Norðurland


Norðurland - 14.11.1917, Blaðsíða 1

Norðurland - 14.11.1917, Blaðsíða 1
NORÐURLAND. I - ; Ritstjóri og útgefandi: JÓN STEFANSSON. 41. blað. J \ Akureyri 14. nóvember 1917. |’ XVII. árg. Lenin og hans menn vaða stjórn- Ódýrar rjúpur. Til þess að rýma fyrir öðrum matvælum í ís- húsi mínu, sel eg næstu daga rjúpur á 15 aura sfykkið. Otto Tulinius. Tímareikningur. Fimtudagurinn 15. þ. m. endar einni stundu eftir miðnætti og ber þá að seinka klukkunni eftir því. Petta tilkynnist hérmeð. i \ Bæjarfógetinn á Akureyri 13. nóv. 1917. Páll Einarsson. Tækifæriskaup. Regn- kápur ai beztu tegund, mjög vandað- ar að efní og öllum frág^ngi, selur með «^<>verksmiðjuverði<^ Sveinn Sigurjónsson. ' Frá blóðvellinum, 5/n. Rússastjórn hefir viðurkent sjálfstæði Finnlands, —ítalir hörfa frá Tagliamento vígstöðvunum. — Maxi- malistaflokkurinn í Rússlandi hótar með borgarastyrjöld, ef Kerenskij taki ekki kröfur flokksins um friðar- gerð tafarlaust til greina. 8/u. Lenin er orðinn foringiMaxi- malistafiokksins. Setuliðið í Patro- grad er gengið á hönd honum og einnig ýmsir yfirheíshöfðingjar á vfg- stöðvunum. Lenin hefir sett hervörð á allar járnbrauta- og símastöðvar, pósthús og banka í Petrograd og hefir alla borgina á valdi sínu. Ráð- herrunum hefir hann varpað í fang- elsi, nema Kerenskij, er var fjarver- andi. Lenin kærir hann fyrir land- ráð og forsjárleysi í að halda ófrið- inum áfram, þótt allir viti, að mik- ill hluti þjóðarinnar muni svelta í hel í vetur, ef svo verði. Lenin lýs- ir yfir, að markmið sitt sé aðgiá tafarlaust frið við Miðveldin, þó það kosti Rússland að láta af höndum alt það landsvæði, sem það hefir mist í ófriðinum. 9luj Pjóðverjar hafa tekið Álands- eyjar hjá Svíþjóð orustulaust,—Stór- skotaliðsorustan heldur áfram í Fland- ern. Þjóðverjar láta hægt undan síga, en Bretar þykjast vissir um. að þeir neyðist til að yfirgefa þar alveg stöðvar sínar bráðlega.—Austurríkis- keisari á að verða konungur Pól- lands og mestur hluti Oaliziu að leggjast undir það. Ú'r Eystrasalts- löndunum sem tekin hafa verið af Rússum á og að mynda nýtt kon- ungsríki og einn af sonum Vilhjálms keisara að verða þar konungur. Aðrir segja að þau verði innlimuð í Prússland. — Kerenskij er farinn tii fundar við hersveitir Kósakka en Qóður og sterkur umbúðapappir fæst enn í prentsmiðju Odds Björnssonar. laust uppi í Pelrograd. 10/i i. Pjóöverjar hafa tekið Hels- ingfors og sett þar ógrynni herliðs á land sem kvað eiga að halda það an áleiðis til Petrograd. Miklar róst- ur á þýzka þinginu. Hertling kanzl ari hefir heimtað að varakanzlarinn dr. Helferich fari frá. — Cadorna yfirhershöfðingi ítala farinn frá en Diaz tekinn við. n/n. Bretar og bandamenn þver- neita að viðurkenna stjórn Lenins. — Miðveldin hafa tekið um 270 þús. ítala til fanga síðan nm 10. október, yfir 3000 fallbyssur og mik ið herfang annað. ítalir hörfa stöð- ugt undan, eru nú í Piavedalnum skamt norðan við Wenedig. Þar tóku Þjóðverjar í gær borgina Asi- go og 14000 fanga. >2/u. Bretar vinna stórsigra i Pa lestina. Þjóðverjar stefna til Petro- grad beggja megin en ógurlegir kuldar tefja framsóknina. 13/n. Kerenskij tók Petrograd á augabragði með Kósakkahersveitum undir stjórn Korniloffs. Uppreistar- menn strádrepnir vægðartaust jafnt hermenn og stjórnmálamenn. Ker- enskij einvaldur aftur, en stjórnina skipa með honum Korniloff og Ka- leidin. Maximalistar hafa gersamlega látið hugfallast. Uppreistarmenn beittir ógurlegri grimd. — Uppreist í Vínarborg, 50 þús. menn hejmta frið tafarlaust. — Lloyd Qeorge seg- ir alt friðartal óþarfa tímaeyðslu eins og nú standi sakir. Wilson segir Ameríka eigi sjálf næg flutnings- tæki til þess að flytja her sinn til Frakklands og auk þess vistir og hergögn eftir þörfum handa öllum her bandamanna Meira bygt af stórskipum í Ameríku en nokkru sinni fyr. s Skarlatssótt. Fyrir rúmri viku síðan veiktist stúlkubarn af skarlatssótt f húsi Magn- úsar Lvngdal skósmiðs hér ( bænum. Sfðar hefir veikin komið upp f næsta húsi við hann og veikst móð/r og barn Ekki er kunnugt um hvaðan veikin hefir borist f þessi hús, ef til vill hefir það verið með (erðamönnum norðan úr sýslum því veikin hefir verið að ganga þar undanfarið. Grunur leikur á að sóttin hafi einnig komið upp á bæ fram f Sölvadal en nánari vitneskju um það vantar enn. Veikin virðist vera með vægara móti og sjúklingarnir þrfr f afturbata. Allir eru þeir einangraðir svo ekki er hætt við að þeir sýki út frá sér en vel má vera að veikin té komin vfðar þó ekki hafi um spurzt. Læknirinn á Húsavfk hefir sagt mér að skarlatssóttin hafi verið mjög væg þar f héraði þá 2 mánuði sem borið hefir á henni. Eitthvað 50 sjúklinga hefir læknir fengið vitneskju um, en af þeim hafa aðeins 3 verið nokkuð þungt haldn'r og haft hitaveiki í rúmar tvær vikur, hinir flestir hafa fengið veikina mjög væga og enginn dáið. Og nú má hún heita um garð gengin. Skarlatssóttin er orðin landlæg hér á landi og hefir verið að stinga sér niður hér og hvar f mörg ár en út- breiðst Iftið. 1910 kom hún seinast hér í bæinn en aðeins í 5 húsum. Veikin lýsir sér með hitaveiki háls- bólu og rauðu útþoti um alt hörundið. Aríðandi er að íólk geri okkur lækn- unum aðvart ef grunur leikur á að skarlatssótt sé komin á heimili þeirra. Á öll þau hús sem skarlatssótt er f verður festur upp rauður miði sem prentað er á: Skarlatssótt er í þessu þúsi. — Og auðvitað verða allir sjúk- lingar sóttkvfaðir á heimilunum. Steingrímur Matthíasson héraðslœknir. t

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.