Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						ÞRIDJUDAGUR 10. NÖVEMBER 1987.
Stjórnmál
Nýir skattar gefa
5,7 milljarða kr.
Ríkissrjórnin hyggst ná 5,7 mill-
jörðum króna á næsta ári með nýjum
sköttum sem hún hefur lagt á lands-
menn frá því hún var mynduð í
sumar. Þessar upplýsingar komu
fram í fjárlagaræðu Jóns Baldvins
Hannibalssonar.
„Þessar viðbótartekjur sundurlið-
ast þannig að breikkun söluskatts-
stofns og aðrar breytingar á honum
ásamt breytingum á tollum og vöru-
gjaldi munu gefa um 3.200 milhónir
króna, bifreiðaskattar 950 miUjónir
króna, skattar á atvinnurekstur 600
milh'ónir króna og ýmsir tekjustofn-
ar, lántöku- og ábyrgðargjöld, kjam-
fóðurgjald og arðgreiðslur 950
milh'ónir króna," sagði fjármálaráð-
herra.
„Hluti þessara tekna, eða 3.700
milljónir króna, stafar af þeim breyt-
ingum sem ákveðnar voru við stjórn-
armyndunina á miðju þessu ári, 600
mtiljónir króna vegna ráðstafana
sem ákveðnar voru í október en 1.400
miUjónir eru vegna breytinga sem
ætlað er að gangi í gUdi um næstu
áramót."               -KMU
Ríkissjóður
skuldar 450
milljónir króna
TaUð er að ríkissjóður skuldi sveit-
arfélögum, íþróttafélögum og
ýmsum samtökum 400 tíl 450 miUjón-
ir króna vegna byggingar dagvistar-
heimUa, félagsheinúla og íþrótta-
mannvirkja. Þetta kom fram í
fjárlagaræðu Jóns Baldvins Hannib-
alssonar er hann ræddi um verkefn-
atilfærslu frá ríki tíl sveitarfélaga.
Hvernig fara skuU með þessa
„hala", sem ráðherrann nefndi svo,
við verkaskiptinguna hefur valdið
mönnum hugarangri. Dagvistar-
heimUi, félagsheimUi og íþrótta-
mannvirki á nefnUega að færa alfarið
yfir á sveitarfélög um áramót.
Jón Baldvin skýrði frá þeirri hug-
mynd Jóhönnu Sigurðardóttur
félagsmálaráðherra að efla nokkurs
konar viðlagadeUd í jöfnunarsjóði
sveitarfélaga sem hefði meðal annars
það hlutverk aö létta undir með
sveitarfélögum vegna framkvæmda
sem þegar eru hafnar.
„Með því að ætla 150 miUjónir
króna í sérdeUd jöfnunarsjóðsins
ætti að mega jafna áhrif vegna þess-
arar verkefnatilfærslu á næstu þrem
árum," sagði fjármálaráðherra.
-KMU
Ríkið yfirtekið 8 milljarða
skuldasúpu af orkugeiranum
- þýðir tvo milljarða króna í vexti og afboiganir á árt
Ríkissjóður hefur þurft að taka yfir
verulegar skuldbindingar af orku-
geiranum á undanförnum árum. í
fjárlagaræðu Jóns Baldvins Hanni-
balssonar kom fram að hrein
yfirtaka ríkissjóðs vegna þessa á
flmm .árum næmi 8,4 mUljörðum
króna á verðlagi í september.
Byggðastefna, seinheppni í fjár-
festíngum og kjarasamningar eru
ástæðurnar sem Jón Baldvin sagði
fyrir því að ríkið hefði yfirtekið
þessar skuldhV
Hann sagði að skuldayflrtakan
Skuldayfirtakan er aöallega vegna byggðalína, Kröfluvirkjunar, Raf-
magnsveitna ríklsins, Orkubús VestfjarAa, Rafveitu Siglufjarðar, Hitaveitu
Akraness og Borgarfjarðar og Hitaveitu Akureyrar.       DV-mynd EJ
væri vegna byggðaUna, Kröflu-
virkjunar, Rafmagnsveitna ríkis-
ins, Orkubús Vestfjarða, Rafveitu
Siglufjarðar, Hitaveitu Akraness
og Borgarfjarðar og Hitaveitu Ak-
ureyrar.
Ótrúlega háar fjárhæöir
„Með yflrtöku ríkissjóðs á þess-
um skuldum er í raun verið að
færa greiðslubyrðina af mann-
virkjunum af orkunotendum til
skattborgaranna, sem reyndar eru
í sumum tilvikum sömu aðUarnir.
