Vísir - 27.09.1967, Blaðsíða 1

Vísir - 27.09.1967, Blaðsíða 1
Nú eru skólarnir sem óðast að hefja göngu sína og lífið breytir um gang. Það er engin furða, því aö fjórð- ungur allra islendinga situr á skólabekk á • trum. Þessi mynd er tekin' af náms- meyjum úr 1. og 3. bekk Verzl- unarskólans, sem tylltu sér á steinhandrið gamla skólans í haustnepjunni um daginn. Malta leggur til að land- grunnið verði alþjóðaeign Fastafulitrúar Möltu hafa lagt fram tillögu á Ailsherjarþingi Sameinuðu bjóðanna, sem vakið hefur mikla athynli og er á- hugaverð fvrir íslendinga að fylgjast með. —. Þeir leggja til að sjávarbotninn verði gerður að albióðaeign og að auöæfi þau, sem finnast á sjávarbotni fyrit utan núverandi lögsagnar- umdæmi landanna. verði notað fyrst og fremst til ?.ð hraða þróun fátæku landanna. Landgrunnið er að sjálfsögðu sá hluti sjávarbotnsins, sem auðveldast er að hagnýta og nær tillaga Möltu því fyrst og fremst til þess. — íslendingar hafa margsinnis lýst því yfir, að stefnt verði aö því að færa fiskveiðilögsöguna yfir land- grunnið allt og verður fróðlegt að fylgiast með því hvernig það samrýmist tillögu Möltu, ef hún nær fram að ganga. í tillögu Möltu segir, að sjáv- arbotninn fyrir utan núverandi lögsagnarumdæmi sé eina svæö- ið, sem hinar einstöku þjóðir hafi ekki hagnýtt sér, en þetta svæði sé fimm sjöundu hlutar af yfirborði jaröarinnar. — Vegna stórtækra tækniframfara er ástæða til að halda að þessi hluti jarðarinnar verði í síaukn- um mæli hagnýttur. — Þróuðu löndin muni keppast um þessi svæði og muni þar afla geysi- legra auðæfa. sem muni fyrst og fremst auka við auðæfi þeirra landa. Mæiingar gerðar á hugsanlegri landtöku brúar yfir Borgarfjörð Mælingar gerbar vegna skipulags sveitarfélag anna, en engar framkvæmdir ákveðnar um brúarbygginguna Ibúar Vesturlands hafa lengi al- ið þann draum, að Borgarfjöröur yrði brúaður, enda mundi brú á fjörðinn stytta til muna leiðina vestur. Máske hefur Borgnesinga dreymt hvað oftast um slíka brú, af skiljanlegum ástæðum. Undan- farið hafa fariö fram mælingar á hugsanlegum stæðum fyrir brúar- sporöana og hafa menn frá Vega- gerð ríklsins staðið að mælingun- um. Á þingi Félags íslenzkra bifreiða- eigenda á dögunum kom þetta mál til tals og sýndi þingheimur áhuga á því. Eitt af dagblöðum borgarinnar birtir forsíðufrétt um málið í morg- un og hefur það eftir Halldóri E. Sigurðssyni, sveitarstjóra í Borgar- nesi, að hann telji líklegt að fram- kvæmdir verði í þessu máli á næsta -------1---------------------- Model 1910 ekur á undan áratug „eða innan þess tíma“. — Vegna fréttarinnar hafði blaðiö samband við Halldór og spurði hann nánar um fréttina. Halldór sagði, að það hefði lengi verið draumur Borgnesinga og annarra íbúa á Vesturlandi að fá brú yfir Borgarfjörðinn, og hefði hann á sín- um tima flutt tillögu um málið á Alþingi, og hreyft því á sama stað nokkrum sinnum síðan. Vísir hafði einnig samband við vegamálastjóra og spurði hann, hvort framkvæmdir væru að hefj- ast við brúarsmíðina á næstunni. Vegamálastjóri sagði, að lítils hátt- ar mælingar hefðu farið fram vegna hugsanlegrar landtöku, en mæling- ar þessar væru gerðar núna, vegna skipulagsins í sveitarfélögunum, en skiljanlega yrði að gera ráð fyrir brúarstæðinu áður en svæðið væri skipulagt þar upp frá, en engar framkvæmdir hefðu verið ákveðnar um brúarbyggingu. Vegamálastjóri sagði, að margar vegagerðarfram- kvæmdir væru meira aðkallandi en þessi, þó vissulega kæmi að dví að brú yrði byggð á þessum stað. Þess yrði að gæta einnig að brúar- gerðin mundi útheimta feykilegar rannsóknir, en ekkert