Vísir - 12.11.1960, Blaðsíða 1

Vísir - 12.11.1960, Blaðsíða 1
q k\ I y (t. árg. Laugardaginn 12. nóvembér 19G0 257. tbl. Svo sem skýrt var frá í Vísi í gaer, stendur til að Reykjavíkur- flugvöllur fái bráðlega fullkomin radartœki frá Keflavíkur- flugvelli. Bifreið hefur verið á ferð með reynslutæki til þess að ákveða hvar eigi að staðsetja radartækin, og hefir sú bifreið verið fengin að láni frá Flugbjörgunarsveitinni. Myndin sýnir bifreiðina með tækin, sem komið hefur verið fyrir ofan á henni. Forseti S.-Vietnam þoldi enga stjórnarandstöðu. Herinn einn gat hafið hyltingu fyrir lýðræði og afnámi spillingar. Byltjngarsinnar í Suður- Vietnam segjast hafa steypt Ngo Dinh Diem forseta, en fréttaritarar segja enn ekki ljóst hvort allur herinn, 150 þús., búinn bandarískum vopn- um, þjálfaður af bandarískum liðsforingjum, muni taka þátt í byltingunni, eða hluti hans styðja forsetann. Það er megn óánægja manna, einkum ungra manna, sem knúði þá t.il að láta til skara skríða gegn einræðisstjórn, sem viðurkennd er samstarfsstjórn vestraenna þjóða og andkomm- únista. í reyndinni hefur for- setinn ekki þolað neina stjórn- LEYSA VERÐUR HIÐ BRÁÐASTA LAUSAFJARSKORT ÖTVEGSINS. Útvegurinn sýpur enn seyðið af uppbótakerfinu, segir Emil Jónsson. Brezk iðnsýning í Moskvu að ári. Bretar efna til mestu iðnsýn- ingar sinnar fyrr og síðar í öðru landi. Hún verður í Moskvu og haldin að ári. Þetta verður og mesta er- lend iðnsýning sem nokkru sinni hefir verið haldin í Sov- étríkjunum. Sýni.ngarsvæðið verður 10 hektarar lands og 623 fyrirtæki og einstakir iðnrekendur taka j þátt í sýningunni. 1 arandstöðu — enginn hafði að- stöðu til að knýja fram umbæt- ur í iýðræðisátt, — nema her- inn. • Skyldmennum og gæðingum hyglað. Meginorsök þess, að nokkur hluti hersins í Suður-Vietnam reis upp gegn forsetanum er talin sú, að hann hafi verið ein- ráður harðstjóri, ekki þolað ne.ina mótspyrnu, hylgað nán- ustu skyldmennum sínum, og hin gífurlega efnahags- og landvarnaaðstoð, sem Banda- ríkin hafa veitt, ekki kom- ið að hálfu gagni, þar sem hin- ir hæfustu menn hafi ekki ver- ið valdir til að stjórna fram- kvæmdum. Efnahagsaðstoðin nemur milljörðum ísl. króna. Viðurkennt er þó, að mikið hafi verið gert, góðir vegir lagðir, vatnsveitur, orkuver reist o. s. frv., en yfirleitt illa haldið á fé. Auk þess hafi forsetinn fang elsað frjálslynda menn. Ekki er hann talinn þeim sökum bor- inn, að hann vilji ekki halda tryggð við Vesturveldin. Bylt- ingartilraunin er ekki talin und an rif jum konunúnista runnin.' Framh. á 4. síðu. i í ræðu er Emil Jónsson sjáv- arútvegsmálaráðherra flutti á aðalfundi L.Í.Ú. í gær ræddi hann um vandamál sjávarút- vegsins og þær breytingar er orðið hafa vegna efnahagsráð- stafa núverandi ríkisstjómar. í upphafi ræðu sinnar drap ráðherrann stuttlega á það vandræðaástand sem sjávarút- vegurinn og þjóðin öll átti við að búa vegna uppbótakerfisins, sem fól í sér efnahagslega tor- tímingu og hefði innan skamms leitt þjóðina út á þá braut að ekki varð snúið við til efnahags legrar viðreisnar. ,,Það dugði ekkert nema róttækar ráðstaf- anir, en ég hef orðið þess var að margir vilja kenna ráðstöf- unum ríkisstjórnarinnar um þau vandræði, sem nú steðja að sjávarútveginum. Það er fjarri sanni að þetta sé rétt Enn stór- kostlegri erfiðleikar hefðu steðj að ef haldið hefði verið áfram á söijru braut og alger stöðvun hefði orðið vegna fjárskorts hefði uppbótakerfinu