Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.1984, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.1984, Blaðsíða 12
,12 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON. Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON. Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM. Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON. Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON. Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P.STEINSSON. Ritstjórn: SÍDUMÚLA 12—14. SÍMI 686611. Auglýsingar: SÍÐUMÚLA 33. SÍMI 27022. Afgreiðsla, áskriftir, smáauglýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLTI 11. SÍMI 27022. Sími ritstjórnar: 686611. Setning, umbrot, mynda-og plötugerö: HILMIR HF., SÍÐUMÚLA 12. Prentun: Árvakurhf., Skeifunni 19. ^^skriftarverðámánuði 275krVerðnausasölu25krlt£laa^la^^ci\^^^^ Gengisfelling og skattalækkun Gengisfelling er í buröarliðnum. Fiskvinnslan getur ekki tekið á sig þær kauphækkanir, sem samið hefur verið um. Enginn heldur ööru fram. Því fer svo, að gengis- fellingin verður af þeirri stærðargráðu, að hún þurrkar að miklu leyti út þær kauphækkanir, sem hafa þegar orðið. Áhrifa gengisfellingarinnar fer fljótt að gæta í verði innfluttra vara. Þetta vissu auðvitað þeir, sem kjara- samningana gerðu. I drögum að stefnuræðu Steingríms Hermannssonar forsætisráðherra, sem ráðherrann flytur væntanlega inn- an tíðar, segir um þetta: „I kjölfar þessara samninga er ljóst, að mikil alda verðhækkana mun hefjast.” Ráðherr- ann nefnir, að bækur hækki í verði í kjölfar samnings bókagerðarmanna, svo og öll önnur innlend framleiðsla, þar sem vinnulaun vega þungt. tJtseld vinna í byggingar- iðnaði mun hækka um svipað og launin og byggingar- kostnaður mikið. „Öll sanngirni mælir með því, að sjó- menn fái án tafar leiðréttingu á sínum kjörum,” segir í ræðudrögunum. „Bændur munu að sjálfsögðu fá svipaða hækkun tekna, sem mun leiöa til mikillar hækkunar á landbúnaðarafurðum 1. desember næstkomandi,” segir Steingrímur ennfremur. Alda verðhækkana skolar því kaupmættinum burt. Áhrif gengisfellingar koma fram á næstu 1—2 mánuðum. Eftir standa launþegarnir, sem kauphækkanirnar fengu, í nánast sömu sporum og fyrir kjarabaráttuna. Þeir sem lögðu á sig margra vikna verkföll til að knýja fram kaup- hækkanirnar munu þá sjá, að þeir hafa misst miklar tekj- ur. Kauphækkanir þeirra hefðu ekki unnizt upp á heilu ári, en því til viðbótar sker gengisfellingin kauphækkun- ina af — að miklu leyti. Ríkisstjórnin horfir á rústir stjórnarstefnunnar, en verðbólgan æðir fram. Hvað hyggst stjórnin gera? j Forsætisráðherra talar um áherzlu á verndun kaup- máttar fólks með erfiðasta afkomu og nefnir hús- byggjendur, elli- og örorkulífeyrisþega og einstæða for- eldra. Kjör þessa fólks má bæta, að sögn forsætisráðherra, með hækkun lífeyrisbóta, breytingum á tekjuskatti og takmörkunum á raunvöxtum, meðan fyrirsjáanleg alda verðhækkana og veröbólgu gengur yfir. Skattalækkunarleiðin var alla tíð sú leið, sem fara átti í kjarasamningum. Stjórnarliðið ræðir nú um aö reyna þessa leið eftir allt saman, þrátt fyrir það sem gerzt hefur. Vonandi verður af því. Rætt er um að lækka skatta, tolla og