Voröld


Voröld - 12.03.1918, Blaðsíða 1

Voröld - 12.03.1918, Blaðsíða 1
 UOMANDIFALLEGAR SILKIPJOTLUR til aö búa til úr rúmábreiöur — “Crazy Patchwork.”—Stórt úr- val af stórum silki-afklippum, hentugar í ábreiöur, kodda, sess- ur og fl.—Stór “pakki” á 25c, fimm fyrir $1. PEOPLE’S SPECIALTIES CO. Dept. 23. P.O. Box 1836 WINNIPEG Branston Violet-Ray Generators Skrifiö eftir bæklingi “B” og verðlista. Lush-Burke Electric Ltd. 315 Donald St. Phone Main 5009 Winnipeg I. ÁRGANGUR WINNIPEG, MANITOBA, 12. Marz, 1918 NÚMEU 5 FRÉTTIR Stríðið. Þar gerist ýmislegt, þótt ekki viröist enn draga til úrslita. Rússar hafa þegar samiö frið við Þjóðverja aö nafninu til, en þó eru enn skærur milli þeirra. Þykir þeim sem þjóöverjar hafi svo þröngvaö kosti þeirra að ekki sé viöunandi, en munu þó tæpast treysta sér til alvarlegra árása eöa einbeittrar mótstööu. Sannleikurinn er sá að hinir svo kölluöu friöarskilmálar milli Rússa og Þjóöverja virðast vera allóljósir, þó er þaö víst að hinir síöartöldu hafa sett Rússum afar kosti að mörgu leyti. Ottast sumir aö Þjóðverjar muni þegar minst varir setja gamla keisar- ann til valda aftur, og hin síðari villan verða verri hinni fyrrx aö því er sjórnarfar snertir. Við þessu er þó tæplega hætt; þjóðin virðist vöknuð fyrir alvöru eftir hundruð ára svefn, þótt hún láti illa í svefnrofunum og stirur viröist vera í augum hennar. Hún þolir það tæplega héðan af tii lengdar, þótt lömuö sé, aö önnur eins stjórn eigi sér stað og verið hefir að undanförnu. Síberíu dómarnir með öllum sínum leyndu og ljósu hörmung- um eru að líkindum úr sögunni, hvað sem öðru líöur. Einkennilegt er það að eftir að Finnar hafa barist fyrir sjálf- stæði o gþjóöstjórn. og þegar þeir að síðustu gátu fengiö kröfum sínum framgengt, þá segja fregn ir þaðan að þeir hafi beðið Þýzka landskeisara aö útnefna Oskár son hans fyrir konung þar í landi. Er það illa fariö ef satt er að þjóðin hverfi þannig til baka og yfirgefi þær þjóðstjórn- ar hugmyndir sem hún hefir bar- ist fyrir. Lengi hefir verið haldið aö Þjóðverjar myndu gera stórkost- lega árás á vesturstöðvunum, og hafa iamið svo á Rússum að þeir móttöku. Nú eru menn farnir að halda að þessari árás verði ef til vill frestað og að Þjóðverjar muni ráðast á ítalíu, þegar þeir hafa lamað svo á Rússum að þeir þori ekki að hreifa sig. Samt sem áður er talið víst að eitthvað sögulegt gerist áður en langt liði, og svo er frá skýrt í blöðunum að bandamenn séu orö- nir sterkir á vesturstöðvunum og aukist lið þeirra óðum, sérstak- lega frá Bandaríkjunum. Tveir menn hafa nýlega komið fram á Englandi sem tala mjög um friðarsamninga, og telja það sjálfsagt að allar þjóðir eigi að vera til þess viljugar að semja um frið, sem fyrst, ef sanngjarn- ir kostir fáist. Þessir menn eru þeir Lansdowne lávarður og Henderson, verkamannaforingi. Sum blöðin á Englandi taka þessu vel, en önnur fordæma friðarpost- ulana sem landráðamenn. Loftskipa skotum Þjóðverja heldur áfram. Á föstudaginn réöust þeir þannig á England og deyddu allmarga menn en særðu fleiri í Lundúnaborg. Sömuleið- is er neðansjávarbáta farganið sama og fyr, t.d. söktu þeir á miðvikudaginn stóru skipi sem “Calgarian” hét; fórust þar 48 manns en 500 varð bjargað. Að meðaltali söktu þeir 70,000 smá- lestum á viku í janúar, en 80,000 á viku í febrúar. Mikið hefir verið um það rætt að Japanar mundu skerast í leik og ganga í lið með bandamönn- um; hafa þeir boöist til þess, en bandamenn virðast hikandi að samþykkja það. Spá sumir að gulu þjóðirnar muni hafa eitt- hvað annað á bak við eyrað en uppi sé látið og þess vegna sé varasamt að bindast sömu bönd- um og þær. Svo langt hafa menn fariö i getgátum og grun- semd að óttast samtök gulu þjóð- anna allra til þess að ráöast á hvíta flokkinn þegar hann sé orðinn svo lamaður að hann eigi erfitt til mótstöðu. Vonandi er þetta ekki nema hræðsludraum- ur; tíminn sýnir það. John Redmond látinn. Flestir hafa heyrt getið um hinn mikla stjórnmálamann, Ira John Redmond, leiðtoga Nat- ionalistanna, er tók viö leiðsögn ]xess flokks eftir Parnell. Redmond var fæddur 1851; hann var sonur W. A. Redmond sem var þingmaður um langan tima. Redmond komst á þing árið 1881, barðist hann þar fyrir sjálfstæði fra, og þótti mjög ó- væginn. 