Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.1988, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.1988, Blaðsíða 25
FÖSTUDAGUR 6. MAÍ 1988. 41 Fólk í fréttum Magnús Gíslason Magnús Gíslason, formaður Verslunarmannafélags Suður- nesja, hefur verið í fréttum DV vegna verkfalls verslunarmanna sem nú er nýlokiö. Magnús fæddist í Miðhúsum í Garði og ólst þar upp. Hann var afgreiðslumaður hjá íslenskum aðalverktökum 1954-1966 og hefur verið verslunar- maður í verslunardeild flotans á Keflavíkurflugveni frá 1966. Magn- ús hefur verið knattspymudómari frá 1950 og landsdómari frá 1966. Hann var í stjórn Knattspyrnufé- lagsins Víðis 1951-1953 og þjálfari yngri flokka Víðis 1966-1968. Magn- ps var formaður íþróttabandalags Suðumesja 1966-1968 og í stjóm Knattspymudómarasambands ís- lands 1969-1972 og frá 1978. Hann var í skáksveit Taflfélags Keflavík- ur 1959-1963 og í stjórn Leikfélags Keflavíkur 1973-1976. Magnús hef- ur gegnt ýmsum störfum í bindind- ishreyfingunni og unnið að áfengisvarnarmálum. Hann var íþróttaritari Alþýðublaðsins á Suð- urnesjum 1964-1965 og fréttaritari Vísis á Suðurnesjum 1966-1974. Hann var ritstjóri Faxa 1971-1979 og hefur veriö fréttaritari Dag- blaðsins og DV á Suðurnesjum frá 1975. Magnús var í trúnaðarráði Verslunarmannafélags Suðurnesja 1969-1977, varaformaður 1979 og hefur verið formaður frá 1980. Hann hefur ritað greinar í blöð og tímarit, teiknað í blöð, tímarit og bækur. Magnús hefur samið gam- anljóð og þætti af ýmsu tilefni undir dulnefni. Hann er höfundur Menningarvöku Suðurnesja, Út- varps Suðurnesja og var hagyrð- ingur Suðurnesja í spuminga- keppni Sjónvarpsins, Hvað heldurðu? Magnús kvæntist 10. ágúst 1963 Hólmfríði Sólveigu Ólafsdóttur, f. 19. september 1941, skrifstofustjóra Verslunarmannafélags Suður- nesja. Foreldrar Hólmfríðar eru Ólafur Jónsson, ráðunautur í Stóragerði í Óslandshlíð, og kona hans, Ásta Jónsdóttir. Dætur Magnúsar og Hólmfríðar eru, Ásta, f. 12. október 1963, lögfræðingur í Keflavík, Jóhanna, f. 18. nóvember 1964, skrifstofumaður hjá Ferða- skrifstofu ríksins, Þóra Björg, f. 24. september 1967, háskólanemi, sam- býlismaður hennar er Sigurður Þórarinsson verkfræðinemi, og Sólveig Ólöf, f. 8. desember 1969, nemi. Systkini Magnúsar em Guð- mundur Jóhann Sveinn f. 26. ágúst 1923, verkamaður í Garði, Harald- ur Helgi, f. 19. september 1924, d. 1974, verkamaður í Rvík, sambýhs- kona hans var Jóhanna Guð- mundsdóttir, Þórhildur, f. 12. september 1925, gift Þorleifi Krist- mundssyni, prófasti á Kolfreyju: stað, Guðmundur Helgi, f. 7. október 1926, járnahindingamaður í Garði, kvæntur Guðfinnu Jóns- dóttur, Svava, f. 1. desember 1927, býr í Tulare í Kaliforníu, Alla f. 28. desember 1928, gift Edmund White, lögfræðingi í Sacramento í Kali- fomíu, Ingibjörg, f. 13. janúar 1930, gift Einari Gíslasyni, ökumanni í Sandgerði, Reynir, f. 20. apríl 1931, ökumaður í Keflavík, Eyjólfur, f. 28. apríl 1934, verkstjóri hjá Flug- leiðum, býr í Garði, kvæntur Helgu Tryggvadóttur, Ingibjörg, f. 15. júní 1935, gift Heiðari Þorsteinssyni, út- gerðarmanni í Garði, og