verið haldið áfram,“ sagði ráðherr- ann. Gengisbreyting var nauðsyn- leg, en það var álitamál hversu mikið krónan skyldi felld og nú hefur komið á daginn að ekki var nóg að gert . til að leysa vanda útvegsins. Auk þessa hafa önnur atvik aukið erfið- leikana s. s. fádæma alfaleysi togaraanna, verðfall á fiski- mjöli og ísfiskmarkaður á Bret landi lokast, sem í fyrra bætti mjög afkomu togaranna. Það er vitað að vaxtahækk- unin myndi koma þungt niður á sjávarútveginum en búizt var við því að vaxtahækkunin myndi auka sparifjármyndun, sem þjóðfélaginu var nauðsyn- leg. Það var þó ekki tilgangur- inn að vextir yrðu svo háir um alla framtið, heldur myndu fara lækkandi með auknu sparifé. Lausafjárskortur hefur bagað útveginum mjög og mun ástæð an m. a. vera sú, að framlög til fjárfestingar í sjávarútvegi er ekki að fá nema úr fiskveiði- sjóði, sem hefur tekjur sinar af útgerðinni sjálfri og stendur hvergi nærri undir fjárfesting- arþörfinni. Þá hefur skattalög- gjöfin átt sinn þátt í að skapa þá erfiðleika sem útvegurinn á nú við að etja, Hún hefur verið á þá lund að tekjuafgangur hef ur jafnharðan verið hirtur og útvegsmenn hafa ekki getað lagt fyrir fé til að mæta erfið- um árum. Þá drap ráðherrann á hugs- anlegar leiðir til að mæta erf- iðleikum útvegsins og taldi þá nauðsyn fyrsta, að finna leiðir Framh. á 2. síðu. Þýzkt skólaskip sett á sjó. í V.-Þýzkalandi hefir verið hleypt af stokkunum stærsta herskipi, sem þar hefir verið smíðað síðan á stríðsárunum. Skip þetta, sem er af frei- gátugerð, er 4800 lestir, en fyrst eftir að V.-Þjóðverjum var leyfð herskipasmíði, máttu þeir ekki smíða stærri skip en 3000 lestir. Á skipi þessu, Deutsehland, er fullgert verður 1962, verða 270 sjóliðar og 250 foringjaefni. Þannig sér teiknari brezka blaðsins „Daily Mail“ hinn ný- kjörna forseta Bandaríkjanna, John F. Keneedy. Búið að frysta nóga síld í beitu í Eyjum. Hægt að taka á móti síld í bræðslu. Frá fréttaritara Vísis. Vestmannaeyjum í gær. Vestmannaeyingar þurfa ekki að kviða beituskorti » vertíð- inni í vetur. Síðan síldin fór að veiðast hér • haust hefur verið lagt kapp á að frysta sem mest tii beitu og er nú búið að frysta það sem áætlað er að nægi öll- um Vestmannaeyjabátiun á IfnuveEtíðinni ,í .vetur. j Enn er mikil síld við Eyjarj og er búizt við að svo verði fram á vetur eins og var í fyrra. Sildin hefur samt ekki gengið inn í höfnina, en veiðin fer fram bæði fyrir austan Eyjar ogvestan, alveg uppi í landstein um, Svo grunnt er sildin að þeir bátar, sem eru með næt- urnar, hafa til taks aukabát til að draga sig frá landi ef bátur- inn lendir inni í nótinni eða út- lit er fyrir að hann reki á.land. Víða eru bátarnir ekki nema Framh. á 2. síðu! Raunverulega vantraust. Bjarni Benediktsson dóms- málaráðherra gaf þá yfir- lýsingu á fundi efri deildar Alþingis í gær að frumvarp- ið um fiskveiðilandhelgi Is- lands, sem gerir ráð fyrir að reglugerðin um landhelgina verði að lögum, feli í sér vantraust á ríkisstjórnina. Yfirlýsingin var svar við spurningu Ólafs Jóhannes- sonar um hvers vegna ráð- herrann teldi frumvarpið vanhugsað. Dómsmálaráðherra sagði, að bað væri ócðlilegt að binda slíkt frumvarp sem þetta um landhelgina, við vantraust á r.íkisstjórn. Auk þess geti einstakir þingmenn eins og t.d. Finnbogr Rútur Valdimarsson hugsað sér að styðja veigamiklar breyting- ar á frumvarpinu nú þegar.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.