Ríki - 15.09.1911, Blaðsíða 3

Ríki - 15.09.1911, Blaðsíða 3
R t SC I 35 Ef Hdmastjórnárniúhnurn tækist að verða í meiri hluta í liaust við kosn- ingarnar, má ganga að því vísu, að þeir breyta fleiri atriðum í stjórnarskránni til skemda. Samkvæmt framkoma þeirra á síðasta þingi má búast við, að þeir feili í burtu kvennrjettindi, færi aldurstakma.’-k til efri deildar kosninga upp Í40 ár, felli í burtu ákvæðið um að lög urn samband- ið milli íslands og Danmerkur, skuli borin undir alla kjósendur eftir að þing- ið hefir samþykkt þau, áður en þau verða að gildaíndi lögum, — sjerlega þýðingarmikið ákvæði — feili einnig í burtu ákvæðið um að kjörgengir sjeu aðeins menn búsettir á íslandi, og ef til vill setji inn ríkisráðsákvæðið, af því að Dönum þykir miður að þvi var kipt í burtu. Við öllum þessum breytingum má búast ef Heimastj.menn fá ráðrúm til að breyta stjórnarskrárfrv. síðasta þings. Og allar eru þær til stórskaða og skemda — til ílls eins. Kjósendur! Athugið þetta vel. Hjer er um afar þýðingarmikið mál að ræða. Hleypið ekki breytingamönnunum inni herbúðirnar — til þess að eyðileggja Kjósandi. JS vpuseMaxtváU?. Vjer flytjum hjer á eftir kafla úr ræðu Skúla Thoroddsen við aðra umræðu fjárlaganna í neðri deild, þar sem er einkar ljós lýsing á skoðun Sjálfstæðis- flokksins á því máli, og ástæðum þeim er hann færir fyrir sínum málstað: Eins og mönuum er kunnugt hefur fjárlaganefndin lagt til, að fella burtu það ákvæði, að 2/8 botnvörpusektanna renni í ríkissjóð. Jeg vil leyfa mjer að fara nokkrum orðum um þetta mál, sjer- staklega vegna þess, sem háttv. 1. þm. Eyf- (H. H.) og hæstv. ráðherra (Kr. J.) hafa um það talað. Háttv. 1. þm. Eyf. (H. H.) gat þess, að Danir hefðu lagt mikið í kostnað þegar þeir byggðu í,- lands Falk til strandgæzlu hjer. Þetta er alveg rjett, en hvernig fóru þeir að við það tækifæri? Litu þeir á hagsmuni íslendinga, eða höfðu þeir annað fyrir augum? Jeg lít svo á, að við íslend- ingar höfum við það tækifæri verið notaðir sem skálkaskjól. Svo var niál með vexti, að ráðaneytið vildi auka flotann, en hjer gat það slegið tvær flugur í einu höggi og byggt skip, sem var tvent i einur varðskip og her- skip. Enn má geta þess, að Danir færa kostnaðinn við »Fálkann« undir útgjöld- in úr ríkissjóði til íslands, og ætti þá skip- ið eptir því að vera okkar eign. Þelta er allt saman mjög svo óviðfeldið. Ef þeir hefðu litið á hagsmuni vora, þá hefðu þeir átt að byggja 2-3 fall- byssubáta á stærð við »Beskytteren«; það hefði orðið okkur miklu notadrýgra en Þetta eina stóra skip. Háttv. 1. þm. Eyf- (H. H.) gat um, að háttv. þm. S.-Þing. (P. j.), Sem 1905 var framsm. fjárlaganefndarinnar, hafi þá gefið yfir- lýsing um þetta mál hjer í deildinni fyr- lr hönd nefndarinnar. En jeg, sem átti þá sæti f nefndinni, get vottað, að hinn háttv. þm. hefur talað heimildarlaust fyrir nefndarinnar hönd, hafi hann gef- ið aðra yfirlýsing en þá, sem fólst í fjárveitingunni sjálfri. Eins og öllum er kunnugt nær fjárhagstímabilið yfir 2 ár, og fyrir þann tíma var þessi fjár- hæð veitt, en um það var ekkertákveð- ' ið, að hún ætti að halda áfrarn eptir það. ! Það stendur skýrum orðum f 21.gr. , fjárl., að allar þær fjárveitingar, sem | eigi standa í öðrum lögum, en fjárlög- j unum, eru aðeins bindandi fyrir fjár- j hagstímabilið. Þingið hafði því fullan rjett til þess, að kippa að sjer hend- inni, eins og það gerði. Að þetta var j nokkurntíma veitt 1907, skoða jeg sem j fljótfærni og að málið hafi ekki verið j yfirvegað sem skyldi. Hæstv. þáverandi j ráðherra hafði mikinn hug á að fá því framgengt, og hafði það þau áhrif, að jeg og aðrir Ijetu eptir, Blaðið ísafold hafði þá og nýlega flutt grein um það, hve óviðkunnanlegt það væri, að veita ekki neitt til strandgæzlunnar. Háttv. 