stúlka er lést óskírð 28. september 1936. Foreldrar Magnúsar vom Gísh Sigurðsson, b. í Miðhúsum í Garði, og kona hans, Ingibjörg Guð- mundsdóttir. Gísli var sonur Sigurðar, sjómanns í Rvík, Hans- sonar og konu hans, Þórhildar Magnús Gislason. Gísladóttir, b. í Landbrotum í Kol- beinsstaðahreppi, bróður Björns, afa Sigurðar Pálssonar vígslubisk- ups, foður Sigurðar prests á Sel- fossi. Gísli var sonur Gottskálks, b. í Landbrotum Gíslasonar, prests í Hítamesi Guðmundssonar, bróð- ur Jóns, langafa Guðmundar Kamban og Guðrúnar, móður Gauks Jörundssonar. Móðir Gísla var Guðrún Þorbjarnardóttir ríka á Skildinganesi Bjarnasonar, lang- afa Ólafar, langömmu Jóhannesar Nordal. Móðir Þórhildar var Margrét Ámadóttir, vinnumanns í Stóra- mörk Ámasonar og Þórdísar Hallgrímsdóttur, systur Helgu, ömmu Þorsteins Erlingssonar skálds. Móðir Þórdísar var Guðríð- ur, systir Sæmundar, fóður Tómasar Fjölnismanns. Guðríður var dóttir Ögmimdar, prests á Krossi í Landeyjum Högnasonar, „prestafóöur" Sigurðssonar. Móöir Guðríðar var Salvör Sigurðardótt- ir, systir Jóns á Hrafnseyri, afa Jóns forseta. Ingibjörg er dóttir Guðmundar, b. á Brekku í Garði Gíslasonar, og konu hans, Jóhönnu Hemitsdótt- ur, strætisvagnsstjóra í Chicago, Jónssonar, bróður Friðjóns, föður Guðmundar skálds á Sandi, og Sig- urjóns skálds á Litlu-Laugum, afa Kristínar Halldórsdóttur alþingis- manns. Móðir Jóhönnu var Ingibjörg Jónsdóttir, b. í Breiðuvík á Tjör- nesi Eiríkssonar, og Guðnýjar, móður Jóns, langafa Jóns Eysteins- sonar, sýslumanns í Keflavík. Guðný var dóttir JóKhnnesar, út- vegsbónda í Litla-Bæ í Garði, Sigurðssonar, bróður Magnúsar, langafa Guðrúnar, móður Bjama Benediktssonar. Annar bróðir Jó- hannesar var Ámi, langafi Elín- borgar Lárasdóttur rithöfundar. Afmæli Friðjón Jónsson Friðjón Jónsson, fyrrv. b. að Hóli í Svínadal, nú til heimihs að Jað- arsbraut 3, Akranesi, er áttatíu og fimm ára í dag. Friðjón fæddist að Gunnlaugs- stöðum í Stafholtstungum, ólst þar upp og átti þar heima til 1937. Þá kvæntist Friðjón og fór að búa. Þau hjónin bjuggu fyrst aö Uppsölum í Norðurárdal frá 1938-47, en festu þá kaup á jörðinni Hóli í Svínadal þar sem þau hjónin bjuggu meðan kona Friðjóns lifði en hann flutti til Akraness á síðasta ári. Kona Friðjóns var Lovísa, f. 24.6. 1915, d. 14.10. 1986, dóttir Guðjóns, sjómanns í Tungu í Höfnum, Gunn- laugssonar og konu hans, Ragn- heiðar H. Jónsdóttur. Böm Friðjóns og Lovísu eru: Guðmundur Þórir, f. 26.5. 1944, b. aö Hóli; Anna Ragnheiöur, f. 2.3. 1946, húsmóðir í Vík í Mýrdal; Guð- jón, f. 29.6. 1948, starfsmaður á Akranesi; og Olga, f. 14.7.1956, hús- móðir að Herjólfsstöðum I í Álfta- veri. Foreldrar Friðjóns voru Jón Þór- ólfur Jónsson, b. að Gunnlaugs- stöðum, f. 25.6. 