Skeggi


Skeggi - 15.03.1919, Blaðsíða 1

Skeggi - 15.03.1919, Blaðsíða 1
SKE&G-I II. árg. Vestmannaeyjum, Laugardaginn 15. marz 1919. 18. tbl. Samgöngu- b æ t u r. Samgöngumálin eru orðin aðal- áhugamál hverrar þjóðar og hvers hjeraðs. Engum er þó sam- göngubæturnar jafn brýn nauð- syn, sem þeim er búa afskektir, í afdölum eða eyjum. Aldrei hafa samgöngur verið jafn nauð- synlegar sem á þessari miklu viðskifta-öld. Viðskiftin milli þjóðanna fóru á ringulreið meðan á ófriðnum stóð. því brýnni er þörfin fyrir bættar samgöngur og aukin viðskifti innanlands. þingið hefur sýnt viðleitni í þá átt að greiða fyrir þessu, með styrkveitingum til bátaferða á fjörðum og flóum, enda hefur ekki skort áskoranir til þess úr ýmsum áttum. Bátaferðir þessar eru mikils virði fyrir þá sem njóta; verður nú vart komist af án þeirra. Suðurströnd landsins er, sem kunnugt er, heldur fátæk að höfnum, og fyrir þá sök fer hún margra góðra hluta á mis. Bændurnir í sveitunum á Suður- láglendinu verða að verja æði- mörgum dagsverkum á ári hverju í kaupstaðaferðir, langar og oft illar. Mun þetta vera lang-þyngsti skatturinn á þeim og kemur þar niður er síst skyldi: þeir hljóta að vanrækja jarðræktina vegna kaupstaðaferðanna. þessu valda staðhættirnir. þessar hafnir, sem notaðar eru, fullnægja engan- vegin þeim kröfum, sem fjörugt viðskiftalíf gerir til flutninganna. Vörur sem eiga að lenda á Stokkseyri eða Eyrarbakka eru oft fluttar til Reykjavíkur, og þangað verða svo eigendur að sækja þær, landveg eða sjóveg eða hafa engar ella. Nú vita allir, sem nokkuð þekkja flutn- ingatækin og vegalengdirnar, hver vandræða-krókur þetta er. Miklu væri skárra að geyma vörurnar heldur hjer, og flytja þær hjeðan á vjelbátum til kauptúnanna. þetta var líka gert fyrir stríðið. En til þess þarf góðan geymslu- stað hjer. Margir Rangæingar skifta við kaupmenn og kaupijelög þar út frá; beinast lægi við að flytja . þeim vörur s'nar beint hjeðan, en fara ekki með þær út eftir j fyrst. Eins er með landvörur ýmsar, sem eiga að fara til út- landa, betra er þó að flytja þær hingað í veg fyrir skip, heldur en að flytja þær til Reykjavíkur. Á þennan veg geta \estm.eyjar orðið miðstöð í versluninni við útlönd. En svo mikilsvert sem þetta getur verið, þá ríður þó ennþá meir á góðum samgöngum „til landsins“. Flutningarnir fara sívaxandi eins og vera ber, en þeir svífa hálfgert í lausu lofti, og þarf að koma þeim í fastara horf en verið hefur á þeim að undanförnu. Að sönnu hefur landssjóður lagt einhvern lítilfjör- legan styrk til „fastra ferða“, en j hann er ekki svo hár að mikið verði gert fyrir hann. Lending- arnar eru slæmar og ekki fýsi- legt að binda sig fast við áætl- anir. Ef „fastar ferðir* eiga að komast á fót, verður að hafa umferðasviðið hæfilega vítt svo að jafnan sje eitthvað að flytja; annars fæst enginn til að taka að sjer ferðirnar. Ferðirnar hjerna upp að Landeyjasandi og Fjallasandi eru of óvissar til þess að neinn vilji binda sig við þær einar; sviðíð verður að vera stærra Sumum Rangæingum er mikill áhugi á að fá skipulegar ferðir ef mögulegt væri. Mannflutningar og vöruflutningar „milli lands og eyja“ eru nú orðnir svo miklir að eitthvað verður aði leggja í sölunar fyrir þá. Landbændur hafa ekki einir hagnaðinn af þeim flutningum. Eyjabúar hafa hann engu síður. þeir verða að flytja fólk og fjenað og dauða hluti (hey og eldivið) af landi. Er stundum tregt um að fá báta tii slíkra flutninga, sem von er, því að þeir eru ekkert sælgæti á stundum að sögn þeirra sem best þekkja þá. Væri nú komið á þv líkum ferðum, sem bent hefur verið á hjer að ofan, þá þarf til þess dálítinn viðbúnað og tilkostnað, vlðkomustaðina og fjölda ferð- anna verður