Með öðrum orðum: Verulegar fjár-
hæðir út úr orkuverðinu," sagði
fjármálaráðherra.
„Ólíklegt er að fólk geri sér al-
mennt grein fyrir hvað hér er um
ótrúlega háar fjárhæðir að ræða.
Frá ársbyrjun 1983 til ársloka 1986
þurfti ríkissjóður að greiða um 3
miUjarða króna í vexti og afborgan-
ir af þessum láhum. Á þessu ári
nemur fjárhæðin um 1,8 mUljörð-
um króna. Greiðslubyrði ríkissjóðs
af þessum skuldbindingum nemur
1,9 miUjörðum króna á árinu 1988."
Tekjuskattur lækkaói um
20%
„Sé þetta sett fram sem val núUi
orkuverðs eða skattgreiðslna má
skoða dæmið á eftirfarandi hátt:
Hefði ríkissjóður ekki yfirtekið
lánin væri greiðslubyrði ríkissjóðs
1,9 miUjörðum lægri. Hefði mátt
lækka tekjuskatt einstakUnga um
þá fjárhæð eða um rúm 20%.
Ef orkugeiranum yrði afhent
skuldasúpan, 8.400 mUljónir króna,
frá næstu áramótum, vextir væru
6,5% og lánstími 20 ár, sem má
ætia að sé um það bU meðaUíftími
mannvirkjanna, þyrfti að hækka
gjaldskrá almennrar raforkunotk-
unar um fimmtung til að bera uppi
þessi lán."
Raforkuverðiö er falsað
„AUar þessar yfirtökur ríkissjóðs
af orkugeiranum fela í sér að raf-
orkuverðið í landinu endurspeglar
engan veginn þann kostnað sem
hggur að baki þess.
Með öðrum orðum: Raforkuverð-
ið í landinu er falsað. Þykir þó
mörgum þaö nógu hátt."
Jón Baldvin minnti að lokum á
að ekki væri séð fyrir endann á
yfirtökum ríkissjóðs af orkugeiran-
um. Nægði þar að minna á umtals-
verða fjárhagsörðugleika ýmissa
hitaveitna.            -KMU
Jón Baldvin svarar íþrotta- og ungmennafélögum:
Hagnaður af lottó miklu
meiri en niðurskurður
Jón Baldvin Hannibalsson fjár-
málaráðherra sagði í fjárlagaræöu
sinni að tekjur íþróttahreyfingarinn-
ar og ungmennafélaganna af lottóinu
væri miklu meiri en niðurskurður á
framlögum til þeirra.
„Það er rétt að þessi framlög hafa
verið lækkuð um helming til ISÍ og
heldur meira til Ungmennafélags ís-
lands. Samanlagt má segja að ríkis-
sjóður hafi lækkað útgjöld um 20
milh'ónir króna með þessum hætti,"
sagði Jón Baldvin.
„Þegar lottóinu svokaUaða var
komið á fyrir rúmu ári óraði sjálf-
sagt engan fyrir því hve miklar
tekjur það mundi færa eigendunum.
Nýjustu upplýsingar eru þær að frá
því í febrúar í ár, þegar fyrst var far-
ið að greiða út hagnað, hafi verið
greiddar út um 185 milh'ónir króna.
Varlega áætlað hefur veriö taUð að
hagnaður á árinu 1988 geti numið 250
miUjónum króna sem skiptist þannig
að til íþróttasambands íslands færu
um 120 nuUjónir króna, Ungmenna-
félags íslands 30 milh'ónir króna og
Öryrkjabandalagsins um 100 milh'-
ónir króna. Þetta er í hnotskurn
staða þessa máls," sagði ráðherrann.
-KMU
I dag mælir Dagfari
Ævi og ástir Jóns Ottars
íslendingar hafa lengi haft það
fyrir sið að skrifa æviminningar
sínar. Sjálfsagt stafar sú árátta af
meðfæddu sjálfsáliti sem leynst
hefur með þjóðinni, enda mundi
hún ekki hafa lifað það af að búa í
þessu afskekkta landi nema að hafa
" óbUanch' trú á sjálfri sér. Við sjáum
þaö í íslendingasögunum að þar
eru persónulýsingar nákvæmar og
ævi manna rakin aUt frá fæðingu
þar til þeir eru drepnir. Aldrei hefði
verið hægt að skrá þessar sögur
nema vegna þess að sögupersón-
urnar sjálfar hafi komið hetjuskap
sínum á framfæri.