væri farið að mæla fjarðarbotninn ennþá. — Vísir spurði vegamálastjóra um á- lit hans á ummælum sveitarstjór- ans í Borgarnesi og sagðist vega- málastjórinn ekki geta borið ábyrgð á því sem einn sveitarstjóra dreymdi um. Iðnþing sett í dng Fjármál iðnaöarins, innflutning- ur iðnaðarvara, tollamál o. fl., verða meðal mála, sem 29. Iðn- þing íslendinga tekur til umræðu. Iðnþingið verður sett kl. 2 í dag aö Hótel Sögu. — Vigfús Sigurðs- son húsasmiðameistari, forseti Landssambands iðnaðarmanna, set ur þingiö. Þingið munu sækja 100 fulltrúar víðs vegar að af landinu. Vinnupallur hrynur ofan á húsasmið Maður slasaðist í vinnu við hús Sveins Egils nar i Skeifunnl 17 f gærmorgun, þegar vinnupallur hrundi < flutningi. Hlaut hann á- verk; á höfði var fluttur á Slysavaröstofuna. Slysið varð, þegar verið var að flytja til hluta vinnupalls við húsið um kl. i0.30 í gærmorgun. 1 flutn- ingnum hrundi pallurinn og lentu spýtur úr honum i höfði Guðmund- ar Guðmundssonar, húsasmiðs, sem þarna var að vinnu ásamt öðrum mönnum. Sjúkrabifreið var kvödd á vettvang og var Guðmundur flutt- ur á Slysavarðstofuna. Hann hafði hlotiö töluverð meiðsli á höfði, en þegar gert hafði verið að meiðslum hans, var honum leyft að fara heim. Gagnasöfnun í \ 9 skrúðgöngu LR Stór hópur leikara i búningum mun leggja af stað kl. 6 í dag frá Iðnó og ganga sem leið liggur út Lækjargötu upp Bankastræti, Laugaveg og Snorrabraut að Aust- urbæjarbiói, en þar hefst kl. 9 í kvöld skemmtun Leikfélags Reykja víkur til ágóða fyrir húsbyggingar- sjóð félagsins. Hefur verið fengið leyfi lögreglustjóra fyrir þessari skrautgöngu og í fararbroddi verð- ur bíll frá 1910. Þegar skemmtuninni i Austur- bæjarbíói er lokið verður síðan flug eldasýning fvrir utan bíóið, og verða leikaramir væntanlega við- staddir í búningum sínum. Á þriðju sfðu biaðsins er Myndsjá frá æf- ingu fyrir skemmtunina. Skotið á glugga af loftriffli I þribja skiptið á nokkrum dögum sem skotiö er / ibúóarglugga Lögreglunni var tilkynnt í gærkvöldi, að enn hafði verið skotið á glugga f húsi, en und- anfama daga hafa borizt tvær siíkar tilkynningar áður, auk þess sem skotið hefur verið f hjólbarða á bfl. Ibúi f húsi núm- er 42 við Tjamargötu kom sjálf- ur niður á lögreglustöð og tii- kynnti lögreglunni atvikið. Enginn hafði verið í fbúðinni um kvöldið og þvi enginn orðið skotsins var, fyrr en íbúarnir komu heim um kvöldið, klukkan að ganga 11. Tóku þeir þá eftir gati í stofuglugga á syðri hlið hússins, annarri hæð. Glugginn var allstór og í honum tvöfalt rúðugler, en lítið gat var á ytri rúðunni. Sú innri var hins veg- ar óskemmd. Af því drógu lögreglumennirn ir, sem komu á staðinn og rann sökuðu málið, þá ályktun, að þarna hefði verið notaöur loft- riffill, því kraftmeira skotvopn hefði brotið báðar rúðumar. — Engin verksummerki var önnur að finna á staðnum, frekar en í hin skiptin, þegar skotið var á glugga f húsi á Kvisthaga og í öðru húsi á Kapláskjólsveg. Lögreglan hefur enn ekki haft hendur í hári skotmanna þess- ara, en unnið er að rannsókn málsins. Viðeyjar- mólinu Lögmenn oöila i Viðeyjarmálinu vinna nú að gagnasöfnun og að imd irbúningi íður en yfirmatsmenn munu taka við málinu. Viöey var metin á 9,7i. millj. kr. sl. vor og var matinu áfrýjað til lækkunar á ág- ústbyrjun. Yfir iatsmenn eru þrír, tilnefndir af sýslumanninum f Gul’ bringu og Kjósarsýslu. Þeir eru Ein ar Arnald ’ ~;staréttardómari. Kristján Karlsson fyrrv. búnaðar- málastjóri og Aðalsteinn Guðjohn- sen verkfræöingur. Er að vænta úr- s'-A-rðar áður en langt um líöur.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.