vörugjald. Fjármálaráðherra hefur nefnt á al- þingi að hækka ekki neyzluskatta til að vega upp á móti lækkun tekjuskatts um 600 milljónir á næsta ári. 1 því felst þriggja til f jögurra prósenta kauphækkun. Að sjálfsögðu þyrfti að koma sérstaklega til móts við tekjulægstu hópana, sem greiða litla sem enga tekju- skatta fyrir og hagnast því lítið sem ekki á skattalækkun- inni. Þetta má meðal annars gera með ríflegri lækkun tolla og vörugjalds á nauðsynjum. Sú merkilega staða hefur komið upp, að skattalækk- unarleiðin kann að veröa farin. Munurinn er sá, að verðbólgan hefur aftur verið sett af stað og óvíst, hvar því lyktar. Munurinn er, að vandinn er allur miklu meiri en var fyrir kjarasamningana. Mest mæðir á hinum tekju- minnstu, svo og þeim, sem misstu margar dýrmætar vinnuvikur í verkföll, sem nær ekkert hafa fært þeim. Haukur Helgason. DV. FÖSTUDAGUR16. NOVEMBER1984. Vilji eralltsem þarf Pólltík er aft vilja. Hvað vUjum við jafnaðarmenn? Hvernig viljum við breyta þessu þjóðfélagi? 1. Við vUjum brjóta ó bak aftur spUlt fyrirgreiðslu- og skömmt- unarkerfi kerflsflokka og hags- munasamtaka í lánasjóöum og bankakerfi. I staðinn viljum við leysa úr læðingi áræði, hugvit og atorku nýrrar kynslóðar og brjóta okkur braut í nýjum framtíðar- greinum atvinnulífs. 2. Við vUjum afnema „velferðar- kerfi fyrirtækjanna”. Við erum tilbúnir að draga úr ríkisreksfri, þar sem hagkvæmnisrök sanna, að sá rekstur væri betur kominn í höndum annarra. Við vUjum enga „bakdyraþjóðnýtingu tapsins”. 3. Einmitt vegna þess að jafnaðar- menn voru og eru baráttumenn fyrir þeim afskiptum ríkisvalds- ins, sem stuðla að tekjujöfnun og félagslegu öryggi (almanna- tryggingar, heUsugæzla, skóla- kerfi o.fl.) vUjum við forðast þaö, aö atvinnulífið lendi á framfæri skattgreiðenda. Það á þvert á móti að skUa þeim verðmætum, sem samfélagið óskar að verja til nauðsynlegrar sameiginlegrar þjónustu. 4. Þegar fuilyrt er, að atvinnulífið geti ekki greitt laun, sem nægja tU framfærslu fjölskyldu, er okkar svar: Þá ber að breyta því. Hvemig? Með því að færa fjármuni frá þeim sem hafa makað krókinn, tU hinna sem fært hafa fómirnar; frá miUUiðunum tU framleiðslu- greinanna. Við vUjum ekki líða það, aö aUsnægtir og örbirgð þrífist hUð við hlið í okkar litia samfélagi. Enda munu þá dagar íslenzka lýðveldisins brátt taldir. Hvernig verður þetta gert? 1. Við vdjum afnema tekjuskatt á launatekjur allt aö 35 þús. á mán. Fyrir því höfum við barist á hverju þingi í áratug. Nú vildu all- ir þá Lilju kveðiö hafa. 2. Við erum reiöubúin að mæta tekjumissi ríkisins af þessum sökum meö niðurskurði rUdsút- gjalda og sölu ríkisfyrirtækja, þar sem það styðst við hagkvæmnis- rök. 3. ViðerumeiniflokkurinnáAlþingi sem sl. tvö ár hefur haldið uppi látlausri umræðu um skattsvikin, og aðgerðir gegn þeim. Tillögur okkar í þeim efnum liggja fyrir. Fleiri eru í smíðum. Eg vil nefna tvödæmi: 4. Viö viljum afnema undanþágur frá söluskatti aö stærstum hluta; við viljum taka söiuskatt af inn- flutningi í tolli. I svari við fyrir- spurn minni á Alþingi sl. þriðju- dag upplýsti fjármálaráöherra, að tekjuauki af þessum aðgeröum gæti numið 8 milljörðum króna. Það þýddi tvöfóldun á tekjum