Danir gætu borgað það, sem þeir kaupa í Svfþjóð, með gull- mynt, þá væri ekki um neitt verð- fall að ræða; þeir gætu þá borgað 100 kr. virði í vörum með 100 kr. í gulii, en verða nú að borga 1x7 krónur, ef þeir borga í seðlum. Og eðlilega getur munurinn orðið langtum meiri. Um þetta er því ekki hægt að þrátta lengur. Og ég vænti, að ritstjóri „ísa- foldar" hætti nú við að haida því fram, að bankaseðlar séu gulls- ígildi, þó þeir séu óinnleysanlegir með gullmynt, og að gullforði fyrir seðlum megi því leggjast niður. Auðvitað eru og margar aðrar ástæður en þessi fyrir því, að eigi er hægt að leggja niður venjuleg- an gullforða fyrir seðlum, en ég finn enga ástæðu til að rita frekar um það, en ég hef gert áður. Reykjavík, 6. okt. 1917. Bj'órn Kristjánsson. Skrítiti likingar-sýn. (Eftir Edith K. Harper, i enska tíma- ritinu Psychic Gazette, apríl 1917). „Sökum þeirra merkilegu atburða, sem nýlega hafa gerzt á Rússlandi, gæti ég ímyndað mér, að sumum lesendum Psychic Gszette þætti gaman að heyra um skrítna sýn, sem birtist mér þriðjudaginn 13. marz 1917, þann sama dag, sem rússneska stjórnarbyltingin komst á hæsta stig eins og ég frétti síðar, en auðvitað vissi ég ekkert um það þá. Eg sat við arininn heima hjá mér, og var ekki að hugsa um neitt sérstakt, þegar ég alt í einu sá dökkan örn, I fullri stærð, með gullkórónu á höiði, fyrir framan mig í loftinu. Um leið og ég leit á hann, datt kórónan af, fiðrið dökkleita hrundi af honum og sýnin hvarf. Þetta bar alt við f einni svipan, fljótara en frá verði sagt, en var afar-greinilegt á meðan á v Brockdorff-Rantzau greiji, sendi- herra Þjóðverja í Kaupmannahöfn, f. 1869 í Slésvfk. Var áður í sendi- herrasveitinni þýzku í Petrograd og svo í Vín, en fluttist til Khafnar 1912. því stóð. Ég lýsti sýninni þegar f stað fyrir móður minni, sem var í herberginu, og daginn eftir, mið- vikudaginn 14. marz mintist ég á það við vinstúlku okkar, ungfrú Clarissu Miles, sem var kominn tii tedrykkju hjá okkur. Við héldum allar, að sýnin táknaði yfirvofandi örlög keisaradæmisins þýzka, en í morgunblöðunum á föstudaginn 16. marz voru þær óvæntu fréttir, að Nikulás II. Rússakeisari hefði sagt af sér. Sýn mín var því all-langt á undan fréttunum. Sýnin hvaif svo hratt, að ég get ekki sagt, hvort örnin hafði tvö höfuð. Ég tók eftir einu, sem leit til hægri og sá utan á vangann á því, en það huldist óðara af kórónunni, er hún datt, og svörtu fjaðrafokinu. Allir, sem séð hafa þvílfkar sýnir, vita, að þær standa aðeins yflr augnablik og hverfa eins fljótt og þær koma. Móðir mín og ungfrú Miles rita hér undir með mér til staðfestingar því, sem að ofan er sagt. The Apple Gate, Coombe Hill Farm. Edith K. Harper. S. A. A. Harper• Clarissa Miles.n. Ungfrú Edith Harper var um mörg ár ritari hjá enska blaða- manninum alkunna, William T. Stead, og hefur ritað um hann, og einkanlega afstöðu hans til dular- fullra fyrirbrigða, ágæta bók (Stead, The man).

x

Landið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Landið
https://timarit.is/publication/194

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.