1870, d. 9.3.1959, og kona hans, Jófríður Ásmundsdótt- ir, f. á Höfða í Þverárhlíð 28.4.1881, d. 1977. Föðurforeldrar Friðjóns voru Jón Þórólfssson, b. á Gunnlaugsstöð- um, og kona hans, Hallfríður Friðjón Jónsson. Bjarnadóttir. Foreldrar Jóns voru Þórólfur Árnason og Kristín Jóns- dóttir, en þau vora í Norðtungu. Foreldrar Hallfríðar voru Bjarni Jónsson, b. að Högnastöðum, og Sigríður Jónsdóttir. Móðurforeldrar Friðjóns voru Ásmundur Einarsson, b. að Höfða, og önnur kona hans, Þorbjörg Sveinsdóttir. Foreldrar Ásmundar voru Einar Eyvindsson á Einifelh í Stafholtstungum og kona hans, Anna Ásmundsdóttir. Foreldrar Þorbjargar voru Sveinn Bjarnason og Ástríður Samsonardóttir. Friðjón verður ekki heima á af- mælisdaginn. Ingigerður Guðmundsdóttir Ingigerður Guðmundsdóttir hús- móðir, Grettisgötu 19, Reykjavík, er fertug í dag. Ingigerður fæddist í Njarðvík og bjó þar tvö fyrstu árin en ólst ann- ars upp í foreldrahúsum í Reykja- vík. Hún var á unglingsárunum til sjós í þijú ár en hefur verið dag- móðir síðustu árin. Hún giftist Friðrik, verkstjóra hjá Landflutningum, f. 23.9. 1934, syni Þóris Tryggvasonar og Sigþrúðar Helgadóttur. Ingigerður og Friðrik eignuðust fjögur böm. Þau era: Þórir Ingi, starfsmaður hjá Eggert Kristjáns- syni, f. 18.11. 1967; Sigþrúður Hrönn, starfsstúlka í eldhúsi á Arnarholti, f. 10.1.1970; Þóra Björk, nemi, f. 5.1. 1973; og Friörik Þór Ingigeröur Guðmundsdóttir. nemi, f. 9.11.1974. Ingigerður átti sjö systkini en á nú sex systkini á lífi. Kristín Eiðsdóttir Kristín Eiðsdóttir, Smáravegi 7, Dalvík, er sextug í dag. Kristín fæddist að Brekkukoti í Svarfaðardal og ólst þar upp í for- eldrahúsum en foreldrar hennar voru Eiður Sigurðsson, f. 1890, d. 1981, og kona hans, Valgerður Júl- íusdóttir, f. 1888, d. 1959, en þau bjuggu að Ingvörum í Svarfaðardal síðustu árin. Kristín giftist 1955 Herði bifvéla- virkja, f. 1930, syni Kristgeirs, b. að Vestri-Hellum í Flóa, Jónssonar og konu hans, Herborgar Jóns- Garðar Guðnason rafvirkja- meistari, til heimihs að Ljósheim- um 14, Reykjavík, er sjötíu og fimm ára í dag. Garðar fæddist á Höfn í Homa- firði og ólst þar upp í foreldrahús- um, yngstur fjögurra bræðra. Garðar stundaði nám í unglinga- skóla á Hornafirði og í Reykjavík. Hann tók sveinspróf í bifvélavirkj- un í Reykjavík 1939 og lauk sveins- prófi og öðlaðist meistarabréf í rafvirkjun 1947. Garðar var rafveitustjóri við Raf- veitu Búöakauptúns 1941-52 og jafnframt verktaki þar til 1965, raf- veitustjóri hjá Rafmagnsveitum ríkisins á Fáskrúðsfirði og Stöðvar- firöi 1965-70 en flutti þá til Reykja- víkur og hefur unnið skrifstofustörf hjá Rafmagnsveitum ríkisins þar til fyrir ári er hann hætti störfum. Garðar sat í hreppsnefnd Búða- hrepps 1946-50 og 1962-69 en hann var oddviti þar frá 1964-69. Þá var hann í bygginganefnd Búðakaup- túns frá stofnun hennar 1946-69. Meðal fjölda annarra trúnaðar- og nefndarstarfa Garöars má geta þess að hann var endurskoðandi Kaupfélags Fáskrúðsfirðinga í tutt- ugu ár og sat í nefnd 'um raforku- mál Norðurlands og Austurlands 1967 og frá 1969. Garðar hefur skrif- að blaðagreinar um samgöngumál en þess má geta að hann fór fyrstur dóttur, en foreldrar Harðar eru báðir látnir. Kristín og Hörður eiga tvö böm. Þau eru: Herborg, húsmóðir og af- greiðslustúlka á Dalvík, f. 1955, gift Má Kristinssyni vélstjóra, en þau eiga tvo syni; og Bjarni, vélstjóri á Akureyri, f. 1960, en sambýliskona hans er Eygló Arnardóttir og eiga þau tvö börn. Kristín átti sex systkini en á nú fimm systkini á lífi. Kristín verður ekki heima á af- mælisdaginn. manna umhverfis allt landið í bif- reið haustið 1935. Kona hans er Halldóra, f. 7.10. 