Vísir - 20.03.1967, Blaðsíða 1

Vísir - 20.03.1967, Blaðsíða 1
VISIR Frá skákþingi íslands Skákþing íslands stendur nú yfir og er teflt í Domus Medica. í landsliðsflokki verða tefldar 11 umferðir og er þegar lokið tveim, sem tefldar voru í gær. Úrslit fyrri \ umferðar voru sem hér segir: Björn j Þorsteinss. vann Ingvar Ás- mundss., Bragi Kristjánss. vann1 Hauk Angantýss., Trausti Bjömss. I vann Jón Þór, Arinbjörn Guö- mundss. og Jónas Þorvaldss. geröu jafntefli og skák þeirra Gunnars Gunnarss. og Braga Björnss. fór í bið. Halldór Jónss. komst ekki í bæinn og er því skák hans og Gylfa Magnúss. ótefld. Allar skákirnar í 2. umferð urðu jafntefli. Bragi Björnsson og Gunnar Gunnarsson eigast við. Meðal áhorfenda eru Helgi Sæmundsson, sem horfir yfir miili tveggja áhugamanna og lengst til hægri, Egill rakari Valgeirsson. Litlafell hætt komiB á BreiSafírði Rak stjórnlaust í stórsjó á Breiðafirði í morgun með bilað stýri - Þrír togarar á leið til þess lei'ndsbgmiici&in í nýju liúsnæði Landsbankinn hefur tekið i notlcun afgreiðslusal * viðbyggingu við hina stóru útibúsbyggingu að Laugavegi 77. Var salurinn opnað- ar s.l. laugardagsmorgun. Lands- bankinn flutti Austurbæjarútibú í hina nýju byggingu árið 1960 en það var fimm hæða hús 4400 rúm- metrar að stærð. Hafizt var handa um viðbygginguna, sem nú hefur verið tekin í notkun, árið 1964. Mynda fyrri byggingin og vSðbygg- ingin eina heild ýtra sem innra. Hinn nýi afgreiðslusalur er 250 fermetrar að flatarmáli en aðrar hæðir 350 fermetrar nema efsta hæðin, sem er minni. 1 afgreiðslu- sölunum eins og þeir eru nú eftir að viðbyggingin hefur veriö tekin í notkun fer fram almenn afgreiðsla vegna viðskipta við útlönd (eldri salur) og innlendar afgreiðslur t.d. sparisjóðsafgreiðsla, hlaupareikn- ingsviðskipti, víxlar og verðbréfa- viðskipti fara fram í nýrri salnum. -æirui— Litlafell, olíuskip SÍS, rak í morgun stjómlaust í stormi og stórsjó á Breiða- firði, en stýrisútbúnaður þess bilaði á áttunda tím- anum í morgun. Þegar blað ið frétti seinast, var skipið statt 15 mílur réttvísandi frá Höskuldsey, og voru tveir brezkir togarar og Þorkell máni á leið til þess — Búizt var við, að þeir næðu því um hádegið og ekki talin hætta á, að það ræki neins staðar á land. Stýrisútbúnaður skipsins bilaði, þegar skipið var statt um 10 mílur suður af Skor á Breiðafirði í 9—11 vindstigum og stórsjó. Vindur stóð vest-suð-vestan og var óttazt að skipið kynni að reka upp á grynningar í Breiðafiröi. Neyðarkall barst frá skipinu laust fyrir kl. 8 í morgun. Slysa- vamafélagið kannaði hvaða skip- væru á þessum slóðum og reynd- ust tveir brezkir togararar vera þar næst og áttu um klukkustundar stím að skipinu. Togarinn Þorkell ! máni var staddur út af Breiðafirði og tilkynnti aö hann yrði kominn að Litlafellinu um hádegið. Bátar, sem lágu margir inni á Rifshöfn vegna veðursins voru beönir aö búast til þess að fara út, ef á þyrfti að halda Mikill sjór var á þessum slóð- um og allar ferðir á sjó mjög erf- iðar. Skipið rak stjórnlaust og því flatskellti í hafrótinu. Má því gera sér í hugarlund, | hvemig vistin um borð hefur ver- ið. Raunar rak það ekki inn fjörð- | inn, eins og búast mátti við eftir vindáttinni, heldur út á fjörðinn á meira dýpi og ber hratt suður á bóginn. Klukkan 11 í morgun, hafði það rekiö út á miöjan fjörð Framh. á bls 10 I 0FSA VFDUR SCKK Miklar truflanir vegna veöursins um helgina 1000 bíða flugfars - Rafmagnslínur urðu illa úti Flugvél var 2 tímum lengur en