Vestri


Vestri - 01.07.1905, Blaðsíða 1

Vestri - 01.07.1905, Blaðsíða 1
^'■aWÖ IV, árg. I ___________ Frjetíir frá útiöndu n. — — Norðmenn segja skilið við Svía. Norðmenn hafa, sem kunnui^t er, lengi haldið fram þeirri krötu að fá verzlunarerindreka (konsúla) út af fyrir sig, í stað þess að láta sænska konsúla fjalla um norsk mál. Stórþingið hafði samþykk' lög um þetta mál, og voru þau lögð fram fyrir konung dlstaðfestingar á ríkisráðsfundi norskum, er fram fór í Stokkhólmi 27. maí. Konungur synjaði lögunum staðfestingar ineð þeirri röksemd, að til þess að breyta erindreka- fyrirkomuluginu, þyrfti samninga innbyrðis milli beggja ríkja. Norsku ráðherrarnir sögða ai sjer, er konungur fiafði synjað staðfestingar. Konungur kvaðst ekki aðhyll- ast það, að þeir færi frá, með því að hann gæti ekki fnyndað nýtt ráðaneyti. Nú var ekki nema um tvennt að velja tyrir Norðmenn, ann ð- hvort að hafa konung án ráða- neytis eða stjórn án konungs; það varð svo Út úr, að stórþingið á fundi 7. júní samþykkti ákvörð- un svo hljóðandi: »Með þvi að allir meðlimir rikisráðsins hafa lagt niður em- bœtlið, og hs. hát. koriungurinn hefir lýst því yfir, að hann getur ekki myndað stjórn handa land- inu, og konungsvaldið þannig er upphafið, gefur stórþingið þeim fyrverandi meðlimum rík- isráðsins vald í bili til að sljórna ístað konungs, samkvœmt grund- vallarlögum Norvegs, með þeim breytingum, sem það hefir í för með sjer, að sambandið við Svía undir einum konungi er rofið, með því að konungurinn er hœllur að standa í stöðu sinni sem konungur Norðmanna.« „ Forsætisráðherrann, Michelsen, er nú þannig forseti stjórnarinnar. Stórþingið samþykki því næst ávarp til Óskars konungs, og færir þar rök fyrir gerðum sínum. og til fnerkis um það, að þetta stafi ekki af kala til konungs eða sænsku þjóðarinnar, biður það konung um fylgi hans til þess, að ungur ættingi konungs taki við konungstign í Norvegi. Svíakonungur sendi þegar, er hann frjetti hvað fram hafði farið í stórþinginu, símskeyti þar sem hann mótmælti algerlega gerðum þess. Ennfremur hefir konutigur $ , N H Útgefandi og ábyrgðarmaður: Kr. H. JónsEon. ÍSAFJÖRÐUR, I. JULI 1905. neitað að t ika möti sendinefnd, er átti að gera honum grein fyrir ákvörðun stórþingsins. Þá var samþykkt að senda. konungi ávarpið og skyldi forseti stórþingsins rita ir.eð því. Norðmenn hafa nú skipt um flagg. Fór hátíðleg athöfn fram á Akershus í Kristianíu þ. 9. júní. Sænska fbggið var dregið niður og í stað þess það norska dregið upp, og voru þar morg þúsund manns saman komið og margt stórmenni. Sagt' er, að ef eigi takist að fá einiivern ættingja Óskars kon- ungs til konungs í Norvegi, þá muni Norðmenn ekki hika við að gera ríkið að lýðveldi. Ófriðurinn milli Rússa og Japana. Rússar bíða afar-mikinn ósigur. Nú eru komnar nánari fregnir af viðskiptum Rússa og Japana í Tushima-sundinu. Það var laugardag 27. maí, að Roshdestvenski fyrirliði Rússa- flota var kominn í sundið milli Tushima, sem liggur í Kóreasundi, og Japan. Þoka var framan af deginum, en ljetti til eptir hádegi; sást þá, að floti Japana var þar fyrir, en engar vissar fregnir höfðu farið af því áður, hvar Togo, sjóliðsforingi Japana, hefðist við með flota sinn, enda sjeð um að það færi leynt. Togo hóf orustuna með tundur- skeytum, og gerðu þau miklar skemmdir. Sú skipun var á flota Rússa, að stórskipin voru í tveim röðum, en þau smærri á milli, en með því þau fóru hraðara, urðu þau fyrst fyrir árásinni. Svo lítur út, sem Rússum hafi að miklu leyti fallist hendur, þar sem þetta kom þeim svo á óvart og hafði margt farið í ólagi hjá þeim, — skipanir verið misskildar og örvænting gripið marga; —■ fleygðu sumir sjer fyrir borð. Sundrung komst á flotann og leituðu mörg skip undankomu, en Japanar veittu eptirför og ráku flóttann um uóttina með tundur- skeyta árásum. Þá hittu þeir fyrir sjer hinar flotadeildirnar í opnu hafi, og lauk svo þeim við- skiptum að alls eitt skip slapp, hin ýmist sukku eða voru tekin. í orustunni í Tushima-sundinu sukku fjórir bryndrekar, auk smærri skipa. Sjóliðsforingja-skipið, >Knjas Suvarow«, var einn bryndrekinn sem sökk, björguðust nokkrir af skipshöfninni, þar