1. þm Eyf. (H. H.) lagði þá þýðingu f það, er þessu var í burtu kipt, að Sjálfstæðismenn vildu liggja uppi á Dönum. Jeg fyrir mitt leyti verð nú að álíta, að Dönum færi hjer lítilmann- í lega að fara fran> á annað eins. Sjálfir skilja þeir stöðulögin svo, að landhelg- sje alríkisinál, og það er tekið fram með berum orðum í stöðulögunum, að til hinna sameiginlegu mála eigum vjer íslendingar ekkert að leggja, meðan vjer tigum ekki fulkrúa á ríkisþinginu. Þannig er þetta frá dönsku sjónarmiði, og virðist mjer það því «másmugleg pólitík. — Annars gladdi það mig, að í þessum hluta ræðu háttv. þm. fólst játning á því, að það væri okkar rjett- ur að verja landhelgina og ættum við að kosta til þess. Hann er þá kominn ■ á nokkuð aðra skoðun, en hann hafði i í millilandanefndinni forðum. Þegar frv. j hennar var á dagskrá, taldi hann það ! eina ástæðuna til þess að hafa sameig- inleg hermál, að vjer hefðum ekki heim- ild tll þess, íslendingar, að hafa strand- gæzluna á hendi. En þegar litið er á þetta frá íslenzku hliðinni, þá sjest, að Danir fá fulla borgun fyrir strandgæzl- una, þótt þeir fái engan eyri af þessu sektarfje. Samkvæmt 2. gr. stöðulag- anna eru fiskimið vor íslenzkt sjermál, sem vjer getum farið með hvernig sem vjer vdjurn. Þetta sambland, sem nú gengst við, að Danir og Færeyingar hafi jafnan rjett við oss í þessu, eru leifar af dönskum áhrifum, sem hjer voru rík í löggjöfinni, meðan ráðherra var búsettur .ytra. En þessi rjettindi hafa þeir af okkar náð, við getum tek- ið þau af þeim hvenær sem við viljum, og þetta eru engin smáræðis hlunn- indi, þar sem þeir eiga hjer allskonar skip við landið að veiðum, og jafnvel smábáta á íjörðum inni. Við þurfum' því ekki að bera kinnroða fyrir það, að við sjeum ómagar á Dönum, að því er sirandgæzluna snertir, hún er þeim fullkomlega eudurgoldin. Og það má benda á það, að fyrir þessu er fram komin viðurkenning í nrllilandanefnd- inni. Þar ljetu menn sjer einungis lynda að láta svo búið s'anda meðan ísíendingav vildu ekki hagnýfa sjer rjett sinn tis uppsagnar, og — eo ipso — hljótun við að geta tekið af þeim fiski- veiðarjettinn um leið og við tökum að okkur strandgæzluna. Það er þessi skoðun, sem vjer verðum að heimta, að ráðherra vor haldi fram við Dani og geri þeim þetta Ijcst. Þess vegna ! þótti mjer það leitt að heyra hæstv. ' ráðh. (Kr. J.) vera að reyna að telja þingið á það í ræðu sinni áðan að láta þetta ákvæði standa í fjárl.frv. því að jeg verð að halda því fast fram, að '& jjg| Vó. sept Byrjar « i m Vq. sept EDIN 0RG4RI ÚTSALAN i MKLA | Okkar árlegu útsölur hafa undanfarið fengið það orð á sig að bera nafn með rentu. Sú »ÚTSALAc, sem nú fer í hönd. mun fullkomlega viðhalda því nafni, því Okkar aðal augnamið er að gjöra hana svo mikilfenglega og stóra, að hún með réttu verði viðurkend sem hin m e s t a og langstærsta sala, sem við höfum nokkurn tíma haldið. Til