Verkamaðurinn

Tölublað

Verkamaðurinn - 01.03.1927, Blaðsíða 1

Verkamaðurinn - 01.03.1927, Blaðsíða 1
VERKDMðQURIHN Útgefandi: Yeridýössanband J'íorðurlands. X. árg. Akureyrí Þríðjudaginn 1. Mars 1927. | 17. tbl. Alt á sömu bókina lært. Hvað eftir annað hafa verklýðs- félögin hér á landi gert þá kröfu til þings og stjórnar, að heft væri það innstreymi í landið af útlendum verkamönnum, sem átt hefir sér stað að undanförnu í stórum stíl. Hér við Eyjafjörð hefir verið að þessu inn- streymi útlendinganna hin mesta plága, sem heita iná að hafi farið árlega í vöxt. Eftir því sem meir og meir hefir harðnað um atvinnu- möguleik fyrir innlenda menn, hefir mátt segja að útlendum verkamönn- um hafi fjölgað að sama skapi, til þess að taka atvinnuna frá íslensk- um borgurum. Hér í Krossanesi og á Dagverðar- eyri út með firðinum hafa unnið 70 —80 útlendingar undanfarin ár, yfir síldveiðitímann, eða meðan síldar- bræðsluverksmiðjurnar á þessum stöðum hafa verið sfarfræktar að sumrinu. í einu af stjórnarfrumvörpunum, sem lögð hafa verið fyrir þingið nú, er gjört ráð fyrir því, að hömlur verði lagðar á þetta takmarkalausa innstreymi útlendinganna í landið, en þó þannig að stjórnin á að geta veitt undanþágur frá þeim tálmunum sent lagðar verða á veg útlending- anna á pappírnum, ef hún getur fundið einhverja átyllu til þess að þóknast einhverjum sínum útlenda vini, sem rekur atvinnu hér á landi. Og ekki mun þurfa að efast um, að þeirri stjórn, sem nú situr að völdum í landinu veiti létt að finna átyllur til slíks. í annan stað eiga þessi lög ekki að ganga í gildi fyr en á hausti komandi, svo útlendingunum á að veitast leyfi til þess að leika lausum hala hér við Eyjafjörð og annars staðar í landinu eitt sumarið enn. Enn á ný á að leyfa Krossanessverk- smiðjunni að koma með sína 50 til 70 verkamenn til þess að taka at- vinnuna af innlendum borgurum. Þá fyrst þegar atvinnutiminn á þesu ári er útrunninn, á að banria útlending- unum að leita sér atvinnu hér á landi. Það verður ekki farið í grafgötur eftir ástæðunum fyrir því, að þetta frumvarp er fram koinið. Kosningar standa fyrir dyrum. Stjórnin og íhaldið eru á hraðri leið niður i gröfina. í von um að verka- fölkið taki eitthvað mýkri tökum á afglöpuin hinnar deyjandi stjórnar, er látið líta svo út, að hún hafi heyrt þær réttmætu kröfur þess um að út- Iendingunum væri bannað að taka frá því atvinnuna. En svo einföld er hún þessi volaða íhaldsstjórn, að hún heldur að það sjáist ekki að þetta frumvarp hennar er ekkert annað en ný, fávísleg kosningabeita, sem kastað er út á vonleysisstundu og sem viljaleysi stjórnarinnar til þess að gera nokkuð fyrir verkalýð þessa lands skín út úr, eins og maurildi á marglittu. Jafnaðarmaður. -----o------ Úr bœ og bygð. Á Miðvikudagskvöldið höfðu þeir séra Jakob Kristinsson og A. Gook trúboði umræðufund, um komu mannkynsfræð- ara, í Samkomuhúsinu. Var aðsóknin svo, að jafn margir urðu frá að hverfa og komust inn í húsið, og var þó drepið í það, sem framast mátti. Flestir munu þóst hafa sótt minna á fundinn, en þeir áttu von á. Umræðurnar voru alt of ÞAÐ TILKYNNIST vinum og vandamönnum, að eiginkona mín, Brynhildur Ejólfs- d ó 11 i r, andaðist hér á sjúkrahús- inu Laugardaginn 26. Febrúar. Jarðarförin verður ákveðin síðar. Akureyri, 28. Febr. 1927. Stefán Ág. Kristjánsson frá Glæsibæ. stuttar til að málið yrði rætt að gagni. En ræðumenn töluðu af hógværð og kurteisi. Annars virðist það hégómlegt að vera að rökræða um það, á hvem hátt mann- kynsfræðarinn muni koma til jarðar- innar. Það er aukaatriði. Hitt er meira um vert að hann komi. Og ekki virðist ástæða til að ætla, að hann villi á sér heimildir, eða verði ófinnanlegur, þegar hans tími kemur að ferðast um meðal mannanna. Brynjufundur annað kvöld. Skemtun- inni, sem ákveðin var á síðasta fundi, verður frestað til næsta fundar. Flokk- urinn starfar. Vegna pappírsskorts, kemur Verka- maðurinn hálfur í dag. Verður kaupend- um bætt þetta upp síðar. Meðan á þessu stendur, mun blaðið aðallega flytja fréttir og smáklausur. ísafoldarfundur á Föstudagskvöldið. Fjármál stúkunnar verða tekin til ræki- legrar meðferðar, í sambandi við skýrslu fulltrúa stúkunnar í stjórn Skjald- borgar. Stúkan Norðurljós heldur fund Fimtudag 3. Mars, á venjulegum tíma.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.