á meðil Rosh- destvenski, varhann særður, hann var fluttur til Japan. Alls hafa Rússar í orustunni misst 22 skip, þar á meðal alla bryndreka sína. t Mmntjónið er sagt áð vera um 7000; 3000 nafa Japanar tekið til fanga. Tjón Japana er lítið í samán burði við Rússa; þeir hafa misst 800 manns að sögn og ekki önnur skip enn nokkra tundurbáta. Ymsar sögur far.i af einstökum atriðum í sjóorustunni; ein hin hroðalegasta er um það, sem fram fór á einu herskipi Rússa, >0rek: A skipinu voru um 900 nianns; af þeirn fjellu eða særðust um 300. Blóðið rann í straumum á þilfarinu. Ekki var unnt að veita þeim særðu liðsinni, og með þvi að þeir tálmuðu þá sem uppi stóðu, með neyðarópum og kvein- stöfum, þá var skipað að kasta þeim fyrir borð, og var þannig 150 mönnum fleygt útbyrðis. Þeir sem minna sárir voru, veittu mótspyrnu og hjeldu sjer dauða- haldi í kaðla og festar og báðust vægðar; þeir sem þyugst voru haldnir af sárum, byltu sjer þaðan sem þeir lágu, til þess að forða sjer, en öllum var vægðarlaust varpað fyrir borð. Ymsum fregnum hefir brugðið fyrir síðustu daga um friðarhorf- urnar. En þar segir sitt hver og lítið á þeim að græða. Síðustu fregnirnar segja, að Rússakeisari sje ekki frábitinn friði innan skamms, cf skilmálar verðiaðgengilegir. ForsetiBanda- ríkjanna Roosevelt, hefir boðið Rússakeisara sitt liðsinni í friðar- málinu og lítur svo út, sem honum sje meira í mun, að friður verði saminn. Af ófriðinum á landi (í Mand- churíu) eru litlar fregnir; þeer síðustu segja, að Japanar sjeu búnir að kvía inni Rússaher, og að vænta megi stórorustu innan skamms. Frá Rússlandi eru litlar frjettir aðrar enn þær, að Semstvóa-þing í Moskva hefir samþykkt ávarp til keisara, sem fer fram á, að kallaðir verði saman fulltrúar fyrir þjóðina, til þess að ræða rjettar- bætur og útkljá ófriðinn. Síðustu fiegnir segja nú, að Roosevelt Bandaríkjaforseti hafi sent bæði Rússastjórn og Jápana skeyti, þar sem hann hvetur sterk- lega til þess, að fulltrúar frá báðum þjóðum komi saman til að semja frið. Sagt er ‘nafremur að þessu Jiafi verið vel tekið al hvorurrítveggja; en að Rússar vilji þó ckki velja fulltrúa sína fyr enn vissa sje fyrir því| að Japanar velji sína fulltrúa. Lausafregnir sogja. að alltútlit sje fyrir að Rússar og Japanar sjeu viljugir að senv-a 'rið. en hvað verðuV, er eptir að vitn. Frakkland. Þ id m er þaðhelzt að frjettr, að utánrikisr.iðherra, Delcassé, hefir sagt if sjer. Það, séni sagt er nð mtr i oiga mestan þátt i því, er ósamlyndi milli forsætisráðherra Rouvier og hans. Delcassé hefir setið í 7 ár sem utanríkisráðherra og á þeim tíma gert margt, svo sem komið á gerðarsamningum við ýtns erlend rtki. R^mvier hefir tekið að sjer utanríkismálin í stað Delcassé’s. f>alkanskagi. Fregnir ganga nú um óeirðir á Balkanskaga. — Síðan 4. júní er sagt að bardagar hafi farið fram á takmörkum Tyrklands og Montenegro (Svart- 'jallalands) milli Tyrkja og Svart- fellinga, og hafi um 3000 manns tekið þátt í þessu. Óvist er um upptökin. Tyrkjar kvað halda því fram, að Svartfellingar hafi farið yfir landamærin til þess að ræna ljenaði. Höfn 11. júní. Ritfreprn. o Björnstjerne Björnson eptir 0. P. Monrad. Björn Jónssön liefir íslenzkað. Rvík 1905. (5+) 103 (+1) bls. 8. Með nrynd af B. Bjömson (Isafoldarprentsmiðja). Ekkert útlent skáld, enginn útlendingur, sem henr eigi aðal- lega stundað íslenzk fræði, er svo þjóðkunnugur og þjóðkær á íslandi sem Björnstjertie Björn- son. Skáldsögur hans bárust snemma til íslands og var vel tekið. Hin fyrsta þeirra kom út í Islendingi um 1860, og síðan hafa ýmsar af þeim verið þýddar á íslenzka tungu. Um 1870 tók B. Björnson með aðstoð Olafs Gunnlaugssonar málstað vorn í stjiirnarfrelsisbarátcu vorri og þótti Islendingum væn1: um það. Norðaiifari flutti honuni þá kvæði. Björnstjerne hefir lengi borið vitiarhug til Islands og það er eigi að ástæðulausu að Islend- ingar unna honum, því að andi hans og skáldskapur er svo ná- skyldur því, sem fegurst er í forn-bókmenntum vorutn og oss

x

Vestri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestri
https://timarit.is/publication/235

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.