að ákveða Bát, eða báta, með mönnum verður að útvega til ferðanna og ein- | , hvern geymslustað fyrir vörur, sem hingað koma eða hjeðan eiga að fara. Einhvern mann þarf til að gæta þeirra Öllu þessu fylgir nokkur kostnaður, sjálf- sagt meiri en fást mundi í flutningsgjöldum. Hallann yrði þá að vinna upp með styrk úr landssjóði. Sje nú gert ráð fyrir því að báturinn tæki lendingar í Árnes ogRangárvallarsýslum þá má telja víst að nokkur styrkur fengist. Hjeruðin þau eiga í nógri þröng með aðflutninga þó að nokkuð væri greitt fyrir þeim á þennan hátt. Hvað segja nú Vestm.cyingar um þetta mál? Vilja þeir nokkuð fyrir það vinna, eða telja þeir það þarft? því verður ekki svarað hjer að þessu sinni, en ómaklega er þá formælt flutningatregðunni, ef enginn vill hreyfa sig til að bæta úr þegar bændur berja á dyrnar. Máli þessu mun verða hreyft á sýslufundi Rangæinga í vor, og gerðar þar einhverjar tilraunir til framfara. það er haft hjer eftir góðri heimild. Góðar samgöngur milli hjeraða hafa ómetanlega þýðingu fyrir alla þá er hlut eiga að máli. Viðskiftin milli „lands og eyja“ eru orðin svo mikil og marg- þætt að fyrir þeim má ekki tefja á neinn hátt. Truflun á þeim þvingar bæði landbúnaðinn og sjávarútveginn. Áhugamál V Arnesinga. (Framh.), Um nokkur ár hafa þrjú stór- mál verið oft til umræðu þar í hjeraði: Járnbraut austur í sýslu, höfn austanfjalls og Flóa- áveitan. Öll þessi mál hafa fengið talsverðan undirbúning, og eitt þeirra að minsta kosti, áveitan, virðist komin mjög nálægt því að komast í framkvæmd. Fleiri framfaramál hafa verið þar til umræðu og eru enn t. d. sjúkra- hús og lýðskóli, eða bænda- skóli. þessi mál eiga öll sam- merkt í því að þau eru þörf og eiga sína talsmenn í hjeraðinu og utan þess, og hafa öll verið undirbúin nokkuð. Hugur fram- faramanna beinist sjer í lagi að þessum málum, einu eða fleirum og það er spá þeirra, sem bjart- sýnir eru, að þau muni flest eða öll komast í framkvæmd á næstu árum. Járnbrautin. Langt er síðan það kom til orða að leggja járn- braut austur frá Reykjavík, víst ein 25 ár eða lengra. þá var það að þingmaður einn sagði að ef járnbrautin ætti að borga sig, yrðu „allir íslendingar altaf að vera að ferðast með alt sitt“. Miklar rannsóknir hafa verið gerðar í málinu og loks var flutt frumvarp um járnbrautargerð á þingi 1913. það frumvarp sofnaði á þinginu, en hugmyndin um járnbrautina sofnaði ekki. Kostn- aðurinn hefur löngum vaxið mönnum í augum, og hafa sumir talið að hann mundi setja landið á höfuðið. Aðrir vilja álíta að brautin mundi bera sig sjálf eftir skamman tíma þó að hún yrði lögð á kostnað landssjóðs. Um þetta hafa menn deilt lengi. Gagnið af brautinni er minna deilt um. Hjeraðið hefur flestþau skilyrði til að bera sem þarf til þess að brautin beri sig bein- línis. Sveitirnar eru grösugar og fjölmennar og framleiða afar- mikið. Gætu þó framleitt miklu meira, ef samgöngur væru góðar. Nóg er enn til af góðu landi, sem bíður plógsins og áburðar- ins, og ekki vantar markaðinn í Reykjavík. Enginn vafi er á því að fólki fjölgar afarmikið í sveitunum þegar brautin kemur. Styrjöldin hefur dregið úr mörgum fyrirætlunum dugnaðar- manna, en í þessu máli hefur hún orðið hvetjandi, svo að munar um. Hún hefur fært mönnum heim sanninn um það, að viðsklftasamböndin milli þjóð- anna eru ekki órjúfandi. Norður- landaþjóðirnar hafa átt undir högg að sækja með siglingar og kom það meðal annars niður á hinum J stórfeldu flutningum á áburði til Vefnaðarvöruúrvalið mest, verðið lægst. S. 3. 3ofct\jen.

x

Skeggi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skeggi
https://timarit.is/publication/208

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.