Alþýðublaðið - 11.12.1965, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 11.12.1965, Blaðsíða 4
tmsMO) Rltstjórar: Gylfl Gröndal (éb.) og Benedikt Gröndal. - Rltstjórnarfull- trúl: Eiöur GuBnason. - Símarc 14900 - 14903 — Augltfsingasíml: 14908. ▲Bsetur: AlþýBu'húsiB vlB Hverfisgötu, Reykjavik. — PrentsmiBja Alþýðu- blaSslns, — Askriftargjald kr. 80.00. — I lausasölu kr. 5.00 elntaklB. TJtgefandl: Alþýðuflokkurinn. FÆKKUN BÆNDA HAGSTOFAN hefur inýlega gefið út Búnaðar- skýrslur fyrir árin 1961—63, og verðskuldar sú bók meiri athygl? en ýmsar, sem lofsamlegir ritdómar eru birtir. um í jólaflóðinu. Er þar að finna margvís tlegan fróðleik um þróun landbúnaðarins á síðustu íárum. í Það vekur strax athygli í skýrslum bókarinnar, Íið á áratugnum milli 1954 og 1963 hefur bændum ækkað um 957. Við fyrstu sýn virðist geigvænlegt, <að 15% þeirra, sem landbúnað stunda, skuli hafa brugðið búi á einum áratug, en við nánari athugun er þessi þróun ekki eins alvarleg. I fyrsta lagi er rétt að geta þess, að 1954 voru taldir margir bændur, sem varla er hægt að nefna því nafni. Til dæmis voru þá í tölunni 13 „bændur“ í Kópavogi, en hafa án efa verið öllu frekar þurra búðarmenn. Er til dæmis líklegt, að svo sé um flesta þá 111 bændur, sem hættu búskap í Gullbringusýslu samkvæmt skýrslunni. Þá er mjög athyglisverð skipting í sjálfseignar- bændur og leiguliða. Samkvæmt skýrslunni hefur sjálfseignabændum aðeins fækkað um 140 á um- ræddum áratug, en leiguliðum hefur fækkað xun 817. Má af þessu marka, að leiguliðar hafi á þessu tímabili margir eignazt þær jarðir, sem þeir byggðu, en kotin, sem liafa minnsta möguleika, hafi heltzt úr lestinni. Tölur um stækkun búanna benda einn- g í þessa átt. Hér á landi ríkir mikil viðkvæmni út af fækkun bænda og þorir enginn. stjórnmálamaður að minn- ast á það mál án þess að tárast. En í þessu efni má ekki mæna á tölurnar einar. Það gerir ekkert til, pótt kotin, sem hafa enga möguleika til nútima bú- skapar, fari í eyði. Það er þvert á móti þakkar vert, að fólk skuli hætta að hokra á þeim í fátækt og eymd. Frændur okkar Norðmenn eru stoltir af því, að slíkar jarðir fara unnvörpum í eyði hjá þeim. A sama tíma hafa bú með aðstöðu og landkosti jitækkað. Heildarframleiðsla landsbúnaðarins hefur ukizt og má af því marka, að fækkun búanna hafi innig þýtt, að framleiðsla og tekjur í landbún- ðinum hafi aukizt til muna. | Þessi þróun er ekkert séreinkenni á íslandi. Hún ihefur átt sér stað um allan hinn vestræna heim, þar fem lífskjör þjóðanna eru bezt. Bændum hefur fækkað, lélegustu búin verið lögð niður, betri búin hins vegar aukin og bætt. Framleíðslan í heild hef- í' • úr aukizt og fólk í sveitum býr við betri kjör en hokkru sinni fyrr. í'slendingar verða að líta raunsæjum" augum á þróun landbúnaðarins og gera sér grein fyrir, hvað nútíma vísindi og tækni hafa gert fyrir elzta étvinnuveg þjóðarinnar. 4' H. des. 1965 - AIÞÝÐUBLAÐIÐ Undanfarna daga hefur staðið yfir sýning á verkum Guðmundar Ein- arssonar frá Miðdal í tilefni af bví, að hann liefði orðið sjötugur fyrr á þessu ári, ef hann hefði iifað. Myndin að ofan er eitt þeirra verka sem á sýningunni eru, en hún verður opin fram á sunnudag. Söfnunin Framhald af X. síðu um 1100 manns úp hópi æskufólks þátt í fjársöfnuninni. Víða i sveit um þar sem nefndir voru ekki starfandi liófu kvenfélög, ung- mennafélög, skólar og hrepps- nefndin ótiikvödd söfnun með góð- um árangri. Börn í skólum