þess að þvt augnamiði verði náð, verðum við að leggja mikið í sölurnar, og það erum við reiðubúnir til að gjöra. En við getum því bezt sýnt ykkur í verkinu, að okkar tap mun verða ykkar g r ó ð i. Þess vegna bjóðum við ykkur alla velkomna til okkar þann 25. sept., svo að þið getið orðið aðnjótandi þeirrar ánægju, sem orsakast af þeim hagkvæmu viðskiftum, sem við getum látið ykkur í té. hann eigi að halda fram okkar skoðun í þessu máli. Jeg sje svo ekki ástæðu til þess að tala meira um þetta, en! vænti þess, að meiri hl. háttv. deildar fallist á till. nefndarinnar. Mynd Jóns Sigurðssonar var afhjúpuð á sunnudaginn — 3 ára afmæli sjálfstæð- issigursins 1908 og var dagurinn því vel vilinn. Tryggvi fyrverandi bankastj. Gunnarsson talaði fyrir hönd nefndar- innar og Kristján ráðherra þakkaði fyrir landsins hönd, kvæði voru sungin, fánar voru margir á stöng og langflestir íslenzkir, einstaka fáikamerki sást, er auðsætt að fáninn er að vinna sjer fylgi líkatneðal skynsamari Heimastjórn- armanna, þótt höfuðpaurarnir láti aldrei neitt tækifæri ganga úr greipum sjer til þess að vanvirða merki þjóðarinnar. Fiskverðið á Vestfjörðum. í næst síðasta blaði birtum vjer skrá yfir verð á fullverkuðum saltfiski á ísa- firði og gátum þess um eið, að sama verð mundi vera á hinum Vestfjörð- unum, en oss hefur síðan borist fregn- ir um að ákveðið sem verðið utan hjer segir: ísafjarðar sje Málfiskur nr. 1 kr. 58,oo — — 2 — 50,oo Smáfiskur — 1 — 52,oo — — 2 — 42,oo — ómetinn — 50,oo ísa — 1 — 43,oo — — 2 — 33,oo — ómetin — 40,oo Langa — 52,co Keila — 34,oo Upsi — 32,oo Labradorsmáfiskur — 42,oo þetta verð er þannig talsvert hærra en ísafjarðarverðið á flestum fisktegundum. Ávarp frá háskóla Islands á aldarafmæli Kristjaníu háskóla. Á aldarafmæli hins konunglega Friðiks- Háskóla í Kristjaníu telur hinn nýstofnaði Háskófi íslands sér það sóma óg fagnaðar- efni að eiga kost á að bera fram heilla- og blessunaróskir sínar. íslendingar geta aldrei gteymt því, hvað- an forfeður þeirra komu, þeir er fyrstir byggðu ísland, og vér höfum oftsínnis séð þess vott, hversu norska þjóðin minnist og skyldleikans og lætur ekki góðvildarhuginn fyrnast, nú síðast við stofnun hins íslenzka Háskóla næstliðinn 17. júní. Vjer teljum það gæfumerki, að vor litli Háskóli komst á stofn sjálft aldarafmælisár Krisjaníu Há- skóla. Minningar fslendinga og Norðmanna frá söguöldinni og eptirfarandi öldum eru svo samgrónarog fornbókmetirnar á svo marg- an hátt sameiginlegur fjár jóður beggja, að vjer þykjumst fullvisir um, að Háskóli yðar og Háskóli vor geti átt og muni eíga mörg samhygðarmál á komandi árum, alla þá stund, sem tunga Snorra Sturlusonar er töluð á fslandi, og vonum, að ávalt megi haldast tryggt vináttusamband milli vor og yðar. Með þeirri innilegu ósk, að Háskóli Norð- manna, sem á umliðnum hundrað árum hef- ur unnið svo mikið og blesunarríkt starf í þarfir þjóðar sinnar og vísindanna, megi blómgast og eflast á komandi öldum, sendir Háskóli vor Háskóla yðar alúðarfyllstu kveðju sína. Guð blessi Kristjaníu Háskóla. Háskólaráð íslands, Revkjavík 15 dag ágústmánaðar 1911. B. M. Olsen Jón Helgason Lárus H. Bjrnason G. Magnússon,

x

Ríki

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ríki
https://timarit.is/publication/207

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.