ríkissjóðs af söluskatti. Því til við- bótar má nefna 2—4 milljarða vegna stórbættrar innheimtu. Það er meira en helmingur áætl- aðra heildartekna ríkissjóðs 1985. Við þetta vinnst þrennt: (1) Ríkis- sjóður fær auknar tekjur. Seðla- prentun og lántökur erlendis verða stöövaðar. (2) Unnt er að verja hluta af þessum f jármunum til aö lækka söluskatt verulega og þar meö vöruverð — sem þjóöin á heimtingu á. (3) Hækkun mat- væla, sem nú eru undanþegin söluskatti, má mæta meö því að endurgreiða barnafjölskyldum ríflegar fjölskyldubætur. 5. Á næstunni munum við Alþýðu- flokksmenn leggja fram tillögu um nýjan stighækkandi eignar- skatt til 2ja ára. Hverjir eiga að greiða hann? Þau fyrirtæki og þeir stóreignamenn, sem á verð- bólguáratugnum fengu stóreignir í meögjöf frá almenningi, í skjóli verðbólgu, neikvæðra vaxta og hripleks skattakerfis. Tekjunum á að verja til þess að gera stór- átak í húsnæðismálum unga fólks- ins, sem nú hefur veriö úthýst eða sætir afarkostum á leigumarkaö- inum. Þetta væru kjarabætur í ósvikinni mynt, án verðbólgu. Þetta væru umbætur í réttlætisátt. Stefnu Alþýðuflokksins má draga saman í þessum niðurstöðum: að iétta skattbyröi launafólks, að uppræta skattsvik forréttinda- hópa, að tryggjalækkunverðlags, að létta skuldabyrði húsbyggjenda, að lækka vexti og fj ármagnskostnaö atvinnulífs og einstaklinga, að auka jöfnuö og réttlæti í þjóðfélaginu. Fleiri róttækar umbætur á skattakerfinu eru aðkallandi. T.d.: að lækka jaðarskatta, þar sem ein fyrirvinna aflar f jölskyldutekna, að herða skattlagningu banka, lána- stofnana, tryggingarfélaga o.fl., að stööva útþenslu og bruðl Seðla- bankans meö því að gera árlegan hagnað bankans upptækan í ríkissjóð, Kjallarinn JÓN BALDVIN HANNIBALSSON ÞINGMADUR FYRIR ALÞÝDUFLOKKINN að endurskoöa ákvæði um skatt- frelsi vaxtatekna af stóreignum, að færatekjustofnafráríkitilsveit- arfélaga, um leið og sveitarfélög verði stækkuð og framkvæmda- geta þeirra efld. Allar þessar umbætur stefna aö meiri valddreifingu og virkara lýð- ræði. Jafnrétti og bræðraiag Hver er munurinn á stefnu okkar jafnaöarmanna og t.d. frjálshyggju- postulanna, sem eru að ryðja sér til rúms í Sjálfstæðisflokknum? Ágreiningurinn er ekki um ágæti einkaframtaks og samkeppni á markaði. Sagan sýnir að Sjálfstæðis- flokkurinn styður hvorugt heils hug- ar, þar sem hann fer með völd. Jafnaðarmenn vilja ekki útrýma hagnaöarvoninni, heldur beizla hana í almannaþágu. Aöalágreiningsefni er þetta: Jafnaöarmenn vilja beita samtakamætti fólksins og lýðræðis- lega fengnu valdi Alþingis og ríkis- stjómar til þess að koma i veg fyrir þá misskiptingu auðs og tekna, sem hlýzt af óheftum markaðsbúskap, fái hann að hafa sinn gang skv. hug- sjón markaðshyggjunnar. Oheft- ur markaðsbúskapur leiðir til samfélagsgerðar, sem er sið- ferðislega fordæmanleg. Þess hátt- ar þjóðfélag fær ekki staðizt. Það leysist upp í harðvítugum stéttaátök- um, ef ekki nýtur við fyrirbyggjandi, félagslegra umbóta í anda jafnaöar- stefnu. Þess vegna er hugsjónin um frelsi, jafnrétti og bræðralag enn í fullu gildi. Jón Baldvln Hannibalsson. 