1886 xitskrifaðist hann í lögfræði, en stundaði aldrei þaö starf, heldur eyddi allri æfi sinni i stjórnmál. Árið 1891 varð allskonar ólag á flokki þeim er Parnell stjórn- aði og þá var hann valinn for- ustumaður, sakir mælsku sinnar og hæfileika. Nationalista flokk- urinn var klofinn þar til 1900; þá tókst Redmond að sameina hann og var eftir þaö leiðtogi hinna sameinuðu Nationalista. Þegar stríðið hófst fylgdi hann eindregiö stjórninni að málum; var hann fyrir þá sök kallaður landráðamaöur af flokki þeim er “Sinn Fein” nefnist. Hann var eindregið andstæður upphlaupi því sem átti sér stað á írlandi, 1916, en þegar það var bælt niður beitti hann allri sinni mælsku til þess að afla þeim vægðar sem þátt höfðu tekið í óeirðunum. Redmond var talinn einn hinna allra mælskustu og áhrifamestu manna er setið hafa á brezku þingi. Hann lézt á föstudaginn var af hjartabilun eftir uppskurð Fríður milli Finna og Rússa. land Rússar halda víginu við Imo. Rússar viðurkenna sjálf- stæði Finna og deilumálum sem upp kunna að koma milli þjóð- anna skal gerðardómur skera úr málum, en oddamaöur hans skal vera kosinn af þjóðstjórnar- flokknum í Svíþjóð. Islendigar í Vatna- bygð. Allmiklar óeirðir áttu sér stað á Finnlandi að undanförnu. Voru þeir óánægðir með yfirstjórn frá Rússlandi. Kvað svo ramt að því að flokkur manna komst þar til valda er samþykti á þingi algerðan aðskilnað, en Kerensky, sem þá var æðsta ráð á Rússlandi kvaðst ekki skeyta því, og taldi Finna háða Rússum eftir sem áður. Heima í sjálfu Finnlandi var annar flokkur manna sem ekki vildi taka til þessara ráða, heldur fara hægt og gætilega; kváöust þeir sem honum fylgdu, trúa því og tresyta að sjálfstæði fengist meö samningum áður en langt liði. Nú hafa samningar verið und- irskrifaðir af fulltrúum beggja, sem hvoritveggja gera sig á- nægöa með, og eru aöalatriöi í j honum þau sem hér segir: 1. Rússar afsala sér yfirráð- in yfir öllum eignum, talþraðum, ritsímum, jixrnbrautum, vitum, herteknum skipum og viggirð- ingum við íshafiö. 2. Finnland afsalar sér tilkallitil járnbrautar er liggur til Peturs- borgar, og | að hefir áður gert lilk-.ll til og leyfir Rússu.n . - hindrað síma : mband við Finn- Halldór Austmann, sem er einn af stjórnarnefndarmönnum Vor- aldar er að leggja af stað til þess að heimsækja yður í erindum fyrir blaðið. Mun hann ferðast um alla bygðina, og er þess vænt að honum verði vel tekið. Voraldarmenn hafa einsett sér að ferðast um allar ísl. bygðir og halda áfram þangað til ekki hafi verið skilið eftir eitt einasta heimili. Þeir tímar munu koma áður en langt líður að íslendingar þykjast ekki hafa kastað því í glæ sem fram var lagt Voröld til styrktar. Nú eru mörg veður í lofti, og áriðandi að búast við að mæta þeim. Voröld veröur aldrei seld né bundin á klofa—Munið eftir því. Voröld er nú að komast á fast- a fætur, verður flutt í nýja prent- smiðju sem “Hecla Press” heitir í næsta mánuði. Halldór Austmann skýrir fyr- ir yður margt sem þér vitið ekki og aðrir menn ferðast um aðrar bygöir innan skamms. Þetta er meira alvöru- og nauðsynjamál en margur kann að hyggja. £ £ Frá “Betel 9? Þú griðastaður