lands ins hafa sýnt mikla framtakssemi í sambandi við ýmis koriar fjár öflunarleiðir, hafa þau haldið hlutaveltur og skemmtanir, bazara og bögglauppboð, til ágóða fyrir herferðina. Mörg félög og starfs hópar hafa tekið upp söfnun. Vitað er að söfnun stendur yfir meðal sjómanna á kaupskipa og fiskiskipa flotanum. Mörg verkalýðsfélög inn an vébanda ASÍ hafa tekið ákvörð un um framlög, sama er að segja um aðildarfélög B.S.R.B. Ekkert af þessu söfnunarfé mun renna í kostnað vegna herferðar innar. Nánast allur kostnaður, sem nefndin hefði ella orðið að leggja út í svo sem húsnæði, sím ar prentun, myndamót, dreifing arkostnaður og fleira hefur nefnd inni verið látið í té endurgjalds laust. Hafa staðið að því um 50 fýrirtæki og stofnanir í fyrstu stóð aðeins til að söfn in stæðj yfir í mánaðartíma en ekkert lát er á framlögum og mun því skrifstofa HGH starfa á f am að Fríkirkjuvegi 11, og er opin daglega kl. 2—4 nema föstu- daga, laugardaga og sunnudaga. Þar sem safnast hefur mun meira fé en þarf til að framkvæma þau verkefni sem valin voru, mun framkvæmdanefnd HGH vinna að vali frekari verkefna í samvinnu við FAO, en hin alþjóðlea hetferð gegn hungri er sprottin af starfi stofnunarinnar. Þá mun lierferB gegn hungri halda áfram kynn ingu á högum fólks í þróunarlönd unum og hvetja landsmenn til i frekari aðstoðar við þetta fólk. í ráði er að Alþingi veiti þróunar löndunum aðstoð með fjárframlög um eða tækniaðstoð. Framkvæmdanefnd HGH hefur farið þess á leit að settir verði eftirlitsmenn með fjársöfnuninni Af /hálfu Stjórnarráðsins hefur dr. Gunnlaugur Þórðarson verið skipaður tii eftirlits og af hálfu Æskulýðssambands íslands Ólaf ur Egilsson, lögfræðingur. Hafm,.steattiLsr Framhald af 2. síðu fyrr en það væri komið úr nefnd. Birgir Finnsson (A) lýsti stuðn ingi sínum við stefnu frumvarps ins en benti á, að þörf væri einn ig á fjárhagsaðstoð til ýmissa raf veitna sem reknar væru af bæjar og sveitarfélögum, og taldi að at huga bæri betur ákvæði áttundu geinar frumvarpsins um mánaðar lega innlieimtu verðjöfnunar gjalds, Því ekkj innheimtu allar rafveitur afnotagjöld mánaðarlega. Beindi hann til nefndarinnar ar, sem málið fær að athuga þetta. Málinu var að því búnu vísað til 2. umræðu og nefndar. F!éð í Thames Framhald af 3. afðu. urðu að yfirgefa verksmiðjur í úthverfum Lundúna. í París hélt vatnsborð Signu á fram að hækka í dag og er talið að ástandið verði ískyggilegt á sunnu daginn ef vatnsborðið heldur á- fram að hækka. í Hollandi flæddi yfir járnbrautarlínur. Talsverð flóð liafa einnig orðið í Belgíu og Vestur-Þýzkalandi, þar sem sigling ar á ánum Weser og Mosel lögðust niður í dag. í Rotterdam var öll um skrifstofum í grennd við höfn ina lokað í dag og vatn hefur flætt inn í kjallara húsa í hafnarhverf inu. Mörgum vegum hefur verið lokað í Suður-Svíþjóð vegna flóða og járnbrautarferðum í Svíþjóð hefur seinkað. Hollenzki togarinn .Samson” fór frá Ijmuiden í dag til að aðstoða gjtíska vöruftujtn?|iaaskipi|B ,Ú)t- ana“ sem beðið hafði um aðstoð um 40 'sjómílm- frá landi. Leit að kúlternum „Gudrun“ Borgundar hólmi, sem hefur verið saknað síð an á þriðjudag, var hætt í dag. Tíu manna áhöfn var á bátnum. Áskriffssíminn er 14900 Lesið Alþýðublaðið KÓPAVOGUR Höfum opnað nýja kjörbúð að Kárnesbraut 93. — AUar fáanlegar kjöt- og nýlenduvörur. Einnig mjólk og brauð. — SENDUM. Borgarbúðin Kámesbraut 93. — Sími 41920.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.