Vísir - 18.07.1963, Blaðsíða 1

Vísir - 18.07.1963, Blaðsíða 1
45 skip með afla 45 skip fengu samtals 16 þúsund tunnur af síld síðastlið- inn sólarhring. Mest af því veidd ist út af Gletting í Seyðisfjarð- ardjúpi og fer síldin til söltunar á Austfjarðahafnirnar. Ekki er hún eins góð til söltunar og sú sild sem veiðzt hefur undan- farið, en saltað verður eins og hægt er, til að nýta aflann sem bezt. Mikil síld hefur fundizt út af Sléttu og þar eru átuskilyrði hin ákjósanlegustu, en síldin þar er stygg og aðeins örfá skip fengu þar afla. Þau voru: Hugrún 550, Hrafn Svein- björnsson 100, Þórkatla 1200, Ársæll Sigurðsson 200, Sæúlfur 200, Björgúlfur 600, Héðinn 1500, Guðbjörg 150, Keilir 500, Framh. á bls. 5 FROST MÆLDIST HER ÞRJÁR HÆTUR í RÖÐ Fréttamenn Vísis heimsóttu Skálholtsstað i vikunni og var þá þessi mynd tekin ofan úr kirkjuloftinu. Klukka sú er sést á myndinni var gefin af Norð- manninum Johann Faye fyrir nokkrum árum. Faye keypti hana f Noregi á sfnum tima, og var honum þá sagt að klukk- an væri frá íslandi. Það mun vera rétt, en ekki er vitað úr hvaða kirkju hún er. Er þetta mjög merkileg miðaldaklukka, talin vera frá 13. öld. Kirkju- klukkur Skálholtsstaðar aðrar eru gefnar af hinum ýmsu Norðuriöndum eins og kunnugt er. Um seinustu helgi mældist frost hér í bænum þrjár nætur í röð og sá eftir þær nætur á kartöflu- grasi hér inni við Elliðaár. Þetta bar á góma, er tíðinda- maður Vísis rabbaði við Jónas Jakobsson veð.irfræðing í morgun, í þeirri von að fá hjá honum fréttir um hlýrra veður og skúri endrum og eins fyrir þurra jörð, en Jónas gat engu slíku lofað — kvað ekki annað sjáanlegt eins og væri, en að norðanáttin héldist og að næstu dægur að minnsta kosti yrði svalt og þurrt. Þær þrjár nætur, sem um getur f upphafi fréttarinnar, var frost milli 2-3 stig hér í bænum. — Við höfðum vestanátt fram til 6.-7. júlí .sagði J.J. og þá voru hlýindi norðan lands og austan og hiti komst þar suma dagana upp í 23 stig, á nokkrum stöðum, en mun þó hafa komizt upp í næstum 25 stig einn daginn. Heitast var á Ak- ureyri, Nautabúi og Egilsstöðum. Upp úr 7. júlí bregður til norðan- áttar og hefir verið látlaus norðan- átt síðan ,ekki hvasst, en kalt, þurrkur á Suðurlandi, en þó stund- um skúrir síðdegis til fjalla. Brælu samt var suma daga á Ströndum. Á Norðurlandi hefir verið sérstak- lega kalt síðan breytti til, einkan- lega á annesjum. Hiti var ekki nema 6-9 stig síðdegis, en ekki alla dagana, og sumstaðar var hann ekki nema 2-3 stig. Sumstaðar snjó- aði í fjöll. Ekki eru fregnir af neinum lægð- um, sem munu hafa áhrif til neinn ar verulegrar breytingar á veður- farið á næstunni, og eins og stend ur eru horfurnar þær, að norðanátt verði áfram og veður svalt og þurrt. SKÁLHOLTSDAGSKRÁIN BBRT: J(teniam helga Hemms sal" verður sungiS uS lokinni vígslu kirkiunnur Hún hringir íil vígslu sunnudags □ VISIR " . ..." Frumsýnd á laugardag Kvikmynd sú um Hitaveitu Reykjavíkur sem borgarstjórnin hefur látið gera, verður frumsýnd f Reykjavík á laugardag. Hefst sýning klukkan 15. Sama dag verður myndin einnig frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Moskvu. ]yú er loks hægt að birta end- anlega dagskrá vígslu Skálhoitskirkju en Skálaholts- nefnd gerði hana heyrumkunna í gær. Þungamiða hennar er vfgslumessan sem hefst kl. 10.30 á sunnudagsmorguninn að lokinni prósessfu biskups og presta f kirkju. Þar flytur bisk- up islands vfgsluræðuna og vígir kirkjuna. Þá flytur forseti íslands, Ás- geir Ásgeirsson, ávarp og Bjarni Benediktsson dómsmálaráð- herra afhendir þjóðkirkjunni Skálholtsstað. Á nóni hefst almenn messa.. Hin ítarlega dagskrá var f gær send öllum boðsgestum sem verða í kirkjunni við vígsluna. Mun mörgum leika hugur á að heyra hvemig hún er og birtir Vísir hana því hér f heild f dag: Kl. 9 og 9.30 Klukknahring- ing u Kl. 9:50—10.10 Lúðraþytur úr turni kirkjunnar Kl. 10.00—10.10 Klukkna- hringing. KI. 10.10—1020 Lúðraþytur úr turni kirkjunnar Kl. 10.20—10.30 Klukkna- hringing / Prósessía Kl. 10.30 Kirkjuvfgsla hefst. Sunginn Davíðssálmur og antí- fóna úr Þorlákstíðum Organforleikur: Bach, Prelú- díum í Es-dúr Bæn f kórdyrum Kór: Sálmur nr. 612, „Ó, maður, hvar er hlífðarskjól" (íslenzk tóngerð) Vígsluræða biskups Kór: Sálmur nr. 414, „Kirkja vors Guðs“ Vígsluvottar lesa ritningarorð Biskup vfgir kirkjuna — Faðir vor — Blessun Kór: „Sálmur nr. 613, „1 þennan helga Herrans sal“ Framh. á bls. 5 VERKFRÆÐINGAR RAÐNIR A GRUND VELLI KJARADÚMS Blaðið í dag Sfða 3. Fossvogssjúkra húsið nýja. — 4. Með tæknina heim f hlaðvarpann. — 7. Nýr atvinnuvegur: flskeldi í sjó á Snæ- fellsnesi. — 9. Kvatt dyra f „aldin- garðlnum Eden“. Ýmsar rfkisstofnanir, svo sem Vegamálaskrifstofan, Raforku- málaskrifstofan og Landssfminn, hafa auglýst f Lögbirtingablað- inu og dagblöðum, að þær óski eftir að fastráða allmarga verk- fræðinga ,en verkfræðingar eiga nú f verkfalli sem kunnugt er. Það er vitað mál að þeir verk- fræðingar, sem sækja um þessar stöður, eiga ekki kost á hærri launum en kjaradómur gerir ráð fyrir þeim til handa. Jafnframt er þegar vitað að ýmsir verk- fræðingar ætla að sækja um þær stöður sem auglýstar hafa ver- ið og lúta þannig dómi Kjara- dóms eins og aðrir rfkisstarfs- menn, sem er auðvitað sjálfsagt mál. Umsóknarfrestur um em- bætti verkfræðinga hjá sumum ríkisstofnunum, sem auglýst hafa, er útrimninn 23. þ. m., en hjá öðrúm 5. ágúst.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.