1 grein þeirri í International Herald Tribune sem varð kveikjan að ritsmið þessarí, kom mér þaö nokkuð spánskt fyrir sjónir að rætt var um hungurs- neyð árabilsins 1959—61 í Kína. Ég varð ekki var hungurs fyrr en veturinn 1960—61. Samt kann að hafa verið um slíkt ástand að ræða í sumum héruðum Kína þegar upp úr „Stóra stökkinu” 1959 þótt ekki hátt færi og ekki gætti i Peking. Þess er að jafnaöi vandlega gætt að ástandið sé lang-bezt í sjálfri höfuðborg Miðríkisins. En svo sannarlega þekkti ég til hung- urs veturinn 1960—61. Haustið 1960 var íslenzk sendinefnd á ferð i Kína. Sendinefndarmenn komust ekki hjá að verða vitni aö fólki búnu löngum stöngum er barði utan tré viös- vegar meðfram vegarbrúnum og safnaði saman laufi því er niður hrundi. Blessaöir mennimir urðu for- viða á þessu framferði. Höfðu orð á þessu við mig að fyrra bragði: .Félagi Skúli, hvað er nú að ske?” Jú, það stóð til að drýgja kornið með íblöndun trjá- laufs. Þjóðin horfði fram á langan hungur- vetur. Háskóla þann í Peking er kenndur er við höfuöborgina þar sem ég stundaöi nám sóttu milli 8 og 10 þús. stúdentar. Þeir komu víðs vegar frá úr öllum héruðum Kínaveldis. 1 leyfum frá bók- legu námi dreifðust þeir um öll héruö landsins til landbúnaðarstarfa. Af þessu leiddi að hjá þeim mátti fá frétt- ir frá fyrstu hendi um raunverulegt ástand í landinu öllu. Þegar hér var komið sögu bar þeim öllum saman um SKÚLI MAGNÚSSON JÓGAKENNARI eitt: bændur voru stærsta partinn komnir í verkfall. Um landið allt — sama hvert var litið. Þeir risu ekki úr rekkju þegar bjalla flokksins hringdi um fimmleytið á morgnana. Létu þeir sjá sig á ökrunum héldu þeir heim aft- ur þegar þeim sjálfum bauð svo við að horfa. Kornið á ökrum Kína var ekki skorið upp nema aö hluta þetta haust. Flokkurinn studdist mjög við nauðuga „sjálfboðavinnu” náms- manna. Stúdentar kannski hálft árið frá námi við landbúnaðarstörf. Með „Stóra stökkinu” 1959 var tilgangurinn að koma á fót frumstæð- um „heima”-iðnaði án þess hann styddist viö nútíma tækni. Hæst báru frumstæðar aðferðir við „stál”- bræðslu — þúsund ára aðferðir brúkað- ar fyrir daga iðnbyltingar. Þessari stefnu var nafn gefið og svo hnyttilega kölluð „að ganga á tveim fótum” eða „tveggja fóta gangurinn”. önnur löpp- in var kinversk og berfætt, hin vestræn og tæknivædd. Afleiðingamar urðu einkum tvær: Landbúnaðarstörf (einkum uppskeru- störfin) hreinlega „gleymdust” í kapp- hlaupinu um hver gæti framleitt mestan jámhroða og skotið Bretum ref fyrir rass (sem Kinverjar báru sig þá saman við í stálframleiðslu). Hitt var það að bændur voru svo þrælkaðir og yfirkeyrðir að þar kom að þeir sögðu stopp: lögðu frá sér „hamar og sigð” — jafnt í táknrænni sem bókstaflegri, hugmyndafræðilegri sem áþreifan- legri merkingu — og hreinlega hættu allrivinnu. „Hvíiist" Það var skyndilega söðlað um: „Ren-min-ri-bao” — þ.e. Alþýðublaðið í Peking — birti leiöara þar sem lögð var rík áherzla á þá staðreynd að marxistar og þá kínverskir kommún- istar sérstaklega (með Mao formann í broddi fylkingar etc., etc.) hefðu frá fyrstu tið gert sér ljósa grein fyrir „dialektísku” samhengi og gagn- kvæmni vinnu og hvíldar. Ekki bæri að leggja neina ofuráherzlu á stööuga, hvildarlausa vinnu; hvíldina bæri

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.