mæðumanns, sem mörgum ert svo kær er þverra tekur þróttur hans, og þunginn færist nær. Þitt heiti’ er Betel, himinshlið, og hliðskjálf vona manns, þar ellin á að finna frið, og friðar bera kranz. Þú íslenzk þjóð oss öllum kær frá unaðs-blíðri fold, margt fagurt blóm og grasið grær í gróðrar—þinni—mold. Sú mold er kennd við kærleiksyl, og kærleiks—fögur— blóm nú berast þaðan Betel til, með blíðum vorsins óm. Og gamla fólkið gleðst af því sú gleði’ er ekkert tál, og vonin gamla verður ný, og vermir hrygga sál. Og þaðan gjafir þökkum öll, sem þessa byggjum grund, og biðjum þess að blómstra höll þín bíði’ á dauða stund. En okkar þökk er ekki neitt, hjá allri þeirri stærð, er umbun drotHns ein fær veitt, og allra hjörtu nærð. 9. Marz, 1918. J. Briem. ÍSLENZKUR I VÍKINGUR Hér birtist mynd af íslenzkum ungum manni sem er sex fet og þrír þumlungar á hæð og að því skapi mann- bórlegur. Pilturinn heitir Leifur Columbus Lindal. Hann er fæddur 22. október, 1892 og er því 25 ára að aldri. Foreldrar hans eru þau Björn Lindal, póstmeist- ari að Markland og Svava kona hans, dóttir hinnar al- kunnu sæmdarkonu Kristrúnar sál. Sveinungádóttur. Björn er einn hinna allra fyrstu landnámsmanna í Marklandbygð, og þar er Columbus fæddur. Björn var fyrsti maður sem skoðaði þar land til náms. Columbus innritaðist í 106. herdeildina um miðjan júní mánuð 1917 og fór til Englands í nóvember sama ár. Hann hefir stundað nám við alþýðuskóla þar ytra, en aldrei verið fjárvistum frá heimili foreldra sinna yr en nú. En vel hefir hann dafnað því auk hæðar- innar er hann 216 punda þungur; enda stærsti maður í deildinni, óg því sannnefndur “íslenzki risinn.” Áritan hans er Pt. L. C. Lindal, No. 2178331, llth Reserve Can. Batt., Digbate Camp, Shorncliffe, Kent, England. ðbinningavorö Þann 14 ág. f. ár, lézt að heim- ili sinu skamt frá Gimli Mrs. Sig- urlaug Thiðriksson Kristmund- ardóttir, eftir tveggja vikna legu af heilablóðfalli. Sigurlaug sál var fædd á Sviðn- ingi í Kolbeinsdal í Skagafirði á íslandi um 1855, og fluttist það- an með foreldrum sinum Krist- mundi Þorbergssyni og Elínu Pétursdóttur, vorið 1859, vestur að Sæunnarstöðum í Hallárdal, og litlu síðar að Vakursstöðum, næsta bæ. Bjuggu foreldrar hennar þar rausnarbúi fram um síðastliðin aldamót. Sigurlaug giftist eftir- lifandi manni sínum Ingimundi Thiðrikssyni frá Kálfárdal i Skörðum í Skagafjarðarsýslu um 1884. Bjuggu þau á Hellulandi í Hegranesi til vorsins 1887. Brugðu þá búi. Fór hún til Am- eríku, en hann ári síðar. Fluttu þau til Nýja íslands og bjuggu ýmist á Gimli eður þar í kring til 1903, að þau keyptu land eina mílu norður af Gimli, og bjuggu þar til þess er hún lézt, 14. ág. f. ár. Þau hjón eignuðust 12 börn. Dóu 5 í æsku, en 7 náðu þroska aldri. Jóhanna í Vancouver, Steinunn, dáin, Sigríður, vestur í Manitoba, Sólveig í Sask. Allar giftar annarþjóða mönnum; Marta, alin upp af Mr. og Mrs. G. Sveinssyni, Loni Beach, dáin; Margrét Ágúst Elizabet, ógift. Sigurlaug sál. var sistarfandi sæmdarkona, og óþreytandi í um- hyggju og fórnfýsi fyrir börn sín, og bar velferð þeirra fyrir brjósti meðan dagur til vanst. Það sannaðist líka bezt, er hún sjálf var lögst, og hraðskeyti voru send til dætra hennar, að hún hafði áunnið sér eindregna ást barna sinna, því allar komu þær þó löng væri leiðin, og óhægt að yfirgefa heinmili til að hjúkra ástríkri móður sinni og létta með því síðustu æfistundir hennar. er ræktarsemi sú gott fordæmi öðrum, og því skylt að þess sé minnst. Blessuð sé minning Sigurlaug- ar sálugu. 12-17-5

x

Voröld

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Voröld
https://timarit.is/publication/221

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.