vanalega frá Glasgow © Ofsaveður gekk yfir landið núna um helgina og er enn víða á landinu 10—11 vindstiga hvass- viðri. Kunna Reykvíkingar eflaust margar sögur að segja af umhleypingunum um helgina, sem hafa yerið með fádæmum. Hefur ýmist skipzt á hvass- viðri með éljagangi eða breytt hefur yfir í rok og rigningu, á milli hefur frosið. Hafa nú þrjár stór- lægðir gengið yfir landið með aðeins rúmlega sól- arhrings millibili og eiga þær sök á símabilunum, rafmagnstruflunum, skriðuföllum og því að 1000 manns bíða nú eftir flugfari til og frá ýmsum stöð- um á landinu. YFIK iANDID Talaði blaðið í morgun við Pál Bergþórsson, veðurfræöing, sem sagði, að segja mætti að yfir helgina hafi verið „vitlaust veður.“ Snemma á föstudag fór stórlægð yfir, sú fyrsta af þrem sem géngiö hafa yfir landiö með miklum hraða á skömmum tíma, en aðeins leið rúmlega sólarhringur á milli þeirra.'Á laugardag síðdegis gekk önnur lægðin yfir fyrst með suðaust- anátt. en síðan vestanátt, sem stóð um kvöldiö og framundir hádegi á sunnudag. í nótt gekk yfir þriðja lægðin og er nú vest anáttin rikjandi, sem fylgir í kjölfar lægðanna. Frá því á föstudag hefur því verið hvassviðri víöa á landinu þetta á milli 10-11 vindstig. Úrkoma var ekki mikil vlöast hvar á landinu þannig að ekki snjóaði að mun. í morgun var vonzkuveður á Breiðafiröi 10-11 vindstig vestanátt og éljagang- ur, 11 vindstig mældust á Hval- látrum, 10 vindstig í Flatey og víða annars staðar á landinu nálgaöist vindhæðin ofangreint. Sagöi Páll, að þetta væri sá árstími, sem búast mætti viö umhleypingum, en samt væri þetta með þeim meiri. Hvass vindur væri I gufuhvolfinu, vestanstrengur, sem bæri lægð irnar svona hratt yfir. I veður- fregn í morgun frá flugvél, sem stödd var í 25 þús. feta hæð á leið norður á bóginn mældist 150 hnúta vindhraði. Sagöi Páll, að búast mætti viö umhleypingum áfram, lægð væri að myndast suðvestur í hafi, en ekki væri ljóst ennþá, hvað yrði úr henni. Taldi Páll jafnvel að kólna myndi í veðri eftir að sú lægð væri um garð gengin. RAFMAGN Rafmagnslínur urðu illa úti í vestan-sjórokinu og urðu raf- magnstruflanir á suðvestan- verðu landinu ‘I gær og á laug- ardag. Um fimmleytiö á laugardag inn bilaði aðalrofi í Elliðaárstöö fyrir línur að austan, og setti hann út allt Sogsvirkjunarsvæð- ið. Kom það sér viða illa — lyft ur stöðvuðust, kvikmyndahúsa- gestir sátu í myrkri og æstust unglingar mjög upp, ljósin slokknuðu í miöjum fyrirlestri Heath og á veitingahúsunum þar sem 'Veriö var að undirbúa mat fyrir kvöldverðargesti voru menn alveg á nálum um að allt myndi eyðileggjast Svo varð þó ekki því að klukkustund síðar var allt rafmagn komið á aftur. Á laugardagskvöld urðu smá- vegis truflanir I Árbæjarhverfi en þar fóru gamlar háspennu- línur. í gærkvöldi fór Hafnarfjarða; Iínan út og þar með útvarpsstöð in á Vatnsenda og féllu útsend ingar á langbylgju niður í rúm an stundarfjórðung, en þá komst rafmagn á aftur. í gærmorgun urðu rafmagns truflanir I Kjós og minni háttar bilanir víða vegna samsláttar á línum. Alvarlegasta bilunin varð í Rangárvallasýslu er ein- angrari á aðallínunni frá Hellu til Hvolsvallar brann. Varð næsta nágrenni og svæðið allt Tustur til Víkur í Mýrdal raf- magnslaust, og var svo mikinn hluta dagsins. Vestmannaeyjar erú Iíka á þessari Iínu, en þar var háegt að bjarga málunum við með dieselstöð sem þar er. SIMI Veður olli miklum truflun- Framh á hls 10 MHMMHaWHNKKSfU j .ua

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.