Munurinn var þó sá að sögur
landnámsaldarinnar voru ekki
gefnar út fyrr en nokkrum öldum
síðar þannig að þeirri kynslóð gafst
ekki kostur á að lesa hótið um sjálfa
sig enda Uföi hún áöur en prentiist-
in, frægðin og egótrippin voru
fundin upp. Landnámshetjurnar
urðu því frægar án þess að njóta
þess með því að segja frá því á
prenti hvað þær höfðu gert til aö
verða frægar. Þetta geta hetjur
vorra daga gert eftir að þær eru
orðnar hetjur af því að koma fram
í sjónvarpi.
Seinna, þegar menn fóru að rita
sínar eigin sjálfsævisögur til að
halda frægð til sinni tiThaga, fen-
gust þær ekki birtar fyrr en löngu
eftir andlát söguritara. Það mun
hafa verið gert af tiUitssemi við
samferðamenn.
En nú er öldin önnur enda hrað-
inn sUkur að frægðin þoUr enga
bið. Menn verða að fá að segja frá
hæfileikum sínum, ástum og ævi
áður en þeir eru allir og umfram
aUt að fá að lesa um sig sjálfir svo
að þeir geti notið góðs af frægð-
inni. Nú hafa menn bæði sjónvörp,
bækur, blöð og faUeg tímarit til að
koma prívatmálum sínum á fram-
færi ehda ófært að heU kynslóð og
þá sérstaklega þeir sjálfir missi af
þessum upplýsingum í lUanda Ufi.
Tímaritið Mannlíf er nú búið að
skrásetja ævi og ástir Jóns Óttars
Ragnarssonar sem er einna fremst-
ur íslendinga á vorum dögum. Þó
er Jón Óttar ekki nema rétt rúm-
lega fertugur og á þess vegna að
geta sagt frá ævi sinni í framhalds-
sögubroti við og við, eftir því sem
ævi hans lengist og ástarævintýr-
unum fjölgar. Þessi merka saga
má ekki fara fram hjá neinum læs-
um og uppkomnum Islendingi enda
væri Jón Óttar ekki að tíunda það
helsta sem á daga hans hefur drifið
í bólfórum og kvennamálum fram
að þessu nema vegna þess að hann
telur sjátfur að það eigi erindi til
almennings.
Þetta er guðsþakkarvert enda
kemur í hos í þessari sjáUsævisögu
að Jón Ottar er maður á alþjóða-
mæUkvarða í hverju sem hann
tekur sér fyrir hendur. Aö sögn
náinna vina hans er hann faUegur,
ríkur, gáfaður og vel ættaður og
svona menn hafa þörf fyrir að að
skipta um konur eins og aðrir
skipta um fót. Jón viðurkennir að
hann þoU ekki Ijótar konur og
umgengst því bara faUegar konur
og hlýtur þessi yfirlýsing að vera
afskaplega núkU huggun fyrir aUar
þær sem hann er búinn að gefa upp
á bátinn og er ekki með í augna-
bUkinu. Fyrir hinar, þær sem enn
eiga eftir að njóta þessa fræga
manns, er ennþá von því Jón segir
að nauðsynlegt sé að skipta um eig-
inkonu að minnsia kosti á tuttugu
ára fresti.
Svona sjátfsævisógur eru gífur-
legt innlegg í þjóðfélagsmálin og
léttir fyrir þjóðina, sér í lagi þegar
þessi sami maður er nær daglegur
gestur á skerminum á hverju heim-
Ui. Jón Óttar gerir sér grein fyrir
að það er ekki nóg að sýna á sér
andlitið. Hann verður Uka að fletta
niður um einkalíf sitt á almanna-
færi og upplýsa aðdáendur sína um
konurnar sem elska hann og kvöld-
matinn sem samanstendur af kexi
og hvítvíni þegar vel liggur á hon-
um. Annars drekkur hann mest
bjór enda er hann þeirrar skoðunar
að vandlega athuguðu máti að
áfengi er betra fyrir heilsuna held-
ur en kókaín og hass. Jón Óttar er
lærður matvælafræðingur og þess
vegna hlýtur þetta að vera rétt sem
hann segir eins og allt annað, ef
marka má þá sem umgangast hann.
Þeir eru aUir sammála um að þarna
sé ofurmenni á ferð.
Ævi og ástir Jóns Óttars eru
ómetanleg íslendingasaga - ekki
bara fyrir þær sem hafa notið ævi
hans og ásta heldur Uka fyrir hinar
sem eiga eftir njóta þeirra síðar.
Dagfari
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40