1916, dóttir Hjartar Lárussonar, b. að Rauðsdal á Barðaströnd, og konu hans, Bjarnfríðar Bjamadótt- ur. Garðar og Halldóra eiga íjögur börn. Þau eru: Hörður, bílstjóri í Svíþjóö, f. 1937, kvæntur Ingu Ól- afsdóttur, en þau eiga fjögur börn; Þórður, b. aö Hamri i Hamarsfirði, f. 1940, kvæntur Grétu Jónsdóttur, en þau eiga íjögur börn; Hjördís, húsmóöir á Fáskrúðsfirði og læknaritari, f. 1941, gift Þráni Þór- arinssyni umsjónarmanni, en þau eiga tvö börn; og Guöni, starfsmað- ur hjá Volvo-umboðinu í Reykja- vík, f. 1945, kvæntur Helgu Aðalsteinsdóttur hjúkrunarkonu, en þau eiga fjögur böm. Bræður Garðars era: Stefán, fyrrv. tryggingayfirlæknir, f. 1904, kvæntur Elsu Kristjánsdóttur hjúkrunárkonu; Óskar, sem lengi var verkstjóri hjá Hraðfrystihúsi Homafjarðar, f. 1908, ekkjumaður eftir Kristínu Björnsdóttur; og Sva- var listmálari, f. 1909, kvæntur Ástu Eiríksdóttur. Foreldrar Garðars voru Guðni Jónsson, verslunarmaður á Höfn, f. 19.4. 1878, d. 1959, og kona hans, Ólöf Þórðardóttir, f. 8.12. 1879, d. 1963. Til hamingju meðdaginn 90 ára Anna Guðmundsdóttir, Byggða- vegi 137, Akureyri, er níræð í dag. 80 ára________________________ Jónína Árnadóttir, Egilsgötu 2, Borgamesi, er áttræð í dag. Karólína Jóhannesdóttir, Smára- hlíð 1D, Akureyri, er áttræð í dag. 75 ára Elín Ása Jónsdóttir, Hringbraut 57, Keflavík, er sjötíu og fimm ára í dag. Jóna Jónsdóttir, Hjallaseli 55, Reykjavík, er sjötíu og fimm ára í dag. Sigurborg Sigurbjörnsdóttir, Víg- holtsstöðum, Laxárdalshreppi, er sjötíu og fimm ára í dag. 60 ára Guðni Einarsson, Hamraborg, Beruneshreppi, er sextugur í dag. Maj Britt Stefánsson, Norðurbyggö 20, Akureyri, er sextug í dag. 50 ára Laufey Alda Guðbrandsdóttir, Sleitustööum II, Hólahreppi, er fimmtug í dag. Guðmundur Jónsson, Vesturgötu 152, Akranesi, er fimmtugur í dag. Kristín Halldórsdóttir, Vallholti 2, Ólafsvík, er fimmtug í dag. 40 ára Sævar Geirdal Gíslason, Rauðarár- stíg 30, Reykjavík, er fertugur í dag. Guðjón Guðbjartsson, Króki, Kjal- arnesi, er fertugur í dag. Guðfinna Kristjánsdóttir, Fagra- hjaUa 12, Vopnafirði, er fertug í dag. Indriði Þóroddsson, Miðfjarðarnesi 2, Skeggjastaðahreppi, er fertugur í dag. Árni Magnússon, Stóragerði 12, Reykjavík, er fertugur í dag. Kristin Halldórsdóttir, Kveldúlfs- götu 9, Borgamesi, er fertug í dag. Katrin G. Helgadóttir, Seljabraut 44, Reykjavík, er fertug í dag. Ingólfur Sigþórsson, Steinkoti, Glæsibæjarhreppi, er fertugur í dag. örn Snævar Sveinsson, Túngötu 25, Tálknafirði, er fertugur í dag. Július Kristjánsson, Tungusíðu 17, Akureyri, er fertugur í dag. Blaðið hvetur afmælisbörn og aðstandendur þeirra til að senda því myndir og upplýsingar um frænd- garð og starfssögu þeirra. Þessar upplýsingar þurfa að berast í síðasta lagi tveimur dögum fyrir afmælið. Munið að senda okkur myndir Garðar Guðnason

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.